Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 12
12 Al'þýðublaðið 9. september 1969 Örnefni Framhald bls. 3. Til samanburðar við íslenzk örnefni hef ég kannað nokkuð örnefni á öðrum Norðurlönd- um og víðar. í því skyni dvald- ist ég nokkurn tíma í norska örnefnasafninu (Norsk stad- namnarkiv) í Ósló haustið 1965 og kynnti mér jafnframt starf- semi þeirrar stofnunar. Sama haust heimsótti ég í sama skyni stofnun dönsku örnefnanefnd- arinnar (Stednavneudvalget) í Kaupmannahöfn. Með rannsóknum mínum stefni ég í fyrsta lagi að samn- ingu heildarrits um íslenzk bæjanöfn, er samsvari hinu mikla 18 binda ritverki Rygh- bræðra, Norske Gaardnavne, Kria 1887—1924. Þar yrðu greindar stafréttar nafnmynd- ir hvers bæjarheitis, frá því er það kemur fyrst fyrir, og reynt að grafast fyrir um merk ■ ing nafnanna, bæði með könn- un heimilda og staðhátta, svo og ■■samanburði (við hliðfetæð nöfn innan lands og utan. Slíka rannsókn er að sjálfsögðu ekki unnt að inna af höndum, nema jafnframt sé unnið að athugun á hinum íslenzka örnefnaforða í heild, og er þá eðlilegt, að með rannsóknunum sé einnig miðað að samningu sérrita um íslenzk ámöfn (sbr. Norske Elvenavne þeirra Rygh-bræðra) — fjallanöfn, fjarðanöfn o. s. frv. Ljóst er, að þetta verkefni er svo yfirgripsmikið, að því verða ekki gerð fullnægjandi skil samkvæmt þeim kröfum, sem ég tel, að gera verði, nema til komi skipulögð vinna fastr- ar örnefnastofnunar. Sú stofn- un þyrfti að sinna eftirtöldum verkefnum: 1) Ljúka örnefnasöfnun þeirri, sem Þjóðminjasafn hef- ur haít með höndum. Enn eru engar örnefnaskrár til frá um það bil 600 jörðum á landinu. 2) Endurskoða örnefnaskrár þær, sem fyrir eru. f ljós hefur komið, að mikil þörf er á að leiðrétta og auka örnefnaskrárn ar með því að leita uppi beztu heimildarmenn um örnefni hverrar jarðar, en þeir búa í mörgum tilvikum á öðrum stöð um, t.d. hér í Reykjavík. Er hér um mikið verk að ræða, sem nokkuð hefur verið að unnið á síðustu tveimur árum. Óþarft er að taka fram, að þessi tvö verkefni, söfnun ör- nefna og endurskoðun örnefna- skránna, þola enga bið, því að með hverjum gömlum manni, sem bezt þekkir til örnefna á tiltekinni jörð, kann að hverfa í gleymsku fjöldi örnefna. 3) Láta fjölrita eða hugsan- lega prenta ömefnaskrámar. Danir og Svíar eru allvel á veg komnir með prentun heild- arörnefnasafna, en Norðmenn hafa enn ekki hafizt handa um slíka útgáfu. Um þetta verk- efni mætti hafa samvinnu við iátthagafélög. 4) Gera spjaldskrá um ís- Jenzk ömefni (stafrétt), fyrst í íslenzkum fornritum og forn- bréfum, síðan í jarðabókum og völdum ritum síðari alda og loks í prentuðum og óprentuð- um örnefnaskrám og (landa- bréfum. Hér er um meginverk- efni að ræða, sem er reyndar undirsíaða frekari örnefna- rannsókna. Þetta starf er að vísu mikið og tímafrekt, en þó má benda á, að registur við fornrit, fornbréfasafn og fleiri rit flýta fyrir verkinu. Auk þess mætti stytta sér leið með því, að kunnáttumaður gerði í fyrstu lotu úrval úr örnefnum í örnefnaskrám. 