Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 16
Alþýftu blaðið Mánudagur 5. janúar ÍTOOVIO Þ7ÓFTNN IÞjófnbjölIur BrunnbjöUur Fuilkomín □ Myndin var tekin á samlestraræfiiigu á leikn- um. Frá vinstri: Jónas Ámason, ihöfundur, Sveinn Einarsson, leikhússtjóri og Steinþór Sigurðsson, leik- tjaldamálari. — Vildi fá hana með sér inn í kirkjugarðinn □ Um þrjú leytið í gærdag réðist maður á stúlku, sem var á gangi í Suðurgötunni í Reykjavík. Mun hann hafa skellt stúlkunni í götuna, er hún neitaði að verða við ósk hans um að fylgja honum inn í gamla kirkjugarðinn. Stúlkan sem fyrir árásinni varð, er bú- sett utan Reykjavíkur. Hún mun ekki hafa kært árásar- manninn fyrr en í gærkvöldi. Blaðinu tókst ekki að afla sér frekari upplýsinga um málið í morgun, sem mun nú vera í rannsókn, og ekki heldur um það, hvort lögreglunni haíi tekizt að finna árásarmanninn. Dræffi freslað fi! 25. jan. □ Til að gefa betra svigrúm til að gera skil í heimilishapp- drætti Sambands ungra jafnað- armanna, sem draga átti í 30. des. sl., verður ekki dregið fyrr en 25. febrúar næstk. um hina mörgu eigulegu vinninga. Sá fjölmenni hópur, sem þegar hefur sent okkur and- virði miðanna, er beðinn að virða þessa óhjákvæmilegu frestun til betri vegar. Þegar að loknum drætti verða vinn- ingsnúmer birt í Alþýðublaðinu og Lögbirtpngablaðinu. ÞiÐ MUNSÐ HANNJÖRUND □ Leikfélag Rej’-kjavíkur æfir nú af kappi hið nýja leikrit Jón-asar Arnasonar, Þið munið hann Jörund, sem frumsýna á í byrjun næsta mánaðar. Þetta er fjórða leikhúsverk Jónasar, sem L.R. flytur, hín fyrri voru Deieríum búbónis og einþáttung arnir Táp og fjör og Drottins dýrðar koppalogn, sem sýndir voru undir samheitinu Koppa- logn. Ennfremur sýndi Þjóðleik húsið á 15 ára afmæli sínu g'am ansöngleikinn Járnhausinn, eft ir þá Múlabræður, en öll þessi verk hafa notið óvenjulegra vin sælda og verið sýnd við met- aðsókn. Það er Jón Sigurbjörnsson sem stjórnar þessari sýningu, en Steinþór Sigurðsson teiknar leik myndirnar. Aðalhlutverkin leika Helgi Skúlason, Pétur Einars- son, Guðmundur Pálsson og IJelga Jónsdóttir, en auk þess kemur fiokkur farandsöngvara mikið við sögu, en í þeim hópi er Edda Þórarinsdóttir, Troels Bendtsen og Helgi G. Einarsson. Þau flytja obbann af þeim tíu sönglögum, sem eru í leiknum. A þessu ári verða fleiri v'mningaren nokkru sinni f yrr því að vinningar hafa aldrei verið jaf nmargir og aldrei jafnháir. GLÆSILEGASTi VINNINGUR ÁRSINS, NÝI JAGÚÁRINN XJ6 BÍLL ÁRSINS ’69 ERLENDIS - BÍLL ÁRSINS 70 Á ÍSLANDI. JAGliAR Nú eiga nær 14500 íslendingar kost á 2000 króna vinningi, 1400 geta fengið 5000 krónur, 500 fá 10 þúsund krónur, 15 hreppa 100 þúsund, 10 hljóta 300 þúsund, einn fær hálfa milljón — og einn eina milljón króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.