Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 160
STJÓRNUN
Lykilmenn
Íslensk fyrirtæki, bæði stór og smá,
horfast nú í augu við rótgróið vanda-
mál. Þetta vandamál hefur nánast
alla tíð verið vanmetið og því hefur lít-
ið verið aðhafst hvað það varðar að
koma í veg fyrir að slík staða komi
upp. I síðasta tölublaði Fijálsrar versl-
unar var grein undir fyrirsögninni
„Hvers vegna segir starfsfólk upp?“.
Þar var varpað ljósi á þetta vandamál
sem tengist starfsfólki fyrirtækja.
I greininni var rætt um þann
kostnað sem fylgir því að starfsmaður yfirgefi fyrirtæki. I ljós
kom að áætlaður kostnaður við brottfall starfsmanns sé, með
beinum og óbeinum hætti, um ein meðalárslaun starfsmanns-
ins, eða 2 milljónir. Þessu til rökstuðnings voru meðal annars
taldar upp aðstæður starfsmannsins, t.a.m. launakjör, aldur,
starfsánægja og þar fram eftir götu. En hvað kostar það fyrir-
tæki ef starfsmaðurinn veikist alvarlega eða fellur frá?
Oftar en ekki hefur fyrirtækið var-
ið verulegum ijármunum í að þjálfa
og mennta viðkomandi starfsmenn.
Ef eitthvað kemur fyrir starfsmann,
s.s. alvarleg veikindi eða jafnvel fráfall
- hvernig stendur fyrirtækið þá?
Þarna liggja hagsmunir sem nauðsyn-
legt er að vátryggja. Það þarf að gera
með hagsmuni fyrirtækisins og
starfsmannsins að leiðarljósi.
Hvernig tryggir fyrirtæki lykilmenn
SÍna? Ljóst er að fyrirtæki þarf að tryggja sig gegn áföllum
sem þessum ef vel á að ganga. Einföld leið til að bæta það
tjón, sem verður af völdum sjúkdóma eða brottfalls er að
tryggja fyrirtækið og starfsmanninn gegn því. Hægt er að
velta vöngum yfir því hvaða leiðir skuli velja. Þær þurfa þó að
innihalda eftirfarandi höfuðatriði:
Nánast öll fyrirtœki kaupa vátrygg-
ingar til pess að tryggja sig fyrir fjár-
hagslegum áfóllum. Oft og iðulega
ferst fyrir að vátryggja það sem er
fyrirtœkinu dýrmætast - starjsmenn
fyrirtækisins.
Eftir Hjört Þór Grjetarsson. Mynd: Geir (jiafsson.
Hver er lykillinn að velgengni fyrirtækis? Á síðustu árum
hafa átt sér stað miklar breytingar í heimi viðskiptanna. Fyrir
10 árum hefði enginn getað séð fyrir þær nýjungar sem
sprottið hafa fram. Um er að ræða nýjar greinar og nýjar að-
ferðir sem hafa gert sérfræðinga innan fyrirtækja mikilvæg-
ari en nokkru sinni fyrr.
Breytingarnar eru miklar og áþreifanlegir hlutir, eins og
hráefni og vinnuafl, eru ekki lengur í aðalhlutverki heldur hug-
vit og sérþekking. Æ fleiri fyrirtæki reiða sig á einstaklinga,
sem í krafti kunnáttu sinnar geta skapað þeim eft-
irsóknarvert forskot í samkeppninni. Hér má
nefna sérhæft sölufólk, verkfræðinga, sér-
fræðinga á sviði upplýsingatækni, tölvufræð-
inga o.fl. Við lifum á upplýsingaöld! Nú eru
fyrirtækin fleiri, smærri og sterkari. Allar
þessar breytingar hafa kallað á nýjar áhersl-
ur í tryggingavernd, ekki síst fýrir fykil-
fólk innan fyrirtækja, meðeigendur
og samstarfsaðila.
Hverjir eru lykilmenn? Nán-
ast öil fyrirtæki kaupa vá-
tryggingar til þess að tryggja
sig fyrir fjárhagslegum áföll-
um. Oft og iðulega ferst fyrir
að vátryggja það sem er fyrir-
tækinu dýrmætast - starfs-
menn fyrirtækisins. Fyrirtæki
hafa öll á að skipa fólki sem
hægt er að skilgreina sem lykil-
menn - starfsmenn sem eru fyr-
irtækinu nauðsynlegir fyrir
áframhaldandi vöxt og
viðgang starfseminnar.
Fyrirtækið og starfsmaðurinn þurfa að gera samning sín á
milli.
Fyrirtækið þarf að tryggja sig gegn þvi tjóni sem skapast ef
starfsmaðurinn veikist alvarlega eða fellur frá.
Fyrirtækið þarf að fyrirbyggja að nýr starfsmaður yfirgefi
það með einum eða öðrum hætti eftir skamman tfma með
því að bjóða honum réttindi sem eru mun rneiri en gengur
og gerist á íslenskum vinnumarkaði.
Fyrirtækið gerir ekki aðeins samning við starfsmanninn um
það heldur gengur frá samningi við tryggingarfélag um
þetta.
• Samningurinn felur í sér að fyrirtækið fær greiddar bætur
ef starfsmaðurinn greinist með alvarleg veikindi eða fellur
frá.
• Starfsmaðurinn fær, við greiningu á alvarlegum veik-
indum, full laun í tiltekinn tíma.
• Við brottfall starfsmannsins fær maki eða lögerfingjar
full laun hans í tiltekinn tíma.
Samningar þessir þurfa þó að vera sniðnir að þörfúm
hverju sinni með hagsmuni fyrirtækisins og starfs-
mannsins að leiðarijósi. Margir þættir ráða formi
samningsins, s.s. laun starfsmanns, aldur
hans o.fl.SH
Greinarhöfundur, Hjörtur Þór Grjetars-
son, er framkvæmdastjóri hjá Fjárfest-
ingu & ráðgjöf hf. „Oftar en ekki hefur
jyrirtœkið varið verulegum fjármunum í
að þjálfa og mennta viðkomandi starjs-
menn. Ef eitthvað kemur fyrir starjs-
mann, s.s. alvarleg veikindi eða jafnvel
fráfall - hvernig stendurfyrirtækið þá?“