5) Staðsetja ömefni á ný og nákvæmari kort og loft- myndir. Hér er einnig mikið verk að vinna, sem eðlilegt er að hafa samvinnu um við Land mælingar íslands. Má benda á, að hundruð eyðibýla um allt land eru enn óstaðsett á kortum, og er höfuðnauðsyn, bæði fyrir örnefna- og forn- leifarannsóknir, að vinda bráð- an bug að því að staðsetja þau. Á ferðum mínum um landið hef ég rekið mig á mörg dæmi um nauðsyn þessa verks. í sumum'dæmum eru síðustu for vöð að staðsetja með vissu forn eyðibýli, hjáleigur og kot, en í öðrum kunna heimamenn nú ekki lengur að staðsetja býli, sem þó eru nefnd í ungum heimildum, svo sem Dyrastaði í Hrútafirði, sem getið er í Jarða tali Johnsens, og Grenjaðar- staði í Álftafirði eystra, sem nefndir eru í ferðabók Olavius- ar. En í slíkum tilvjkum væri e.t.v. hugsanlegt að finna.rúst- irnar með nákvæmri staðkönn- un. 6) Aldursákvarða eftir föng- um bæi, forn eyðibýli, hjáleig- ur og kot. Aldur nýbýla og kota frá síðari öldum má oft ráða af rituðum heimildum, en ald- ur fornra eyðibýla verður að reyna að ráða af húsaskipan, og í sumum dæmum þyrfti að koma til fornleifagröftur. 7) Kanna staðhætti til þess að reyna að varpa ljósi á merk- ing örnefna og taka ljósmyndir af bæjarstæðum og öðrum stöð um. Sú aðferð, sem ég hef beitt við örnefnarannsóknir minar, er einkum fólgin í samanburði staðhátta á samnefndum stöð- um hér á landi og erlendis, og virðist sú aðferð reynast mjög frjó. Nauðsynlegt er að afla stóraukins samanburðarefnis af þessu tagi, bæði innanlands og frá nálægum löndum. 8) Kanna íslenzkan manna- nafnaforða með hliðsjón af ör- nefnum. Fjölmörg íslenzk mannanöfn eru upphaflega ör- nefni (Bolli, Kolbeinn, Steinn, Torfi o.s.frv.), og mörg þeirra eru enn í dag lifandi sem ör- nefni. Því er nauðsynlegt að hyggja að íslenzkum manna- nöfnum í sambandi við rann- sókn íslenzkra örnefna. Ég leyfi mér hér með að gera það að tillögu minni við hið háa ráðuneyti, að það beiti sér fyrir því, að hið bráðasta verði komið á laggirnar örnefna stofnun, sem sinni þeim verk- efnum, er ég hef nú lýst. Ég leyfi mér jafnframt að bjóða fram sérþekking mína, áhuga og starfskrafta til þess að veita forstöðu slíkri stofnun við hlið núverandi prófessorsembættis míns með sömu kjörum og aðr- ir prófessorar njóta, sem jafn- framt embættum sínum veita forstöðu rannsóknarstofnunum. Eftirfarandi áætlun hef ég gert um rekstrarkostnað ör- nefnastofnunar: i Laun forstöðumanns kr. 26.000,00 Laun fasts starfs- manns, er einkum sinnti örnefna- söfnun og spjald- skrárgerð kr. 240,000,00 Laun lausamanna (t.d. stúdenta) fyrir orðtöku kr. 100.000,00 Ferðakostnaður, lj ósmyndakostnaður, bókakaup skrifstofu- kostnaður og önnur útgjöld kr. 200.000,00 Samtals kr. 566.000,00 Auk þess kæmi til nokkur stofnkostnaður vegna húsnæð- is, húsbúnaðar og tækjakaupa. Ég vil taka fram, að ég tel að mörgu leyti heillavænlegast fyrir starfsemi örnefnastofnun- arinnar, að hú verði sjálfstæð rannsóknarstofnun, en ef hún verður í tengslum við einhverja stofnun, sem fyrir er, tel ég hagkvæmast, að hún verði tengd Þjóðminjasafni, sem hing að til hefur haft með höndum örnefnasöfnun og er auk þess hin eina stofnun, sem til greina kæmi, er stendur í stöðugu sambandi við landið allt, hefur ráð á bíl og á jafnan erindi víðs vegar um land hefur fram- köllunarstofu vegna ljósmynda- töku sinnar og á loks ýmis sameiginleg verkefni með ör- nefnastofnun, svo sem stað- setning og aldursákvörðun eyðibýla og hvers konar mann- virkjaleifa. Af þeim sökum gæti orðið verulegur sparnaður að samvinnu og tenglsum þessara tveggja stofnana. Ég vil að endingu leyfa mér að halda því fram, að ekki sé annað1 (Ve^kefni í Sslenzkum fræðum öllu brýnna eða verð- ugra rannsóknarefni en verk- efni það, sem örnefnastofnun- inni yrði falið. í fyrsta lagi vegna þess, að hér er um björg unarstarf að ræða, sem þolir ekki bið og ætti að ganga fyrir öðrum verkefnum, eins og Jón Helgason prófessor benti á í útvarpsviðtali fyrir fáum dög- um. Og í öðru lagi vegna þess, að í örnefnaforðanum eru ein- hverjar elztu og .merkustu forn minjar og málleifar þessa lands, sem eru óvenjulegá for- vitnilegt og frjótt rannsóknar- efni, eins og ég vona, að mér hafi tekizt að sýna frám á í fyrirlestrum mínum.