Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Mikið rosalega er þetta allt leiðinlegt, eins og hún Linda var indæl þegar allt lék í lyndi. Já, það má segja að hjá löggunni leiki nú allt í Lindu. / Radíusar-brœður í samkeppni við Ingva Hrafn I hugsa um annað en Guðmund Árna Frjálslyndir -T élag frjálslyndra jafnaðar- manna heldur fund á Kornhlöðu- loftinu í kvöld um Atlanta-deil- una. Afstaða félagsins er skýr í þessu máli en, eins og margt annað í hugmynda- fræði félagsins, á hún ræt- ur að rekja til kenninga Vilmundar heitins Gylfasonar. Ef fólk vill stofna verkalýðsfélög þá á það að fá að gera það í friði fyrir ASÍ, VSÍ og öll- um öðrum. Félagið stefnir að því að halda fleiri slíka fundi á næstunni um mál sem eru í brennidepli. Með því á að leggja áherslu á að mál Guðmundar Árna Stefánssonar eigi ekki hug félagsmanna allan... Þ á er það nánast full- fr ágengið að Radius- bræður, þeir Steinn ármann Magnússon Jónsson, verða með tuttugu mínútna langa þætti á laugardagskvöldum í Ríkissjónvarpinu. Þætt- imir heita einfaldlega Radíus og verða á dagskrá á svipuðum tíma og Bin- gó/Lottó á Stöð 2 þann ig að það stcfnir í hörku „grínsam- keppni“ milli sjón- varpsstöðvanna. Radiusbræður skrifa Jiættin^^eft^ða^ hlutverk en fá til sín tvo til þrjá gesta- leikara í hvem þátt eftir þvi sem þurfa þykir. Fyrsti þátturinn fer í loftið um miðjan janúarmánuð. Steinn og Davíð, sem hafa á sér það vafasama orð að vera örgustu dón- ', hafa verið með „flugur“ í Dags- ljósi og þurft að halda aftur aí 1 sér vegna þess að böm eru jú | vakandi þegar Dagsljós er á .skjánum. Má gera ráð fýrir því að breyttur útsendingar- [tími hniki húmomum nær beltisstað... Gunnar Gunnarsson, stjórnarformaður Listahátíðar Hafnarfjarðar: ...fær Gísli Gíslason lögmaður. Umbjóðendur hans eru bæði skemmtilegri og fallegri en um- bjóðendur annarra lögmanna og þau mál sem hann rekur eru langt yfir mál annarra lögmanna hafin. Hann var með spilavítismálið á sínum tíma. Hann var stjórnarfor- maður Ávöxtunar á sínum tíma. Hann háði kafbátastríð langlok- usmjattaranna. Og nú kemur hann fram með Lindu-málið, sem hefur alla burði til að verða óbærilega skemmtilegt. Sverrir Ólafsson Athugasemdir hafa komið fram við greiðslur upp á 550.000 krónur sem hann segist hafa greitt úr eigin vasa til kúbverskra listamanna. Last ...fær Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ís- lands, fyrir að fagna ógurlega þegar héraðsdómur úrskurðaði að sjúkraliðar, sem stjórn Landa- kots taldi nauðsynlegt að ynnu í verkfallinu, þyrftu þess ekki vegna formsgalla í beiðni stjórn- arinnar. í sjálfu sér er góðra gjalda vert að gera mikið úr form- inu. En það væri virðingarverðara gagnvart þeim sjúklingum sem þessir sjúkraliðar áttu að sinna að hafa hemil á gleði sinni. Gffurleaar villur iirunega bókhald inu „Þetta er mjög einfalt að útskýra. Málið er að það sem hefur verið hróflað við bókhaldi Listahátíðar er gert af endurskoðanda,“ segir Gunnar Gunnarsson, stjórnarfor- Evrópukeppnin í knattspyrnu Naumttap . og engin von Islendingar eru enn án stiga í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu eftir i:o tap gegn Svisslendingum í gærkvöldi. Markið kom eftir venjulegan leik- tíma í fyrri hálfleik og var einkar vel að verki staðið, Thomas Bickel með aukaspyrnu