Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 12
 12 Alþýðublðaið 5. janúar 1970 LITLI ANDARUNGINN SÓFÍAS BARNAGAMAN: Umsjón: Rannveig Guðmundsdóttir □ Andamamma lá á eggjun- um sínum. Henni fannst hún vera búin að liggja á þeim nógu lengi. Hún var alein.'því að mað urinn hennar, blikinn, var að synda í vatninu. Hann borðaði andamat og naut sólskinsirtfe. Loksins komu lítil göt á egg- skurnirnar, og einn lítill gulur andarungi kom í ljós eftir ann- an. Eggin voru sjö og nú voru litlir andarungar komnir úr sex þeirra. ' „Hvað er að síðasta egginu?“ sagði andamamma. „Er ef til vill enginn ungi í því?“ Hún ætl ' aði að fara að höggva í egg- skurnina með breiða nefinu sínu þegar lítill fiðraður ungi valt út úr því og á jörðina. Hann datt á hliðina. Hann gat ekki staðið almennilega á litlu stuttu fótunum sínum. „Mikill endemis klaufi ertu“, sagði andamamma ströngum tóni. „Reyndu að koma þér á fætur“. Litla andarunganum tók.st seint og síðar meir að kom ast á fæturna. „Kvak, mamma“, sagði litli andarunginn djarfur og leit bæn ' araugum á mömmu sína. „Kvak, Sófías“, sagði anda- mamma á móti. „Lagaðu þig nú svolítið til, þú ert svo ósköp úf- inn. Svo förum við beina leið niður að vatninu til þess að heilsa upp á föður ykkar. Sófíus litli reyndi að laga sig til, en það var ekki auðvelt. „Förum við strax að ganga, mamma“, spurði hann. „Ég er svo þreyttur“. „Bull og vitleysa", sagði anda mamm.a, „þú gjörir svo vel og ke-mur með okkur. Við förum í einni röð og ég verð fyrst“. Stolt yfir barnahópnum sín- um, þrammaði andamamma af stað niður götuna. Iútlu andar- ungarnir urðu að hlaupa til að fylgja henni eftir, en Sófías, litli kunni ekk.i að hlaupa. Hann varð lang síðastur. Hann hafði aldrei áður gengið, og honum fannst það erfitt. Hvað eftir annað missteig hann sig. Hann valt fram fyrir sig og hann valt aftur fyrir sig, og alltaf dróst hann meira og meira aftur úr. „Bíðið eftir mér“, kallaði hann. En andam.amma heyrði ekki. Hún hélt bara stolt og róleg áfram. Allt í einu fór Sófías of nærri gangstéttarbrún svo hann ...datt ofan’ í göturæsið. Hann fór einn kollhnís og end- aði á höfðinu í vatnsstraumnum. Hann reyndi að syijda en vatn- ið bar hánn með sér, — pluimp —: heyrðist og hapn var kominn niður1 í sorpræsi. Hann barðist með vsengjunurri og spriklaði með fótunum en honum skolaði með vatninu gegnum stór og breið rör. Þarna var niðamyrkur og þetta var sannarlega engin skem.mtiferð. Hvernig endar þetta? hugs- aði Sófías. En nú sá hann birtu framund an. Sorpræsisrörin lágu út í vatnið og nú fann Sófías að vatn '•iðt.var ferskt, hreint og kalt. I vatninu kunni hann vel við sig. Hann gerði nolckur venju- leg sprikl með flötu sundfót- unum sínum, og brátt komst hann upp á yfirborðið. Sólin skein dásamlega og allt í kring lá grænn andarmatur. Ha.nn synti eftir vatninu. Skammt frá synti blikinn, sem. var faðir Sófíasar en það vissi hann ekki. Sófíau hugsaði að bezt vaeri að synda að bakkanum, og hann tók á öllum sínum kröftum. Þeg ar hann kom að bakkanum kom andamamma í ljós með hina ungana sína. Þau voru jú fót- gangandi og það tók lengri tíma. Hún kom auga á litla gula andarungann, sem lcom buslandi að bakkanum. „Nei, rú er ég hissa“, kallaði hún. „Þetía er Sófías. Hann varð langfyrstur að vatninu og hann syndir ljómandi vel. Hann er alls enginn klaufi“. ;,Mér líður vel í vatninu“, sagði Sófías. En hann var svolít ið móður. „Komdu hingað andapabbi", kallaði andamamma til blikans. „Nú skaltu sjá dásamlegu börn in okkar sjö. Sá allraduglegasti fæddist síðastur og heitir Sófí- as“. ;,Plask“, sögðu þau og svo hdppuðu andamamma út í vatn ið. JTPlask—plask—plask—plask“, sagði hún, og á eftir henni komu andarungarnir sex,. því Sófías var kominn á undan þeim. ,',Rap, Rap, Rap“, sagði anda- pablpi, en það þýðir „Góðan dag inii'kæfu börn“. Hann Skoðaði alla ungana sjö svo hallaði hann undir flatt, og kinkaði kolli á- Framhald á bls. 15. I I I I I I í nóvembermánuði: Sólveig Steinunn Guð- mundsdóttir, sem varð 8 ára Staðarhrauni 5, Grindavík. Kristrún Bima Viggós- dóttir, sem varð 9 ára Dalalandi 10, Rvík. Guðbjörg A. Jóusdóttir, sem einnig varð 9 ára Skógum Rang. I desember: Helga Jónsdóttir, 6 ára, Efstalandi 4, Rvík. Sigtryggur Matthíasson, 8 ára, Suðurgötu 80, Akranesi. Hjördís Gunnlaugsdóttir, 6 ára, Hafnarstræti 2, ísa- firði. Ég óska ykkur öllum til hamingju, og hið fáið senda smá afmælisgjöf. Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýárs! Ykkar Rannveig Húsbyggjendur Húsameisíarar! Athugið! tvöfalt einangrunar- gler úr hinnu heims þekkta Vestur- þýzka gleri. Framleiðsluábyrgð. Leitið tilboða. Sími 16619 Kl. 10—12 daglega. VELJUM ÍSLENZKT-/§»I\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.