Helgarpósturinn - 17.11.1994, Side 11

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Side 11
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Linda Pétursdóttir Unnusti hennar, Leslie, segir að Linda hafi fengið taugaáfall og í kjölfar þess þurft að leita til sálfræðings. Leslie Robertson „Ég er algjörlega sannfærður að innan RLR mun hið sanna koma í ljós.“ orðið var við neinn sérstakan titr- ing í veislunni á sunnudagskvöldið. „Hér var enginn ofurölvi, það voru kannski smáerjur en enginn slagur né nokkur önnur læti. Við leyfum ekki slíkt í okkar húsum.“ Um fjögurleytið um nóttina seg- ist Aladin hafa pantað leigubifreið fyrir þau Alex, Leslie, Lindu og Fil- ippíu, en þau sátu aðeins íjögur eftir í nokkra stund eftir að sam- kvæminu lauk og drukku kaffi. „Eftir að leigubíllinn kom kvaddi ég þau. Ég varð ekki var við nein læti fyrir utan. Það var ekki fyrr en lögreglan kom að máli við mig um það bil hálftíma til þremur korter- um eftir að þau fóru að ég vissu að eitthvað hefði komið upp á, en lög- reglan spurði mig hvort þau hefðu verið þarna allt kvöldið. Ég sagði bara eins og var að Linda hefði ver- ið á staðnum allan tímann og Les einnig að því undanskildu að Les hafi skroppið frá í tíu mínútur til að kaupa eitthvað. En svo mikið er víst að hann fór ekki á bíl til þess. Hér voru allir hamingjusamir allt kvöldið. Mér skilst hins vegar að hamingjan hafi ekki verið eins mikil eftir samkvæmið. I raun vissi ég ekki hve alvarlegt málið væri fyrr en Les hringdi í mig daginn eftir og sagði mér alla söguna.“ „Að það hafi verið læti fyrir utan veitingastaðinn eins og lögreglan hefur haldið fram er algjört bull,“ sagði Filippía Elísdóttir sem, eins og kom fram í lögregluskýrslunni, fór niður á aðalstöð ásamt Alex í kjölfar atburðarins. „Hins vegar veit ég ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún ennfremur. Hvítu sauðirnir innan lögreglunnar Einn úr hópi starfsmanna lög- reglunnar sem MORGUNPÓSTUR- INN ræddi við sagði þetta mál allt með ólíkindum. „Það var hópur úrvalsmanna hjá lögreglunni sem kom nálægt þessu máli. Allir eru þeir sammála um það að þeir kannist ekki við frásögn þá sem Linda hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Allir vissu þeir einnig að með því að hún færi með þetta yfir í sjónvarpið væri hún bara að kalla yfir sig vandræði og leiðindi. Lögregluþjónn, sem ekki vildi heldur láta nafn sitt uppi, sagði að innan lögreglunnar hefði Linda ekki getað lent á ljúfari mönnum en Theódóri og þeim sem voru á vettvangi; það væru misjafnir sauðir innan lögreglunnar sem annars staðar en þarna hefðu verið samakomin stök ljúfmenni. „Hefði þetta verið einhver önnur en Linda Pétursdóttir hefði hún verið sett beint í handjárn og upp í fanga- geymslur,“ sagði lögregluþjónn- inn. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, segir að eðli málsins samkvæmt muni þetta mál hafa forgang fram yfir önnur mál. Þegar væri búið að kalla fjölda vitna til, en þau hefðu komið til yf- irheyrslna í gær og fyrradag. GK ásamt JBG Gísli Gíslason, lögfræðingur Lindu Skiptir ekki máli hvað er sagt, staðreyndimar tala sínu máli Gísli Gíslason, lögfræðingur og talsmaður Lindu Pétursdóttur í þessu máli, segir að eðlilegur fram- gangsmáti málsins hefði verið sá að lögreglan kannaði fyrst hvar bíllinn, sem Leslie átti að hafa ekið, væri niðurkominn. „Mér skilst að leigu- bílstjórinn sem var kallaður fyrir ut- an Marhaba og var því vitni af upp- hafi atburðarrásarinnar hafi haldið að þarna væri eitthvað fikniefhaböst í gangi, slíkar voru aðfarirnar.“ Gísli segist ekki sjá ástæðu til að vera með læti þótt keyrt sé á kyrr- stæðan bíl. „Ef einhvern þarf að handtaka verður að gera það með þeim hætti að það valdi minnstri röskun fyrir fólkið. Það hefði í það minnsta átt að ganga úr skugga um að þau hafi verið völd að tjóninu áður en þeir handtóku þau með þessum hætti. Ekki myndi ég vilja lenda í þessu. Það er nákvæmlega eins og ég legg málið upp. Mér finnst varla skipta máli hvort Linda hafi látið illa eða ekki, sem ég veit í raun ekkert um. Hafi Linda ef til vill látið illa hlýtur löggan að geta tekið þannig á henni að hún slasist ekki. Hafi hún látið illa átti lögreglan bara að setja hana inn í klefa, ekki að vera að dunda þetta við hana inn í herbergi í einn og hálfan tíma.