Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið 5. janúar 4970 15 -jr. Líf í tuskunum hjá Flugfélaginu SÓFÍAS Frh. 12. síðu. nægður. Hann klappaði Sóííasi vingjarnlega um leið og hann synti framhjá. „Veiztu hvað, mamma“, sagði hann. „Ég held að þetta séu dá- samlegustu ungar sem við höf- um nokkurn tíma átt“. En þetta segir hann nú á hverju ári. KÖRFUBOLTI Framhald bls. 13. ur með KFR eftir fingurbrotið, og enda þótt langt væri frá því að hann hefði náð að jafna sig eftir meiðslin, skoraði hann 30 stig. Þegar hér var komið sögu í leiknum má segja að þátt ur Þóris hæfist fyrir alvöru, og er skemmst frá því að segja, að KFR jafnaði 49:49. Einar Bolla son og Þórir Magnússon hitta báðir í tveimur vítaköstum, og leikurinn gerist æsispennandi, en þá kom ungur KR-ingur sín- um mönnum til hjálpar, og skor ar tvær körfur í röð, og Kol- beinn skorar síðan síðustu körf- una, og KR sigraði 58:51. Eftir atvikum var þetta að mörgu leyti slakur leikur hjá KR, og líklegt að þeir geti sýnt meira en þeir sýndu í þessum leik. Einar varð stigahæstur í leiknum með 18 stig, en næstur kom Kolbeinn með 14. Bjarni Jóhannesson, hinn bráðefnilegi nýliði í KR-liðinu stóð sig mjög vel og skoraði 13 stig auk þess að ná mörgum fráköstum. KFR er alltaf að sækja í sig veðrið, en alltaf virðist vanta herzlumuninn. Þeir eiga oft mjög góða byrjun, en síðan er oft eins og botninn detti úr öllu saman. Þórir varð stigahæstur og langbeztur með 30 stig, en næstir komu Sigurður Helga- son með 10 stig og Ólafur Thorlacius með 4. ÍKF hefur síðari árin satt að segja ekki yerið eitt af topp- liðunum í íslenzkum köriuknatt leik, en enda þótt svo sé reynd ar ekki enn, eru framfarirnar hjá liðinu næsta ótrúlegar. Ung ir og ákveðnir gengu UMFN- menn, eins og þeir heita nú, til leiks gegn Íslandsmeisturunum ÍR, og þrátt fyrir að þeir töp- uðu með 11 stiga mun 57:46, var þessi leikur nokkur sigur fyr ir þá, og' mega hin liðin í 1. deild sannarlega fara að vara sig á þeim. ÍR-ingar bjuggust greinilega ekki við miklu, og' tefldu fram setuliði sínu, en ekki leið á löngu þar til þeir sáu sitt óvænna og með fullu liði tókst þeim að ná átta stiga forskoti fyrir hlé, 32:24. Síðari hálfleikur var mjög jafn og skemmtilegur, og tókst ÍR-ingum aðeins að bæta þrem ur stigum við forskot sitt í þeim hálfleik. Mikinn þátt í velgengni Njarðvíkinga í síðari hálfleik átti ungur Bandaríkjamaður, Barry að nafni, sem sýndi mik ið öryggi í skotum. Sigur ÍR var þó aldrei í hættu, en leiknum lauk, eins og fyrr segir með sigri ÍR, sem skoraði 57 stig gegn 46. Skúli Jóhannsson varð stiga- hæstur ÍR-inga með 17 stig, en næstir komu Kristinn og Jón með 13 og 10. Kjartan unglingalandsliðsmað ur og Jón miðherji UMFN skor uðu sín 13 stig hvor, en næstur kom Barry með 12. — JÓN SIG. Frh. af 1. síðu. um það að lýsa því sameiginlega yfir að óska þess að fæðispen- ingar bátasjómanna, sem nema 85 og 100 kr. á dag eftir stærð báta, muni frá og með 1. jan. 1970 hækka til jafns við hækk- un á matvælalið framfærsluvísi tölunnar. f stórum dráttum eru þetta þau atriði, sem samið var um eða fyrir lágu, þegar samningar voru undirritaðir. — Hvert verður svo næsta skrefið hjá sjómannafclaginu? — Þessir samningar ásamt ákvörðuninni um fiskverðið og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar voru sendir sjómannafélögum um allt land í hraðpósti í fyrra dag. Þessi félög, sem flest eru með lausa samninga, munu síð- an taka samningsuppkastið fyrir og til afgreiðslu, eins og vandi er. — Hvernig telur þú, að su af- greiðsJa verði? —■ Ég get ekkert um það full- yrt, enda varla við því að búast þar eð enn munu samningarnir varla komnir til