Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 9
mikið á postulínsflísar. VEGGSKEEYTÍNGAR R.: Fyrir fimm eða sex árum langaði mig svo mikið til að búa eitthvað til, að ég fór að mála á postulínsflísar fyrir veggskreytingar. Þessu hef ég haldið áfram og geri enn í ígrip um. Flísarnar hafa verið mjög vinsælar, bæði sem einstakar myndir og skreytingar á heila veggi. CBlm.: Hefur þú fengið stór í Kaupmannahöfn. í hillunum eru skálar, litlar og stórar, könnur, vínpyttlur með litlum vínkrukkum og stór ar ölkrúsir, auk ýmissa smá- hluta, sem eru steyptir í gips- mót. Ekki má gleyma skart- gripunum og flísunum, sem þau héldu sýningu á í vinnu- stofunni fyrir sl. jól. Blm.; Hvað varð til þess, að þið byrjuðuð aftur, —- endur- reistuð Laugarnesleir? LANGAÐI ALLTAF TIL AÐ BYRJA AFTUR R.: Okkur hefur eiginlega alltaf langað til að byrja aftur. Svo langaði mig til að fá dálitla fjölbreytni, það er léttara að vinna húsverkin þegar maður getur jafnframt unnið að sín- um eigin hugðarefnum. G.: Okkur bauðst tækifæri til að eignast þau tæki, sem okkur vantaði, og nú höfum við komið í lag vinnustofu, sem raunar alltaf var ætluð fyrir II. verkefni í veggskreytingu? R.: Nei, enn sem komið er hefur ekki verið um að ræða stærri veggfleti en í baðher- bergi og eldhús, en mér þætti mjög gaman að spreyta mig á stærri verkefnum. — Suður á Ítalíu og Krakklandi eru flísa- skreytingar mjög algengar ut- anhúss, og þessar skreytingar gætu verið mjög skemmtilegar hér, og hæft vel stíl ýmissa ungra arkitekta. A LVEG EINS OG í GAMLA DAGA Og núna, 22 árum eftir að fjórar ungar manneskjur hófu framleiðslu á íslenzkri keramik, en urðu að láta undan síga 6 árum seinna fyrir útlenzkum glerkúm, eru allar hillur í vinnustofunni að Laugarásvegi 7 að fyllast af nýjum leirmun- um, og það er rennt og það er brennt og málað, alveg eins og í gamla daga. Munurinn er aðeins sá, að nú eru þau að- eins tvö, og þau eru 22 árum eldri en þegar þau byrjuðu að spreyta sig á leirnum í fyrsta sinn; nú eru þau orðin full- þroska listafólk, en ekki ný- útskrifuð úr Listaakademíunni Ajþýðublaðið 9. september 1969 9 Vínkanna og sex vínkrukkur. þetta. Ég hef líka minnkað við mig kennsluna til þess að geta sinnt þessu. Blm..: Notið þið sömu aðferð- ina við leirmunagerðina og þið notuðuð í gamla daga? G.: Við notum enn að mestu leyti þá aðferð, sem við notuð- um áður, og enginn annar kera miker á íslandi notar. — Allir hlutirnir eru skreyttir og engir tveir eins. Við búum til leirliti og málum á hlutina óbrennda. Enn sem komið er notum við iágbrenndan leir, en vonumst til að geta bráðlega brennt steinleir. Blm.: Hvernig er verkaskipt- ingin? R.; Gestur mótar eða rennir hlutina, — ég skreyti þá. Bim.: Er þetta ekki mikil vinna? R.: Jú, þetta er mikil vinna, en skemmtileg. Blm.: Hvernig er með sölu núna? R.: Það gengur ágætlega, enda framleiðum við ákaflega lítið, — þetta er algjört auka- starf hjá okkur. G.; í fyrravetur tók ég hing- að heim nemendur úr Kennara- skólanum og kenndi þeim und- irstöðuatriði í leirmunagerð. Nú vill svo skemmtilega til, að skólinn hefur eignazt leir- brennsluofn og önnur nauðsyn- leg tæki til að nemendur geti lært að gagni þessi undirstöðu- atriði. Víðast erlendis er það orðinn fastur liður í myndlist- arkennsiu æðri skóla og allt niður í barnaskóla. — Þrátt fyrir húsnæðisskort hefur ver- ið ákveðið að taka húsrúm und- ir þessa kennslu í skólanum næsta vetur. — En að. lokum, Gestur, þú lagðir upphaflega stund á nám í höggmyndalist. Hefurðu átt við að höggva síðan þú lcomst heim? — Já, ég hef alltaf gert það, aðallega í grástein og líka í grarút og marmara. Meiningin er að hafa nokkrar myndir á sýningu Félags íslenzkra mynd- listarmanna í haust. Og nú er ekki vert að tefja þau hjón lengur, við yfirgefum vinnustofua að Laugarásvegi 7, þar sem djöflaandlit eru máluð á bjórkrúsir, en kvenmanns- andlit og saklausir fuglar á venjulegar skálar. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.