Alþýðublaðið - 15.10.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.10.1970, Blaðsíða 12
15. dktóber RUST-BAN, RYÐVCxN RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. Ármúla 20 — Sími 81630. SAMSTARF SAFIRDI Annat framsóknarfulItrúinn gengur á gerða samninga Framsóknarmenn hafa rof- ið meirihlutasamstarf vinstri flokkanna í bæjarstjóm ísa- fjarðar. Á bæjarstjómar- fundi, sem lialdinn var í gær kvöldi, greiddi annar bæjar- fulltrúi 'Framsóknarflokksins í annað sinn atkvæði gegn samkomulagi, sem meirihluta flokkarnir höfðu gert með sér. Á dagskrá fundarins i gær var ráðning’ skrifstofustjóra bæjarins. Samkomul'ag hafði Verið gart um það milli rrteiri hluta flokkanna, — Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknar —, að greiða at- kvæði með ráðningu. Guð- mundar Rúnars Óskarssonar til starfans. Fundur hafði ver- ið haldinn í fiXlltrúaráði og stjórn flokksfélags Framsókn- ar um þetta mál og þar 3am- þykkt einróma að bæjarfull- trúar -flokksins styddu ráðn- ingu Guðmundar til starfans eins og flokkurinn hafði gert samkomulag um '\4ð sam- starfsflokka sína. Var áður samþykkt, að ef ágreiningur kynni að koma upp milli hinna tveggja bæj arfulltrúa. Fr'amsóknar, þá skyldu þeir hlíta úrskurði fulltrúaráðsins og stjórnar Framsóknarfélags- ins. Annar bæj arfulltrúi Fram- sóknar á ísafirði er ungur maður, Barði Ólafsson, fyrr- Verandi félagi í Fylki, félagi ungra sj álfstæðismanna á ísafirði. Er hann enn undir mjög sterkum áhrifum firá sin- um fyrri pólitisku félögum og var einn af örfáum Fram- : sóknarmönnum á ísafirði, sem eftir síðustu kosningar börðust af alefli fyrir því, að Framsóknarflokkurinn mynd- aði meirihluta með íhaldinu. Lenti hann í miklurn minni- hluta í flokknum með þær skoðanir. Síðar hefur komið í ljós, að þessi framsóknarfulltrúi er gersamlega óhæfur til sam- starfs og gerir sér enga grein fyrir því hvað metrihlutasam- starf er, hvaða skyldur fylgja slíku samstarfi og hvaða á- byrgð. iStrax eftir myndun vinstri meirihluta á ísafirði kom þetta í ljós þar eð að- eins nokkrum dögum eftir myndun samstarfsins- rauf hann samkomulag, ssm geid hafði verið um kosningar í nefndir og greiddi atkvæði með frambjóðanda ihaMs- manna í formennsku rafveitu- stjómar. Gerði hann þetta í andstöðu við mikinn meiri- hluta sinna eigin flokks- manna. Alþýðu Elökksmen n og AJ- þýðubandalagsmenn höfðu spurnir aí því fyrjr bæjarstjórn arfundinn í fyrradág, að þessi sami-maður Kefði áformað að rjúfa samkomlag meirihluta- flokkanna. Skrifuðu þeir þá Framsóknarmönnum bréf þar sem því var lýst ýtfir, að þeir teldu ekki unnt að vinna með bæjarfu'lltrúum Framsóknar nema treysta mætti þeim til að ha:lda gerða samninga. Var þá umvædd samjþykkt gerð í full- trúaráði og flokksfélagsstjórn Framsóknarmanna, sem þessi annar ‘bæjarfulltrúi þeirra hafði- að erigu á bæjarstjórnar- fundinum. Á bæjarstjórnar- fundinum greiddi þannig þessi bæjarfulltrúi Framsóknar at- kvæði gegn samkomufagi meiri hlutans um ráðningu skrifstofu stjóra, — gegn hinum bæjar- fulltrúa Framsóknar, sem var einn af flutningsmönnum um tillögurnar og með tillögu í- haldsmanna í minnihlutanum um róðningu til starfans. . Rauf þessi framsóknarmað- -ur þar m'eð samstarf vinstri flokkanna í bæjarstjórn ísa- fjarðar, sem staðið hefur í mörg ár og jafnan reynzt vel. Alþýðublaðið hafði í morg- un