Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 3
SamSök blaöaúlgefenda lýsa yfir: Árásir Agnews ógnun við prentfrelsið □ Alþjóða blaðastofnunin í Ziirich (IPI) segir í ársskýrslu sinni, sem birt var um áramótin að árásir Agnews varaforseta á bandariskar fréttastofnanir hafi verið alvarlegasta ógnunin við prentfrelsið í heiminum á ár- inu 1969. Stofnunin segir að það alvarlegasta við þessar á- rásir hafi þó verið það, að þær liefðu litið út fyrir að vera upp runnar hjá Nixon forseta, en ekki á ábyrgð varaforsetans eins. Eernst M-eyer, forstjóri IPI, segir í þessu sambandi, að þess ar árásir hafi verið tilraunir æðstu manna Bandaríkjanna til þess að koma á einsflokkspressu, en það hefði í för með sér á- stand svipað og í Sovétríkjun- um. Aðild að IPI eiga um 1600 blaðaútgefendur og ritstjórar ut an kommúnistaríkjanna. I skýrsl unni sem birt var um áramótin segir einnig að afstaða frönsku stjórnarinnar til frelsis blaðanna hafi batnað er að de G-aulle lét af völdum. Um Grikkland segir skýrslan að þar fari fram mikill skrípaleikur. í hvert skipti, sem herforingjarnir bjóði blöðunum a'ukið frelsi, megi heita öruggt að þeir meini, það andstæða. Suður-Ameríka er samkvæmt skýrslunni sá heimshluti sem mestar takmarkanir á prent- frelsi áttu sér stað 1969. Átta ríki í þeim heimshluta lúta nú einræði herforingja og í þess- um löndum má ekki heita að um neitt prentfrelsi sé að ræða. í skýrslunni er þróunin síð- asta áratug máluð dökkum lit- um. Þar segir að annars vegar hafi í þróunarlöndunum sífellt verið dregið úr tjáningarfrelsi, en í mörgum vestrænum löndum hafi borið mei-ra á allskyns á- byrgðarleysi. I skýrslunni segir að nú sé 01-610? full þörf á því að hugta'kið „blaðafrelsi“ sé metið og' skilgreint á ný og í því sambandi skipti mestu máli, að d-regin séu þau nákvæmu skil, er liggi milli frelsis ann- ars vegar, en ábyrgðarleysis hins vegar. — . rúpmm&wm&m&wsssxsBifif iiíhií'finfnrilli liwMiwr- Bókinfyrir bifreiðaeigendur Samvinnutryggingar hafa lagt meginóherzlu ó tryggingar fyrir sannvirði, góða þjón- ustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsinggstarfsemi. í samræmi við það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út órlega um nokkurt skeið. í hana er hægt að skró allan rekstrarkostnað bifreiðar i heilt ór. Auk þess eru í bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin mun verða send, endurgjaldslaust, i pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem þess óska. Lótið því Aðalskrifstofuna í Reykjavík eða næsta umboðsmann vita, ef þér óskið, að bókin verði send yður. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500 SAMYINNUTRYGGINGAR Alþýðublaðið 5. janúar 1970 3 | ívikubyrjun I I I 1 I I 1 I I i I I I Einn tilgangur i - eitt markmið Undanfama mánuði hefur oft niátt lesa í Þjóðviljan-um og Tímanum hatrammar árásar- greinar á forystumenn verka- lýðshreyfingari-nnar fyrir það, að þeir hafi brugðizt umbjóð- endum sínum, félagsmönnum stéttarféla-ganna, í samninga- gerðum um kaup og kjör. Er oft í þessu sambandi vitnað til þess, að við samningagerðir ha-fi samningsaðilar, og þá oft- ast samninganefnd verk-alýðs- félaganna, gert ýmsa hliðar- samninga við ríkisstjórnina um opinberar aðgerðir eða afskipti, sem átt h-afa stóran þátt í því að samningar h-afa tekizt milli launþega og atvinnurekenda. Þessa stefnu í samskiptum verkalýðshreyfingar og ríkis- valds, sem upp var tekin að marki í tíð núverandi ríkis- stjórnar, hafa blöðin tvö, Þjóð- viljinn og Tíminn, ekki átt nógu sterk