Alþýðublaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1970, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. október 1970 3-* Verkfræðingar um S.R.-máIið: f~\ „Benda má á, að verðmæti steinsteyptra mannvirkja, sem hafa vérið byggð á Ianðinu að undanförnu úr íslenzku semcntí, svara um 3.500 milljónum kr. á ári. Einnig er vinnsla sements og vélakostur til þeirrar starf- semi vandasamt og margþætt viðfangsefni, sem nauðsynlegt er, að framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar (Sementsverksmiðju ríkisins) hafi glöggan fræðileg- an skilning á". Þetta kemur fram í bréfi, sem Verkfræðinga félag Islands hefur sent saksókn ara ríkisins. þar sem óskað er rannsóknar á því, hvers vegna stjórn Sementsverksmiðjunnar hcfur enn ekki auglýst stöðú framkvæmdastjóra verksmiðj- unnar. ' í lögum um ' Sementsyerk- smiiðju ríkisins er kveðið svo á um, að verfcsmiðjlustjórhin ráði íramkiværndastjóra og skal hann hafa „verkfræðilega menntun". í bréfi verkifræSingafélagsins til saksóknara segir, að þetta á- kvæði eigi við hvort heldur framkvæmdastjóri er fastráðinn eða . ráðinn til þess að gegna starfinu um stundarsakir. Frá. þeim tíma, er Jón E. VestdaJ verkfræðingur lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sements verksmiðjunnar 31. ágúst 1968 til þess tíma, áð ljóst varð, að 'hann tæki ekki við stöðu sinni aftur, en það var í síSari hluta .íanúár 1970, eða um 16 mán- aða skteið, var allt í vafa um stöðuna og var þyí ríkt tilefni til þ'ess að bregða skjótt við og auglýsa stöðu franikvæmda- stjóra lögum samkvæmt, segir í bréfi vterkfræðingafélagsins til saksóknara. Á því tíomabili, sem Hðið er síðan Jón E. Vest- dal lét af störfum, hafa tveir menn gegnt framkvæmdastjóra- stöðunni, fyrst Ásgeir Péturs- son, sýslumaður, formaður verk smiðjustjórnar,. en hann gegndi- starfinu úm stundarsakir frá 31. ágúst 1968 og fram í nóvem ber sama ár, er Svavar "Páls- son, lögg. endurskoSandi, tók við starfinu og htefur hann gegnt því síðan. Werkfræðingafélag . íslands bendir á það í bréfi sínu, að ýmsir verkfræðingar hefðu hug á starfi framkvæmdastióra Sem entsverksmiðju ríkisins og bæði Vegna þess og vegna hagsmuna verkfræðingastéttarinnar ¦•¦ al- m'ennt teldi stjórn . Verkfræð- ingafélags íslands sér skylt að láta sig skipta tilhögun á, fram- kvæmdastjórastarfi Sements- verksmiðjunnar. Því hefði fé- . lagsstjórnin • skrifað st jórn Sem- entsverksmiðjunnar bréf 13.3. 1970, og formanni stjórnarinn- ar 3.6. og 9.7. 1970, en svar við bréfum sínum hefði f élagið ekfci fengið fyrr en 21. sept. s. 1. í bréfum verkfræðingafélagsins er bent á, að ekki væri farið að lögurn um ráðningu fram- kvæmdastjóra Sementsverk- smiðjunnar. Hinn 21. sept. s. 1. ritaði fram kvæmdastjóri Sementsverksmiðj unnar stjórn verfcfræðingafélags ins bréf, þar sem rakin er til- laga varðandi málið, sem sam- þyfcfct var á fundi stjórnar verk- smiðjunnar 1. sept. s. 1. I bréf- inu segir, að stefnt skuli að því, að framkvæmdastjórar verði tveir, en ef það verði ekki talið löglegt, þá að lög verði sett um tvo framkvæmdastjói-a — ann- an er annist fjár- og viðskipta- mál, en hinn er annist