Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 72
wiii.m
Jón Snorri Snorrason, framkvœmdastjóri Ólgerðarinnar Egils Skalla-
grímssonar.
Olafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sœbergs.
Aukin sala á gosdrykkjum
hjá Ölgerðinni
Höldum áfram á sömu braut
þrátt fyrir erfiðleika
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er í 74. sæti listans og
bætir við sig í umsvifum. Hverju er helst að þakka?
Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri fyrirtœkisins,
verðurfyrir svörum og segir margar skýringar koma til.
Skýringuna er að finna fyrst og fremst í aukinni neyslu
gosdrykkja og bjórs. Við höfum verið að fjölga tegund-
um, einnig höfum við flutt inn „snakk“ og umsvif fyrir-
tækisins hafa því í heild aukist á milli ára. Við keyptum vín-
gerðarfyrirtæki, sem framleiðir m.a. Islenskt brennivín, í
fyrra svo að við höfum verið að fjölga tegundum hjá okkur.
Það er því eðlilegt að veltan aukist sem því nemur,“ segir Jón
Snorri.
- Hvernig voru markaðsaðstæður fyrirtækisins?
„Markaðsaðstæður voru góðar árið 1999. Gott sumar
skiptir drykkjarvöruframleiðendur miklu máli. Síðan hefur
góðærið frá árinu 1999 ýtt undir neyslu almennings. Það nær
auðvitað til drykkjarvöru, jafnt áfengrar sem óáfengrar, og
kemur vitanlega fram í aukinni veltu hjá drykkjarvörufram-
leiðendum," svarar hann.
Jón Snorri horfir bjartsýnn til framtíðar og segir að Öl-
gerðin haldi áfram að styrkja sig. Hann bendir á að fyrirtæk-
ið hafí í ársbyrjun 2000 tekið yfir Grolsch bjórinn og þannig
segir hann að verði haldið áfram að auka drykkjarvöruúrval-
ið og það aftur leiði til enn aukinnar veltu. „Bjórmarkaðurinn
vex um 10-12 prósent á ári en bjórframleiðsla er snar þáttur í
framleiðslu fyrirtækisins svo að horfurnar eru góðar ef góð-
ærið heldur áfram og kaupmáttur helst.“ SQ
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardáttur. Myndin Geir Ólafsson
Þormóður rammi - Sæberg er í 34. sæti listans og sýnirgóða
/
rekstrarafkomu. Hverju erþar mestfyrir að þakka? Olafur
Marteinsson framkvœmdastjóri er bjartsýnn á framtíðina
þráttfyrir erfiðleika í rækjuveiðum og rœkjuvinnslu.
að er einkum að þakka góðri afkomu í sjófr ystingu en fjár-
magnsgjöld voru einnig óvenju lág,“ segir Ólafur Mart-
einsson, annar tveggja framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma - Sæbergs, en hann hefur bækistöðvar á Siglufirði.
Fyrirtækið er rekið á þremur stöðum á landinu. Hinn
framkvæmdastjórinn, Gunnar Sigvaldason, hefur bækistöðvar
á Ólafsfirði. Þormóður rammi - Sæberg gerir einnig út báta frá
Þorlákshöfn og lætur vinna þar flatfisk og humar.
- Hvernig lítur reksturinn út á þessu ári?
„Þeir þættir sem helst valda óvissu eru þróun olíuverðs og
gengis. Afkoma rækjuveiða og -vinnslu hefur verið erfið og lík-
legt er að svo verði út árið. Við reiknum hins vegar með því að
rekstur frystitogara verði á svipuðu róli og síðastliðið ár þannig
að almennt má búast við lakari afkomu en í fyrra,“ svarar hann.
Hvað kvóta varðar hefur Þormóður rammi - Sæberg aldrei
verið sterkara en nú. „Við íjárfestum mikið í aflaheimildum á
árinu og teljum að það komi okkur til góða þegar fram líða
stundir. Fyrirtækið er vel mannað og vel tækjum búið. Því
höfum við ekki ástæðu til annars en að líta framtíðina björt-
um augum,“ segir Ólafur.
- Að hvaða sviðum munuð þið einbeita ykkur?
„Við munum halda áfram á svipaðri braut, frystitogarar og
rækjuvinnsla verða áfram bakbein þessa fyrirtækis.“S!l
72