Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 7
Aliþýðublaðið 9. september 1969 7
maður ekkert annað í fórum
sínum en bandarískt vegabréf.
Og svo ótrúlegt sem það virð-
ist, slapp hann fram hjá austur-
þýzku landamæravörðunum
einfaldlega með því að segja
þeim, að hann hefði verið boð-
aður á mikilvægan fund í
sovézka sendiráðinu. Varðmenn
irnir smelltu saman hælunum,
heilsuðu að hermannasið —
og hleyptu honum í gegn, hátíð
legir á svip.
Þegar Donovan hafði loks
tekizt að ná fundum fulltrúa
KGB, leið ekki á löngu unz
þeir komu sér saman um skipta
skilmálana. Og tveimur vikum
síðar héidu þeir hvor sína leið
yfir landamærin, Rudolf Abel
og Gary Powers. Þeir höfðu
endurheimt glatað frelsi fyrir
milligöngu James Donovan.
1
SMVÍTÐ VIT)
„SÍÐSKEGG“
Annað viðfangsefni, sem
krafðist dugnaðar og hugvits-
semi Donovans. voru samninga
viðræður um líf hvorki meira
né minna en 1113 manns. Þar
var um að ræða fóik, sem hald
ið var föngnu í fangelsum
Fidels Castro — menn, sem
sloppið höfðu lifandi úr hinni
misheppnuðu innrásartilraun í
Svínaflóa á Kúbu, sem CIA
hafði þann vafasama heiður af
að standa að baki. Ríkisstjórn
Bandaríkianna hafði reynt að
fá Castro til að láta fangana
lausa gegn því að borga út í
hönd 500 dráttarvélar. en tókst
ekki að fá hinn síðskeggjaða
leíðtoga byltingaraflanna á
sitt band.
Þá fór bandaríska ut.anríkis-
málaráðunevtið bess á leit. að
Donovan léti málið til sín taka
■— og bað átti svo sannarlega
eftir að leiða til árangurs!
Donovan flaug þegar til
K”bu til samningaviðræðna
v:ð Fidel Castro. Hann bauð
K”bumönnum lyf og ungbarna
fæðu í skint.um fyrir fangana
— og að þessu sinni svndi
Castro samningsvilja. Hann
set+i þá bað ófrá''n'kjanlega skil-
yrði, að samtnk kúbanskra
flóttamanna í Bandaríkiunum
(the Cuban Families Commit-
teel nunguðu út með bær hrjár
múljónir dollara, sem Castró
hafði fengið loforð um. þegar
h°nn á sinum tíma lét lausa
60 fanga.
Donovan úthjó skioulega
áæt.lun um viðskipti þessi. Og
skömmu síðar voru sendir
nokkrir skipsfarmar með lyf
að verðmæti allt að tveimur
milljónum dollara frá Banda-
ríkjunum til Kúbu. Fangarnir
voru svo látnir lausir, eins og
umsamið var, og sendir til
Bandaríkjanna. Þar með voru
„kaupin“ komin í kring. En
Bandaríkjamenn höfðu orðið
að greiða mistök sín og ósigur
við Svínaflóa dýru verði. Þeir
munu alls hafa orðið að greiða
um 30 milljónir dollara — og
ýmsir bandarískir stjórnmála-
menn urðu ókvæða við. Átti
það ekki sízt við um John F.
Kennedy, þáverandi forseta
Bandaríkjanna, sem haldið
hafði verið utan við málið,
VANTAR
HERZLUMUNINN
Mörgum mánuðum, eftir að
skiptin höfðu farið fram, heimt
uðu fulltrúar repúblikana í utan
ríkismálanefnd bandaríska
þingsins, að fara skyldu fram
yfirheyrslur, er leiddu í Ijós,
hver hefði verið hlutur Dono-
vans í samningaviðræðunum
við Fid.el Castro. En aumingja
þingmennirnir urðu að bíta í
það súra epli. að Donovan hefði
þar átt „einkaviðræður við
Castró á vegum the Cuban
Families Committee“, eins og
hann orðaði það sjálfur — og
CIA kæmi málið ekkert við.
