Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.09.1969, Blaðsíða 6
Þegar Austur- og Yedarveldia vilja skipla á njésnurum, snúa þau sér lii bandaríska milailulningsmannsins James fJonov- an. Hann er viSurkenndur sa mningamaSur á sviSi lesnrar viíkvæmu tegundar ,skip!ave rilittar' og lætur sér iáif ffrir brjósii brenna. Flesta morgna vikunnar fer James Donovan, kraftalega vax- inn miðaldra maður, með lyft- unni upp í skrifstofu sína á 19. hæð skýjakljúfs eins í New York borg, þar sem nýtur út- sýnis yfir hið fræga Hudson- fljót, og hefst handa við þau daglegu störf, sem að jafnaði bíða lögmanns. En svo koma dagar, sem hann sést ekki á skrifstofunni. Þá heldur hann sig í þeim heimi „síðskeggs og svartra gler- augna,“ heimi njósna og gagn- njósna — óralangt frá þeim ofbeldis- og fjársvikamálum, sem hversdagslega taka mestan hluta vinnutíma hans. í SNJALL „KAUPMAÐ- UR“ James Donovan er nefnilega mesti „njósnarasali" Vestur- heims. Alltaf þegar stórveldin í Austri og Vestri þurfa að koma sér saman um að hafa skipti á njosnurum — auðvitað fyrir luktum dyrum og í fullkomnu laumi — eins og t. d. þegar bandaríska U2-njósnaranum Francis Gary Powers var sleppt úr haldi — leita þau eftir milli- göngu Donovans um skilyrði fyrir skiptunum. Hann er tal- inn vera eini maðurinn, sem Rússar bera traust til í sam- bandi við þessa viðkvæmu teg- und „skiptiverzlunar.“ Og Do- novan hefur staðið sig með mestu prýði í viðskiptunum og unnið þar allt að því afrek. Fyi’ir hans tilverknað hafa hvorki meira né minna en 10 þúsund manns verið látnir laus- ir eða látnir í skiptum fyrir er- lenda kollega, og eru það ekki lítil afköst, þegar þar við bæt- ast umfangsmikil lögfræði- og málflutningsstörf. Um tíma var James Donovan starfsmaður OSS —■ Office of Strategic Services -— en vinum hans varð það ekki ljóst, að hann var á hennar snærum, fyrr en hann hóf störf sín að „skiptaverzluninni/‘ VIÐKVÆM „VARA“ Það voru skipti stórveldanna á njósnurunum Abel — Pow- ers, sem fyrir alvöru tryggðu Donovan orðstír sem alþjóðleg- ur samningamaður á einangr- uðu sviði. Hann hafði verið verjandi sovézka stórnjósnar- ans Abels í þeim umfangsmiklu málaferlum, sem af máli hans spruttu, og það var hin frábæra vörn hans, sem fyrst og fremst hafði forðað njósnaranum frá líflátsdómi, sem virtist þó vís. Snemma morguns — febrú- ardag nokkurn — fimm árum eftir að dómur hafði verið upp kveðinn stóðu tveir hópar manna andspænis hvor öðrum ó stórri, steinsteyptri brú á milli bandaríska hernáms- svæðisins í Berlín annars veg- ar og Austur-Berlínar hins veg- ar. Bandaríkjamegin stóð hinn magri, þunnleiti Rudolf Abel, með hátt, hvasst nef. Hann var handjárnaður við mann úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Og nú stóð til að láta hann lausan í skiptum fyrir ungan Bandaríkjamann, er var þarna líka, umkringdur sovézk- um leyniþjónustumönnum: Francis Gary Powers, flug- maðurinn, er stjórnaði U2- njósnavélinni, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum í maí mánuði árið 1960. Nokkrum mínútum síðar gengu mennirnir tveir — sov- ézki njósnameistarinn og banda ríski flugmaðurinn — yfir landamæri Austurs og Vesturs. Skiptin höfðu farið fram, og sá fyrsti, sem bauð Powers velkominn vesturyfir, var ein- mitt Donovan. iSkiptin á þeim Abel og Pow- ers og öðrum Bandaríkjamanni til, námsmanninum Frederic Pryor, sem Austur-Þjóðverjar höfðu haldið eftir og fangelsað vegna grunsemda um njósnir, var árangurinn af hálfs annars árs erfiðum samningaviðræð- um milli Donovans og sovézkra lögfræðinga, sem komu fram fyrir hönd sovézku leyniþjón- ustunnar, KGB. ABEL — POWERS Það voru Rússar, sem stigu fyrsta skrefið. Donovan höfðu borizt mörg bréf, undirrituð „Helen Abel“ og stimpluð í Leipzig, þar sem sendandinn — sem annaðhvort var meðlim ur í KGB eða starfaði á þess vegum — gaf í skyn, að takast mætti að koma á gagnlegum njósnaraskiptum ’með góðuml vilja beggja samningsaðila. f byrjun var bandaríska leyni þjónustan ekkert yfir sig hrif- in af þessari uppástungu. En um síðir tókst Dónovan þó að sannfæra yfirmenn hennar um, að það mund.i reynast ákaflega gagnlegt að fá Powers heim og hlýða frásögn hans sjálfs um tildrög þess, að flugvél hans var skotin niður, og árangur ferðarinnar. Flugvél frá handaríska flug- hernum flaug með Donovan til Vestur-Berh'nar og síðan var honum nánast smyglað inn í Austur-Berlín. svo jiaö (hann gæti átt leynilegar samræður við sovézka kollega sína. Á ferðum sínum til Austur-Ber- línar hafði hinn bandaríski lög-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.