Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið 23. sept'ember 1969 11 ÞYRMIÐ Framhald af bls. 7. legan hátt. Við óttumst hins vegar að framkvæmdir. þessar geti orðið til að rýra stórlega þessa og aðra verðmæta aðstöðu byggð- anna. Ekki er unnt að meta hve . brýnar eða æskilegar þessar fyrirhuguðu virkjunarfram- kvæmdir eru nema að fyrir . liggi til samanburðar upplýs- ingar um það hvaða annarra kost sé völ um orkuöflun fyrir þetta svæði. Til dæmis það hve hagkvæmt væri að virkja . ca. 12.500 kw. virkjun í Lax- árgljúfrum með 18—20 m. hárri stíflu, og hve lengi sú virkjun mundi geta fullnægt orkuþörf svæðisins, eða hve stóra og hagkvæma virkjun mætti gera efst í Laxárdal með falli úr Mývatni. En hitt er fullljóst að í þær áætlanir, sem kynntar hafa verið, vantar alla þá liði, sem óhjákvæmilega hljóta að bæt- ast við vegna bóta fyrir nátt- úruspjöll og skerta landkosti og ráðstafanir til að draga úr þeim, og hljóta þær áætlanir, sem ekki taka tillit til þessa, að vera haldlausar. ! ( PRÓFMÁL Ljóst er að hér á landi hafa aldrei verið gerðar né fyrirhug- aðar virkjunarframkvæmdir, sem hafa í för með sér svo stór- fellda röskun á heilu fjöl- byggðu héraði, sem þessar fyr- irhuguðu virkjunarframkvæmd ir við Laxá. Á þetta mál má því líta sem prófmál á það hver sé réttur landeigenda og héraðsbúa, þeirra, sem vilja nýja gæði héraðsins þjóðinni til heilla, gagnvart óskum annarra byggðarlaga um það að fá að nýta fallvötnin einhæft til orkuframleiðslu. ! Kunnugt er að Þingeyjar- sýsla hefur sérstöðu umfram ýms önnur byggðarlög hér á landi, hvað snertir fjölbreytni í margbreytilegri náttúrufeg- ' urð, auðlegð kostaríkra veiði- yatna, sem auðvelt er að rækta bg hvers konar hagnýtingu hinna fjölbreytilegu framtíð- armöguleika til aukins ferða- mannastraums og gjaldeyris- öflunar fyrir þjóðarbúið. Nýting þessara möguleika gæti þjóðhagslega séð verið hagkvæmari en raforkuvinnsla, sem leiðir af sér óbætanleg náttúruspjöll í stóru landbún- aðarhéraði, sem á augljósan og skýlausan rétt á því að hagnýta sem bezt auðlindir sínar til batnandi afkomumöguleika í framtíðinni. Lítt rannsökuð framkvæmda áform, sem stefnt er gegn eðli- legri þróun þingeyskra byggða, án þess að almennings og þjóðarhagur krefjist, er að okkar áliti mikill ábyrgðar- hluti. TELJA VIRKJUNINA ÓHAGKVÆMA í Skoðun okkar er líka sú, að fyrirhuguð Gljúfurversvirkjun mundi reynast óhagkvæmari, þegar allt er krufið til mergj- ar, en ýmsir aðrir tiltækir virkjunarmöguleikar á Laxár- svæðinu og Norðausturlandi. Ljóst er, að mjög erfitt er að segja fyrir um hagkvæmni virkjunarinnar að 10—05 ár- um liðnum, áður en reynsla er fengin fyrir hugsanlegri hag- kvæmni gufu- og kjarnorku- virkjana. Mætti hins vegar telja líklegt, að aðeins 12.500 kw. virkjun mundi geta gefið ódýrasta raforku næstu árin. Það er því að okkar áliti allt of viðurhlutamikið, að ákveða virkjunarframkvæmdir til svo langs tíma, sem hér er ráðgert, ekki sízt með tilliti til þeirra miklu náttúruspjalla og byggð- aröskunar, er væntanleg Gljúf- urversvirkjun mundi hafa í för með sér. Ber eins að hafa í