Skólavarðan - 01.11.1990, Page 11

Skólavarðan - 01.11.1990, Page 11
Skólanámskrár þær sem nú þegar hafa verið gefnar út eru misjafnlega ítarlegar. Upplýsingar varðandi skólareglur, félagslíf, skóladagatal, starfshætti og húsnæði skóla o.fl. er í þeim flestum ásamt köflum um námsefni og námstilhögun hvers árgangs fyrir sig. Skólasafnsins er getið í þeim flestum en oftast er þá einungis getið um staðsetningu þess, opnunartíma, starfsfólk, útlán, bókaeign og fleiri upplýsingar af því tagi. Aðeins í einni skólanámskrá hef ég séð ítarlegan kafla um skólasafnið. Þar er tilgreint hver merkmiðin með starfi á skólasafni eru og sagt frá helstu viðgangsefnum hvers árgangs fyrir sig. Það er kannski ofur eðlilegt að svo lítið skuli vera skrifað um skólasöfnin því í mörgum skólum standa söfnin varla undir nafni. Enn hefur ekki verið mörkuð nein heildarstefna um hvers konar starf skuli fara fram í íslenskum skólasöfnum og hvaða viðfangsefni beri að leggja áherslu á. Þetta gerir skólasafnvörðum óneitanlega erfitt fyrir því þeir eru að vinna hver í sínu horni. Meiri hluti vinnutíma þeirra fer í að vinna störf s.s. flokkun, skráningu, plöstun o.fl. sem með samvinnu og hagræðingu þyrftu þeir ekki að eyða sínum takmarkaða tíma í og gætu einbeitt sér að sjálfri safnfræðslunni. Skólasafnamiðstöðvar í hverju fræðslumdæmi myndu létta af þeim þessum störfum og skapa meira samræmi í frágangi safnefnis í skólasöfnum landsins. María Hrafnsdóttir 11

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.