nokkuð utan vitateigs. Tapið þýðir að íslendingar verma enn botnsætið í riðlinum, á eftir Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi og Ungverjalandi og á enga mögu- leika á að komast upp úr riðlin- um. Markatalan er enda ekki glæsileg, 0:7. -Bih maður Listahátíðar í Hafnarfirði hf. um þær athugasemdir sem koma fram í skýrslum embættismanna Hafnarfjarðar um bókhald félags- ins. „Þegar bókhaldið kom frá Hafn- arfjarðarbæ voru í því gífurlega miklar villur. Meðal annars þær að einstaklingar sem höfðu tekið við greiðslu fyrir stóra hópa, eins dans- hóp eða hljómsveit, höfðu fengið launaseðil þar sem öll upphæðin hafði verið færð á þá. Það sem þurfti að gera var að taka út einn stóran reikning og búa til nokkra smærri. Síðan þurfti að senda út nýja launaseðla til þess að bókhald- ið gengi upp.“ Það hefur vakið nokkra athygli að 19 ára gamall sonur Gunnars og ung dóttir Arnar Óskarssonar, sem einnig á sæti í stjórn Listahá- tíðar Hafnarfjarðar, þiggja samtals laun upp á rúmlega 500.000 krónur fyrir „listræna ráðgjöf1. Gunnar hefur skýringar á þessu á reiðum höndum og segir að breyta hafi þurft launamiðum fyrir þessum greiðslum á sama hátt og breyta þurfti launamiða þar sem einn aðili var skráður fyrir greiðslu til hóps eins og í áðurnefndum dæmum. „Okkur var gefið tækifæri á að breyta þessu hjá okkur þar sem við- komandi aðilar, sem höfðu aðstoð- að okkur mjög mikið við listahátíð- ina, áttu auðvitað að fá laun líka. Og hvað átti annað að standa á reikningnum en listræn ráðgjöf? Ef maður tekur til dærnis rafvirkja sem vinnur ákveðið verk og hefur til þess aðstoðarmenn skrifa þeir auðvitað viðgerð á rafmagni, þó þeir hafi aðeins raðað í verkfæra- tösku hans. Á sama hátt sagði end- urskoðandinn að á reikningnum ætti að standa listræn ráðgjöf hjá syni mínum þar sem hann var að vinna undir niínum handarjaðri." Nú er það þekkt leið við skattsvik að sjálfstæðir atvinnurekendur skrá laun á börn sín sem ekki fullnýta skattkort sín og lækka þannig sinn eigin skatt. Gunnar þverneitar að þannig hafi málum verið háttað í þessum tilfellum. „Sonur minn aðstoðaði mig til dæmis við gerð prógramma og ým- is önnur tilfallandi verk. Þetta mál er núna hjá skattinum og það eru skattayfirvöld sem ákveða hvort rétt hafi verið staðið að þessu eða ekki.“ Þriðji stjórnarmaður Listahátíð- ar Hafnarfjarðar er Sverrir Ólafs- son en athugasemdir hafa komið þegarþað kom frá Hafnarfjarðarbæ Gunnar Gunnarsson „Endur- skoðandinn sagði að á reikningn- um ætti að standa listræn ráðgjöf hjá syni mínum þar sem hann var að vinna undir mínum handar- jaðri.“ fram við greiðslur upp á 550.000 krónur sem hann segist hafa greitt úr eigin vasa til kúbverskra lista- manna. Sverrir lækkaði framtaldar tekjur sínar af hátíðinni um sömu upphæð en efasemdir hafa verið um að greiðslur Kúbverjanna hafi í raun verið svo háar. Örn Óskarsson Ung dóttir hans starfaði einnig við „listræna ráð- gjöf“ við Listahátíð Hafnarfjarðar. „Sverrir getur útskýrt þessar greiðslur. Þetta er mál sem hann tók framhjá stjórninni og kaus að gera á þennan hátt þar sem stjórnin var ekki tilbúin að greiða þessum mönnum eins og hann óskaði. Svona vildi hann gera upp við þetta fólk og það er alfarið hans mál.“ -jk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.