Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 31

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 31
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 31 I „Hce strákar, ég er 25 ára og bý úti á landi en kem oft í bceinn, það er að segja Reykjavík. Ég hef áhuga á að kynnast einhverjum sem geturfarið með mér t bíó, pöbbaráp og dansleiki ogfleira. Þeirsem hafa áhuga á að | kynnast mérýti á 1.“ I „Ég er 18 ára strákur og ég er að leita mér að stelpu á aldrinum 17-22 ára. Utlit skiptir ekki svo miklu. Ég er 192 cm á hceð, dökkhcerður með brún | augu og ek á flottum bíl. Áhugamál- in eru náttúrlega bílar, útivera, skemmtanir og efþið hafið áhuga, endilega ýtið á 1.“ Lipstick L0vers að leka nið Síðustu gigg hljómsveitarinnar Lipstick Lovers verða á Gauki á Stöng um helgina. „Við ætlum bara að slappa af og endurnýja orkuna og ef til vill fita okkur svo- lítið, enda veitir mér svo sem ekki af,“ segir Bjarki Kaikumo, sem er líklegast eini kunni hljómsveitar- meðlimurinn. Bjarki segir hljóm- sveitina þegar hafa spilað 100 sinn- um á árinu og því sé tími til kom- inn að fara sér hægar. Engu að síð- ur ætli þeir félagar að nota tímann til þess að bæta við forðabúr hljómsveitarinnar í víðari skiln- ingi þess orðs en að framan grein- ir. Búast má við einhverjum óvæntum uppákomum á laugar- ur dags- kvöldinu á Gaukn- um, en hvað það veður segir Bjarki að verði bara að koma í ljós. Ekki má vænta hljóma frá hljómsveit- inni fyrr en í febrúar á næsta ári. „Bíddu nú við, hver er pabbi þinn?“ Börn eru besta fólk en geta auðvitað verið til hinna mestu vandræða. Sem betur fer segja sósíopatar, uppeldisfröm- uðir og aðrir, sem finna sig í því að hafa vit fyrir öðrum og nærast á því andlega sem og efnahagslega að leysa vand- ann eftir aðferðum félagsfræðinnar. Það skal ósagt látið hvernig bókin „Uppeldisfræði Halldóru Geirharðsdóttur“ myndi seljast, en hún lenti í nokkrum krakkaormum. Þegar mér hefur tekist að draga þriggja ára dóttur mína á eftir mér á þreföldum hugsan- legum gönguhraða hennar inn í Ríkið rétt fyrir lokun á föstu- degi, hummað fram af mér suð- ið í henni um nýtt jójó, gripið tvær kippur af bjór til að eiga til helgarinnar (í fyrsta skipti í sjö vikur) og stend í biðröðinni þegar hún segir hátt yfir allan salinn: „Mamma, þú ert ALLT- AF að kaupa þér bjór“, þá... dreg ég djúpt andann, tel upp að þremur og set upp svipinn: Þegiðu krakki. Þegar ég sit á veitingastað við innilegt borðhald með elskunni minni og ungur drengur, sem hefur fylgst lengi með okkur af næsta borði, gengur til okkar, stillir sér upp við borðbrúnina, mænir upp á mig að borða það, sem mér fannst fram að þessu vera lystugur matur, en ég sé ekkert og skynja ekkert nema eiturgrænt hor, sem nær frá nösunum á drengnum, niður á efri vörina og síðan inn í munn- inn, þá... rétti ég drengnum auð- vitað servíettu og segi eins blíðlega og ég get: „Viltu ekki snýta þér vin- ur.