Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 24
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða 3. Ralph Catts: Mat á frumkvæði í upp- lýsingalæsi í æðri menntastofnunum. 4. Martin Sigmar: Hlutverk bókasafns- og upplýsingafræðingsins, fæmi og fræðsla í kennsluumhverfí framtíðar- innar. Ég var í hópi 1 undir stjórn Ola Pilerot sem starfar á bókasafni háskólans í Skövde. I ávarpi hans kom fram að eitt mikilvægasta verkefni háskólabókasafns- ins væri að sjá um að notendur þess hefðu möguleika á að þróa upplýsingafæmi sína. Bókasafnið í Skövde leggur mikla áherslu á að nemendur og starfsmenn háskólans læri að leita upplýsinga, meta þær á gagn- rýninn hátt og nota þær á skapandi hátt. Þetta er allt háð skilningi skólayfírvalda og samvinnu við kennara, sem eiga að standa nemendum skrefí framar í upplýsinga- fæmi, og sjálfsagt að hún sé þáttur í mark- miðslýsingu námskeiða við skólann. Að erindi hans loknu vom umræður í hópum. I mínum hópi vom norskir og sænskir bókasafnsfræðingar og í umræðum okkar kom í ljós að í þessum þremur lönd- um er safnfræðslan afar mismunandi, bæði milli landa og skóla innan þeirra. Eitt er þó sameiginlegt, en það er að sú áhersla sem lögð er á upplýsingafæmi er of lítil í öllum skólum og skilningi kennara og yfirvalda jafnan áfátt. Samvinnu við kennara þarf að efla sem og virkni nemenda. í almennum umræðum kom fram að bókasafnsfræðingar eiga ekki að setja ljós sitt undir mæliker því starfssvið þeirra er einstætt og ekki hægt að bera það saman við önnur. 11. nóvember hófst hið eiginlega mál- þing og í ljósi þess að uppeldisfræði er vaxandi þáttur í starfí bókasafns- og upp- lýsingafræðinga hélt Olof Sundin frá háskólanum í Borás erindi um uppeldis- starf bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hann benti á að fram undir þetta hefðu bókasafnsfræðingar haft einokun á sínum verkfæmm en nú væm þeir komnir í sam- keppni við Netið. Hann ræddi hve lítið rannsóknum á uppeldisfræðilegum þætti kennslu í upplýsingafæmi hefði verið sinnt fram að þessu en nú væri verið að gera margar spennandi rannsóknir í tengslum við meistaraprófsritgerðir á þessu sviði. Þá talaði Bo Westas sem vinnur íyrir DIK (Dokumentation, Information, Kult- ur) sem er fagfélag í SACO1 og eitt það mikilvægasta í Svíþjóð. Westas ræddi þjóðfélagsbreytingar síðustu ára og ævi- langt nám og vísaði þar í Bologna yfirlýs- inguna 1999: Markmið 7: Símenntun2 All- ir þurfa að geta aflað upplýsinga og þróað getuna til að læra sjálfstætt. Bókasafns- fræðingar eiga að sameinast kennarahópn- um og starf bókasafnsfræðinga þarf að fá veglegri sess. Þá tóku til máls fulltrúar háskóla á Norðurlöndum og ræddu menntun bóka- safns- og upplýsingafræðinga, hver í sínu landi. Fulltrúi Noregs var Tove Pemmer Saetre, Háskólanum í Bergen. Hún ræddi nýjar hneigðir í samfélaginu sem kalla á nýja hugsun og ný vinnubrögð, líka í bókasöfnum. Bókasafnsfræði er kennd á fjórum stöðum í Noregi; Osló, Bergen, Agder og Tromsö. í Bergen og Agder er áhersla á uppeldis- og kennslufræði í nám- inu. Tove sér bókasafnið sem kennslu- stofnun og mikilvægt að þar sé fylgst með í uppeldis- og þekkingarfræði og að bóka- safnið sé sveigjanlegt í síbreytilegu um- hverfí. Fyrir Svíþjóð mælti Ingrid Kjellquist frá Háskólanum í Váxjö en að auki er bókasafnsfræði kennd í Borás, Lundi, Umeá og Uppsölum. Auk Váxjö, sem áður er getið, er það helst í Uppsölum sem lögð er áhersla á uppeldisfræði og þekkingar- fræði. Annette Skov, lektor við Danmarks Biblioteksskole, ræddi stöðuna í Dan- mörku. Þar hafa verið valnámskeið um upplýsingafæmi og kennslu, 60 kennslu- stundir. Námið á að endurspegla kennslu- kenninguna, form og innihald eiga að haldast í hendur. Þannig á að hvetja nem- andann til dáða. Hann prófar kennslukenn- ingar og öðlast viðbótarfæmi. Hann lærir einnig að skipuleggja ráðstefnur og vef- síður og verður betri námsmaður. Kjörorð hennar er: „Mikilvægasta hlutverk kennar- ans er að kenna nemendum að læra.“ Efni námskeiðsins er: Kennslukenningar, kennslustíll, greindarþættir, upplýsinga- fæmi, upplýsingaleitarferli sem kennslu- ferli, kennsluforrit á vefnum, kennsla í sýndarrými, kennslutækni og miðlun. 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 24

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.