Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 36
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
ar kemur að endurskoðun framkvæmdar-
löggjafarinnar.
33) Einkaréttur til eftirgerðar skal háður
undanþágu sem heimilar tilteknar tíma-
bundnar aðgerðir til eftirgerðar sem eru til
skamms tíma eða tilfallandi og eru órjúf-
anlegur og mikilvægur liður í tækniferli og
eiga sér einungis stað í þeim tilgangi að
gera mögulega annaðhvort skilvirka út-
sendingu af hálfú milliliðs í neti milli
þriðju aðila eða löglega notkun verks eða
annars efnis. Sjálfar aðgerðimar skulu ekki
hafa sjálfstætt efnahagslegt gildi. Svo
fremi að aðgerðir til eftirgerðar uppfylli
þessi skilyrði skal undanþágan taka til að-
gerða sem gera það kleift að rápa á vefnum
og skyndivista, þar á meðal aðgerðir til að
tryggja að útsendingarkerfi starfi á skil-
virkan hátt, að því tilskildu að milliliður-
inn breyti ekki upplýsingunum og grípi
ekki inn í löglega notkun tækni, sem er
viðurkennd og notuð í atvinnugreininni, í
þeim tilgangi að afla sér gagna um notkun
upplýsinganna. Notkun telst lögleg ef hún
er heimiluð af rétthafa eða ekki takmörkuð
með lögum.
34) Aðildarríkjunum skal gefínn kostur á
að kveða á um tilteknar undanþágur eða
takmarkanir, t.d. vegna fræðslu- eða vís-
indastarfsemi, í þágu opinberra stofnana,
svo sem bóka- og skjalasafna, vegna
fréttamennsku, vegna tilvitnana, til notk-
unar fyrir fatlað fólk, vegna almanna-
öryggis og vegna stjómsýslumeðferðar eða
málareksturs fyrir dómi.
35) Þegar um er að ræða ákveðnar undan-
þágur eða takmarkanir ber rétthöfum sann-
gjamar bætur til að þeim verði bætt afnot
af vemduðum verkum sínum eða öðm efni
með fullnægjandi hætti. Við ákvörðun á
formi þessara sanngjömu bóta og nánara
fýrirkomulagi varðandi þær og hugsanlegri
ljárhæð þeirra skal tekið mið af sérstökum
aðstæðum í hverju tilviki. Við mat á þess-
um aðstæðum er við hæfi að hafa sem við-
miðun þann skaða sem viðkomandi aðgerð
gæti hugsanlega valdið rétthafa. í tilvikum,
þar sem rétthafar hafa þegar fengið
greiðslu með öðmm hætti, t.d. sem hluta af
höfundarþóknun, er ekki víst að þeim beri
tiltekin eða sérstök greiðsla. Við ákvörðun
á ijárhæð sanngjamra bóta skal tekið fullt
tillit til þess í hve miklum mæli beitt hefur
verið þeim tæknilegu vemdarráðstöfunum
sem um getur í þessari tilskipun. í ákveðn-
um tilvikum, þar sem skaði rétthafa er
óverulegur, kann að vera að ekki liggi fyrir
greiðsluskylda.
36) Aðildarríkin geta einnig kveðið á um
sanngjamar bætur til rétthafa þegar þau
beita valfrjálsum ákvæðum um undanþág-
ur eða takmarkanir sem innihalda ekki
kröfur um slíkar bætur.
37) Innlendar reglur um ljósritun, sem
kunna að vera fýrir hendi, valda ekki mikl-
um hindrunum fyrir innri markaðinn.
Aðildarríkjunum skal vera heimilt að
kveða á um undanþágu eða takmörkun að
því er varðar ljósritun.
38) Aðildarríkjunum skal vera heimilt að
kveða á um undanþágu eða takmörkun á
réttinum til eftirgerðar fýrir tilteknar teg-
undir eftirgerðar á hljóðefni, myndefni og
hljóð- og myndefni til einkanota gegn
sanngjömum bótum. Þetta getur falið í sér
að tekin verði upp þóknunarkerfi eða að
núverandi kerfum verði haldið til að bæta
skaða rétthafa. Þótt munurinn á þessum
þóknunarkerfum hafí áhrif á starfsemi
innri markaðarins ætti hann ekki að hafa
marktæk áhrif á þróun upplýsingasam-
félagsins að því er viðvíkur hliðrænni eftir-
gerð til einkanota. Líklegt er að stafræn af-
ritun til einkanota verði almennari og hafi
meiri áhrif í efnahagslegu tilliti. Því ber að
taka tilhlýðilegt tillit til þess munar sem er
á stafrænni og hliðrænni afritun til einka-
nota og í tilteknum tilvikum skal gerður
greinarmunur á þeim.
39) Þegar aðildarríkin beita undanþágu eða
takmörkun viðvíkjandi afritun til einkanota
ber þeim að taka tilhlýðilegt tillit til tækni-
legrar og efnahagslegrar þróunar, einkum
að því er varðar stafræna afritun til einka-
nota og þóknunarkerfi, ef völ er á skilvirk-
um tæknilegum vemdarráðstöfunum. Slík-
ar undanþágur eða takmarkanir skulu
hvorki hindra að tæknilegum ráðstöfunum
sé beitt né að komið sé í veg fyrir að farið
sé fram hjá þeim.
40) Aðildarríkjunum er heimilt að kveða á
um undanþágu eða takmörkun í þágu til-
tekinna stofnana sem ekki em reknar í
hagnaðarskyni, svo sem almenningsbóka-
safna og sambæri lengra stofnana sem og
skjalasafna. Það skal þó takmarkað við til-
tekin sértilvik sem falla undir réttinn til
eftirgerðar. Slík undanþága eða takmörkun
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 36