Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 8
8 Alþýðublðaið 5. janúar 1970 Ræfi við Skaffa Jénsson skipsfjóra - Önnur grein ULTARLIF PARADIP EFTIR að við fluttum frá Gujurath til Bombay vann ég um skeið í Versova, fór á milli í neðanjarðarlest sem gengur í úthverfin á svosem 20 mínútna fresti. Þar heitir Súrat og þar eru þrír bæir sem þekktir eru fyrir fiskveiðar, Versova, Basil og Sadpathi. Versova er ekki lengra frá Bombay en svo að unnt að fara þangað með l'est- inni, en þó varð að fara með buss dáh'tinn spöl frá endastöð- inni til að komast inní þorpið. Þarna var eins konar þjálfunar- stöð fiskimanna eða sjómanna- skóli sem FAO hafði hjálpað til að koma á fót nokkrum ár- um áður. Hann var nú í fullu fjöri. Ég fór að heiman á morgn ana og kom aftur á kvöldin nema þegar við fórum útá sjó. Þetta var á monsúntímanum, en monsúnveðrin eru ekkert vond, eins og ég hef víst sagt þér fyrr. — Hvernig gengu veiðarnar í Versova? — Á þeirra vísu á þessum slóðum gengu þær vel. Við vor- um að þvælast þarna bæði með net og troll. Annars eru ekki verulega góð fiskimið útaf Bom- bay. Að vísu veiðist þarna mik- ið af fiski sem kallaður er Bom bay Duck. Þetta er dálítið skrýt- inn fiskur, hann er einsog hvelja áferðin er þannig, nokkuð stór fiskur, allt uppí 30—40 cm. Það úði allt og grúði af bambus- hjöllum í Versova þarsem fisk- urinn var hengdur upp í skugga. Ég smakkaði þennan fisk og þótti lítið í hann varið. Svo frétti ég að hann væri fluttur til Englands og seldur þar á ind- verska veiíingastaði og þætti herramannsmatur. Einu sinni þegar ég var á ferð í London datt mér í hug að vita hvernig hann væri þegar búið væri að hantéra hann eftir öllum kúnst- arinnar reglum, svo ég fór inná indverskan veitingastað og pant aði þennan fisk, en mér þótti hann þá sízt betri þar. Þarna útaf Súrat eru góð mið fyrir þennan fisk á vissum árstímum, og fiskimennirnir hafa sína sér- stök.u aðferð til að fiska hann. Það mætti sjálfsagt fiska hann í troil og alla vega, en þessi að- ferð er. þarinig að farið er út roeð geysistórt net ferkantað í opið. Svo er því lagt þannig að anker eru á hvoru horni að neð- an og ból á hornunum að ofan. Ég fór einu sinni með þeim út til að sjá þetta, og þessi tóga- lagning þeirra til að halda net- inu opnu er anzi flókin. Netin eru síðan látin liggja yfir sjáv- arfallið, og alltaf verður að skipta á hverju falli. í þetta fá þeir oftlega mikla veiði, mest þennan fisk, en líka rækju og ýmislegt annað. Dhara hét ann- ar fiskur sem líka veiddist á þessum slóðum á vissum tímum árs. Hann kalia Englendingar Indian Salmon, eða indverskan lax, en ég held hann sé ekkert skyldur laxfiskum. Þetta er stór fiskur, 5—10 kg, ágætur til átu. — Þú nefndir áður að um tíma hefðirðu farið austur í Orissa. Hvað varstu að gera þar? — Það er nú saga að segja frá því. Ég var þar á stað sem heitir Paradip. Þar er komin stór höfn nú, að því er mér er sagt, en þá var þarna enginn höfn. Þetta er við mynni stór- fljótsins Manahadi. Þar var skipað út járngrýti með stórum prömmum og lágu skipin fyrir ankerum útaf ósnum. Nú er þetta allt breytt, búið að dýpka ármynnið og skipin geta siglt þangað inn. Þetta er einhver ömurlegasti staður sem ég hef komið til á Indlandi. Á leiðinni þangað kom ég fyrst til Cutt- ack. Það er ekki höfuðborgin í Orissa, en ég held stærsta borg in. Höfuðborgin er Bubenesw- ar. Hún var reist frá grunni og alveg ný þegar ég kom þarna, eiginlega ekki borg enn, bara stj órnaraðsetur og skrifstofur °g eitthvað af íbúðahverfum. Cuttack er eitthvað hálftíma akstur frá höfuðborginni. En hún er röskar 60 mílur frá sjó. Ferðalagið niður til Paradip við ármynnið •, var á þessum tíma heilmikið fyrirtæki. Fyrst var farið spölkorn á jeppa, síðan komið að kanal sem grafinn er af mannahöndum, hann liggur útí ána og þennan kafla er ekki hægt að fara nema á báti eftir kanalnum. Er honum lýkur er komið útá sjálft fljótið og þá eru um 20 mílur til sjávar. Við ósinn var eiginlega engin byggð nema hvað þar höfðust við menn sem sáu um útskipun