Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðu’b'laðið 9. september 1969 Þegar ég rankaði við mér aftur, lá ég í botninum á litlu'm trillubáti. Ég var svo óumræðilega máttlaus og einhver var að hella vökva ofan í mig. Vökvinn brenndi mig alla að innan í munninum, og ég fékk ákafan hósta og settist upp. Maðurirrn, sem hafði verið að gefa mér koníakið, því að hann hélt á koníakspela, var hávaxinn og kraftalegur. Hann var í gallabuxum, en ber niður að mitti. Mér fannst hann undarlega myndugur og ráð- ríkur að sjá, eins og maður, sem alltaf hefur skipað fyrir um ævina cg er því vanastur, að skipunum sín- um sé hlýtt. Harrn minnti mig dálítið á pabba. Þeir höfðu greinilega verið á skaki. Ég sá færi í bátnum og það voru þó nokkrir þorskar og ýsur á botninum. Já, og ein stór flyðra líka. Annar maður stóð við stýrið og einhver hreyfing innan úr litla lúkarnum benti til þess, að þeir væru fleiri. — Svo að þér voruð að reyrra að drepa yður, eða hvað? spurði maðurinn dimmraddaður. Já, hann hafði djúpa og karlmannlega rödd, sem var í fyllsta sam- ræmi við útlit hans. — Veidduð þér mig upp? spurði ég, þegar ég fékk loksins málið aftur. En sú ósvífni að gefa það í skyn að ég hefði verið í þann veginn að binda endi á líf mitt. — Já, langar yður til að ræða um vandamál yðar við mig? spurði hann.. — Ég hef ekkert að segja. Ég fór bara að syndá. Ég var að forðast vin minn-... . Eg vissi ekki um strauminn þarna fyrir utan fyrr en um seinan, sagði ég- Það kcm mér mikið á óvart að sjá, að hann trúði mér alls ekki. Hann kveikti sér hugsandi í sígarettu cg virti mig fyrir sér. Báturinn-var á heimleið og ég vissi ekkert, hvað átti um mig að verða. — Eigum við að stefna að víkinni? kallaði mað- urinn við stýrið. — Syntuð þér jskki þaðan? spurði -karlmannlegi- maðurinn og leit enn á mig. Þá áttaði ég mig. Ég hafði klætt mig í bílnum hans Halla, þar sem þetta svonefnda baðskýli í Naut- hólsvík var ekki opið vegna mengunar í sjónum. Ég efaðist um það, að Halli hefði beðið eftir mér. Ætli hann hefði ekki heldur lagt á flótta, þegar hann sá, hvað ég synti langt út. Það var svo sem eftir heigli eins og honum. Skelfing eru sumir karlmenn annars leiðinlegir. Þótt hann hefði beðið, langaði mig alls ekkert til að fara með honum til bæjarins. -— Þið getið sett mig af hvar sem er hérna, sagði ég. — Ég get vei synt upp í fjöruna sjálf. Ég er búin að jafna mig. — Ég fylgi yður auðvitað heim og tafa við ætt- ingja yðar, sagði maðurinn kuldalega. — Eða eruð INGIBIÖRG JONSBOTTIR þér kannski ekki úr bænum? Þér hefðuð átt að 1 vita það, ef .þér eruð borgarbúi, að það er bannað | að synda í Nauthólsvíkinni af heilsufarslegum ástæð- . um. Ég sá hann í anda aka mér frá höfninni og alla | leið á Arnarnes, og það var tilhugsun, sem mér geðj- a aðist alls ekki að. Ég varð að sieppa við manninn, | hvað, sem það kostaði. f — En ég get alveg séð um mig héðan, sagði ég. c Enda gat ég það ósköp vel. Ég bjóst fastlega við því, | að Halli hefði hent fötunum. mínum og töskunni út § úr bílnum og þá gat ég sem bezt gengið upp á Loft-1 leiðahótel og hringt þar á leigubíl. Þessi maður mátti umfram allt ekki vita, hver ég . væri. Hver vissi, nema hann hefði frétt söguna um lát | stjúpu minnar og kannski Iíka einhverjar sögur um | trúlofun okkar Guðjóns? Reykjavík er eins og smáþorp « þegar slúðursögur eiga í hlut. Ætli íslendingar séu | meiri Gróur á Leiti en aðrar þjóðir eða erum við l aðeins svona smá í sniðunum enn, að við eigum | ekki nema eitt sorpblað, sem flytur fréttirnar? — Hvað heitið þér? spurði hann, og þótt ég hefði 1 átt von á þessari spurningu allt frá upphafi, þá á-! kvað ég á stundinni að segja honum ekki mitt rétta 1 nafn, heldur sagði ég fyrsta nafn, sem mér datt í hug.« — Jóa Jóns, sagði ég, enda var skemmtiþáttur í 1 sjónvarpinu einu sinni um konu, sem hét Jóa Jóns | og það var svo sem eins gott nafn og hvað annað. * — Datt mér ekki I hug, sagði hann kuldalega, og I ég sá það á augnaráði hans, að hann vissi fullvel, að ég var að Ijúga. — Vitið þér ekki, hvað verður um I þá, sem synda svo langt út, að þeir ná ekki landi E aftur. — Þetta var slys, sagði ég ákveðin og horfði á i höfnina, sem nálgaðist sífellt. — Og svo skal ég láta yður vita það ,að það eru til konur, sem heita svona | alvanalegum nöfnum og ég heiti óvart. Jóhanna Jóns-« dóttir, en er alltaf kölluð Jóa Jóns síðan sjónvarps- j þátturinn var.... en þér hafið kannski ekki fylgzt { með honum? j Hvers vegna hafði mér annars dottið þetta heimsku lega nafn í hug? Ég hlaut að vera eitthvað ringluð. I Ef ég hefði verið með sjálfri mér, hefði ég á stund- j inni sagt, að ég héti Jóhanna Jónsdóttir, því4að það gat verið sennilegt, en Jóa Jóns var hins vegar afar I ósennilegt nafn. Svona nafn eins og er í alls konar skáldsögum. Ef rithöfundarnir nota ekki ósköp hvers dagsleg nöfn, skíra þeir söguhetjurnar fáránlegum nöfnum eins og Heiðmundur, Hárekur, Jósafat, Metú- salem, eða einhverju svoleiðis, sem enginn skírir börnin sín lenguc. — Amma mín hét Jóhanna, sagði ég svona til að I útskýra málið. — Jæja, þá erum við komin að höfninni, sagði1 maðurinn. Haldið þér, að þér komizt sjálfkrafa í land? I TRÉSMÍDAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Hofum fyrirliggja'ndi: Bretti — Hurðir — Véliarlok __ Geymslulok á Voikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 oe 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS <og góð viuna. Pantið í tíma i síma 15787. BIFREIÐASTJÓRAR Gerum við aliar tegundlr blfrelða. *— Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilhng h.f., Súðavogl 14. Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMl 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruS húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í'síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Iraktorsgröíur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröí- . ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, innan og utan borgárinnar. JarSvfnnslðn sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskalinn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.