Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 8
8 Aíiþýð«ibie§i3' 9. septeœber 1960’ □ í sumar hafa hjónin Gestur Þcrgrímsson og Sig- rún Guðjónsdóttir, Rúna, unnið að því að heíja að nýju framleiðslu á Laugarnesleir, en 16 ár eru síðan þau hættu að framleiða leirmuni, sem voru vinsælir á sínum ííma. A □ Blaðamaður heimsótti þau í vinnustofu sína að Laugarás- vegi 7 einn daginn í prentara- verkfallinu þar sem þau sátu önnum kafin við vinnu sína. — Vinnustofa þeirra hjóna setur nokkurn svip á húsið, hún er sérbj'ggð vestur úr því, og er þessi viðbygging tvær hæðir. Á neðri hæðinni er vinnustof- an sjálf; með þykku og ógagn- sæju gleri í gluggum, en á efri hæðinni er lítil íbúð. — Það er gengið inn í vinnustofuna úr anddyri hússins, og farið niður þrjú þrep. I 20 ÁR AFTUR í TÍMANN Þegar blaðamann 'ber að garði, er engu líkara en tíminn hafi færzt aftur um ein tuttugu ár, þarna situr Gestur við skíf- una og rennir af fítonskrafti, sá er aðeins munurinn, að nú er hann kominn með alskegg. — Rúna situr við borð og á því stendur kanna, sem hún er að skreyta, — ekki hefur henni farið aftur við að meðhöndla pensilinn. Blm.: Hvenær var Laugar- nesleir stofnaður? R.; Við stofnuðum Laugar- nesleir haustið 1'947, að Hof- teig 21, þegar við komum heim frá námi í listakadémíunni í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði Gestur að hlaða pfn og smíðá skífu. ENGINN KUNNI NEITT G.; Já, með aðstoð ýmissa manna, sem höfðu það sameig- inlegt með mér að hafa aldrei séð slík verkfæri áður. R.: Það rann nefnilega allt í einu upp fyrir okkur ijós, við þurftum að lifa á einhverju. Við höfðum áhuga á keramik, en höfðum aldrei komið inn á keramikverkstæði. Þá var keypt stór, dönsk bók, og í henni stóð allt sem þurfti að vita til að byrja með. Svo starf- aði með okkur til að byi’ja með Elísabet Magnúsdóttir. Hún var sú eina okkar, sem hafði komið á keramikverkstæði, hún vann um tíma á verkstæði í Kaup- mannahöfn. Það gekk á ýmsu til að byrja með, það var margt að læra, og margar vitleysur voru gerð- ar. G.: Við leituðum líka að ís- lenzkum leir, leystum hann upp, sigtuðum og pressuðum inni í Laugarnesi. SÝNING Á CAFÉ HÖLL Blm.: Það unnu hjá ykkur útlendingar, yar það ekki? — Hvenær fóru þeir að starfa með ýkkur? — R.: Já, svo kom tií skjal- anna Waistel Cooper, sközkur málayi. Þ>að var veturinn 1949, og nokkrum mánuðum seinna kom til landsins svíssneskur málari, Dolinda Tanner, sem síðar ílentist hér, giftist íslend- ingi, og er látin fyrir tveimur árum. Blm.; Hvernig gekk svo sal- an, þegar allt var .komið í full- an gang? G.: Þetta var ákaflega frjótt og skemmtilegt tímabil, og það seldist allt jafnóðum. Við héld- um sýningu í Café Höll vetur- inn ’ 51 og notuðum ágóðann af henni til að fara í siglingu. Við fórum öll fjögur um Evrópu Rúna skreytir saklausa, litía könn til að kynna okkur bæði kera- mik og aðrar fagrar listir, að- allega í Frakklandi og ítalíu. Blm.: En skömmu seinna hættuð þið. Hvers vegna? i GLERKÝRNAR G.: Þegar við komum heim aftur voru tímarnir að breyt- ast, innflutningur jókst, og það fór að verða erfiðara með sölu. — Það fékkst nóg af glerkúm og gerviefni, ,sem fólk virtist vilja heldur, svo að fyrirtækið leystist upp og við snerum okk- ur að öðrum verkefnum. — Bæði Waistel og Dolinda fóru að stunda leirmunagerð, hvort í sínu heimalandi, og Waistel er orðinn einn af þekktustu leirkerasmiðum í Bretlandi. Hann hélt sýningu í Ásmundar salnum veturinn 1061. Blm.: En hvað hafið þið starf- að síðan? G.; Ég hef stundað kennslu við Kennaraskóla íslands í 12 ár og starfað við útvarp og kvikmyndir og alls konar leik- araskap. — Rúna hefur raunar aldrei hætt því starfi sem hún hafði með höndum, að mála. Hún hefur fengizt mikið við bókaskreytingar og núna í sex ár hefur hún málað töluvert

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.