Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 35

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 35
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða eða útvarpsefni eða annað efni af sama toga sé tekið upp í fréttamiðlum, miðlað til almennings eða gert aðgengilegt almenn- ingi í tilvikum þar sem slík notkun er ekki bönnuð berum orðum og að því tilskildu að heimildar sé getið, þar á meðal nafns höfundar, eða, ef um er að ræða notkun verka eða annars efnis í tengslum við frétt- ir af dægurmálum, að því marki sem eðli- legt er í upplýsingaskyni og að því til- skildu að heimildar sé getið, þar á meðal nafns höfundar, nema það reynist ógerlegt; d) ef um er að ræða tilvitnanir vegna gagn- rýni eða ritdóma, að því tilskildu að þær tengist verki eða öðru efni sem hefur verið gert aðgengilegt almenningi á löglegan hátt og að því tilskildu að heimildar sé get- ið, þar á meðal nafns höfundar, nema það reynist ógerlegt, og notkun þeirra sé í sam- ræmi við góðar starfsvenjur og að því marki sem nauðsynlegt er í þessum sér- staka tilgangi; e) ef um er að ræða notkun vegna al- mannaöryggis eða til að tryggja rétta fram- kvæmd eða skýrslugjöf varðandi máls- meðferð í stjómsýslu, fyrir þingi eða fyrir dómstólum; f) ef um er að ræða notkun á pólitískum ræðum og útdráttum úr opinberum fyrir- lestrum eða svipuðum verkum eða efni, að því marki sem eðlilegt er í upplýsinga- skyni og að því tilskildu að heimildar sé getið, þar á meðal nafns höfundar, nema það reynist ógerlegt; g) ef um er að ræða notkun við trúarhátíðir eða opinber hátíðahöld sem opinbert yfír- vald skipuleggur; h) ef um er að ræða notkun verka, svo sem byggingarlistaverka eða höggmyndaverka, sem gerð eru með það fyrir augum að vera til frambúðar á almannafæri; i) ef um er að ræða að verk eða annað efni sé tilfallandi tekið með í enn annað efni; j) ef um er að ræða notkun í því skyni að auglýsa opinbera sýningu eða sölu á lista- verkum, að því marki sem nauðsynlegt er til að kynna atburðinn og að undanskilinni hvers konar annarri notkun í viðskipta- skyni; k) ef um er að ræða notkun vegna skop- myndar, skopstælingar eða annarrar stæl- ingar; l) ef um er að ræða notkun í tengslum við sýningu eða viðgerð á búnaði; m) ef um er að ræða notkun listaverks í formi byggingar eða teikningar eða upp- dráttar af byggingu í því skyni að endur- gera bygginguna; n) ef um er að ræða að verkum eða öðru efni í söfnum stofnananna, sem um getur í c-lið 2. mgr., sé miðlað til almennings eða þau gerð aðgengileg almenningi, til fræði- starfa eða einkarannsókna, með til þess gerðum endabúnaði á athafnasvæði stofn- ananna enda falli verkin og efnið ekki und- ir kaup- eða nytjaleyfísskilmála; o) ef um er að ræða notkun í ákveðnum öðrum tilvikum sem hafa óverulega þýð- ingu og þar sem landslög kveða þegar á um undanþágur og takmarkanir, að því til- skildu að aðeins sé um að ræða hliðræna notkun og þetta hafi ekki áhrif á frjálsa dreifíngu vara og þjónustu í bandalaginu, sbr. þó aðrar undanþágur og takmarkanir samkvæmt þessari grein. 4. í tilvikum þar sem aðildarríkjunum er heimilt að kveða á um undanþágu eða tak- mörkun vegna réttar til eftirgerðar, skv. 2. og 3. mgr., er þeim á sama hátt heimilt að kveða á um undanþágu eða takmörkun vegna dreifingarréttar, eins og kveðið er á um í 4. gr., að því marki sem réttlætanlegt er miðað við tilganginn með hinni leyfi- legu eftirgerð. 5. Undanþágum og takmörkunum, sem kveðið er á um í 1., 2., 3. og 4. mgr., skal aðeins beitt í tilteknum sértilvikum sem stríða ekki gegn eðlilegri hagnýtingu verks eða annars efnis og skerða ekki með ósanngjörnum hætti lögmæta hagsmuni rétthafa. Tilskipuninni fylgir 61 skýringargrein og um þessi undantekningarákvæði segir þar: 32) I þessari tilskipun er tæmandi skrá yfír undanþágur og takmarkanir er varða rétt- inn til eftirgerðar og réttinn til miðlunar til almennings. Sumar af þessum undanþág- um og takmörkunum gilda eingöngu um réttinn til eftirgerðar eftir því sem við á. í skránni er tekið tilhlýðilegt tillit til mis- munandi lagahefða í aðildarríkjunum og um leið stefnt að því að tryggja starfhæfan innri markað. Aðildarríkjunum ber að beita þessum undanþágum og takmörkunum á samræmdan hátt og það verður metið þeg- 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 35

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.