tæknilega hlið starfseminnar. Segir í bréf inu, að málinu hafi verið vísað til iðnaðarráðuneytisins til fyrir greiðslu. I niðurlagi bréfs verfcfræð- ingafélagsins til saksóknara seg ir, að vafalaust sé, að hvorugur þeirra manna, sem annast hafa framkvæmdastjórn síðan Jón E. Vestdal lét af starfi fullnægi skilyrðum laga. Er bent á -á- kveðin refisákvæði, sem íil greina komi vegna brota á lög<- unum. Ennfremur segir þa:c: „Aðalábyrgðin á misferli því, sem hér hefur orðið, hví.íir á stjórn Sementsrerksmiðjunnar, ei'tir atvjkum allri eða einstök- um stjórnarmönnum; Hvo;-!; fleiri koma til greina, %kal ó- sagt látið". — i Flokksþing se Setningarfuindur 33. flokksþings Alþýðuflokksins verður í Átthagasal Hótel'Sögu,1 föstudagskvöldið 16. október n.k. kl. 8,30. — Á dagskrá fundarins verður kipp- lestur, Gunnar Eyjólfssoin, leikari; Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur og Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins. flytur Isetningarræðu. -+- AHt; Alþýðuflokksfólk er velkomið á setningarfundilnn meðan húsrúm leyfir. ' |7) Kl. 19.40 £ gaerkvöldi varð 5 ára drengur fyrir bifreið á Starhaga. Var bifreiðinni ekið vestur götuna, er drengurinn Wjóp skyndá'lega í veg fyrir hana. Var drengurinn fluttur í slysavarðstofuna, en ekki er vit að um meiðsli hans. — 7] Kl. 8 í morgun varð mjög harður árekstur milli þriggja bifreiða á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Var öllum bif reiðunum ekið vestur Miklu- braut og voru tvær þeirra stöðy aðar við umferðarljós, vörubif- reið og leigubifreið, þegar þriðju bifreiðina bar að og var henni ekið aftan á fólksbifi-eið- ina, sem síðan kastaðist undir ' vörubifreiðina. Deigubifreiðin stórskemmdist og má kalla það mildi að þarna skyldi etoki verða, slys á fólki. Orsök árekstursins • mun vera sú, að skyndileg hemla bilun varð á bifreiðinni, sem ófc aftan á leigubílinn og gat ..þvi ekki slöðvað í tæka tíð. —'¦> Skoðíð NÝJU jmm kæliskápana Jíffe* FM^VGÍFEKlMGiJVU SKRIFSTOFUSTARF: Flugfélag íslands h.f. óskar aff ráffa mann nú þegar til starfa í skoðunardeild félagsitis. Verzlunarskólapróf effa hlið'stæð menntun æskileg. Áherzla lögff á góffa íslenzku- og enskukunnáttu. Kunnátta í vélritun nauffsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins, sé skilað til starfsmannahalds í síðasta lagi 20. október n.k. K Skoðið vel og sjáið munmn í . . , ¦gfe efnisvali -JÍÍ frágangi & tækni ^ litum og # formí FROST KULDI SVALI MARGIR MÖGU- LEIKAR FULU KOMIN TÆKNI ATLAS býöur frystiskópa (og -kistur), sam- byggða kæli- og frystiskápa og kaeliskápa, með eöa ón frystihólfs og valfrjálsri skipt- ingu milli kulda (ca. + 4°C) og svala (ca,- + 10°C). ATLAS býöur fjölhreytt úrval, rh.a. kæli- skópa og frystiskópa af sömu stærö, sem geta staöið hlið við hlið eða hvor ofan 6 öðrum. Allar gerðir hafa innbyggirtgar-- möguleikc og fást með hægri eða vinstrí- opun. Alsjálfvirk þiðing — ekki einu sinní hnapp- ur — og þiðingdrvatnið gufar upp! Ytra | byrði úr formbeygðu stóli,. sem dregur ekki til sín ryk, gerir samsetningarlista ;. ópbrfa og þrif auöveld FmGFELAG JSMNÐS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.