Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 154
AUGLÝSINGAR
Pan Arctica: Þarna var skeytt saman myndum frá Suður-
Afríku og íslandi og kom vel út en auglýsingin var fyrir
Cerebos.
- Pan Arctica -
Erlendar auglýsingar og kynningar
teknar upp á íslandi á árinu
Auglýsing um vöru frá Cerebos.
Tónlistarmyndband fyrir „Bentley Rhythm Ace“.
Auglýsingaherferö fyrir Orange símafyrirtækiö.
Tvö þýsk verkefni, annaö fyrir veffyrirtæki og hitt
fyrir orkufyrirtæki.
Eitt ítalskt verkefni fyrir kaffifyrirtæki.
Japanskt verkefni fyrir Toyota.
Tónlist á ísnum Næsta verkefni Pan Arctica var tónlistar-
myndband fyrir tónlistarmenn sem nefna sig „Bentley Rhythm
Ace“. Það var myndað á frosnu Jökulsárlóninu og var með
grínivafi. Tónlistarmennirnir höfðu frosið fastir undir ísnum
eftír slönguboltaleik en voru frelsaðir með aðstoð Inúíta sem
var við veiðar skammt frá. Inútítínn dansaði sig svo heitan að
hann spúði eldi til að losa þá úr ísnum!
Hammer and Tongs heitir fyrirtækið sem unnið var með og
leikstjórinn Garth Jennings. Nick Goldsmith var framleiðand-
inn, en þeir komu frá London. Plötufyrirtækið heitír Parlaphone.
Afrek á Grænlandi „í maí-júní fórum við með @rad-
ical.media fyrirtækinu tíl Grænlands þar sem
við unnum heila auglýsingaherferð fyrir
Orange símafyrirtækið. @radical.media
er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki í
heimi með ca. 30-40 leikstjóra á sín-
um snærum. Auglýsingastofan heitir
Euro RSCG og kom þessi hópur frá
útibúi hennar í Zurich. Þetta voru
sex heilar auglýsingar og fram-
leiðslan lík því að verið væri að
vinna stutta kvikmynd. Leik-
stjórinn heitir Eden
Diebel, framleið-
154
andinn Polly du Plessis og svo skemmtilega vildi tíl að ís-
lenskur kvikmyndatökumaður, Karl Oskarsson, myndaði.
Við mynduðum m.a. á eynni Unartoq þar sem er volg laug en
á Grænlandi eru víða afar erfiðar aðstæður til að mynda.
Flestar ferðir eru farnar á þyrlum nema að ísalag sé hentugt
til siglinga. Við vorum með 70 manns í tjaldbúðum á Unartoq
í fjóra daga og vann hópurinn mikið þrekvirki, enda samstæð-
ur og samstilltur með afbrigðum. Samstarf okkar við græn-
lenska samstarfsaðila okkar var ákaflega farsælt og einnig
sást þarna eins og svo oft áður hvað íslenskt kvikmyndalið er
duglegt og úrræðagott."
Frá því grænlenska verkefninu lauk hafa verið unnin tvö
þýsk verkefni, annað fyrir veffyrirtæki og hitt fyrir orkufyrir-
tæki, hjá Pan Arctica. Þar að auki eitt ítalskt verkefni fyrir
kaffifyrirtæki og annað japanskt fyrir Toyota bíla og svo
smærri verkefni og að sögn Einars Sveins er ekki skort-
ur á verkefnum í fyrirsjáanlegri framtíð. S!1
Snorri Þórisson, aðal-
eigandi Pan Arctica,
og Einar Sveinn
Þórðarson, tengiliður
við erlenda við-
skiptaaðila fyrir-
tœkisins.