Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Fyrir rúmlega tveimur árum tóku ný gjaldþrotalög gildi sem kveða á um að öll gjaldþrotaskipti skuli fara til skiptastjóra. Yfirgnæfandi meirihluta gjaldþrotaskipta lýkur hins vegar án þess að eignir finnist upp í kröfur en þau mál hefðu ekki farið til skiptastjóra fýrir laga- breytinguna. Þetta fyrirkomulag hefur því fýrst og fremst fært lög- mönnum auknar tekjur því nú fá þeir mál til meðhöndlunar sem áður hefðu ekki komið til þeirra kasta. lligmiiyóna í fyrra lagði Gjaldheimtan fram 490 beiðnir um gjaldþrota- skipti, úrskurðað var í um það bil einum þriðja af þessum málum. Þetta þýðir að í kringum 165 aðilar voru gerðir gjaldþrota að ósk Gjaldheimtunnar. tekjuauki fyrir lögmenn Samkvæmt gjaldþrotalögum sem tóku gildi þann 1. júlí 1992 fara öll gjaldþrotamál til skiptastjóra eftir að héraðsdómur hefur kveðið upp gjaldþrotaúrskurð. I lögunum, sem Markús Sigurbjörnsson, nýskip- aður hæstaréttardómari, samdi, er einnig kveðið á um að sá sem biður um gjaldþrot þarf að reiða fram 150.000 króna tryggingargjald fýrir því að kostnaður við meðhöndlun gjaldþrotsins fáist greiddur. Á síðasta ári urðu 940 gjaldþrot á íslandi. Kostnaður við gjaldþrota- meðferð er mjög mismunandi eftir umfangi hvers gjaldþrots. Ef hins vegar er gengið út frá því að kostnað- ur við hvert gjaldþrot nemi upphæð tryggingargjaldsins, fæst út að gjald- þrot síðasta árs hafi fært skiptastjór- um 141 milljón krónur í tekjur. Áður en nýju gjaldþrotalögin tóku gildi var meðferð gjaldþrotamála á þann vega að fúlltrúar fógeta unnu að þeim og sendu aðeins skipti til bústjóra (skiptastjóra) þegar kom í ljós að einhverjar eignir voru fyrir hendi. Önnur mál var lokið við hjá embættinu. Gjaldþrotameðferð hjá fógeta kostaði sáralítið og stundum kom það fýrir að beiðnir um gjald- þrot voru sendar inn vegna skulda upp á örfá þúsund. Þetta kerfi var komið út í mikið óefni og það var langt frá því að embætti fógeta réði við þann mikla fjölda gjaldþrota- beiðna sem kom á ári hverju. Hugmyndin að baki 150.000 króna tryggingargjaldinu var meðal annars sú að færa kostnað vegna gjaldþrotameðferðar yfir á þá sem hiðja um gjaldþrotaskipti. Einnig var vonast til þess að gjaldþrotabeiðnum myndi fækka og að ekki væri beðið um gjaldþrot nema einhverjar eignir væru til staðar, og þar af leiðandi möguleiki á því að fá eitthvað upp í kröfur. Fyrst effir að lögin tóku gildi fækkaði gjaldþrotabeiðnum nokkuð en hefur aftur verið að fjölga og stefnir hraðbyri í sama far og var fyr- ir lagabreytinguna. Engar eignir finnast í flestum tilvika Sigurjóna Símonardóttir dóm- arafúlltrúi hefur umsjón með gjald- þrotamálum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Að hennar sögn lýkur gjaldþrotaskiptum i langflestum til- vikum án þess að nokkrar eignir finnist í búum. Sigurjóna vildi ekki nefna ákveðið prósentuhlutfall í þessum efnum en heimildir blaðsins herma að um það bii 75 prósent gjaldþrotaskipta ljúki án þess að eignir fmnist upp í kröfur. Meðferð eignarlausra búa er í flestum tilvik- um tiltöiulega einföld aðgerð og út- heimtir ekki mikla vinnu. Hlutverk skiptastjóra er í grófum dráttum að auglýsa eftir kröfum í búið, leita eigna og ef einhverjar eignir finnast, halda veðhafafund. Einnig þarf að ná í þann sem hefúr verið úrskurðaður gjaldþrota og láta viðkomandi gefa skýrslu. I mörgum tilfellum er þetta lítil vinna og í raun og veru ekkert sem þarf að að fá skiptastjóra til að sjá um. En nýju lögin eru skýr og all- ir gjaldþrotaúrskurðir þurfa að fara til skiptastjóra þrátt fyrir að einsýnt sé að engar eignir séu fyrir hendi upp í kröfúr. Þetta fýrirkomulag hefur því fyrst og ffemst fært lögmönnum auknar tekjur því nú fá þeir mál til meðhöndlunar sem áður hefðu ekki komið til þeirra kasta. Ef það er haft til hliðsjónar að 75 prósentum