Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 ^Ögeð- fellaustu fréttir vi k- Getur þetta verið satt? Ógeðfelldasta fréttin er í nýjasta tölublaði tímaritsins Skák sem Jó- hann Þórir gefur út og ritstýrir. Það þarf svo sem ekki að útskýra það fyrir venjulegu fólki hvað er ógeðfellt við fréttina sem greinir frá dularfullum dauða skákmannsins Nicolai Titovs: „Hann var í þung- um þönkum og einblíndi á skák- stöðuna fyrir framan sig, þegar hann greip skyndilega um höfuðið samhliða því sem ægilegt kvalaösk- ur barst frá honum. Öllum við- stöddum var óneitanlega brugðið og litu í átt til hans rétt í þann mund sem höfuð skákmeistarans splundraðist í allar áttir.“ Fréttin er talsvert lengri, segir til dæmis frá því að heila- og blóð- slettur gengu yfir viðstadda og ástæða þykir að greina frá því að engan annan hafi sakað. Þá segir jafnframt að þessi sjúkdómur sé af- skaplega fágætur og lítt þekktur og er vitnað í dr. Anatoly Martin- enko. Þeir sem hafa týnt lífi sínu með þessum hætti hefur allt verið framúrskarandi vel gefið fólk sem nýtti gáfur sínar til hins ítrasta og bjó yfir óvenjulegri einbeitingar- hæfni. Þó að þessi atburður sé með mestu ólíkindum þá er frásögnin mjög sannfærandi, vitnað í sér- fræðinga sem segja að þetta fyrir- brigði sé kallað „Hyper Ceribial Electrosis“ eða „HCE“ eða ofur- heilarafleiðni. Þrátt fyrir það stend- ur ábyrðarmanni Skákar ekki á sama því auk fyrirsagnarinnar er neðanmálsgrein sem segir: „Grein þessi er sögð hafa birst í „Weekly World News 24. maí 1994 og talin áreiðanleg heimild.“ (Feitletrun MP.) Já, það er margt í henni veröld og mórallinn í fréttinni sá að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera of greindur, ekki fremur en of feitur ef því er að skipta, því þetta minnir óneitanlega á það þeg- ar feiti kallinn sprakk í Monty Pyt- hon- myndinni „Meaning of Life“ en þá plataði John Cleese pakk- saddan akfeitan náunga til að þiggja eina „After Eight“ súkkulaði- plötu í eftir-eftirrétt. Cleese hafði vit á því að forða sér í skjól en það höfðu skákmennirnir ekki þegar kúpa Titovs sprakk. Aðstandendur alnæmissjúklinga læðast með veggjum hérlendis og skammast sín fyrir sjúkdóm skjólstæðinga sinna. Móðir Sigrúnar Guðmundsdóttur lést af völdum alnæmis fyrir fimm árum. Sigrún sagði Lofti Atla Eiríks- syni sögu sína og hvað for- dómarnir og skilningsleysið gagnvart þessum sjúkdómi er ennþá mikið á fslandi. „Alnæmissjúklingar og aðstand- endur þeirra fá alls ekki þá sam- hygð sem þeir þurfa á að halda,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir en móðir hennar lést af völdum al- næmis árið 1989. Að hennar sögn er sjúkdómurinn svo viðkvæmt mál fyrir aðstandendur alnæmissjúk- linga að þeir þora fæstir að láta til sín heyra. „Ég tel þennan ótta fyrst og fremst stafa af hve lítil fræðsla er um alnæmi og fordómarnir eru gígantískir," segir hún. „Mörgum spurningum er enn ósvarað og fólk veit heldur ekki hvað það á að spyrja um því þetta er svo nýtt vandamál. Ég hef umgengist mikið af hommum sem eru sýktir sjálfir og hafa horft á maka sína deyja. Þeir eiga alveg ofboðslega bágt. Það þarf að veita þeim fullvissu um að þeir fái alla þá aðhlynningu og skilning sem hægt er að veita.“ Hafa fordómarnir ekkert minnk- að? „Það er mjög lítið. Fólk hugsar sem svo að það geti ekki smitast af alnæmi og því finnst alnæmi ekki koma sér við. Ef þetta væri krabba- mein þá myndi fólk sýna sjúklingn- um og fjölskyldunni umhyggju og skilning en því er ekki fyrir að fara þegar alnæmi er annars vegar. Að vísu hafa margir læknar reynst okkur vel. Þegar mamma veiktist var mér boðið upp á alla þá hjálp sem þeir gátu hugsanlega veitt mér. Þetta var mjög sérstakt en því miður hafa þeir aðstandendur sem ég hef talað við ekki sömu sögu að segja. Ég upplifði sjálf mikinn ótta við fordómana þegar mamma greindist. Ég ætlaði ekki að segja