“ Þegar ég sit á strætóstoppistöð við hliðina á háskælandi dreng og móður hans, sem tuðar í sí- fellu: „Þetta er það sem þú vildir, varst það ekki þú sem vildir fara í Húsdýragarðinn? varst það ekki þú, sem varst búinn að suða um þetta alla vikuna? og ætlar þú að fara að grenja þótt lömbin fari í slátur- húsið, ekki er það mér að kenna, þú mátt grenja alla leið- ina heim mín vegna", þá... brosi ég og hugsa, frábært! Þegar ungur drengur víkur sér að mér þar sem sit á bekk á Austurvelli, spyr mig hvað sé hæsta fjall í heimi, ég svara honum eftir bestu getu, en fæ yfir mig holskeflu af spurning- um um feitustu konuna, minnsta húsið, lengsta spag- hettið, sterkasta manninn og hæsta tréð, þá... kemst ég fljót- lega að því að hann veit svörin við öllum spurningunum og er Trivial Pursuit-meistari í Réttarholtsskóla veturinn 1993-1994 og ég óska hon- um góðs gengis í keppninni ‘94- 95- Þegar ég stend í sjoppunni að bíða eftir afgreiðslu og á undan mér eru tveir drengir að versla fyrir sitthvort glerið og það gengur mjög, mjög hægt hjá þeim, „hvað kostar lakkrís? fimm krónur, en karamellur? fimm krónur, en hlaup? fimm krónur, en svona lakkrís? fimm krónur, en svona súkkulaði? fimm krónur....þá... segi ég við afgreiðslukonuna, láttu mig hafa einn Winston Lights meðan þeir eru að ákveða sig... Er það ekki ör- ugglega 264? Þegar ég stend í bankanum mínum og lítil stúlka labbar upp að mér og segir stundar- hátt yfir salinn: „Ert þú ein af kærustunum hans pabba?“ þá... segi ég mjög dularfull til augnanna: „Bíddu nú við, hver er pabbi þinn?“ Þegar mér hefur loksins tekist að fá strák, sem ég er skotin í, til að koma með mér út að borða og hann mætir með dótt- ur sína, sem nær að bíta mig í fótinn, pota puttunum í bæði augun á mér og hella yfir for- drykknum áður en fimm mínút- ur eru liðnar, þá... spyr ég hann hvenær hún hafi verið greind of- virk. Þegar ég tek upp ungabarn vin- konu minnar og hún kemur hlaupandi og hrópandi „pass- aðu þig, þú gætir misst það“, þá... segi ég: „Slakaðu á.“ Þegar dóttir mín kemur heim af leikskólanum með smákökur, sem hún hefur bakað og heimt- ar að ég borði minnst sjö stykki, en ég get með engu móti kyngt fyrsta bitanum af þessum sykurleðjudrullu- bakstri, þá... legg ég til að við höfum þær í desert. Þegar sonur minn tilkynnir mér einn daginn við matarborðið og án nokkurs fyrirvara að hann borði ekki fisk, hann borði ekki kartöfiur og að hann borði ekki grænmeti, þá... segi ég: „Jú víst.“ Þegar að strákurinn minn þriggja ára gamall dregur alla athygli að okkur með því að endurtaka í sífellu hátt og snjallt í troðfullri kjörbúðinni: „Mamma, mig langar í viskí. Mamma, mig langar í viskí!“ og þú fattar seint og um síðir að hann er að tala um kíví, þá... hlæ ég og segi hátt þannig að allir heyri örugglega: „Já, þú ert að tala um kíví.“ Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna TT Ríkissjónvarpið Stöð2 Fimmtudagur Fimmtudagur 10.30 Alþingi 17:00 Fréttaskeyti 17:05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar (e) 18.30 Úlfhundurinn (22:25) 19.00 Él 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Syrpan 21.20 Aðskildir heimar A World Apart Myndirt gerist 1963 og segir frá ungri stúlku sem þarfað gjalda fyrir afskipti foreldra sinna af mannréttindamálum. Svaka stuð. 23:00 Ellefufréttir 23:15 Þingsjá 23:35 Dagskrárlok Föstudagur 16:40 Þingsjá (e) 17:00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Bemskubrek Tomma og Jenna 18.30 Úr ríki náttúrunnar: Kattar- dýr 19.00 Fjör á fjölbraut (7:26) 20.00 Fréttir, fþróttir og veður 20.40 Kastljós 21.10 Derrick (11:15) 22.15 Köld eru kvennaráð An Affair in Mind Ruth Rendell tryggir gæðin. 23.50 Peter Gabriel á tónleikum Peter Gabriel — Secret Wortd. Öm- uriegt montrokk fyrir skrifstofufólk. Var ekki nýbúið að vera eitthvað á RÚV með þessum Gabriel aum- ingja? 