Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 4

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Bréf til blaðsins Kostulegar dylgjur í garð nautgripakjöts- framleiðenda Vegna skrifa blaðsins um að nautgripakjöt fari í hundana til að halda uppi verði á nautakjöti til neytenda er rétt að eftirfarandi komi fram. Fráleitt er að halda því fram að tilraunaframleiðsla á hundafóðri haldi uppi verði á nautgripakjöti til neytenda, eins og gert var með ótví- ræðum hætti á forsíðu og í blaða- grein Morgunpóstsins 3. nóvember sl. Það kæmi sér á hinn bóginn vel fyrir bæði landbúnaðinn og sjávar- útveginn að framleiðsla á gælu- dýrafóðri gæti staðið undir sér hér á landi. Hvort hún geti það er því miður álitaefni sem tíminn verður að leiða í ljós. Við ramman reip er að draga þar sem víða erlendis njóta framleiðendur á gæludýra- fóðri góðs af beinum styrkjum sem renna til landbúnaðar og sjávarút- vegs (t.d. í Evrópusambandinu) sem og stærðarhagkvæmni, svo að fátt eitt sé nefnt. Hér á landi renna niðurgreiðslur í landbúnaði, svo- nefndar beingreiðslur, einvörð- ungu til sauðfjárræktarinnar og mjólkurframleiðenda og ekki nýtur sjávarútvegurinn beinna styrkja. Þá verður ekki hjá því komist að gera athugasemd við greinina í heild sem einkennist af kostulegum dylgjum í garð nautgripakjötsfram- leiðenda. Ekki nenni ég að stæla um einstök efnisatriði. Læt mér eft- irfarandi nægja: Það má ekki rugla tilraunum nautgripabænda til að draga úr framboði við þær tilraunir sem þeir eru að gera til að brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. Vissulega eru tengsl þarna á milli og segja má að mettun á innanlandsmarkaði hafi orðið mönnum enn frekari hvatn- ing í markaðsstarfinu. Útflutning- urinn hefur verið lengi í deiglunni, mun lengi en offramboð síðustu missera, og felur í sér langan og flókinn feril, sér í lagi búi framleið- endur ekki að öflugu styrkjakerfi, sem gerir þeim kleift að undirbjóða stærstu samkeppnisaðilana (eins og reyndin er víða erlendis og endur- speglast í fáránlega lágu nautakjöts- verði á heimsmarkaði). Vonandi gengur þetta eftir hjá bændunum en heilsumarkaðir vestan hafs gefa vonir um álitlegt skilaverð. Út- flutningur kæmi öllum til góða, bændum í aukinni framleiðslu, ís- lenskum neytendum í lægra verði og þjóðbúinu í auknum gjaldeyris- tekjum. Hvað snertir tilraunirnar til að draga úr framboðinu þá er þetta eina leið framleiðenda til að bregð- ast við verðsveiflum á niarkaðnum. Verksmiðjueigendur geta með ein- földum aðgerðum dregið úr fram- boði og sagt tímabundið upp starfsfólki um leið og verð lækkar og öfugt fari það hækkandi. Kjöt- framleiðendur eru eitt og upp í þrjú ár að framleiða hvert kjötkíló. Það þyrfti ófreskan mann til að geta séð fyrir verðþróun svo langt fram í tímann. Eina leið kjötframleiðenda er að leggja framleiðslu sína inn á frost og draga úr framleiðslu næstu árin, enda gert hvort heldur á ís- landi eða erlendis. Helga Guðrún Jónasdóttir Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins Jón Hallur og Sigfús teknir í gegn 6. desember ■ Dóra líðurjyrir aðdáun sína á Jóhönnu Sigurðar Þ áttur þeirra Jóns Halls Stefáns- SONAR Og SlGFÚSAR BlARTMARSSONAR, sem var á dagskrá Sjónvarps 6. nóv- ember, hefur valdið miklu fjaðrafoki í röðum þeirra sem telja hlut kvenna stórlega fyrir borð borinn í bók- menntaumfjöllun. Þar fara fremstar þær Helga Kress, Dagný Kristiáns- DÓTTIR Og SOFFÍA AúÐUR BlRGISDÓTIIR auk Ástráðs Eysteinssonar. Þátturinn er sá fyrsti af sex sem bera yfirskrift- ina List og lýðveldi. Þar er lýðveldis- sagan skoðuð út ffá sjónarhóli menn- ingar og þáttur Jóns og Sigfúsar fjallaði um bókmennt- ir. Núhefurverið ákveðið að endurflytja þáttinn 4. desember og í kjölfarið verður um- ræðuþáttur þann 6. þar sem glæpurinn verður krufinn nánar... Haukur í horni hlutskarpastur störf DOru HafsteinsdóTTUR sem T_Jndanfarið hafa streymt fram upp- vinnur á skrifstofu R-listans. Reyndar lýsingar um hve mikið af auglýsing- mun óánægjan að mestu takmarkast um Alþýðublaðið hefur fengið ffá við Alþýðuflokkinn en Dóra vann þar á skrifstofúnni áður. Fór þá fyrir v3em kunnugt er þá er ákveðinn titr- ingur á meðal R-lista fólks yfir sam- starfinu og sjá menn gjarnan drauga í hverju homi. Nú heyrist meðal ann- ars af því að töluverð óánægja sé með brjóstið á mönnum hve holl hún var JÓHÖNNU SlGURDARDÓ ITUR Og fann um leið formanni flokksins Jóni Baldvini Hannibalssyni flest til for- áttu. Þykja kratar enn sjá þessa