Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 2
2 Al'þýð'U'blaðið 9. september 1969 Sovézkur hershöfðingi segir: „Bandaríkin undirbúa innrás“ O Yíirmaður eldflaugnaaíla Sovétríltjanna, Nikolai 1 Krylov, hershöfðingi, lét „móðan mása“ í grein, er § hann ritaði fyrir skömmu í sovézka bl’aðið „Sovjet- ^ skaja Rossija.“ Sakaði ha in Bandaríkjamenn um að S undirbúa árás á Sovétríkin. Samtímis fullvissaði &í hann lesendur um, að eldflaugnaafli Sovétríkjanna 1 værí reiðubúinn að hrinda slíkri árás og endurgjalda 1 hana með gag iárás. Krylov, sem jafnframt er vara varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, varaði við þeim áróðri Bandaríkjamanna, að í kjarn- orkustyrjöld færi engin með sigur af hólmi. „Hefji heims- valdasinnar kjarnorkustyrjöld, munu ríki sósíalismans og aðr- ar framfarasinnaðar þjóðir sigra“, sagði Krylov hershöfð- ingi. í lok greinar sinnar varaði Krylov jsérstaklega við ) þvfí, sem hann nefndi „siaukin her- væðing Vestur-Þjóðverja,“ og sagði: „Framlag Vestur-Þjóð- verja til hermála er þegar orð- ið helmingi hærra en saman- lögð hernaðarútgjöld Hitlers fyrir Heimsstyrjöldina síðari“. Framhald á bls. 11. Nikolai Krylov i Kviknar í Callas Oft hefur eldurinn blossað upp kringum Callas í óeigin- legri merkingu og samstarfs- mönnum hennar hitnað í hamsi, en nú fór allt í raunverulegt bál. Hún var að leika atriði úr fyrstu kvikmynd sinni, ,Medea‘, þar sem kvenhetjan þarf að vaða gegnum vítislogana til að komast að fljótinu Styx. Og allt í einu kviknaði í búningi ' hennar og logarnir gusu upp. Söngkonan varð skelfingu lost- in og hrópaði á hjálp, og til allr ar hamingju tókst að slökkva eldinn áður en hún brenndist alvarlega. Callas hélt ótrauð á- fram eins og ekkert hefði í- skorizt og kvað svona smáslya aðeins auka innblásturinn. En hún sagðist ef til vill bera meiri virðingu fyrir verri staðnura eftir að hafa fengið þetta sýn- ishorn af því sem þar mun verá á boðstólum fyrir dvalargesti, I WSSŒJS^M FAO er uggandi: SMJÖRFJALIIÐ HÆKKAÐI UM 6OO.000 LESHR k SL ÁRI í , ) Q Vcrðfall á alþjóðlegum markaði og minnkandi út- flutningur á ýmsum vörum leiddi til lækkandi verð- mætis útflutningsframleiðslu heimsins á mikilvæg- ustu tegundum landbúnaðarafurða árið 1968, að því er talsmenn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam einuðu þjóðarma (FAO) skýrðu frá á sunnudag. Of- framleiðsla vcr ein aðalorsök þessarar óheillaþróun- ar. Útlitið fyrir árin 1969—1970 er vægast sagt ugg- vænlegt, að sögn sömu aðila, þar sem allt bendir til að enn muni aukast afgangsforði ýmissa landbúnað- arafurða og verðlag verði bví enn óhagstæðara. MINNKANDI ÚTFLUTN- INBSVERBMÆTI. f ársskýrslu FAO er frá því skýrt, að útflutningsverðmæti mikilvægustu landbúnaðaraf- urðanna hafi dregizt saman um eitt prósent árið 1968, — úr 2il.3'00 milljónum dollara í 21.- 100 milljón dollara, þrátt fyr- ir tveggja prósenta aukningu framlags vanþróaðra landa. Það er einu prósenti minna en meðalaukningin í þessum lönd- um á árabilinu frá 1962 til 1966, en betra en árið 1967, þegar hagnaðurinn af útflutn- ingi sömu vara minnkaði um fimm prósent. Á móti verðmætaaukningu útflutningsvara frá þróunar- löndunum kom þriggja prós- enta verðmætarýrnun á út- flutningsvörum þróaðra landa. i ENN IIÆKKAR SMJOR- FJALLIÐ ! j Þá er skýrt frá því í skýrslu Matvæla- og landbúnaðar- stofnunarinnar, að verð allra landbúnaðarvara hafi jafnaðar- lega lækkað um tvö prósent árið 1968 í samanburði við ár- ið 1967. Mesta verðfallið varð á vörum eins og ull, tei, smjöri, maís, hveiti og jarð- hnetuolíu. Verð á kakói, kakó- olíu og jútu hækkaði hins veg- ar á meðan mjólkurafurðir áttu við mikla erfiðleika að etjaj smjörfjallið hækkaði um 600 þús. lestir og mikil offram- leiðsla varð á ostum og rjóma, < MEIRA KJÖT — MINNI MAÍS. i ) Um útlitið fyrir árin 1960 —1976 segir í skýrslu FAO, a0 búizt sé við aukinni hrísgrjóna- framleiðslu, en jafnframt minni eftirspurn og lækkandi verði. Þá er spáð meiri kjötfram- leiðslu, einkum í Norður-Ame- ríku, Nýja-Sjálandi, ÁstralúJ og Argentínu. Sykurframleiðslan mun full- nægja eftirspurn. Þá er útlit fyrir góða upp- skeru tes í Indlandi, Ceylon og Austur-Afríku og má því búast við, að te lækki í verði. Fram- leiðsla og eftirspurn kaffia mun verða breytileg. Talið er, að baðmullarfram- leiðsla muni aukast og þar sem einnig má búast við aukinni framleiðslu og- framboði á gervi efnum, verður að reikna meO óhagstæðu verði. Maís-framleiðslan mun aO líkindum minnka nokkuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.