félaganna. Án þess að fullyrða það held ég þó að flest félögin muni samþykkja þessa samninga og byggi ég það á viðtölum mínum við forsvars- menn félaganna, en ég hef rætt við þá flesta. Voru undirtektir þein-a við þessum samningum fríékar jákvæðar. — Hvað vilt þú segja um nið urstöður þessara samninga að lokum, Jón? — Ég tel, að með yfirlýsingu ríkisstjó'rnarinnar hafi sjómenn að nokkru fengið uppfylltar sín ar upphaflegu kröfur til Alþing- is, en þær voru einmitt á þá leið, að stjórnvöld skiluðu til baka eihhverju af því, sem af sjómönnum hafði verið tekið með lögunum um ráðstafanir til hjálpar sjávarútvegi, sem Al- þing'i sétti’í fyrra. Auk þess hef ur hækkun fiskverðs orðið all- nokkur. Ég vll jafnframt benda á það, að þessar meginniðurstöður samninganna, hækkun fiskverðs ins og lagfæring híutaskipt- anna, koma öllum sjómönnum á landinu til góða, — bæði með limum félaga sem ekki höfðu sagt upþ samningum svo og' tog- arasjómönnum. Að lokum vil ég svo lýsa því yfir, að ég fagna því, að þessi niðurstaða skuli hafa fengizt án átaka. Ég er sannfeerður um, að ef ríkísstjórnin hefði hafn- að kröfum okkar um lagfæringu á lögunum frá í fyrra hefðum við neyðzt til þess að hefja verk fallsbaráttu og sú barátta hefði orðið bæði löng og ströng og sjó mönnum, útvegsmönnum og þjóðinni alíri dýrkeypt. Þess vegna er full ástæða, bæði fyrir sjómenn og aðra, að fag'na því, að fr'/amleg lausn skuli hafa fengizt. — Bifreið sfolið i —; Líklega hefur maðurinn, sem stal bifreiðinni við Óðins götu 6 aðfaranótt sunnudags- ins, hvergi átt inni í Reykja- vík. Bifreiðin fannst nefnilega í Keflavík um hádegið daginn eftir. Bifreiðin var að því er virtist óskemmd, en ekki er vit- að, hvað af þjófunum varð. □ Mikið líf hefur verið í tusk unum hjá Flugfélagi íslands í innanlandsfluginu í kringum ára mótin og hafa verið farnar fjöl margar aukaferðir. Á laugardag voru t. d. frnar þrjár aukaferð- ir til Sauðárkróks og aukaferð til Fatreksfjai'ðar. í gær flugu á 5. hundrað farþegar með vél- um flugfélagsins innanlands, voru £. d. farnar þrjár aukaferð- ureý.rar, þar af voru tvær auka- ferðir, tvær ferðir til Vestmanna eyja og ein ferð til Norðfjarðar, en á föstudag var ekki hægt að fljúga þangað vegna veðurs. Milliland |'lug Flugfélags ís- lands hefur verið fullbókað síð ustu ferðir. Nú er leiguflugið □ Vetrarknattspyrnan er nú komin í fullan gang, og í gærdag lék landsliffið við unglingalandstið ið á Melaveilinum. Eldra landslið- ið sigraði með tveimur mörkum gegn engu, og skoraði Eyleifur Haf frá Kaupmannahöfn til Sals- burg í fullum gangi, en auk þess flýgur þota F. í. leiguferðir fyr ir aðra aðila þann tíma, sem hún annars væri í Kaupmanna- höfn um helgar. Þotan fer í „klössun11 síðari hluta febrúar hjá Sabina flug- féiaginu í Brussel. Sabina flug- félagið á margar sams konar þotur og hefur fullkomin verk- stæði, þar sem fylgzt er með vélunum. Þetta verður fyrsta „stórklössunin“, sem þota F. í. gengsf undir síðan hún kom hingað til lands fyrir tveimur og hálfu ári, en allar aðrar skoð a-nir hafa farið fram hér heima. steinsson bæði mörkin, það fyrra í fyrri hálfleik, cg það síðara í seinni hálfleik úr vítaspyrnu. Leik urinn var þokkalegur á köflum, en aðstæður voru mjög erfiðar, svell á veliinum, og nístingskuldi. — Blaðburðar- börn Kópavogi Blaðburðarfólk óskast í AUSTURBÆ . Upplýsingar í síma 41624. Alþýðublabib Eyieifur skoraði bæði mörkin NÝJAR GERÐIR AF RUNTAL MIÐSTÖÐVAROFNUM ÁSAMT ELDRI GERÐUM. SÝNING í BYGGINGARÞJÓNUSTUNNI, LAUGAVEGI 26, OPIN ALLA VIRKA DAGA KL. 13—18. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN. fc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.