Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Við mælum með meo Hannesi Ásgerði Búadóttur er sýnir úrval verka sinna í Listasafni íslands. „Heilsteypt- asta og þokkafyllsta sýning á klassískri abstraktlist sem hér hefur sést í langan tima.“ Opnanir Edda Jónsdóttir grafíklistakona opnar sýningu í gallerí Sævars Karls á morgun, föstudag. Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) opn- ar sýningu á myndum unnar á jap- anskan pappir með akrýl og oliukrít í Gallerí Úmbru á fimmtudag. Aðrar sýningar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari opnar sýningu i Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, á laugardag. Það sýnir myndverk unnin úr islensku grjóti og stáli. Bjarni H. Þórarinsson sýnir Visi- list í Nýlistasafninu. Ingimar Ólafsson Waage sem numið hefur við Lyon i Frakklandi opnar sýningu á eigin máiverkum og teikningum i Gallerí Greip á taugardag. Erla Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKenzie sýna hljóðmynd- ir i Gerðubergi. Erró á Kjarvalsstöðum. Hringur Jóhannesson i Lista- safni ASl' og i Galleri Fold Lauga- vegi. Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir í Listhúsinu Þingi, Akureyri Árni Sigurðsson í Listasafni Akureyrar. Bjarni Hinriksson sýnir teikni- myndir i Gallerí Greip. Lýkur á morgun. Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir i Sparisjóði Garðabæjar. Elísabet Jökulsdóttir á Mokka. Kristján Steingrímur Jónsson enn i gallerí Birgis Andréssonar. Samsýning fjögurra lista- kvenna i Galleri Art-hún. fslenska einsöngslagið i Gerðubergi. Ólöf Nordal sýnir Sjálfsmyndir i Gerðubergi. Þorgerður Hlöðversdóttir sýnir pappírsmyndverk i Stöðlakoti. Samýning sjö listamanna í Hafnarborg. Ástríður H. Andersen sýnir mál- verk i Menningarstofnun Banda- ríkjanna. Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir skúlptúr í kjailara Norræna hússins. Roland Thomsen sýnir Ijósmynd- ir frá Austur-Grænlandi í Norræna húsinu. Enska knattspyrnan Ég er áð verða vitlaus á mann- inum mínum og þessu enda- lausi glápi hans á ensku knatt- spyrnuna í sjónvarpinu. Hann situr þarna í stólnum eins og klessa og heyrir ekkert né sér í heila tvo klukkutíma á meðan þessi grey á skjánum eru að sparka boltanum á milli sín. Og í raun á þetta við um allar íþróttir. Hann glápir á golf, ísknattleik, körfubolta, kappakstur, torfæru og hvað þetta nú heitir. Það er helst ef sýnt er frá íþróttamótum fatlaðara eða kvenna að hann missir áhugann. Þetta er nefni- lega fordómafullt í ofanálag. Hvað á ég að gera? Ráðvillt húsmóðir í Selja- hverfi Byrjaðu á því að taka því rólega. Farðu síðan að safna fimleikum, kvennaknattspyrnu og sund- mótum fatlaðra á vídeókasettu. Þegar þú átt orðið þriggja til fjögurra tíma efni skaltu setja spóluna í tækið og spila hana á hverjum laugardegi klukkan tvö þegar karlinn sest fyrir framan sjónvarpið. Á endanum mun hann missa áhuga á íþróttaefni í sjónvarpinu, tuða eitthvað um frekju kvenna og fatlaðra en á endanum snúa sér að einhverju öðru. Fjóla Útgáfutónleikar Bjöms Jörundar í Hinglinu í kvöld Guðmundur Péturs- son, Birgir Baldurs- son, BJF ogÞórir Við- ar. Á myndina vantar Ástvald Traustason. Enn hefur hljómsveit- in ekkifengið neitt nafn en tillögunni Sldttuvélin er hér með komið áframfœri. Bókmenntir og draumabókmennt- ir er undirtitill nýs timarits sem nú þegar hefur haft göngu sína. Þetta tímarit hefur fengið nafnið And- blær. Fimmtán höfundar eiga efni í tímaritinu sem byggist meðal ann- ars á sögum, ljóðum, grein um draumorð og draumasetningum og draumabókmenntum, en það eru bókmenntir skrifaðar eftir draurn- um. Höfundarnir draumabók- menntanna eru Snorri Már Sig- fússon, Steinunn Ásmundsdótt- ir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Bjarni Bjarnason, en meðal höf- unda annarra verka í ritinu eru Ág- úst Borgþór