Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 15
Allþýðublaðið 9. s'eptember 1969 15 Framhald bls. 3. ið bókaverð kemur lil með að hækka. Af bókum, sem Mál og menn ing gefur út í vetur, má nefna 4. bindi af verkum Shakespear- es, Riddaraúrval eftir Skúla Guðjónsson, Sögu 15. aldar eftir Björn Þorsteinsson, sagn- fræðing, ljóðabók eftir Guð- mund Böðvarsson, og ekki sízt geysi vandaða og mikla bók um Reykjavík. □ Bókaútgáfan Setberg: Arinbjörn Kristinsson hjá Setbergi sagði að bókaútgáfa mundi verða með nokkuð eðli- legum hætti í vetur, en eðlilega fari bókaútgefendur gætilegar en áður, og líklega verða svo- lítið færri titlar á markaðnum en verið hefur. Um verð sagði Arinbjörn, að bækurnar hækk- uðu óhjákvæmilega. Efni, sem keypt er erlendis frá hefur hækkað um helming á tveimur árum, og nú hefur kaup bóka- gerðarmanna hækkað töluvert. En hann sagði, að bókaútgef- endur ætli að ræða þetta atriði sín á milli á næstunni, og verð- ur þá gengið út frá því, að ekki er hægt að sækja alla verðhækkun á bókunum til kaupendanna, ekki sízt vegna þess að kaupmáttur er nú minni en fyrir tveimur árum. Um útgáfu pappírskilja sem lausn á þessu vandamáli sagði Arinbjörn, að það væri varla grundvöllur fyrir henni hér á landi vegna þess hve við erum fáir, en 10.000 eintök af hverri bók kvað hann þurfa til að slík útgáfa bæri sig. Þó mætti ef til vill láta 5000 eintök nægja, en jafnvel það upplag er erfitt að selja. — Einnig er þess að gæta, að við höfum þá sérstöðu, að fólk vill prýða heimili sín með fallegum bók- um. •Hjá Setbergi koma út fyrir jól 4—5 bækur. Af þeim er ákveðið að gefa út síðustu bók Vilhjálms S. 1 Vilhjálmssonar, „Menn sem ég mætti“, Ævi- sögu Roberts Kennedy eftir Gylfa Gröndal og „Undir Jökli“, eftir Árna Óla. Fjallar sú bók um Snæfellsnes, sögu þess að fornu og nýju. Fléttað er inn í hana þjóðsögum og sögnum. — Ekki er endanlega búið að ákveða útkomu einnar eða tveggja bóka. I . . □ Almcnna bókafélagið: Baldvin Tryggvason hjá Al- menna bókafélaginu kvaðst ekki vita ennþá hversu mikið prentunarkostnaður hækkar nú eftir verkfallið, og væru því nokkrar bækur, sem þeir hefðu á px-jónunum, en vissu ekki hvort unnt verði að koma út í vetur. Raunar gefur Almenna Bókafélagið út óvanalega marg ar bækur fyrir jólin, en eins og kunnugt er, er útgáfunni dreift nokkuð jafnt niður á árið. Öruggt er, að út komi heild- arverk Gumundar Kambans, í 7 bindum, einhverntímann í október. Ævisaga Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskálds eftir Jón Þórarinsson, tónskáld og Hafísbókin, sem er samsafn erinda þeirra, sem flutt voru á hafísráðstefnunni sl. vetur. Verður það mikil bók og vönd- uð, prýdd fjölda mynda, bæði teikninga og ljósmynda. Baldvin kvaðst að lokum fara á bókasýninguna í Frank- furt í haust eins og venjulega, og gæti vei-ið, að hann fái á- huga á að gefa út eitthvað, sem þar er að sjá. □ Bókaútgáfa Menningarsjóðs: Útgáfa hjá IVJenningarsjóði verður heldur í minna lagi í vetur, en ekki verður þó um stórfelldan samdrátt að ræða, sagði Gils Guðmundsson. Staf- ar þetta af heldur þrengri markaði en í fyrra, og því, að bækurnar verða eitthvað dýr- ari. Menningarsjóður gefur út 6 bækur fyrir jólin, en í fyrra- haust voru gefnar út 7 bækur hjá fyrirtækinu. Helzta verkið og það lang stærsta er Lækningar og söga eftir Vilmund Jónsson, fyrrver- andi landlækni. Er verkið í tveimur bindum og kemur út í október eða nóvember. — Frá TánJisfctrskólanum i Reykjavik Tónil'is'taTslkólinn í Reýkjavílk tekur til sta’rfa 1. október. Umsóknarfr'e'stur er til 15. slept- lember og eru umsóknareyðuiblöð afhent í H'ljóðfæraverzl. Paul Bernburg, Vítastíg 10. Nýr fi'okkur í SÖNGKENNARADEILD skól ans byrjar í haus-t ug er nómstími 'þrír vetur. Kennsla er