Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 14
14 Alþýðublðaið 5. janúar 1970 Fred Hoyle: Smáauglýsingar ANDRÓMEDA 3. — Veit nokkur annar, af hverju ég er hér? spurði Judy. — Ég hef ekki sagt neinum það. Hann skipti um umræðuefni og fór með hana inn í innra herbergið og útskýrði útbúrraðinn þar vand- lega fyrir henni. — Við erum aðeins hluti af röð hlustunarstöðva, þótt við séum fjarri því að vera minnsti hlutinn. — Hann leit í kringum sig. -— Mér fannst ég ekki vera gamall maður, þegar við hófumst handa um að reisa þessa stöð, err nú finnst mér ég vera orðinn igamall. Við skulum vona, að einhver árangur náist. Já, hér er Whelan. Hann kann skil á öllu, sem hér er inni. Judy var kynnt fyrir ungum manni, sem talaði með áströískunr hreim og tók þéttingsfast í hönd hennar. — Höfum við ekki hitzt einhvers staðar áður? sagði hann. — Ekki held ég það. Hún horfði hvasst á hann, en hann lét ekki slá sig út af laginu. — Ég er viss um það. Húri leit í kringum sig til að reyna að fá hjálp. Harries, hreingerningamaðurinn, stóð í hinum enda herbergisins, og þegar hún leit til hans, hristi hann höfuðið, svo að lítið bar á. Hún sneri sér aftur að Whelan. — Ég er hrædd um, að ég muni ekki.... — Kannski það hafi verið í Woomera.... Prófessorinn fór aftur með hana inn í stjórnher- bergið. — Hvað hét þessi ungi maður? — V/helan. Hún skrifaði nafnið hans í minnisbók sína. Nú sat aðeins einn maður við stjórnborðið og hugaði að stjórrrtækjunum. Prófessorinn fór með hana til hans. — Halló, Harvey, sagði hann. Ungi maðurinn leit upp og hálfreis úr sæti sínu. — Gott kvöld, prófessor Reinhart. Hann var þó að minnsta kosti kurteis. Judy leit út um gluggann á óbyggt heiðarlerrdið og himininn, sem nú var orð inn dumbrauður. — Vitið þér á hverju þetta byggist spurði Harvey. 011 hljóðmerki utan úr geimnum snerta skálina, sem endurvarpar þeim til loftnetsins, en þessi útbúnaður þarna tekur við þeim og skrásetur þau. Harrn benti gegnum glerskilrúmið: Þessi rafreiknasamstæða .. Um síðir tókst Judy að komast út, í anddyrið og ná tali af Harries einsfega. — Láttu flytja Whelan héðan, sagði hún. Þegar hún kom uppeftir til Bouldershaw, hafði I hún litla grein gert sér fyrir því, hvers hún mátti ] vænta þar. Hún hafði komið í fjölda herstöðva og i starfað sem öryggisvörður í allmörgum þeirra. Hún var viss um, að Whelarr hafði hitt hana í Ástralíu. I Hún hafði verið þar í embættiserindum ásamt Harr- I ies. Hún leit ekki á sig sem njósnara, og henni var ógeðfelld sú hugsun að þurfa að njósna um starfs- félaga sína. Áður höfðu samstarfsmenn hennar ævin lega vitað, hver hún var. Err í þetta sinn voru þeir grunaðir. Reinhart vissi þetta — og fannst það . ógeðfellt. Henni fannst það líka ógeðfellt. En sér- \ hvert starf þarf af leysa af hendi — og henni * hafði verið sagt, að þetta starf væri mjög þýðing- j armikið. j Hún gat leikið hlutverk fyrirhafnarlaust. Húrr leit ( svo sakleysislega út. Hún þurfti aðeins að blanda geði við vísindamennina, hlusta á þá og fylgjast með j þeim. En henni féll illa að fara á bak við þá. Þeir i lifðu í sínum sérstaka heimi með sínum sérstöku lögmálum. Hvaða rétt hafði hún til að dæma þá? I Þegar Harries kinkaði kolli og gekk burt til að gera | nauðsynlegar ráðstafanir, þá fyrirleit hún bæði hann og sjálfa sig. Prófessorinn fór litlu síðar og skildi hana eftir j hjá Jchn Fleming. i — Þú vildir kannski setja hana af í Lion, þegar þú ferð til Bouldershaw. Hún heldur til þar. Þau fóru út á tröppur til að kveðja prófessorinrr. j Fleming dró vasapela upp úr vasa sínum og fékk sér sopa. Svo rétti hann henni pelann. Þegar hún afþakkaði, fékk hann sér annan sopa. Judy virti hann fyrir sér. Það var eitthvað örvæntingarfullt, ein- | hver þjáning í fari hans. Ef til vill hafði verið of mik i ið á hanrr lagt, eins og próf. Reinhart hafði sagt. En það var líka eitthvað annað — eins og í honum I byggi einhver orkustöð, sem sífellt endurblæðist. | — Hafið þér gaman af kúluspili? spurði hann. Hún hikaði. — Svona, komið þér nú með. Ekki get ég skilið yður eftir í höndunum á þessum brjáluðu stjörnu- fræðinpm. Þau gerrgu yfir að bílnum hans. Rautt Ijós brann efst á sjónaukanum, og ofar voru stjörnurnar að kvikna á dökkum himninum. Þegar þau voru komin yfir að bílnum, leit Fleming um öxl. —' Mér dettur tíokkuð í hug, sagði hann lágri röddu. Mér dettur í hug, að við séum komin að TRÉSMÍÐAÞ J ÓNUSTA LátiS fagmann annast viðgerðir og viðhaid á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 410 5 5 VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hutblr — Vélarlok — Geymslu lok á VcJkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. PIPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUDMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PIPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Heimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. a-a Malur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN . rt»r •) •. j , , • v ‘-v ■ ti ... "i VEITINGASKÁLINN, Oeithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.