Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Samkvæmt lögregluskýrslum virðist hafa verið langur aðdragandi að átökum Lindu Pétursdóttur, íyrrverandi fegurðardrottningar, og lögreglunnar annarlegu ástandi ...hrækti...sparkadi ...barði“ Segir í lögregluskýrslum en þar kemur einnig fram að afbrýðisemi sé undirrót málsins. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum undanfarna daga hefur Linda Pétursdóttir kært tvo lög- regluþjóna til RLR fyrir meint harðræði við handtöku aðfaranótt mánudags. Og í kjölfarið af því hefur lögreglumaðurinn, Theodór Kristjánsson, nr. 89-16 kært Lindu fyrir að hafa slegið, sparkað og hrækt á sig ásamt því að hafa borið sig röngum sökum. gengið á veitingahúsinu, að ekið væri á hans bifreið af öllum þeim bifreiðum sem í götunni væru og það rétt eftir að hann hafi verið kominn heim.“ Jafnframt segir að móðir Lindu eigi bifreið, Mercury Topaz, sem svipar til þeirrar sem hann sá en Matta er kunnugt um að þau Linda og Les væru oft með bílinn í láni. Bifreið Lindu er hvít Lada Sport bifreið og hafí alls ekki verið um hana að ræða. Viðkomandi lög- reglumönnum fannst ærin ástæða til að kanna ábendinguna og fóru að Marhaba meðan tvær aðrar lög- reglubifreiðar hófu leit að Mercury Topaz-bifreið sem ekki fannst í ná- grenni við veitingastaðinn. Leslie var að stíga í leigubíl þegar lögreglu bar að og bað hún Leslie að ræða við sig sem hann og gerði. Rétt á eftir kom Linda út og voru þau færð á aðalstöð. Enn önnur áhöfn fór á Marhaba þar sem starfsfólk var enn við störf: ... starfsmenn þar könnuðust við Atburðarrásin samkvæmt lögregluskýrslu Samkvæmt lögregluskýrslu barst lögreglunni tilkynning um að ekið hafi verið á Colt-bifreið við Lind- argötu klukkan 04.13. Mikið tjón var á vinstra afturhorni og grunur leikur á að sjálfskiptingin hafi einnig skemmst. Það var eigandi bifreiðarinnar, Matti Ósvald Stefánsson, sem tilkynnti verkn- aðinn og áhöfn lögreglubifreiðar fór á vettvang. Matti sagði að um ljósleita bifreið hafi verið að ræða og kvaðst gruna hver þarna hefði verið að verki þó hann gæti ekki sannað það. Matti starfar sem nuddari í Baðhúsinu, Ármúla 30 sem er í eigu Lindu og unnusta hennar Leslie Robertson. Bað- húsið var aðili að tískusýningu sem var haldin í Perlunni og eftir það hafi aðstandendur farið í sam- kvæmi sem var í Marhaba við Rauðarárstíg. Orðrétt segir í lög- regluskýrslu: „Þau þrjú væru öll vinir og vinnufélagar og hafi hann og Linda rætt mikið saman í samkvæminu. M.a. hafi þau rætt saman á kvenna- salerni veitingahússins á meðan Linda var að snyrta sig þar og hafi hurðin á salerninu verið læst á meðan. Þegar þau síðan hafi komið þaðan út aftur hafi Leslie beðið þeirra frammi, sótsvartur af reiði. Leslie hafi skammast í þeim og síð- an skallað hann [Matta] í andlitið.“ Matti ákvað að yfirgefa sam- kvæmið og gekk heim. Hann var nýkominn heim er hann heyrði skruðninga úti. Samkvæmt lög- regluskýrslu kvaðst Matti.. „...