á járngrýtinu. — Hvað varstu að gera þarna? — Ég held hugmyndin hafi verið að koma upp fiskimiðstöð. Það var ákveðið að gera þarna höfn. FAO átti þar tvo báta, smá-andskotans drulluskeljar, einsog trillur, báru held ég varla tonn. Meiningin var að ég athugaði hvað fyndist af fiski og hvort eitthvað væri upp úr því leggjandi að reka þarna útveg. — Þú hefur haft einhvern mannskap? — Já, svo átti að heita, nokkra menn. •— Bíddu rólegur, þetta kem ur. Þeir höfðu reist þarna eldis stöð fyrir ferskvatnsfisk, fisk sem lifir bæði í söltu vatni og ósöltu. Þessari stöð voru þeir að koma í gang. Svo hagar til að gríðarmikið lón liggur innan við sjávarkambinn, en kambur inn er, einsog víða hér, sand- ræma 200-300 m. breið, nokk- uð há og þónokkuð hólótt; við vorum þarna nokkra metra yf- ir sjávarmáli. Síðan fer sand- inum að halla innað lóninu, það gengur innúr ánni, og ein- mitt þar höfðu þeir reist eldis- stöðina. f sambandi við þessa stöð hafði verið reist lítið hús sem ég fékk til afnota. Réttara væri að kalla það kofa eða jafnvel kofaskrifli; það stóð 2 —3 mílur frá þeim stað þarsem ég varð að hafa bátana. Mér fannst bölvaður óþverri að labba sandinn alla þessa leið í hitasvækjunni, hann var gljúp ur og óð í hann uppí ökla, ekki takandi í mál að þramma þetta tvisvar á dag. Svo ég bað þá sem réðu að útvega mér tjald ef þeir gætu. Einmitt um sama leyti komst ég að því að þarna var til ágætt tjald sem kevpt hafði verið til þess eins að hafa til taks er gúvernörinn kæmi, þ. e. rikisstjórinn. Ég hætti ekki fyrren ég fékk tjaldið. Þetta var fínt tjald, forstofa, eitt her- bergi og baðskýli. — Svo þú settir upp þetta tjald í sandinum og bjóst í því. — Ég setti það upp rétt’hjá bryggjunefnunni þarsem ég hafði bátana og bjó í því. — Hafðirðu þarna nokkuit drykkjarvatn? •— Auðvitað var þarna vatn, en það var andskotann ekki ætt, maður varð að sjóða það einsog allt vatn á þessu landi ef mað- ur vill lífi halda. — Var ekki fullt af ails kon- ar kvikindum á sandinum? — Jú, það var allt morandi í kröbbum. Sandurinn var eins og ég sagði 200—300 m breið- ur og handan við lónið var bara frumskógurinn. Á nætumar komu því alls konar helvítis kvikindi útá sandinn. — Hvers konar kvikindi? — Mest sjakalar og hýenur og annar álíka fénaður. Þessu fylgdu ámátleg gól og ferleg óhljóð. Ég held að þessi dýr hafi komið til að éta krabbana í sandinum. Mér var sagt að sjakalinn væri afburða klókur að veiða. Krabbamir eru geysi lega fljótir að skjótast, við- bragðsflýtirinn alveg furðuleg- ur, undireins komnir niður í holur sínar og nokkur hreyfing verður í nánd; ég veit þú hef- ur oft séð þetta á söfnunum hér í grennd við Madras. En mér var sagt að sjakalinn beitti þeirri aðferð að bora rófunni niður í holuna, og þegar hann finnur að krabbinn bítur í róf- una, gerir hann snöggan rykk, snýr sér við einsog elding og étur krabbann. — Eru þetta stórir krabbar, hnefastórir? — Hnefastórir krabbar eru til, ég hef séð þá, en þessir voru litlir, tvær til þrjár tomm- ur í þvermál. — Varstu þá ekki ofurseldur ei.nhvers konar öðru óféti fyrst þú bjóst fyrir opnum frumskóg inum? Skafti Jónsson. — Jú, það var nú slæmt, maður, ja reyndar ekki úr frum skóginum, heldur sandinum sjálfum. Þarna hafðist við pínu lítil fluga, maður sá hana varla. Ég gekk á stuttbuxum, sem ég hefði náttúrlega ekki átt að gera. Hún settist á fæturna á mér, ég fann þegar hún stakk, en ef hún fékk að vera í friði sást hún sæmilega þegar hún var búinn að þenja sig út af blóðinu úr manni, þá dökknaði hún og leit út eins og svart korn. Eitthvert eitur hefur hún skilið eftir því eftir nokkra daga var kominn blaðra á bit- staðinn, einsog brunablaðra. Svo sprakk blaðran, dauða skinnið datt af og eftir var opið fleiður sem greri illa og seint. — Þú hefur orðið mikið særður af þessu. — Mikið lifandi, fór illa um allan skrokkinn, og svo léttist ég um 16 kíló. — Nú, þetta hefur. verið eins og í víti. — Líðanin var ekki góð, ég Sasson-Dock í Bombay. Hjallar þar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.