“ Óstaðfestar fregnir innan lögregl- unnar herma að Linda hafi hlotið þessa áverka að einhverju leyti á veit- ingastaðnum, í kjölfar ryskinganna sem þar áttu sér staðfyrr um kvöldið? „Nú kann ég ekki þá sögu, en mér finnst það ótrúlegt." Lögreglumaður segir að forðast hafi verið í lengstu lög að setja hana í handjárn og inn í klefa, af því þetta var Linda Pétursdóttir. „Það hefði verið eðlilegra að setja hana í handjárn og inn í klefa. Lög- reglan segir að Linda hafi heimtað að fá að fara með. Heldur einhver að löggan ráði ekki hverjir fara með og hverjir ekki? Lögreglan lætur ekki stýra sér. Og af hverju vildu þeir ekki leyfa henni að hringja? Þeir hljóta að hafa viljað losnað við hana. Besta leiðin til þess hefði verið að leyfa henni að hringja strax í lög- mann sinn. Lögreglan vissi það eftir nokkrar mínútur að hún var ekki sek. Með það sama hefði hún átt að vera leidd út af lögreglustöðinni. Þegar ég kom niður á stöð vildi ég fá að sjá hvað Linda hefði undirritað en fann ekkert. Þarna var engin kæra, hvers vegna var þá verið að handtaka?“ Er þetta ekki bara eitthvað sem óf upp á sig? „Heldur þú að löggan eigi eitt- Gísli Gíslason, lögfræðingur Lindu. „Ef menn er í einhverjum uppvafningum uppi á lögreglu- stöð í einhverja klukkutíma og allt er á misskilningi byggt, er orðið spurning hvort íslenskir borgarar eigi ekki að taka sig saman og ráða lögmann niður á lögregiu- stöð.“ hvað að láta vefja upp á sig? Ef menn er í einhverjum uppvafning- um uppi á lögreglustöð í einhverja klukkutíma og allt er á misskilningi byggt er orðið spurning hvort ís- lenskir borgarar eigi ekki að taka sig saman og ráða lögmann niður á lögreglustöð.“ Nú koma tvœr ólíkar sögur út úr þessu, önnurfrá Lindu og hinfrá lög- reglunni, kemur sannleikurinn ein- hver tíma í Ijós íþessu máli? „í raun skiptir minnstu máli hvernig sögurnar eru, staðreyndirn- ar tala sínu máli. Ef það að einhver lætur illa á lögreglustöð leiðir til þess að hann fær ekki að hringja, fær ekki að vita af hverju hann er handtekinn eða af hverju hann er í haldi þá vil ég bara að það komi í ljós.“ En hún var ekki handtekin, eða hvað? „Hún var frelsissvipt." Aíerkir frelsissvipting það sama og handtaka? „Handtaka er ffelsissvipting. Við getum leikið okkur með orðið eins og við viljum. Ég held að það sé jafnvel alvarlegra ef fólk er frelsis- svipt án þess að það sé handtekið. Ef maður handtekur einhvern er ástæða fyrir því og farið er eftir viss- um reglum. Það má vera að við komust aldrei að hinu sanna í þessu máli. Það sem situr eftir eru stað- reyndirnar. Þær kalla á vissar spurningar." -GK Ær að fer tvennum sögum af fjölda þeirra, sem fylgt hafa Helga PéTURS- SYNi út úr Framsóknarflokknum síðustu vikurnar. Á skrifstofu flokksins í Reykjavík vildu menn ekkert kannast við fjöldabrotthlaup óánægðra Framsóknarmanna. Egill Heiðar GIslason, segir þá vera telj- andi á fingrum annarrar handar sem gengið hafa úr flokknum í framhaldi af úrsögn Helga. MORG- UNPÓSTURINN hefur hins vegar heimildir fyrir því að liðhlauparnir séu yfir 30 talsins á síðustu tveimur vikum eða svo. Með þessu vilja við- komandi aðilar lýsa yfir samstöðu sinni með Helga og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og almennri óánægju með störf flokksforystunn- ar að undanförnu... Jr ótt Ágúst Einarsson sé á leið i framboð með Jóhönnu Sigurðar- DÓTTUR mun hann áfram starfa innan vébanda Félags frjálslyndra jafnað- armanna. Félagið hefúr aukaaðild að Alþýðuflokknum þannig að þó að meðlimir þess segi sig úr flokknum geta þeir haldið áfram í félaginu. Margir hafa undr- ast að Ágúst, sem hefur ótvírætt ver- ið til hægri i flokknum, skuli ætla sér að binda trúss sitt við Jóhönnu og vinstra liðið í kringum hana en á þvi eru einkum tvær skýringar. Ág- úst á sér sögu sem andófsmaður í flokknum og fylgdi Vilmundi Gylfasyni á sínum tíma þegar Bandalag jafnaðarmanna var stofn- að og studdi Jóhönnu i formanns- slagnum í sumar. En það var mál Guðmundar árna StefAnssonar sem fyllti mælinn. Ágúst sættir sig eldd við varaformennsku hans og sér ekki ástæðu til að vera í flokki sem leiddur er af tveimur mönnum sem hann styður ekki. Þá kýs hann sér frekar samstarf með Jóhönnu... Olafur Þ. Þórðarson hefúr verið þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum síðan 1979 og varaþing- maður frá 1972 en gefur ekki kost á sér til endurkjörs. I veikindaforföll- um hans hefur PÉTUR Bjarnason fræðslustjóri á ísafirði gengt þing- mennsku. Prófkjör Framsóknar- flokksins verður haldið 4. og 5. des- ember næstkomandi og er gert ráð fyrir að Pétur nái nokkuð öruggri kosningu. Þrír aðrir gefa kost á sér en það veikir stöðu þeirra nokkuð að allir koma þeir af höfúðborgarsvæð- inu. Um er að ræða matgæðinginn Sigmar B. Hauksson, Sigurð JCrist- Iánsson og Gunnlaug Sigmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Þró- unarfélags íslands...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.