- strax hafa grunað að þarna hafi Leslie verið á ferð, Leslie væri mjög skapbráður og væri þetta alveg eftir honum að taka til sinna ráða með þessum hætti. Hann sagði að það væri mjög undarlegt ef þetta væri tilviljun eftir það sem á undan hafi Vátryggingafélag Islands kvað upp að bifreið Matta af gerðinni MMC Colt árgerð 1985 hafi eyðilagst í ákeyrslunni. Nú er hún aðeins lík fyrir utan tjónaskoðunarstöð VÍS. „Það væri mjög gott ef sá sem ók á bif- reið mína gæfi sig fram,“ segir Matti. Filippía Elísdóttir sat ásamt kærasta sínum Alex og Lindu og Leslie inni á Marhaba til rúmlega fjögur að- faranótt mánudags. Hún segir það algjört bull af hálfu lögreglunnar að það hafi verið einhver læti fyrir utan Marhaba. Theodór Kristjánsson lögreglu- þjónn hefur kært Lindu fyrir að hafa slegið, sparkað og hrækt á sig ásamt því að hafa borið sig röngum sökum. Félagar hans inn- an lögreglunnar segja hann stakt Ijúfmenni. að einhverjar erjur hefðu orðið milli Leslie og annarra gesta þá skömmu áður og að Leslie hefði yf- irgefið veitingahúsið í c.a. 30-45 mín. Ekki mundu starfsmenn hvort það hafi verið fyrir eða eftir erjurnar." Um svipað leyti fannst umrædd Mercury Topaz-bifreið við Neðsta- berg 5 og var greinilegt að hún hafði ekki verið hreyfð nýlega, afl- vél hennar köld auk hélu á rúðum. Lögregluskýrslan - fílippía og Aiex Meðan Les og Linda voru yfir- heyrð komu vinir þeirra Ingibjörg Filippía Elísdóttir og Alex McCullen á aðalstöðina. „Þau voru bæði ölvuð að sjá. Undirrit- aður [Birgir S. Jóhannsson rann- sóknarlögreglumaður] spurði Fil- ippíu hvort einhver læti hefðu ver- ið á veitingahúsinu Marhaba áðan Ástand Lindu og Les Samkvæmt stöðluðu eyðublaði lögreglunnar - skýrsla um ákvörð- un yfirmanns - krossar Hjörtur Sæmundsson varðstjóri við nokkra reiti sem eiga að lýsa ástandi Lindu. Samkvæmt því hefur hún verið ódrukkin, ókurteis, æst, ósamvinnuþýð og sýnt mótþróa. Við reitinn „aðrir vímugjafar" setur Hjörtur kross og síðan spurningarmerki fyrir aftan. Jafnframt stendur í skýrslu: „Hún var mjög æst og talaði lát- laust um fantaskap lögreglunnar... Eftir nokkra stund virtist hún róast og linnuðu lögreglumennirnir þá tökin, notaði hún þá tækifærið og sparkaði í fótlegg lögreglumanns nr. 89-16 og litlu seinna hrækti hún í andlit hans.“ I Upplýsingaskýrslu kemur einnig fram að hún hafi ver- ið mjög æst „og í annarlegu ástandi'* - eins og þar stendur. í sambærilegri skýrslu um Leslie Robertsson kemur fram að hann hafi verið nokkuð ölvaður, kurteis og að hinn handtekni hafi ekki óskað eftir að öðrum væri gert við- vart um dvöl hans hjá lögreglu. Enfremur stendur í skýrslu: „Leslie var kynnt réttarstaða hans, varðandi Lindu og Leslie og hvort þau liefðu ekki verið á neinni bif- reið. Filippía sagði að engin læti hefðu verið áðan varðandi Lindu og Leslie og þau hefðu ekki verið á neinni bifreið. Undirritaður spurði hana þá hvort Leslie hefði brugðið sér eitthvað frá þá skömmu áður og kvað hún einnig nei við því. Fil- ippía nefndi það aftur og aftur að það væri fullt af öðru fólki, sem væri verra en þau Linda og Leslie, og lögreglan ætti að hafa afskipti af. Undirritaður spurði hvað hún ætti við með því og fór hún þá að tala um persónuleg málefni sem ekki eru viðkomandi máli þessu.