Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 23. september 1969 CATHERINE NEUVE □ Catherine Deneuve Jkom ung og óreynd inn í kvik- myndaheiminn og lék sitt fyrsta stóra hlutverk. Það var í kvikmyndinni „Le Jvice et la vertu,“ stjórnað af Roiger Vadim. (Má því með sanni segja, að henni hafi frá upphafi kvikmyndaferils síns verið lögð þung hyrði á herðar. Áður hafði Catherine aðeins leikið nokkur smáhlutverk á leiksviði. í þessari kvikmynd, sem Valdim stjórnaði, lék Catherine hina dyggðum prýddu stúlku, en systir hennar Francoise sem nú er dáin, var mótleikkona hennar. Þetta var öfundsvert taeki- færi fyrir hina nítján ára óreyndu Catherine, en hún reyndi að festa sér í minni þá staðreynd að merki vörunnar er ekki allt, og kvikmyndaleik- kona verður að læra að taka leiðsögn og vinna sig í gegn um margsskonar erfiðleika. Og Catherine óx með hverjum vanda. Catherine Deneuve, er fædd í París árið 1943, dóttir leik- arans Maurice Dorléac. Hún var talin kappsöm og dugleg í skóla, eins og Fran- coise systir hennar, en var ekki búin að ákveða sér neitt sér- stakt markmið í lífinu er Roger Valdim kom inn í líf hennar og sá að þarna var á ferðinni verð andi kvikmyndastjarna. Síðar eignaðist Catherine soninn Christian. Faðir hans er Roger Valdim, en þau giftust ekki. Það var löngu síðar að hún hitti tízkuljósmyndarann David Bailey í París/Amor skaut af boga sínum og hitti beint í mark — því það varð ást við fyrstu sýn og þau giftust sum- arið 1965. Hjónabandið entist í tæp þrjú ár. „Nú lifi ég ein- göngu fyrir son minn, og reyni að skapa honum hamingju sama og trausta bernsku“ seg- ir leikkonan. Öryggi er mikilsvert í aug- um Catherine.Hún er viðkvæm og auðsærð sál, sem alltaf stendur í þeirri trú, að aðrir séu að spila með hana, jafnvel geri sér að leik að særa hana. Þessi hugsanavilla hefur leitt til þess að Catherine hefur dreg ið sig inn í harða skel og sýnir ekki nema þeim sem hún telur trygga vini sína, — sitt rétta innræti. Ókunnugum sýnir hún oft kulda og tómlæti, sem veld ur því að hún er í þeirra aug- um full yfirlætis og hroka. Leikstjórinn Bunuel, sem hefur stjórnað nokkrum kvik- myndum með Catherine í aðal- hlutverki, hélt við fyrstu kynni að það yrði öfundsvert starf að vinna með henni. „Hún leit út fyrir að vera ísjaki með engilsandlit" segir hann, en svo komst ég að raun um að hún var full samstarfs- vilja og kvenlegrar blíðu. Catherine Deneauve leggur mikið upp úr því að leikstjór- inn sé góður og um fram allt maður sem hún geti treyst og felluf vel í geð. Hafi hann þessa eiginleika, er hún tilbúin til að fylgja minnstu visbendingum og óskum hans út í yztu æsar. í blaðaviðtali var Catherine eitt sinn spurð um hvort -hún væri sólgin í þeningá. ' _' • „Já, til að geta losnað fljótt við þá aftur, svaraði Catherine. Ég veit ekkert skemmtilegra en fara í búðir. Skókaup ei’u mér ástríða, ég á víst 70 pör af skóm. Einnig kaupi ég mik- ið af plötum Mosarts og Wagn- ers. Hverju ég hef mest uppá- hald á? <Því er fljótsvarað, dýrum og bókum. Aftur á móti fer ekkert eins í taugarnar á mér og heimskulegar spurning- ar blaðasnápa. Varðandi spurn ingu hvernig hún kæmist yfir alla þá vinnu sem hún þyrfti að inna af hendi, voru svörin þannig að hún yrði að vinna eins og annað fólk og vildi gjarnan vera fræg. „Ég veit að fólk segir að ég sé falleg, það vil ég líka vera. Og mér líkar ekki að eyða tíma mínum í að biða eftir einhverju spennandi. Ég leyfi mér það ekki að lifa tilbreytingarlausu lífi. Mér geðjast að flestu fólki og vil- að heimurinn brosi við mér. Francoise systir Catheriþe, sagði um hana: „Þó það væru bara ein verð- laun í þessum heimi til að keppa um, er ég viss um að Catherine vildi heldur stela þeim heldur en að tapa.