tal af Björgvin Sighvaís- syni, forseta bæjai-stjórnar á ísafirði og öðrum bæjarfull- trúa Atþýðuflokksins. — jÉg hef litlu við þetta að bæta, sagði Björgvin. — Skoð un okkar Alþýðuflokksmanna er sú, að áframJhaldandi sam- starf við Framsóknarflokkinn undijr þessi’m kringumstæðum komi ekki til greina. Þessi bæj arfulltrúi þeirra hefur frá upp- hafi: verið igersamlega ósam- starfshæfur, þverbrýtur alla gerða samninga og er gersam- lega skilningslaus á það hvað m'eirihlutasamstarf er og hvaða skyldur því ifylgja. Hann tekur hvorilíi ti/Úit til gerðra samninga né heldur einróma samþykktar síns eigin flokks og með Slíkum mönnum er ekki ihægt að v.inna, Ég vil þó að endingu aðeins talía það fram að afistaða hans er ger- samlega í andstöðu við vilja 'mikils meginþorra framsóknar • manna á ísafirði, sem hljóta þó að verða að teljas t bera ábyrgð á' framferði síns eigin bæjar- fulltrúa í samstarfi við aðra flökka. — Spurt um ðtvinnumál []~| Meðal þeirra mála, sem á dagskrá firu á fundi borgarstjórn ar í dag, eru tvær fyrirspurnir frá borgarfulltrúa Alþýðuflokks ins um atvinnumál skólafólks í Reykjaank á s. 1. stimri. Fvrir- spurnirnar eru á þessa leið: 1. Hve margir skólanemar fengu atvinnu hjá borginni s. 1, sumar? 2. Hve lengi höfðu nemendur þessir atvinnu hjá bórginni? (Samanburður við s. I. ár æski- legur). —• Ráðuneytið sendir dómarafulltrúum bréf: eftir landshlutum □ >.Það er hart, að í þessu eft- irvrinnuþjóðifélagi skuli vera ein stétt, sem bannað er að vinna aukavinnu. Og ég fel að laun dómarafulltrúa séu þannig, að þeir neyðist til þess að vinna aukavinnu“. Þetta voru orð dómarafulltrúa á Akureyri, er við ræddum við lvann í gær í tilefni þess, að dómsmólaráðuneytið hefur sent dómarafulltrúum við sýslu- mannsembættið á Akureyri bréf þess efnis að ráðuneytið sjái sér ekki annað færi en banna þeim . að flytja mál við eígið embætti. Á sama tíma hefur raðuneytið sent dómarafuliltrúum í Rey.kja- vík annað bréf' — og öllu mild- ara — því eftir þeim upplýsing- um, sfim blaðið hefur aílað sér, telja dómarafulltrúar að bréfið verði ekki skrlið á annan veg, fin íþeim sé ekki bannað að stunda almenn lögfræðistörf ut an vinnutíma síns. Ráðuneytið vekur í bréfinu afhygli fulltrú- anna á því, að í auglýsingum um opnun lögfræðiskriÆstofa sé ekki nákvæmlega tilgreint: hvenær skrifstofumar séu opnar, en það kunni að geta valdið misskiln- ingi. Af þessu virðist mega draga þá á'lyktun, að ráðuneytið mis- muni dómarafuliltrúum fiftir landshlutum, og telja fulltrúar nyrðra bréf ráðuríeytisins gfita valdið talsverðri . kjaraskerð- ingu, en sumir þeirra hafa um órabil stund:að málflutningsstörf í hjáverkum, og þá „ekki af vinnugil'eði einni samari, heldur einnig' til að geta lifað mann- sæmaridi lí{i“, eins og komizt var að orði. — Nyir fræðslu þættir í útvarpi sjá bls. 3 Flokksþing sett Gunnar Gylfi Guðmundur Setningarfundur 33. flokksþings Alþýðufiokksins verff- ur í Átthagasal Hótel Sögu, föstudagskvöldiff 16. októ- ber n.k. kl. 8,30. — Á dagskrá fundarins verffur upp. lestur, Gunnar Eyjólfsson, leikari; Guffmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur og Gylfi Þ. Gíslason, formaffur Alþýffuflokksins, flytur setningarræffu____Allt Alþýffu. flokksfólk er velkomiff á setningarfundinn meffan hús. rúm léyfir. gj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.