Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 39

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 39
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœda 4. Fjármál og bókhald 4.1. Útgáfukostnaður Stefnt er að því að auglýsingatekjur standi undir kostnaði við útgáfu blaðsins. Gangi það ekki eftir skal haft samráð við stjóm Upplýsingar áður en til fjárhagslegra skuldbindinga kemur. Stjórn Upplýsingar greiðir árlega til útgáfunnar upphæð sem svarar tvöföldu burðargjaldi af greiddum árgjöldum 15. apríl ár hvert. Upphæðin greiðist 1. maí ár hvert. Ofangreint ákvæði skal endurskoðast reglulega. 4.2. Útsendingarkostnaður Greiða skal burðargjald samkvæmt hag- stæðustu kjörum hverju sinni. 4.3. Auglýsingar Ritnefnd ákveður verð auglýsinga. Stefna ber að því að þær verði um 20% af stærð blaðsins. 4.4. Hagnaður af útgáfu Standi auglýsingatekjur undir útgáfu- kostnaði og öðmm gjöldum sem tengjast útgáfu blaðsins, samanber 5. og 6. lið skal styrkur Upplýsingar samkvæmt 1. lið kafl- ans falla niður og hagnaður af útgáfu Bókasafnsins í samráði við útgefanda lagð- ur í sjóð til eflingar tímaritinu og annarri útgáfústarfsemi félagsins. 4.5. Þóknanir til ritnefndar Ritstjóri fær andvirði einnar baksíðuaug- lýsingar fyrir vinnu og kostnað við hvert tölublað, gjaldkeri og umsjónannaður vef- seturs fá jafnvirði hálfrar baksíðuauglýs- ingar og aðrir í ritnefnd fá sem nemur hálfri þeirri upphæð. 4.6. Þóknanir fýrir greinar Greiða skal ákveðnar lágmarks þóknanir fyrir efni blaðsins. Ritnefnd ákveður upp- hæð þóknana fyrir greinar og útdrætti á ensku. 4.7. Skoðunarmenn reikninga Skoðunarmenn reikninga Bókasafnsins eru tveir. Gjaldkeri Upplýsingar er sjálfkjörinn skoðunannaður reikninga blaðsins. Hinn skal kosinn á aðalfundi félagsins til 3ja ára í senn með möguleika á framlengingu. 5. Gildistaka og endurskoðunarákvæði Til þess að reglur þessar öðlist gildi þarf að samþykkja þær í stjóm Upplýsingar og í ritnefnd Bókasafnsins. Reglumar skulu endurskoðaðar ef útgefandi eða ritnefnd óska þess. Samþykkt á fundi stjórnar Upplýsingar og ritnefndar Bókasafnsins að Lágmúla 7 þann 3. mars 2005 r „I ljósaskiptunum“ -Nor- ræna bókasafnavikan 2005 Tími: 14.-20. nóvember 2005 - Þema: Á ferð í Norðri. - Texti ársins: „Borgin á hafsbotni“ úr bókinni Nilli Hólmgeirs- son og ævintýrafór hans um Svíþjóð. Mánudaginn 14. nóvember klukkan 18 munum við enn koma saman til að halda upp á Norrænu bókasafnavikuna við upp- lestur og kertaljós. Morgunstund er haldin hátíðleg sama morgun klukkan 10 þegar bömin safnast saman í skólum, leikskólum og barnabóka- söfnum og hlýða á upplestur í daufu skini kertaljóssins. í ár verður norræna bókasafnavikan haldin í níunda sinn. Vikan hefur öðlast fastan sess á mörgum bókasöfnum og skól- um um gjörvöll Norðurlönd. Texti ársins er úr sögunni Nilli Hólm- geirsson og œvintýraför hans um Svíþjóð eftir Selmu Lagerlöf. Sagan er ein af henn- ar frægustu verkum, skrifuð sérstaklega til að vekja áhuga skólabarna á landafræði og náttúm Svíþjóðar en hefur orðið ein af sí- gildum bókmenntaverkum sænskrar tungu. Því höfum við valið að nota sama textann bæði fýrir börn og fullorðna. Hlutinn sem varð fyrir valinu er „Borg- in á hafsbotni“. Textinn fjallar um Visby á Gotlandi og er ferð í tíma og rúmi til bæjar sem er á heimsminjaskrá UNESCO og hef- ur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu Norð- urlandanna. Sagan af Nilla Hólmgeirssyni fjallar eins og áður sagði um Svíþjóð en hún hef- ur einnig skírskotun í sögu Norðurland- anna. Hún varð til á þeim tíma þegar Noregur og Svíþjóð vom í þann veginn að skilja að skiptum. Selma Lagerlöf var sannfærð um að það væri rétt ákvörðun en að löndin yrðu að skilja í vináttu og með friði. Því skrifaði hún bókina til að gefa sænskum bömum nýja mynd af landinu sínu, af landi sem lifði í nútímanum en 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 39

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.