Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 21
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
hlið og upplýsingaveita fyrir landsaðgang-
inn.
Stöðug aukning er á notkun milli ára.
Yfir 600.000 greinar í fullri lengd voru
sóttar á árinu 2004 miðað við tæpar
400.000 greinar árið áður, eða yfir 50%
aukning. Ef einungis er tekið tillit til þeirra
greinasafna sem voru mæld árið 2003, er
aukningin 33,8%. Gestum á http://hvar.is
fjölgaði um rúm 20% á árinu 2004.
Sveinn Olafsson umsjón landsaðgangs
(sveinn@bok.hi. is)
Viltu vita meira? -... leitir í
Gegni
Gegnir er öflugt leitartæki þar sem leita
má í safngögnum um 130 íslenskra bóka-
safna, 850.000 titlum og 2.900.000 eintök-
um. Leitað er í Gegni á vef, gegnir.is, eða í
starfsmannaþætti kerfísins sem einungis er
opinn aðildarsöfnum Gegnis.
Gegni má nálgast á eftirfarandi hátt:
• gegnir.is. með íslensku og ensku við-
móti.
• 1 öflugum leitarþætti starfsmannaað-
gangs (OPAC, Online Public Access
Catalog) þar sem hægt er að fram-
kvæma samsettar leitir, afmarka nið-
urstöður og búa til lista sem má vista,
senda í töluvpósti eða prenta.
• Einfalda leit er að fmna í öðrum þátt-
um kerfisins svo sem í útlánum og að-
föngum.
Tvenns konar leitaraðaferðir í Gegni:
• Flettileit sem líkja má við það að
fletta í spjaldskrá. Leitað er í stafrófs-
röðuðum skrám einstakra sviða. Á
gegnir.is er flettileit auðkennd með
„ ... byrjar á“ endingu, eins og „Nafn
byrjar á ..." eða „Titill byrjar á ...“
• Orðaleit sem leitar innan úr færslum
og leyfír að leitað sé í fleirum en einu
leitarsviði samtímis.
I Leitarþætti starfsmannaaðgangsins og á
gegnir.is er að finna Skipanaleit (CCL,
Common Command Language) sem veitir
meiri möguleika til samsetningar leitar,
jafnframt því að auka skilning á virkni
leitarsviða. Skipanaleitin er aðferðafræði
sem starfsmenn bókasafna ættu eindregið
að tileinka sér.
I vetur hefúr Landskerfí bókasafna
reglulega boðið upp á námskeiðið Upplýs-
ingaleit í Gegni og mun svo einnig verða
næsta vetur. Námskeiðið er ætlað starfs-
mönnum safna sem þegar nota kerfíð.
Námsefnið má finna á síðunni www.lands
kerfi.is/namsgogn.php. Einnig er boðið
upp á kynningu á Gegni með áherslu á
gegnir.is fyrir starfsfólk safna sem ekki
hafa tekið kerflð í notkun.
Sigrún Hauksdóttir og Harpa Rós Jónsdóttir
Landskerfi bókasafna
Fyrsti Gegnir (1990-2003)
endanlega óvirkur
Þann 10. maí 2003 var hætt að setja gögn í
gamla Gegni (Libertas-kerfi). Hann hafði
þá verið í rekstri frá 1990. Nýr Gegnir var
svo tekinn í notkun rúmri viku síðar.
Gamla kerfínu var haldið í gangi svo
lengi sem ekki þurfti að gera við neinn
hluta þess, vélbúnað eða hugbúnað. Það
má taka það fram að hér var um sérhæfðan
vél- og hugbúnað að ræða og allir íhlutir
og vinna kostuðu margfalt meira en í
venjulegar PC-vélar. Sá gamli hafði lifað í
20 mánuði fram yfir skilgreindan rekstrar-
tíma þegar hann varð óvirkur laugardaginn
17. desember 2004.
Sveinn Olafsson
Afríkudagar fyrir bókaverði
Nordiska Afrikainstitutet (NAI) hélt í
Uppsölum, dagana 11. og 12. október
2004, tveggja daga námskeið fyrir norræna
bókaverði sem þurfa að leiðbeina nemend-
um og fræðimönnum um aðgang að mál-
efnum sem varða Afiríku í dag.
Á dagskrá voru kynningar á þeim rann-
sóknarverkefnum, sem verið er að vinna
að, og einnig á þeim upplýsingaveitum
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 21