holl- ustu í garð Jóhönnu og hefúr það far- ið í taugarnar á þeim hve óþreytandi Dóra er að lofa hana og prísa á skrif- stofuR-listans... heilbrigðisráðuneytinu. Hafa Morg- unblaðið og DV farið mikinn í þeim leik. Því sem menn gleyma hins vegar í þessu sambandi er langstærsta her- ferðin sem farin var í ráðuneytinu vegna samheitalyfja. Um þá herferð sá einyrki í auglýsingabransanum eða Haukur Haraldsson, sem rekur stof- una Haukur í homi en hann varð hlutskarpastur í slag við stærstu aug- lýsingastofur landsins um þetta 10 til 12 milljóna króna verkefiii. Spillti það án efa ekki fyrir að textagerðarmaður hjá honum var meðal annars Önund- UR Björnsson. Það var Steen Johans- son sem sá um verkefnið af hálfu ráðuneytisins. Þessar auglýsingar birtust allar í Morgunblaðinu og DV. Litla Alþýðublaðið birti þrjár eða fjór- ar síður af þessu og sendi síðan reilm- mginn í ráðuneytið. Þess vegna fóm þessar auglýsingar í gegnum ráðu- neytið á meðan heildarpakkinn fór í gegnum litlu auglýsingastofuna Hauk íhomi... Ríkisskattstjóri rannsakaði bókhald Frjáls framtaks 1985-1988 og lagði 77 milljónir króna í viðbótargjöld. Yfirskattanefnd Kefur nú úrskurðað 36 milljónir en fyrirtækið vill leiðréttingu og ætlar með málið til dómstóla. Vangoldnir skaltar Magnús Hreggviðsson segirmálið snúast um frá- dráttarbæran kostnað og yfirfæranlegt tap. endanleg upphæð hækki umtals- yert vegna dráttarvaxta. Ríkisskattstjóri hafði fyrst af- skipti af fyrirtækinu á árinu 1989 og rannsakaði þá bókhald þess á árun- um 1985-1988. Á þeim tíma var fyr- irtækið umsvifamikið bæði í fast- eignarekstri 'og útgáfustarfsemi og keypti þá fjölmörg tímarit. Eftir þá skoðun lagði embættið um 77 millj- ónir króna í áætluð viðbótargjöld á fyrirtækið. Úrskurðurinn féll í nóv- ember 1993. Frjálst framtak undi ekki niðurstöðunni og sendi málið til ríkisskattanefndar. Nú liggur fyrir úrskurður yfirskattanefndar en fyrirtækið vonast til þess að fá þá upphæð verulega lækkaða vegna ágreinings um útreikninga nefnd- arinnar. Magnús Hreggviðsson vildi ekki tjá sig uni málið en sagði að deilan snérist alls ekki um und- anskot tekna. Hér væri fyrst og fremst um að ræða ágreining um hvað væri frádráttarbær kostnaður í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma og hve mikið af yfirfæranlegu tapi fyrirtækja sem Frjálst framtak keypti og sameinaði rekstri sínum á árunum 1985-1988 gæti nýst fyrir- tækinu. Magnús Hreggviðsson yfirtók fyrirtækið Frjálst framtak árið 1982 þegar það var nánast gjaldþrota og í kjölfarið felldi hann fasteignarekst- ur sinn inn í fyrirtækið. Arið 1984 keypti hann fyrirtækið Áfanga sem gaf út samnefnt tímarit og ári síðar tímaritið Fiskifréttir. Þann 14. apríl 1987 keypti hann útgáfu Fjölnis hf. sem gaf út Mannlíf, Bóndann, Fréttablað iðnaðarins, Hús og garða og Viðskipta- og tölvublaðið. Gestgjafinn var keyptur árið 1987 og Samútgáfan Korpus í nóvember í fyrra. Þann 1. janúar 1990 var hins vegar fyrirtækinu skipt upp þannig að fyrirtækið Fróði tók við allri út- gáfustarfsemi þess en Frjálst fram- tak hélt eftir fasteignarekstrinum. Pj Samkvæmt mjög traustum heimildum MORGUNPÓSTSINS úrskurðaði yfirskattanefnd nýlega í máli fyrirtækisins Frjálsu framtaki. Niðurstaða þeirra var að fyrirtækið skyldi greiða um eða yfir 36 millj- ónir króna í viðbótargjöld vegna áranna 1985-1988. Frjálst framtak hefur gert athugasemdir við útreikninga yfirskattanefnd- ar og vonast for- svarsmenn fyrir- tækisins að fá þessa upphæð lækkaða um ná- lægt helming. Endanlegur úr- skurður yfir- skattanefndar mun liggja fyrir fljótlega á nýju ári og er gert ráð fyrir að þá fari málið til dómstóla. Það gæti þýtt að málið tefðist enn um nálægt tvö ár. „Ég geri ráð fyrir því að þegar leiðrétting hefur átt sér stað hjá yfirskatta- nefnd þá verðum við skuldlítil eða skuldlaus. Þá eigum við eftir dómstólaleiðina i og ég geri ráð fyrir því að eftir það munum við fá endurgreitt,“ segir Magnús Hreggviðsson stjórnarfor- maður Frjáls framtaks. Með því vísar hann til þess að fyr- irtækið hefur þegar greitt á milli 15 og 20 milljónir króna inn á meinta skuld sína. Þannig kemur fyrirtækið í veg fyrir að Magnús Hreggviðsson „Ég geri ráð fyrir því að þegar leiðrétting hefur átt sér stað hjá yfir- skattanefnd þá verðum við skuldlítil eða skuld- laus. Þá eigum við eftir dómstólaleiðina og ég geri ráð fyrir því að eftir það munum við fá end- urgreitt frá skattinum."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.