“ P RINDID AD VID FJÖLMIÐLARA □ Um nokkurn tíma hafði hr. Eggert Jónsson starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu þætti um atvinnumál einu sinni í viku í útvarpinu og tók hver þáttur ca. 30 mínútur. Voru þetta mjög fróðlegir fréttapistlar um sjáv- arútvegsmál, iðnaðarmál o.rn. fl. Átti hann fróðleg viðtöl við menn frá atvinnuvegunum og mér er óhætt að segja að þætt- ir þessir fluttu hlustendum ihjög mikinn fróðleik. En svo ailt í einu eru þessir þætt.ir aflagðir, hvers vegna veit ég ekki. Ef ráðamönnum' þar við útvarpið hefir fundizt að nóg væri komið af þessu tagi, þá er það mikill misskilningur. Er það ekki það sem hugsandi menn vilja frekast heyra, það er hvernig hinir ýmsu þættir framleiðslunnar ganga í landi okkar. Hitt kemur okkur minna við hvernig slátrarnir í Viet Nam haga sér, hvort svo sem það eru Kanar eða grimdarssgg irnir frá Norður V.N., eða þá frá Suður V.N. Það finnst nefni lega mörgum að bæði útvarpið og sjónvarpið leggi of mikla rækt við fréttir frá villimennsk unni þar austur. Og út yfir tók þá þegar sjónvarpið f ór' að flytja okkur á öldum ljósvak- ans stunurnar frá deyjandi nel- særðum hermönnum þar aust- ur frá, eins gert var nú fyrír skömmu. Ég skil ekki þann hugsunarhátt að vilja láta ís- lenzka hlústéndur eða sjáend- ur, fá svona greinilegar fregn- ir og myndir frá þessu hörm- ungarinnar landi. Nei, þeir Sem þessu stjórna, ættu sannarlega að taka. slíkan fréttaflutning til rækilegrar endurskoðunar og minnka stríðsfréttir og myndir, sem nú eru bornar fyr- ir vit íslenzkra hlustenda. Við hljótum að eiga mikið meira af innlendu fréttaefni heldur en nú er fram borið. Annars er það mjög merkilegt hvað lítið síast af fréttum Erá fréttamönnúm Ríkisútvarpsins, sem munu vera dreifðir vítt um landsbyggðina. Sumir þeirra eru duglegir í starfi sínu, frá sumum heyrist furðu lítið. Væri hin fyllsta nauðsyn á að stokk- að væri upp í þessum hópi og valdir þeir fréttamenn einir, sem - hafa' áhuga á stgrfínu.; Ég efast ekki um að fréttir almennar er sá þáttur útvarps- starfseminnar, sem vinsælastur er og mest er hlustað á þrátt fyrir mistök í efnisvali og bar held ég að þáttur um innlent fréttaefni sé bezt séður. Við íslendingar eigum mest undir sól og úrfelli, stormum og veð- ráttu á landi og við strendur þessa lands. Það kemur mest við okkur hvernig bóndanum gengur að afla fóðurs fyrir sinn búpening, hvernig fiskimennirn ir afla, hvernig iðnaðarfram- leiðslan gengur, hvernig sala útflutningsafurðanna gengur o. s. frv. Um þetta vilja allir vel hugsapdi menn vita fyrst og fremst, svo getur hitt allt ann- að komið í næstu röð. En lítið fer nú fyrir skemmtiefni, eins og þegar Svavar Gests var að skemmta hlustendum og veitti nú sannarlega ékki af í öllum óþurrkunum og síldarleysinu að koma hlustendum til að brosa við og við, því rétt mun það vera, að hláturinn lengir líftóruna. — , Óskar Jónsson. Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.