orð til þess að for- dæma eins mjög og hugur þeirra stendur til. Það, að forystu- menn verkalýðshreyfmgarinnar skuli á þann hátt hafa gert sam- komulag við opinber stjórnvöld í kjaradeilum við vinnuveit- endur og metið það til móts við einhverja krónuhækkun kaups telja stjórna-randstöðu- blöðin tvö svik við málstað verkalýðsins og merki um ó- eðlile-ga samvinnu milli for- ystumann-a verk-alýðshreyfing- arinnar annars vegar og ríkis- stjórnarinnar hins vegar. Hér er vitaskuld um al-ger- an grundvallarmisskilning að ræða hjá þessum blöðum, eins og svo oft vill verða. Það sem í raun og veru li-ggur að baki skoðana Þjóðviljans og Tím- r ans í þessum efn-um, eru ekki hagsmunir verkalýðsins, laun- þe-ganna sjálfra, heldur eru allt verkalýðsskóla í Noregj fyrir nokkrum árum á þeirri for- sendu að þar gengi eeindreginn Alþýðuflokksmaður um garða. Staðreyndirnar eru hins veg- ar þær, og þar eru fengnar skýringamar á árásarskrifum stjórnarandstöðublaðanna gegn forystumönnum verkalýðsfélag- anna, að í hvert skipti, sem á- tök virðast vera í aðsi^i á vinnumarkaðnum er það eina spurningin, sem flokksbroddar Framsóknarmanna og kommún- ist-a velta fyrir sér, hvort þárna sé að opnast möguleiki til þess að koma ríkisstjórninni frá völdum. Að öðrum atriðum, sem raunverulega skipta launþeg- ana máli, eins og því h'vort unnt sé að ná viðhlítandi kjara- samningum er komi til með að færa verkalýðshreyfingúnni raunhæf ar kj arabætur, leiða þessir mætu memi aldrei hug- ann. Það eitt, að fella ríkis- stjórnina er orðin sjúkleg ár- átta í hugum flokksbroddanna í stjórnarandstöðunni. Mælskumaðurinn CATO i Rómaborg hinni fornu varð frægur að endemum fyrir hat- ur sitt á Karþagóborg. Sagt er að hann hafi endað allar sínar ræður í rómverska seniatinu, hvert sem efnið var, á setn- ingunni: „Auk þess le-gg ég til að Karþagóborg verði lögð í eyði.“ Sá er þó munurinn á CATO þessum og þeim Magnúsi Kjart anssyni og Ólafi Jóha-nnespymi, -að í einspora hugarheimi þeirra tveggja síðar nefpdu, rúmast ek-kert „auk þess“, „Eyðing KarþagóbO'rgar“,. fall islenzku ríkisstjórnarinnar er þeim í senn eit-t og allt, — sá tilgangur er orðinn þeirra,eini tilgangur og hann helgar öll meðöl. I I I I I aðrar forsendur, sem árásir blaðanna tveggja á forystu- menn stéttarfélaganna eru grundvalLaðar á. Hugsanir, starfsaðferðir og stefnumál flokks-broddanna í Framsóknarflokknum og Al- þýðubandalaginu snúast aðeins um eitt markmið, — að fella ríkisstjórnina, hvenær sem er og á hvern hátt sem er. Þessir flokksbroddar bera ekki nokkra stétt-arlega ábyrgð gagn vart nokkru fagfélagi og Fram- sóknarmenn vita raunar ekki enn hvað verkalýðssamtök eru. Hefur þekking framsóknar- manna í þeim efnum lítið vaxið við það, þótt þeim liafi tekizt ' að fá i-nni fyrir einn af hinum ungu „fag- félagssérfræðingum" sínum í Þegar stjórnar-ands-töðublöð- in ræða því um svik verkalýðs- forystunnar við umbjóðendur sína eru þau í rauninni að ráð- ast á hana fyrir svik við þpnn- an málstað Magnúsar og Ólafs, — að beita ekki afli stéttarfé- laganna til þess eins að koma ríkisstjórninni frá völdum. Þess vegna harma stjórnar- andstöðublöðin það ætíð, þegar samningar nást í vinnudeilum og vinnufriður er tryggður en launþegum tekst að tryg-gjá sér bein-ar og óbeinar kjarabætur. Þess vegna má ætíð búast við hatrömmum árásum þessara blaða á forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir svik og ó- heilindi strax eftir að samning- ar hafa náðst.— S.B.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.