“ og eins um hvað málefnið var, og tók þá upp úr vösum sínum lykla af bifreið sem (sambýliskona hans á) og taldi hann að bifreiðin væri nærri þeim stað sem hann hefði verið handtekinn, en hann vildi ekki kannast við að hafa ekið neinni bifreið sem hefði lent í árekstri.“ Linda fékk taugaáfall I samtali við MORGUNPÓSTINN vildi Leslie Robertson, unnusti Lindu, lítið tjá sig um málið að svo komnu en sagði hins vegar að Linda væri niðurbrotin manneskja. Hún hefði fengið taugaáfall með þeim afleiðingum að í gærdag hafi hún þurft að leita til sálfræðings. Hann gaf hins vegar þessa yfirlýs- ingu. „Eftir átta á sunnudagskvöld- ið óku hvorki ég né Linda bifreið né öðru vélknúnu ökutæki. Við eyddum kvöldinu á veitingastaðn- um Marhaba ásamt fjörutíu gest- um. Sá sem hringdi í lögregluna hefur þegar komið fram og saga hans staðfestir gerræðisleg við- brögð lögreglunnar. Ég var vitni að vísvitandi ofbeldi á saklausri 24 ára gamalli stúlku. Málið er nú í rann- sókn hjá RLR. Ég er algjörlega sannfærður um að þar mun hið sanna koma í ljós.“ Les biðst afsökunar Sá sem átt er við að hafi hringt í lögregluna er Matti. Eins og áður hefur komið fram er hann starfs- maður Lindu. Heimildir MORGUN- PÓSTSINS herma að honum hafi ofboðið svo atburðarrásin sem fýlgdi í kjölfarið að hann hafi ákveðið að vitna með Lindu í mál- inu. Matti sagði í samtali við MORGUNPÓSTINN þó hvorki vera á sveif með Lindu né öðrum í þessu máli. „Ég var bara að reyna að leið- rétta misskilning. Mitt mál hefur ekkert með það að gera hvað síðar henti Lindu. Allt sem ég gerði var að benda á að hugsanlega hefði Les verið valdur að tjóninu á bílnum Matti Ósvald Stefánsson, nudd- ari í Baðhúsi Lindu og eigandi bif- reiðarinnar sem var eyðilögð, segir í lögregluskýrslu að upphaf- ið megi rekja til þess að þau Linda hafi verið að tala saman inni á kvennasalerninu. En vegna þess hafi Leslie orðið sótsvartur af reiði. eftir atburðinn sem átti sér stað fyrr um kvöldið. Það sem gerðist fyrir utan Marhaba er málið. Ég sá aldrei neitt af því gerast.“ Nú er sagtfrú því í lögregluskýrslu að Leslie hafi skallað þig, hlaustu einhverja áverka af? „Hann gerði aðeins tilraun til að skalla mig. Af hlutust engin meiðsl. En ég vil koma því á framfæri að við Les erum búnir að leysa málið okkar á milli. Hann baðst afsökun- ar strax daginn eftir. Nú sit ég hins vegar uppi með ónýtan bíl, en Vá- tryggingafélag Islands dæmdi hann ónýtan, á meðan einhver þarna úti veit upp á sig sökina. Það væri mjög gott ef sá sem ók á bifreið mína gæfi sig fram.“ Les skrapp frá í tíu mínútur, seair veitingamaourinn Aiadin Yassin, eigandi veitinga- staðarins Marhaba, segist ekki hafa Aladin Yassin veitingamaður á Marhaba ásamt eiginkonu sinni. Hann segir að Linda og Les hafi verið á staðnum alit kvöldið að því undan- skildu að Les hafi skroppið frá í tíu mínútur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.