neinum frá að hún væri með al- næmi og ég bað lækninn líka að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri fyrir henni. Það varð að sjálfsögðu að láta hana vita því hún þurfti að ganga í gegnum ýmis próf og meðferðir. Þetta var árið 1989 og veturinn hafði verið harður og mamma komst lítið út. Við systurnar héld- um að þetta væri bara leiði í henni og slen yfir að vera svona mikið inni. Hún hafði farið til heimilis- .. .fjölskyldurnar í landinu eru komnar í 15 milljarða króna vanskil við Húsnæðis- stofnun vegna þess að þær borga ekki af lánunum sínum... ...gæti maður haldið að þær hefðu borðað 107.142.857 pulsur með öllu án þess að eiga fyrir þeim. ...gæti maður haldið að þær hefðu borgað áskrift að Stöð 2 í 520.833 ár án þess að eiga fyrir því. ...gæti maður haldið að þær hefðu tekið leigubíl 229.870 sinnum kringum landið án þess að eiga fyrir því. ...gæti maður haldið að þær hefðu drukkið 30.000.000 stóra bjóra á krám án þess að eiga fyrir því. læknisins en hann var svo lokaður fyrir því sem var að gerast og spurði hvort þetta væri ekki bara þreyta. Fram að þessu hafði hún þjáðst af ýmsum minniháttar kvillum en það fannst aldrei hvað var að. Þeir hafa trúlega séð að það var eitthvað óeðlilegt í blóðinu og vísað til þess varðandi ástand hennar en þá kom mamma með þá athugasemd að hún grenntist varla svona mikið af lyfjunum sem hún tók við því. Þá var hún spurð hvort hún þráði ekki að vera grönn eins og allir aðrir. Með það fór hún heim. Ég var að vinna sem sjúkraliði á St. Jósefs- spítala og hún fór þangað í rann- sókn. Þar var ungur aðstoðarlæknir seni sagði mér síðar að það fýrsta sem honum hefði flogið í hug þegar hann sá hana var að hún væri með alnæmi. Sá grunur hefði vaxið um allan helming þegar móðir mín sagði honum heilsufarssögu sína. Hún hafði fengið mikla blóðgjöf árið 1984 vegna blæðandi maga- Skildi ekki lækninn Uppgötvaðist þá alncemi tnóður þinnar ekkifyrr en á lokastiginu? „Þetta kom í ljós í febrúar og hún lést í maí, sjötug að aldri. Ég skildi ekki lækninn þegar hann sagði mér að hún væri sýkt. Hann kvaðst vera búinn að gera öll próf á mömmu og þar með hafi verið HlV-prófið sem hafði reynst jákvætt. Ég hafði oft heyrt minnst á þetta próf en spurði hvað það ætti að þýða að vera að gera svona próf á gamalli konu sem væri ekki í neinum áhættuhópi. Ég áttaði mig engan veginn á hvað hann var að segja mér. Mamma var flutt á Borgarspítal- ann og ég kveið mikið fyrir því. Það voru sögur í gangi um að starfsfólk- ið vildi helst ekki sinna alnæmis- sjúklingum og þeir sem færu inn á stofurnar væru í sóttvarnargöllum með grímur fyrir andlitinu, þannig að einungis sæi í augun. Ég sá þetta fyrir mér á leiðinni inn á Borgar- spítala og bað um að ég fengi að tala við systur mínar áður en „ Undir lokin, þegar hún kvaldist mest, þurfti ég að standa uppi í hárinu á nýút- skrifaðri hjúkrunar- konu sem spurði mig hvort ég œtlaði að gera móður mína að eiturlyfjaneytanda. “ mamma yrði látin vita hvað væri að henni. Þá gætum við verið hjá henni á meðan. Um kvöldið fór systir mín og heimsótti hana og mamma sagði við hana að það hlyti eitthvað undarlegt að bjáta að sér því allir sem skoðuðu hana væru með hanska. Svo skýrði Haraldur Briem læknir mömmu frá þessu og þá vildi hann meina að hana hefði verið farið að gruna hvað væri á ferðinni. Mamma fékk aldrei sár á líkamann eins og er svo algengt með alnæmissjúklinga en eitlarnir bólgnuðu og þyngd hennar hrapaði undir 40 kíló úr 80 kílóum. Ótti minn við að meðhöndlunin á Borgarspítalanum yrði með þeim hætti sem ég sagði áðan reyndist ekki á rökum reistur. Hjúkrunar- fólkið var allt mjög elskulegt og mér fannst mjög vel hugsað um hana.“ Varst þú með fordóma gagnvart alnæmi á þessum tíma? „Nei, ég var sjálf með ungling á heimilinu og fannst krakkarnir vera

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.