Alþýðublaðið - 11.05.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1970, Blaðsíða 1
Stórglæsileg hátíðarsamkoma Glæsileg hátíðarsamkoma A- listans í Keykjavík var haldin í gær í Súlnasal Hótel Sögu fyrir troðfullu húsi og þurftu fjölmargir gestir að standa sam- komuna á enda vegna þrengsla í húsinu. Þessi hátíð A-Iistans í Reykjavík fyrir borgarstjóm- arkosningamar, sem fram fara 31. maí næstk., ber þess vott, að aldrei hefur ríkt meiri á- hugi meðal flokksmanna og stuðningsfólks Alþýðuflokksins fyrir sigri flokksins í kosning- um en nú. Frambjóðendur í fjórum efstu sætum A-listans fluttu ræður á samkomunni, Björgvin Guðmundsson, við- skiptafræðingur, scm skipar efsta sæti listans, Árni Gunn- arsson, fréttamaður, sem skipar annað sæti listans, frp Elín Guðjónsdóttir, húsmóðir, sem skipar þriðja sæti listans, og Ingvar Ásmundsson, skrifstofu- stjóri, sem skipar fjórða sæti Framh. á bls. 15 ufl .■■■: o'U ÉilliSPSílii : ••% t ''%: Ný berglegund finnst í Hekluhrauni nýja: Saga Heklu lengri en álitið er? O f hrauninu nýja við nyrztu gígana á Heklusvæðinu fundu visindaménn á sunnudag berg- tegund, sem ekki ihefur áður fundizt á því svæði, en fundur þessi gæti gefið vísbendingu um, að saga Heklu væri lengri og flóknari en vísindamenn hafa til þessa álitið. Blaðamenn Aiiþýðublaðsins fylgdust með rannsóknum vís- indamanna við Heklu um helg- ina, og spurðu þá Guðmund Sig valdason, jarðefnafræðing, um bergtegundina. — Þessi bergbegund heitir iignimbrít, sagði Guðmundur, — og 'er súr gosaska sem hefur fallið mjög íheit og bráðnað sam an í fast berg. Hefur hún fund- izt víða í blágrýtismyindunum á Austfjörðum og Vesífjörðum og einu sinni á sunnanverðri gos- sprungunni sem liggur um land ið frá Tindfjallajökli, en aldrei á Heklusvæðinu. Við fundum hnullunga á dreif um nýja hraunið hér við nyrztu gígana, Framh. á bls. 15 Pjönkurnar urðu eftir í London □ Á Hekhislóðum var á laugardaginn mættur þekktur franskur eldf j allafræðingur, Haa-oun Tazieff að nafni. Hanin kom hingað er Surtsey byrjaði að gjósa, og hami var ekki lengi að tákia saman pjönkur sínar, er hann frétti um Heklugosið. En pjönkumar urðu fyrir ein- hver mistök eftir í London og hann kom því hingað allslaius að kalla, en Heklufarar lánuðu honum gamla úlpu, peysu og stígvél. Tazieff var samt hiinn ánægðasti og kvaðst myndu dvélja hér nokkra daga, ef gos- ið byrjaði aftur, annars sagðist bann fara heim á morgun. Ef gosið heldur áfram kvaðst hann koma hinigað aftur í ágúst ásamt nökkrum frönskum vísinda- mönnum. Þegar Hekla gaus 1947 var Tazieff við eldfj alla- rannsóknir í Kongó, og gat því ekki komið hingað. 1 gser. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.