Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 23. september 1969 En það virðist sem allar húsmæSur noti svipaöar skúffur undir hnífapör og svipaöa skápa fyrir diska. svo að ég átti í engum vandræðum með að finna, hvar allt átti að vera. Þetta gekk eins og í sögu, Ég ryksaug yfir öll gólfin, því að það voru teppi á öllu nema eld. i húsinu, á baðinu líka. Svo hreinsaöi ég eldhúsgólfið, henti ruslinu og hringdi á bíl. Eg fór til Reykjavíkur, og keypti mér þar tösku, tvo morgunkjóla, nærföt, náttföt, sparikjól og poplínkápu, auk gönguskóa, inniskóa og annars, sem maður þarfn ast nauðsynlega. Síðan fór ég niður á simstöð og hringdi til Ingveldar frænku mirrnar. Frænka kom sjálf í símann og ég reyndi að segja henni atvikin í sem stytzu máli, án þess þó að nefna nokkur nöfn. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér, sagði ég 'að lokum. — Ég vissi, að þér væri sama, þótt ég byggi hjá vinum mínum dálítinn tíma. — Þú gazt sagt mér það, þegar þú fórst, sagði frænka öskureið. — Og nú ætlarðu vitanlega að neita að segja mér, hvað þessir svokölluðu vinir þírrir heita? — Já, því að annars kæmirðu blaðskellandi og vild- ' ir ræða þessa tillögu þína við mig. — Ég skil það. Svo að þess vegna fórstu þá? Er ég of bjartsýn, þegar ég vona, að þú fáist til að ræða það mál við mig seinna? — Nei, alls ekki, svaraði ég. — Er þér alvara, barnið mitt, eða ertu bara að segja þetta til að róa mig? Þú heldur náttúrulega, aö þú fáir þínu framgengt með því að mæla allt upp í mér og samþykkja allt, sem ég segi, meðan þú.... — Nú ertu ósanngjörn, frænka. Ég veit, að við ! erum oft leiðinlegar hvor við aðra, en stundum finnst mér, að þú sért bezti og einasti vinurinn minn. !r' — 0, ég trúi þessu nú ekki, en meðan þú lendir ekki í neinum vandræðum, þá.... Já, viltu fá vasa- peningana þína áfram, eða bjóstu við því, að þú feng- ir þá fyrirhafnarlaust? — Viltu hætta að gefa mér þá? spurði ég blíðlega. — Nei, ekki ef þú kemur sjálf og sækir þá, sagði ' Ingveldur frænka eftir mikla umhugsun. — Þú gerur sótt þá hingað til mín á sunnudaginn kemur. Þá get ég fylgzt með þér. Mig langaði mest til að segja, að ég þyrfti kannski ! ekki á vasapeningum að halda eftir næstu mánaða- mót. Ég hafði frítt húsnæði og fæði og eitthvað hlaut ég þó að fá í laun, þótt ég hafi ekki minnstu hugmynd I um það, hvað vinnukonur eða „ráðskonur," sem er j. % svo mikið fínna orð, fá í laun. En ég vildi ekki gera f frænku forvitna, svo að ég þakkaði vel fyrir mig, I kvaddi og lagði á. Smáauglýsingar 19. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR 10 KAFLI. Ég kunni afar vel við Lúðvík og Klöru, en Fjóla fór í taugarnar á mér. Hún nennti aldrei að gera hand tak heima fyrir og ég sá það á öllu, að það hafði verið Klara frænka, sem bar hitann og þungann af öllum heimilisstörfunum. Fjóla var allt það, sem ég hafði reynt að vera. Knallrautt, lokkað hár, sverta í kringum augun, stórir eyrnalokkar, litríkir kjólar og í stað þess að líta út eins og götudrós eins og ég, leit hún út eins og glæsileg heimskona. Ég öfundaði hana stundum. í fyrsta skipti, sem við hittumst, var ég rétt búin að henda pappírnum utan af fötunum í ruslafötuna og leggja þau inn á rúmið mitt, svona til nánari yfirvegunar. Ég dró fyrir gluggann og fór inn í eld- hús til að hugsa um matinn. Ég ákvað^að hita upp í smjöri kaldan lax, sem þar var, en ekki hafa hann heitan. Það mátti sem bezt brúna harrn dálítið og bera fram með remúlaðisósu, sem ég gæti gert úr majónesinu og blandað með smátt skornum pikkles Ég setti dúk á borðið og lagði á það fyrir þrjá, því að einhvern veginn fannst mér, að það væri of mikil heimtufrekja hjá mér, að ætlast til þess, að ég mætti borða inni með fólkinu fyrsta kvöldið. Ég skar nið- ur þrenns konar brauð, bjó til fallegar smjörkúlur, skar rriður nokkrar ostsneiðar og raðaði þeim á bakka með agúrkum, sem ég skar út í rósamunstur. Svo var það slátur og hræringsleifar, sem auðvelt var að gera ögn meira úr, og loks var ekkert eftir nema setja fá- ein blóm úr garðinum í vasa á mitt borðið og bíða með að brúna laxinn, þangað til hjónin kæmu. Ég sat við eldhúsborðið og gæddi mér á einni brauðsneið og kaffibolla, þegar dyrnar opnuðust og Fjóla kom inn. Mér leizt strax illa á hana. Mér fannst hún frekju- leg, en ég verð að viðurkenna það, að kannski hefur mér fyrst og fremst litizt illa á hana vegna þess, að hún var persónugervingur alls þess, sem mig langaði til að vera, og sem ég gat aldrei orðið. — Hver eruð þér? spurði hún. — Nýja vinnu, konan? Ég kinkaði kolli, enda var ég með munrrinn fullan af brauði. — Hvað heitirðu? spurði Fjóla, og nú var þessi kurteislega þéring ekki lerigur fyrir hendi. Hún var húsmóðirin og ég ambáttin. — Jóhanna Jónsdóttir, sagði ég. —■ — Ég held' að ég kannist við andlitið á þér, sagði Fjóla. — Hef ég ekki séð yður úti með Halla litla? Ég fölnaði. Ég hafði aldrei búizt við því, að nokk- ur hérna myndi þekkja mig. En Reykjavík var svo lítill bær, og ég hef farið það mikið út, að... .Það TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUST A Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverld húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnœði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfnm fyrirliggjamdi: Brettl — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyriTvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 / | Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra franfkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. | VEITINGASKÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.