Repúblikanarnir urðu því að
draga beiðni sína til baka. hví
að ekki virtist nein ástæða til
að ónáða ,.hinn önnum kafna
herra Donovan“ að ástæðu-
lausu.
En Donovan var ekki þar
með úr sögunni. Skömmu síðar
Rudolf Abei
fékk hann talið Castró á að
sleppa úr haldi 30 Bandaríkja-
mönnum, þar af þremur leyni-
þjónustumönnum. Og siðan hef-
ur hann nær stöðugt starfað á
vegum CIA — með mestu
leynd auðvitað. Síðasta misser-
ið hefur hann dvalizt langdvöl-
um í Evrópu, og margt bendir
til þess, að hann sé nú í þann
veginn að koma í kring mjög
mikilsverðum og í hæsta máta
leynilegum njósnaraskiptum.
Eitt helzta atriðið, sem bendir
í þá áttina, er það, að ekki alls
fyrir löngu fór' austurþýzki lög-
fræðingurinn, Wolfgang Vogel,
sem einnig hefur starfað mikið
að „skiptaverzlun“, líka til
London.
BEÐIÐ ÁTEKTA
f Kosningamar
ÍFramhald af bls. 1.
þær línur eftir því sem lengra
leið. Þegar atkvæði höfðu ver-
Iið talin í 445 kjördæmum af
548, stóðu leikar þannig: —
Verkamannaflokkurinn 718570
Iatkv. (648245) eða 46,2% (43
%); Hægri flokkurinn 298659
(304536) eða 18.8% (20.2%);
Vinstri flokkurinn 148762 (456
1 305) eða 9.6% (10.4); Mið-
flokkurinn 136657 (138308)
eða 8.8% (9.2%); Kristilegi
Iflokkurinn 123380 (120418) eða
7.5% (8.0%); Sósíaliski þjóð-
arflokkurinn 51092 (89546) eða
3.3% (5.9%); Komm. 14633
1(18715) eða 0.0% (1.2%). —
Kosningaþátttaka í þessum kjör
dæmiiTn var 80.6% (í síðustu
kosningum ’65: 83.8%).
VAXANDI FYLGI I
VESTUR-NOREGI
„Bergens Arbeiderblad1
sagði í morgun, að ánægjulegt
væri til þess að vita, hve Verka
mannaflokkurinn virtist hafa
unnið á í þessum kosningum. -
Benti blaðið sérstaklega á hið
greinilega og ört vaxandi fylgi
hans í fylkjunum í Vestur-Nor-
egi allt frá Agdér til Þrænda-
laga. Kveður blaðið það að
öðru leyti einkum athyglisvert
að s\v* virðist sem fylgishrun
stjórnarflokkanna hafi einkum
bitnað á Vinstri, enda hafi
Verkamannaflokkurinn unnið
flest sín nýju þingsæti frá þeim.
Blaðið telur þó, að stjórnar-
flokkarnir megi þrátt fyrir allt
vel við una, þegar borið sé sam-
an við úrslit norsku þingkosn-
inganna árið 1965.
Á FR \ MH A LDANDI
STJÓRNAR-
SAMSTARF? ‘ !
Veykamannablaðið, „Arbeid-
eravisa“, í Þrándheimi segir, að
úrslit kosninganna séu ósigur
fyrir hina borgaralegu sam-
steypustjórn, en allt bendi bó til
þess að um áframhaldandi
stjórnarsamstarf verði að ræða.
