Alþýðublaðið - 09.08.1969, Blaðsíða 11
Alþýðublaðig 9. ágúst 1969 11
Frainhald úr opnu.
Sp: Hverju ertu helzt mót-
fallinn hjá listamönnum?
Sv; Því sama og hjá öðru
fólki.
Sp: Hvað finnst þér um list,
sem hefur pólitískan boðskap.
Sv; Æ! Pólitík — er það ekki
þetta, sem endar alltaf á bang-
bang, bófahasai', þetta, sem
spyr með hvorum heldur þú,
með hvorum heid ég o. s. frv.
Eg hef aldrei verið mikið fyr-
ir þessa svokölluðu boðskaps-
list. Mér leiðast hlutir, sem eru
stílaðir upp á eitt ákveðið svar
— rétta svarið. Þeir, sem endi
lega vilja Leika trúboða, ættu
að mála boðskapsmyndir eins
og prestarnir og pólitíkusarnir;
myndir, sem leiða fólkið í allan
sannleik, Leiða fólkið til alvar-
legrar umhugsunar um vanda-
mál liðandi stundar (þetta
hljómar smart) og láta það
taka skýlausa, málefnalega af-
stöðu með eða móti.
Ef ung, íslenzk hjón koma á
svona sýningu, þá hrópar kon-
an allt í einu: „Palli! Palli!! —
É— ég skill ég skil; ég skil!
Ha — hann meinar! hann mein
ar að! — (Páll; „Já, elskan
min, vertu róleg, ég er hérna
hjá þér“! hann meinar að — að
feitu ríku mennirnir séu svo
vondir og! og! að mjóu, fátæku
mennirnir séu svo góðir“ —
eða öfugt.
Þegar boðskapsmálarinn heyr
ir þetta, þá hugsar hann: „Æ,
drottinn, ég þakka þér fyrir að
hafa fengið að gróðursetja
þetta sáðkorn sannleikans hjá
þessari konu. Megi það dafna
og bera ávöxt um aldur og ævi
— AMEN.
Ef ég horfi á svona boðskaps
myndir, þá byrjar höfuðið á
mér að þyngjast, þangað til
það verður svo þungt, að það
sígur niður á aðra hvora öxl-
ina. Þá finnst mér hausinn á
mér vera fullur af skít. Ég
vil ekki láta nota mig sem ilát
fyrir svona óþrif. Mér leiðist
yfírleitt list, sem ætlast : eitt-
hvað ákveðið fyrir með fólk.
! Ég vil list, sem fæðist eins og
barn, list, sem spyr ekki hvers
vegna hún fæddist, list, sem
vex eins og gras án þess að
vita, hver er hinn raunverulegi
tilgangur með því að vaxa. Ég
vil list, sem flissar eins og smá
stelpa, list, sem skilur ekki
heilarembing og gáfulegar
spurningar.
Sp: Hvers vegna málarðu
ekki landslagsmyndir?
Sv: Eg mála landslag —
skoða mig fyrst og fremst sem
landslagsmálara. Það hafa ver-
ið hér mjög hreinræktaðir
landslagsmálarar um áraraðir.
Að horfa á verk þessara manna
er stórkostlegt — það er eins
og að standa úti í hinni villtu,
ósnortnu náttúru með sterk
sólgleraugu, hálda í höndina á
unnustu sinni, horfa beint í
brennandi sólarlagið og hvísla:
„Jesús minn góður, en sú ægi-
fegurð."
Eg hef löngun til að mála
svona sólarlagsmyndir riststór
ar, 1600x5000 ferm. Stilla þeim
upp í kringum Reykjavík, all
an hringinn. Þetta mundi gera
Reykjavík að fegurstu og
skemmtilegustu borg í heimi
— glaða sólskin úr öllum átt-
um, allir gluggar snúa móti sól
allar svalir snúa móti sól.
Fólkið hér yrði sólbrúnt og
ánægt, allir gengju á baðföt-
um dag og nótt, gaman, gaman.