“ ,11 r* Hinn 14. okt. 11968 ritaði þjóðminjavörður menntamála- ráðuneyti á þessa leið: „Eins og hæstvirtu mennta- málaráðuneyti er kunnugt, eru í Þjóðminjasafni íslands geymd nær öll íslenzk örnefnasöfn, sem til eru. Stofn þessara safna er kóminn frá Hinu íslenzka fornleifafélagi, en það hafði ömefnasöfnun á stefnuskrá sinni o'g fékk til hennar nokk- urn ríkisstyrk. . .. Nú hefur verið grófsafnað örnefnum um meginhluta lands ins, en víða eru einstakar sveit- ir og hreppar, sem nær engu hefur verið safnað úr, og sömu- leiðis einstakar jarðir á þeim svæðum, sem á þó að heita fullsafnað á. Fyrir okkrum árum fór pró- fessor Þórhallur Vilmundarson yfir allar örnefnaskrár Þjóð- minjasafnsins, og þá kom í Ijós, að söfnunin hafði ekki ver- ið únnin af jafnmikilli kost- gæfni og skyldi og að þörf var allsherjar endurskoðunar allra örnefnaskránna, jafnframt því sem nauðsynlegt væri að fylla hið bráðasta upp í þær eyður, sem væru í örnefnaskránum.Var Svavar Sigmundsson cand. mag., þáverandi styrkþegi Handritastofnunar íslands, fenginn til að vinna að þessu verki, og hóf hann störf hér á miðju ári 1966. Hefur hann síðan unnið að þessu endur- skóðuharstarfi nærfellt sam- fleytt að undanskildum síðast- liðnum vetri. .. Á undanförnum árum hefur prófessor Þórhallur Vilmund- arsón rannsakað íslenzk ör- nefni frá nýjum sjónarhóli og sett fram nýstárlegar kenning- ar um þau. Kenningar sínar setti hann fram í opinberum fyrirlestrum og vöktu þær1 mikla athygli. Mun prófessor Þórhallur hafa í hyggju að rannsaka íslenzk örnefni enn betur og gera ýtar- legan samanburð á þeim og ör- nefnum nálægra landa, enda verða slíkar rannsóknir ekki stundaðar nema með nákvæmri hliösjón af örnefnum og máli í þeim löndum, sem eru okkur skyldust að þjóðmenningu. .. Með því að nú er nokkur skriður kominn á íslenzkar ör- nefnarannsóknir þykir full á- stæða til að hlynna meir að þeim en gert hefur verið hing- að til. Því vil ég fara þess á leit við hæstvirt ráðuneyti, að stofnuð verði sérstök örnefna- deild innan safnsins og að það beiti sér fyrir fjárveitingu til hennar. Deildin heyri undir þjóðminjavörð, eins og aðrar deildir safnsins, en prófessor Þórhalli Vilmundarsyni verði falin forstaða hennar og dagleg umsjón. Hugmyndin er, að örnefna- deildin fái til umráða húsnæði á neðstu hæð hússins vestan- verðri. Þetta er húsnæði, sem Eðlisfræðistofnun Háskólans var síðast í, en rýmdi fyrir um tveimur árum. ..“ Hinn 23. júní s.l. var mér með bréfi menntamálaráðunevt- is falin forstaða örnefnastofn- unar Þjóðminjasafns. 3) Yfirlýsingu fjórmenning- anna svaraði ég að öðru leýti rækilega á deildarfundinum í lengra máli en svo, að birt verði almenningi í þessu samhengi. Reykjavík, 8. sept. 1969. Þórhallur Vilmundarson, LOKAÐ í DAG VEGNA JARÐARFARAR. MÚLALUNDUR Vinnustofur S.Í.B.S. — Ármúla 16. Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.