Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 74
Sverrir Norland, framkvæmdastjóri Smith&Norland.
Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson.
Áhersla á eigið fé
Fjölmargar nýjungar
Smith&Norland er í 164. sæti listans og hejur byggt upþ
mikið eigið fé auk pess sem rekstrarafkoma fyrirtækisins er
traust. Sverrir Norland, forstjóri fyrirtœkisins, segirgóðan
árangur byggjast á upþbyggingarstarfi fyrirtœkisins.
Að auki kemur fernt til. Við eigum góða erlenda sam-
starfsaðila, t.d. Siemens. Án þeirra kæmumst við ekki
langt. Við höfum verið þess aðnjótandi að hafa gott og
vel menntað starfsfólk sem vinnur mjög gott starf. í gegnum
árin höfum við haft það að leiðarljósi að ráða tæknimenntað
sölufólk sem getur frætt viðskiptavinina um vöruna. Við höf-
um byggt upp tryggan og trúan hóp viðskiptavina, ekki síst í
rafiðnaðarvörum," segir Sverrir sem hefur haft það stefnu-
mál frá upphafi að byggja upp eigið fé fyrirtækisins. „Þá get-
um við verið óháðir lánastofnunum ef harðnar í ári. Það hjálp-
ar til.“
Sverrir segist hafa þá tilfinningu að mikil spenna hafi ver-
ið á markaðnum en að hápunktinum sé náð. „Mér finnst eins
og við séum komin upp á Esjuna og séum aðeins að fikra okk-
ur niður af henni aftur,“ segir hann og telur markaðshorfurn-
ar þrátt fyrir það sæmilegar. „Ég er frekar bjartsýnn. Ef bygg-
ingariðnaðurinn fer niður á við þá kemur það síðast fram í raf-
magnsvörum," segir hann.
Nánasta framtíð lítur vel út hjá Smith&Norland. Fyrirtæk-
ið hefur nýlega lokið við nýja viðbyggingu við heimilistækja-
verslun sína og verður innréttingum lokið á næstu vikum.
Verið er að styrkja tölvudeild fyrirtækisins og opna nýja lýs-
ingardeild. „Á næstu mánuðum leggjum við áherslu á aukna
kynningar- og markaðsstarfsemi. Fyrirtækið er 80 ára gamalt
og við verðum að ganga veginn, að vísu með breytingum.
Maður verður að vera vakandi - það þýðir ekkert annað.“S5
Bræðurnir Ormsson skipa 100. sæti listans. Sala á hefð-
bundnum vörum í hljómtækja- og heimilistækjadeild hefur
aukistmjög. Hverju pakkar Andrés B. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, 42% veltuaukningu?
Sala í eldri vöruflokkum hefur aukist mjög og nýir vöru-
flokkar hafa bæst við, annars vegar Olympus og Nikon
myndavélar og Nintendo leikir og tölvur og hins vegar
dönsku HTH innréttingarnar í heimilistækjadeild en það hef-
ur einnig aukið verulega sölu AEG innbyggingartækja í eld-
hús. I véla- og varahlutadeild jókst sala mjög, m.a. sala á mal-
arvögnum, gröfum og fleiri vörum til verktaka auk Clark lyft-
ara. Almennt hefur verið mikil eftirspurn eftir vörum okkar
og okkar stærstu vörumerki, AEG og Pioneer, Sharp og
Bosch, hafa gengið vel,“ segir Andrés B. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bræðranna Ormsson.
„Við erum bjartsýnir á að sala aukist á árinu 2000; búumst
við því að hún aukist a.m.k. um 25 prósent. Það verður áfram
aukning í sömu flokkum og nýtt bætist við. Á þessu ári höf-
um við breikkað vörulínu í skrifstofutækjadeild. Þar erum við
að taka inn Packard Bell tölvur, fartölvur og skrifstofuhús-
gögn. Að auki erum við að hefja sölu á Bridgestone hjólbörð-
um á næstu vikum. Aðaláherslan verður á sölu naglalausra
hjólbarða sem heita Blizzak. Þetta er ný tækni sem hefur
selst vel á Norðurlöndum, í Kanada, Bandaríkjunum og Jap-
an, þar sem dekkin eru framleidd.“
Andrés lítur bjartsýnn til næstu missera og býst við frek-
ari veltuaukningu á næsta ári. Von er á nýrri Nintendo tölvu
á fyrri hluta næsta árs til viðbótar við þær Ijölmörgu nýjung-
ar sem stöðugt eru að koma á markað. Þá er fyrirtækið að
hefja sölu á Polaris vélsleðum og fjórhjólum. Einnig er búist
við að sala aukist verulega þar.31]
74