Eg vil líka lifandi landslags-
myndir, sem eru loðnar og hafa
átta augu og 2 munna, það
er nú list fyrir mig. Myndir,
sem horfa á mann með átta
augum, þegar maður horfir á
þær með sínum tveim,
Þannig landslagsmyndir vil
ég gera — myndir, sem hafa
kynhvöt, og auka kyn sitt og
hamast hver á annarri, list með
málaðar varh’, sem rótar, spark
ar og þefar, það er mín list.
Sp: Stendur íslenzk mynd-
list í blóma að þínum dómi?
Sv: Já, við erum nokkrir hér
og erum allir að safna fyrir
fari burt. ENDIR.
POP
Framhald úr opnu.
Roof Tops seldu
vel
Samkomulagið er sízt verra
hjá Roof Tops, þótt þeir eigi
sér lengri feril að baki en hin-
ar fjórar. Þeir eru vafalaust
meðal vinsælustu hljómsveita
hér, enda seldist síðasta plata
þeirra í 2500 eintökum á ein-
um mánuði. Aðra plötu eru
þeir með í bígerð, en hún á a'ð
vera með tólf lögum. Góðs er
að vænta af henni, þar sem
þeh’ telja ekki nóg um fram-
úrstefnumúsík hjá íslenzkum
grúppum og ætla (vonandi) að
ráða bót á því. Aðhyllast þeir
helzt Jazz-Rock. Allt eru þetta
mjög'færir músíkantar og koma
fólkinu ævinlega í stuð á böll-
um. |
Þegar litið er yfir heildina
er ekki annað að sjá en að ís-
lenzki poppheimurinn standi
traustari fæti en frændur okk-
ar á Norðurlöndum. — bþs.
CC
Z3
o
0c
LU
cq
o
o
90 sekúndur!
KUBA sjónvarpstækin eru góð, en þau eru ekki yfirnáttúrleg. Þessvegna geta þau líka bilað. En við reyn-
um að hugsa fyrir öllu, og við leggjum mikla áherzlu á góða eftir-sölu-þjónustu. Meðal annars látum við
viðgerðarmenn okkar hafa heil verk auk einstakra varahluta til að gera þeim kleyft að veita betri þjón-'
ustu. 1 viðgerðaleiðangrum hafa þeir þessi verk ávallt meðferðis, og sé um flókna bilun að ræða, sem
ekki er hægt að lagfærá á staðnum, er bilaða verkið tekið úr og annað sett í staðinn. Vegna einfaldr-
ar uppbyggingar KUBA sjónvarpstækjanna er þetta hægt, en á 90 sekúndum má taka verkið sjálft,
skerminn og hátalarana úr tækjunum (kössunum). 1 þessu-tilliti stendur KUBA einnig feti framar,
og þetta er ein af fjölmörgum ástæðum þess, að fleiri og fleiri sjónvarpskaupendur velja nú KUBA.
3JA ARA ABYRGÐ
EINKAUMBOÐ FYRIR KUBA SJÓNVARPS- OG ÚTVARPSTÆKI
Laugaveg 10 - Sfmi 19182 - Reykfavfk
ÚMBOÐSMENN I RVÍK: TRÉSM. VlÐIR OG VERZL. RAFORKA.
UMBOÐSMENN ÚTI Á LANDI: VERZL. ÞÖRSHAMAR, STYKK-
ISHÓLMI; MAGNÚS GlSLASON, STAÐARSKÁLA; GUÐJÓN
JÓNSSON, ÞINGEYRI; ODDUR FRIÐRIKSSON, ÍSAFIRÐI;
PÁLMI JÓNSSON, SAUÐARKRÓKI; HARALDUR GUÐMUNDS-
SON, DALVIK; ALFREÐ KONRÁÐSSON, HRlSEY; SJÓNVARPS-
HÚSIÐ HF., AKUREYRI; SIGURÐUR ÞÓRISSON, HLESKÓGUM
HÖFÐAHV.; ÞORST. AÐALSTEINSSON, STRÖND v/MYVATN.
#S|T>Í
)