ókeypils fyrir þá nemtendur, sem standast inntökupróf. Nánari uppTýsingar-:, - um námi'ð og inn'tökuskillyrði verða veittar næstu daga á Skrifstofu skólans. INNTOKUPRÓF verða sem (hér segir: í söngkennaradeiTd miðvikudaig 24. sept. kl. 5. í aðrar 'dteildir skólan's fimmtudag 25. sept. M. 5 — og föstud'ag 26. sept. M. 10. Borgarafundur Framhald af bls. 1. Páll Halld-órssian, framlklv,- sljóri. Fundarstjóri var Jóihann Ei-nvarðsson, íbæjarstjlóri á ísafirð.. í lok fund'arins var samþyklkt svohljóðandi álykt ■un; „Alm'ennur borgarafundur, haldinn á ísafirði 8. septeim- ber 1969, fagnar þeirri ákvörð un ríkisstjómarinnar, að menntaskóli dku'li (taka til starfa á ísafirði haustið 1970. Þaklkar fundurinn ölll- um þeim, sem lá'tt hatfa þátt í þessatri þýðingartmilklu á- Ikvörðun og lagt hatfa þess-u mláli lið á undanförnuím ár- «m. Jatfnframt leggur fund'ur- inn áherzlu- á, að öllum und- irbúningi að byiggingaifram- kvæmdum skólans Verði hrað að einsi oíg tök em á, svo hægt verði ag l'júlka 1. áfanga fyrir árslok 1972, eins og lagt er til í tillöguim menntaslkóla- nefndarinnar og þingimianna Vestífjarða frá 26. janúar 1969. S'korar fundlurinn á þing- imenn Vestfjarða að beita sér fyrir því, að fjárlög ti'l bygg ingaframkvæmda verði stór- lega auikin, svo hægt verði að ná þessum áfanga“ — Sjálfvirkt samband vlð Hólmavík Verð fjarverandi til 26. október. Staðige'ngiilT: Jón G. Nikulásson, Háteigsvegi 6. ÓFEIGUR J. ÓFEIGSSON. RÍKISÚTVARPIÐ-SJÓNVARP Laugavegi 1/6, Re>kjavík Ríkisútvarpið — Sjónvarp óskar að ráða kvenþuli til kynningar á dagskrá. Aldur 25—40 ár. Krafizt er stúdentsprófs eða hliðstæðrar menntunar og auk þess nokkurrar þjálfunar í ensku, Norðurlandamálum, frönsku og þýzku. Hér er að mestu um að ræða kvöldvinnu, sem greidd er með tímakaupi samkvæmt 16. launaflokki opin- berra starfsmanna. Upplýsingar em ekki veittar i síma. Eiginhandammsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt mynd, send- ist Ríkisútvarpinu — Sjónvarpi fyrh’ 15. þ. m. Þriðjudaginn 9. september kl. 16,30 verður opnuð sjálf- virk símstöð á Hólmavík. — Svæðisnúmerið er 95, en not- endanúmer á milli 3100 — 31- 99. Stöðin er gerð fyrir 100 númer. 42 notendur verða nú tengdir við hana, en fjöldi sveitasíma er 52, sem verða að bíða línulagninga. Leiðrétting á forsíðuiréli Reylkjaviik — VGK □ í gær kom fyrir meinleg viilla í frétt á forsíðu blaðs- i-ns, um kaup verzílunar- manna á orlofshúsum norður í Fnjóslkadial, en í sömu frétt var getið um þing Landls- samlbands verzlunarmanna á Alkureyri. Staðreyndir skol- uðu'st t'.l í kolli blaðamanns þa-nnig, að í fréttinni stóð Verzlunarmannalfélag Reykja víkur sem húsin keypti og leiðréttist það hér með. Enn fremur eru hfliutaðeigandi að ilár 'beðnir velvirð'ngar á -micföiVnxTinm — Auglýsing um skoðanakönnun um veitingu vínveitingaleyfis Bæjiarstjóm Hafnarfjarðar samþyikkti þann 1. júdlí 'S.I., að fram skýldi fam skoðanakönn- un í Hafnarfirði um umsókn Rafns Sigurðs- sonar, veitmgamann's, ium vm'veitinigaleyfi vegna Skiphó'ls h.f. Ákveðið er, að atkvæðagreiðsla ve'gna sikoð- aniakönnuniar þessarar fari fram sunnudag- inn 28. sept. n.k. í LækjarskóTa. ■Ennfremur gefst þeim kjósiendum, sem verða ekki í bænuim þennan dag koistur á að greiða atkvæði í bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6 frá og með mánudtegmuim 15. septemfoer til og með 27. september n.k., M. 9—12 árdegis alla virka da'ga. Atkvæðisrótt hafa aOLlir bæjatebúar, 'sem náð hafa 20 ára aldri þann 28. september 1969 og eru búisettir í bænurn 1. eeptember 1969. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofun- um. Kærufrestur er til 15. september n.k. HafnaríiTði 29. ágúst 1969, Kjörstjómin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.