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 14.00 Kastljós (e) 14.25 Syrpan (e) 14.55 Enska knattspyman 17:00 íþróttaþátturinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einu sinni var... (7:26) 18.25 Ferðaleiðir (7:11) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Geimstöðin (20:20) Síðasti séns i bili til að sjá þennan bjánalega speisþátt. 20.00 Fréttir, iþróttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Konsert Bubbleflies detta iþað og spila Gamla Nóa. 21.10 Hasar á heimavelli (12:22) 21.35 Líf og fjör I Los Angeles LA.Story Steve Martin iþokkaleg- um ham. 23.15 Myrkraverk After Dark, My Sweet Myndbyggð á sögu eftirJim Thompson. Hann er kúl. 01.05 Útvarpsfréttir f dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Með Afa (e) 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:50 Dr. Quinn 21:45 Seinfeld 22:15 Eldraun á norðurslóðum 23:55 Bitter Moon Góð mynd og gröð eftir Polanski. 02:10 Falling from Grace Kántrýmynd með John Mellen- camp. 03:50 Dagskrárlok Föstudagur 16:00 Popp og kók (e) 17:05 Nágrannar 17:30 Myrkfælnu draugamir 17:45 Jón Spæjó 17:50 Eruð þið myrkfælin? 18:15 NBA tilþrif 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Eirfkur 20:50 Imbakassinn 21:25 Kafbáturinn (15:23) 22:15 The Party Sprengihlægileg Peter Sellers- mynd. 00.00 Djöflagangur The Haunted Fullt af draugum. 01:40 Um hábjartan dag Len Rowan erruddi, þjófur, slags- málahundurog morðingi. 03:10 Sjúkraliðar 04:40 Dagskrárlok Laugardagur 09:00 Með Afa 10:15 Gulur, rauður, grænn og blár 10:30 Baldur búálfur 10:55 Ævintýri Vífils 11:20 Smáborgarar 11:45 Eyjaklfkan 12:15 Sjónvarpsmarkaðurinn 12:40 Heimsmeistarabridge Landsbréfa 13:00 Heima um jólin 14:35 DHL-deildin 16:15 Fuglastríðið í Lumbruskógi 17:20 Úrvalsdeildin (7:26) 17:45 Popp og kók 18:40 NBA molar 19:19 19:19 20:05 Fyndnar fjölskyldumyndir 20:40 Bingó lottó 21:55 Ávallt ungur Forever Young Grenjað með Mel Gibson 23:45 Nowhere to Run Hasarmeð Van Damme. Ógeðslega gott, mari 01:20 Rauðu skómir 01:55 The Comfort of Strangers Dularfull mynd eftir Paul Schrader. Nokkuð svöl. 03:35 Dagskrárlok Sunnudagur Sunnudagur 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.20 Hlé 11.00 Guðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju það sem hefuralltaf vantað, óbein messa. 12:00 Hlé 13.20 Eldhúsið (e) 13.35 Gunnar Dal (e) 14.25 Tónleikar í Sarajevo Snillingar flytja Sálumessu Mozarts. 15.20 Skólaballið Dance Till Dawn Unglingamynd. 17.00 Ljósbrot 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Undir Afrfkuhimni (22:26) 19:25 Fólkið í forsælu (20:25) 20.00 Fréttir, iþróttir og veður 20.40 Scarlett (2:4) 22.15 Helgarsportið 22.40 Berlín f Berlín 00.15 Útvarpsfréttir f dagskrárlok 09:00 Kolli káti 09:25 í barnalandi 09:45 Köttur út f mýrí 10:10 Sögur úr Andabæ 10:35 Ferðalangar á furðuslóðum 11:00 Brakúla greifi 11:30 Listaspegill 12:00 Áslaginu 13:00 íþróttir á sunnudegi 16:30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17:00 Húsið á sléttunni 18:00 f sviðsljósinu 18:45 Mörk dagsins 19:19 19:19 20:05 Endurminningar Sherlocks Holmes (6:6) 21:10 Sonur morgunstjörnunnar Um Ctuster hersforingja. Ekki fyrir viðkvæmt fólk. 22:45 60 mfnútur 23:35 Raising Cain Þetta er ömurieg mynd—farðu að sofa. 01:05 Dagskrárlok

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.