Sverrisson, sem meðal annars hefur staðið fýrir ljóðauppákomum í Norræna hús- inu og Ólafur Haraldsson bók- Prinsipp að nota enean Björn Jorundur Fríðbjörnsson gaf nýverið frá sér sína fyrstu sólóplötu sem komin er í verslanir og Björn hefur þegar haldið útgáfu- teiti. Nú er komið að útgáfutón- leikum og Björn hefur púslað sam- an hljómsveit til að flytja tónlistina. Hljómsveitin er skipuð þekktum og minna þekktum tónlistarmönnum í bland og er fyrirhugað að hún haldi áfram eftir útgáfukonsertinn. Guðmundur Pétursson spilar á gítar, Birgir Baldursson á tromm- ur, Þórir Viðar leikur á bassa og Ástvaldur Traustason á hljóm- borð. Sjálfur foringinn syngur og leikur á stoðgítar. Þessir rnenn voru ekki með á plötunni, enda segir Björn Jörundur að bransinn sé í hálfgerðri upplausn og hann búinn að fara í marga hringi áður en hann náði lendingu með þessari hljóm- sveitarskipan. Þó hefur honum tek- ist að halda í það prinsipp sitt að notast ekki við neinn félaga sinna úr Nýdönskum. „Það ríkir hálfgert upplausnarástand,“ segir Björn Jörundur og er ómyrkur í máli. „Menn eru hlaupandi út um allar jarðir í íhlaupavinnu. Þetta hefur verið þróunin undangengin 2-4 ár, menn hafa verið að spila fyrir svo til ekki neitt sem gerir það að verkum að hljóm- sveitir stokkast í sí- fellu upp. Atvinnu- mennirnir eru allir í einhverjum hálfkáksvinnum sem gerðar eru með hangandi hendi. Þeir eru svona fimmtán prósent í þessu og hinu og ekki hægt að negla þá í eitt né neitt.“ Björn segir kostinn hins vegar þann að það sé hægt að fá menn út í nánast hvaða vitleysu sem er eins og til dæmis tilraunamennsku í hártísku, en þetta er útúrdúr. Tón- leikahald á undir högg að sækja. „Ef það eru tónleikar einhvers staðar þá spyr fólk: „Kostar eitt- hvað inn?“ Þetta sama fólk borgar þúsundkall inn á diskótek án þess að hugsa sig um. Oft virðist sem eina leiðin til að fá fólk á staðinn sé að gefa því áfengi og borga fyrir það inn. Þetta hefur eðlilega skaðræðis afleiðingar á bransann.“ Björn Jörundur er ekki par ánægður með bransann eins og hann er orðinn en ætlar þó að telja í eins og ekkert sé enda þýðir ekkert að bora í nefið og horfa á þetta sigla í strand. Upphitunarnúmer verða hljómsveitirnar Neol Einsteiger og Olympía með Sigurjón Kjartans- son í broddi fylkingar. JBG Sigríður Anna Sigurðardóttir gullsmiður um myndina af sjálfri sér Þetta er svoiítm menntagagnrýnandi. húmoristi sýnist mér. Hún virðist svolítið þreytuleg, en brosir samt, eins og hún eigi eitthvað skemmtilegt í vændum. Þetta getur ábyggilega verið stórhættuleg kona, sérstaklega með pinsettuna svona á lofti, hún er tilbúin að krækja í hvað sem fyrir verður. Það býr eitthvað undir þessu brosi meira en gleðin ein. Það er eitthvað ráðabrugg í gangi, hún er ekki alveg öll þar sem hún er séð. Ég held ég myndi vera vör um mig þegar einhver brosir svona til mín. Þetta er líka fjölhæf kona. En hún getur ekki alveg ákveðið sig hvort hún á að vera hippi eða prinsessa eða kannski eitthvað allt annað, eins og skartgripir hennar koma upp um. Það mætti jafnvel halda að hún væri að fara í framboð, ef maður miðar við greiðsluna og hálsklútinn. Hún veit samt nákvæmlega hvað hún er að gera, svona yfirleitt, er svolítið nákvæm og ekkert fyrir að eyða tímanum í vitleysu. Henni líður greinilega vel þar sem hún er og þekkir vel til, virð- ist hafa yfirsýn yfir hvern smáhlut í kringum sig. Og mér sýnist þetta vera ákaflega góð kona — en kannski svolítið stríðin. Portrett Útgáfufyrirtækið Andblær gerir meira en að gefa út bókmennta- tímarit því fyrir skömrnu sendi fé- lagið frá sér nýja bók eftir Bjama Bjarnason. Vísland heitir verkið og er undirliggjandi stef í henni fyr- irmyndaríkið. í henni er að finna bæði ljóð, smásögur, skáldsögu, leiktexta og ritgerðir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.