huga, hve sáralítill hluti lands- ins er vaxinn gróðri, sem þjóð- . inni ber skylda til að varðveita á sama hátt og sjálfa lands- byggðina. _ ( VIRÐA BER RÉTT OG VILJA ÞINGEYINGA Að síðustu teljum við, að fremur beri að virða rétt og vilja Þingeyinga sjálfra, varð andi fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir á þeirra eigin landi, en utanhéraðsmanna er virðast telja sér heimilt að slá eins konar eign sinni á mikils- verðustu framtíðarverðmæti fjölbýlla byggðarlaga, gegn skýrum ákvæðum gildandi vatnalaga og friðhelgi eignar- réttarins samkvæmt stjórnar- skránni. Að þessu athuguðu berum við fram þá ósk, að tekið verði fullt tillit til þeirra tilmæla okkar, sem okkur hefur verið falið að bera fram fyrir hönd héraðsins, við háttvirtan land- búnaðar- og raforkumálaráð- herra, að okkar fögru og kosi- ríku byggðarlögum verði þyrmt við þeirri óbætanlegu limlestingu, er af Gljúfurvers- virkjun gæti hlotizt, ef hún yrði framkvæmd eins og ráð- gert er. Mundi slíkt verða öllum hlutaðeigendum til mesta sóma og koma í veg fyrir lítt æski- leg og hugsanleg stórátök vegna þessara framkvæmda, verði þess freistað að knýja þær fram í andstöðu við hlut- aðeigandi byggðarlög í Þing- eyjarsýslu, en ljóst er að hér yrði um stórkostlegustu og rót- tækustu framkvæmdir að ræða gagnvart einu byggðarlagi er átt hafa sér stað hér á landi. En hvað sem öllum bollalegg ingum um framkvæmdir við Laxá líður stendur eitt óhaggað og óumdeilanlegt frá okkar sjónarmiði, að Þingeyingar og Þingeyj arsýsla hafa átt frá ómunatíð fram á þennan dag hið dýrmætasta sköpunarverk — Mývatnssveit og Laxá. Þetta mikla meistaraverk guðlegrar náttúru er bæði hér aðsbúum og þjóðarheildinni jafn skylt að varðveita í sinni upphaflegu mynd til ókomins tíma, a.m.k. þangað til að augu mannsins vilja ekkl lengur sjá annað en ímyndaðan peninga- ágóða 1 snoturlegum búningi útreiknaðra áætlanagerða á skrifborði. í þessu efni stendur þó enn óhaggaðar hinn sígildi gullvægi málsháttur „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Því viljum við á alvöruþrung inn hátt vara við afleiðingum af ráðgerðri Gljúfurversvirkj- un. — Húsmæður! Gerið svo vel að líta inn. — Matvörumark- aðurinn er opinn til kl. 10 á kvöldin. Munið hið lága vöruverð. VÖRUSKEMMAN GRETTISGÖTU 2 DANSSKÓLI INNRITUN NÝRRA NEMENDA ÁSTVA LDSSONAR Kennsla liefst mánudaginn 6. október. Reykjavík: Símar 2 03 45 og 1 01 18 kl. 10— 12 og 1—7 daglega. Árhæ j arhverf i: Kennum börnum og unglingum í gamlia barnaskólanum. Innritun í sírna 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Kópavogur: Sími 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Hafnarfjörður: Sími 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 daglíega. Keflavík: Sírni 2062 kl. 3—7 daglega. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tiiboðum í g'erð undirbytggingar Vesturlandsvegar um EIl- iðaá og Ártúnsbrekku. Útboðsgögn eru afhent á Vegamáláskriflstof- unni, Borgartúni 7, frá fcl. l4, miðvikudaginn 24. þ.m;, gegn 3000 krórta skilatryggingu, Vegagerð ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.