„Ný fjögurra flokka stjórn hef-
ur greinilega að baki sér mun
færri kjósendur en eftir kosn-
ingarnar 1965 og ótrúlegt er,
að þess sjái ekki staði í stefnu
hennar. Skipan nýrrar sam-
steypustjórnar verður nú mesta
eftirvgentingareíniö, og þar
getur ýmislegt komið á óvart,“
skrifar „Arbeideravisa.“
i
Formaður Miðflokksins,
Gunnar Hedlund, lét svo um
mælt í morgun, áður en endan-
ieg úrslit kosninganna lágu
fyrir, að sér virtist allt benda
til þess, að Borten, forsætis-
ráðherra, myndi enn um hríð
standa við stjórnvölinn og væri
það fagnaðarefni fyrir þá, sem
ekki vildu eins-flokks-stjórn, þ.
á. m. Miðflokkinn. Hedlund
kvaðst að sjálfsögðu viður-
kenna, að Verkamannaflokkur-
inn virtist hafa bætt við sig
nokkru fylgi í einstökum kjör-
dæmum, en sér virtist úrslitin.
mundu nánast verða status quo
í öllum aðalatriðum.
I
„STATUS QUO“
<
Þegar búið var að telja í 539
kjördæmum af 548 í norsku
þingkosningunum, fórust Tage
Erlander, forsætisráðherra Sví
þjóðar, svo orð í viðtali við
fréttamann: „Maður á nú eigin
lega að segja sem minnst um
kosningar, fyrr en úrslit þeirra
liggja fyrir, en ég fæ ekki bet-
ur séð — eftir þeim fregnum
að dæma sem mér hafa borizt
— en Verkamannaflokkurinn
hafi farið hina mestu sigurför
og bætt við sig atkvæðum og
unnið þingsæti.“
ERLANDER
ÁNÆGÐUR
Þegar atkvæði höfðu verið
talin í 543 kjördæmum af 548
stóðu tölur þannig: Verka-
mannaflokkurinn 974.795 eða
46.9%; Hægri flokkurinn 393.-
985 eða 49.0%; Vinstri flokk-
urinn 194.901 eða 9.4%; Mið-
flokkurinn 224.215 eða 10.8%;
Kristilegi flokkurinn 195.192
eða 9.4%; Sósíaliski þjóðarfl.
71.798 eða 3.5%; Kommúnista
flokkurinn 21.808 eða 1.0% —•
og aðrir 882 eða 0.0%. —
Austur og Vestur eiga stöð-
ugt fyrirliggjandi „vörur til
skipta“. Árið 1961 voru rúss-
nesk hjón, Helen og Peter
Krogh, dæmd í 20 ára fangelsi
fyrir njósnir. Eru þau enn að
afplána refsingu sína í brezku
fangelsi. Austanmenn hafa í
svipinn enga „stórfiska“ upp á
að bjóða. En ungur Breti, Ger-
ald Brooke, sem hlaut fimm
ára fangelsisdóm fyrir að hafa
i frammi áróður gegn kommún-
ismanum í Sovétríkjunum, sit-
ur enn í þarlendu fangelsi. —
Vera má, að það sé einmitt þetta
JEólk, sem er næst á lista „skipta
nefndarinnar“.
Já, James Donovan er áreið-
anlega ekki af baki dottinn. —
Hann stendur öðrum fæti í
heimi laga og réttar, en hinum
I
I
I
I
HÚSVÖRÐUR
Njarðvíkurhreppi
Starf ihúsvarð'ar við íbróttahúsið í Ytri-Njarð
ví'k er 'hér með au'gllýst laust ti'l umsCknar.
Allar upplýsingiar <um starfið gefur sveitar-
stjóri eða verkfræðingur Njarðvíkurhrepps
í síma 92-1202.
Umsóknir ásamt upplýsir.gum um m&nntun
og fyrri störf sendilst undirrituðum, pósthcif
121, Keflavík, fyrir 20. Iþiete'siai mánaðar.
Sveitarstj óri Nj arðvíkurhrepps.
Framhald á bls. 11.