gjald- þrota lýkur án þess að eignir finnist og að þau mál hefðu ekki farið til skiptastjóra fyrir lagabreytinguna, má gróflega áætla að nýju gjaldþota- lögin hafí fært lögmannastéttinni rúmlega 80 milljóna króna tekju- auka. Tollstjórí og Gjald- heimta eiga helming Um það bil helmingur allra gjald- þrota á síðasta ári voru úrskurðuð að beiðni Tollstjóraembættisins og Gjaldheimtu Reykjavíkur. Kostnað- ur þessara rikisstofnanna vegna tryggingargjalda skiptir tugum millj- óna króna. Nokkur misbrestur er talinn á því að ávinningur ríkisins af því að óska eftir gjaldþroti sé rétt metinn innan þessara stofnana. Venjulegur kröfuhafi metur málin í samræmi við upphæð kröfunnar og þær líkur sem eru á því að fá eitthvað upp í hana við gjaldþrotaskipti en dæmi eru um það að embætti Toll- stjóra óski eftir gjaldþroti þótt skuld- ir séu aðeins óverulegar og einsýnt að ekkert fáist upp í þær. Skynsam- legra og kostnaðarminna væri fyrir ríkið að afskrifa lágar skuldir að Arið 1993 voru 940 aðilar úrskurðaðir gjaldþrota á Islandi. I ár stefnir í að gjaldþrotin verði umtalsvert fleiri. Nokkur misbrestur er talinn á því að ávinningur ríkisins af því að óska eftir gjaldþroti sé rétt metinn hjá Toll- stjóra en dæmi eru um það að embættið óski eftir gjaldþroti þótt skuldir séu aðeins óverulegar og einsýnt að ekkert fáist upp í þær. , loknu árangurslausu fjárnámi í stað þess að borga há laun til skiptastjóra þegar einsýnt er að ekkert fáist upp í kröfur. Opinber gjöld sjaldan afskrífuoan gjaldþrots Þórður Þórðarson, skrifstofu- stjóri hjá Gjaldheimtunni í Reykja- vík, segir að þar sé ekki beðið um gjaldþrot fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar. f fyrra lagði Gjaldheimtan ffam 490 beiðnir um gjaldþrotaskipti árið 1993. Að sögn Þórðar var úrskurðað í um það bil einum þriðja þessara mála en í lang- flestum tilvikum var um fýrirtæki að ræða. Útlagður kostnaður Gjald- heimtunnar í tryggingagjöld var 9,6 milljónir, eða 60.000 krónur að meðaltali við hvert gjaldþrot. Að- spurður um hvort farið sé fram á gjaldþrot þó skuldir séu ekki umtals- verðar svaraði Þórður að svo væri ekki. „Þetta er vegið og metið í hverju tilviki. Forsaga málsins er skoðuð, upphæð skuldarinnar og hversu gömul hún er. Það er alveg ljóst að við förum ekki með menn í gjaldþrot fyrir lágar upphæðir. Gjaldþrota- beiðni er algjört neyðarúrræði af okkar hálfu.“ Tollstjóraembættið er öllu stór- tækari en Gjaldheimtan í þessum efúum. Á síðasta ári lagði embættið fram 838 beiðnir um gjaldþrotaskipti sem er um það bil 22 prósent allra beiðna sem lagðar voru ffam á land- inu. f flestum tilvikum var farið fram á gjaldþrot hjá einstaklingum. Á þessu ári hefúr gjaldþrotabeiðnum Tollstjóra fjölgað umtalsvert. Ef fýrstu sex mánuðir ársins 1993 eru bornir saman við sama tímabil í ár er aukningin um það bil 25 prósent en Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Tollstjóra, segir að gjaldþrota- beiðnir embættisins á þessu ári séu í kringum 100 á mánuði. Að sögn Þórðar eru um það bil 40 prósent af beiðnum tekin til gjaldþrotaúr- skurðar, en það þýðir að á síðasta ári hafi í kringum 335 gjaldþrotaúr- skurðir verið felldir að ósk Tofl- stjóraembættisins. Fulltrúar emb- ættisins treystu sér ekki til að gefa upp hver kostnaður þess hefði verið í fyrra vegna tryggingargjalda, en ef reiknað er með því að meðaltals- kostnaður Tollstjóra við hvert mál hafi verið sá sami og hjá Gjaldheimt- unni hefur embættið þurft að leggja út í kringum 20 milljónir í trygging- argjöld. Það hefúr lengi loðað við Tollstjóra að þar séu skuldarar hik- laust settir í gjaldþrot fýrir tiltölulega lágar skuldir. Þórður staðfesti að það væri stefna embættisins að sýna skuldurum fúlla hörku. „Flest gjöld sem embættið hefur til innheimtu fara sjálfkrafa í gjald- þrotabeiðni, hvort sem skuldir þeirra eru háar eða lágar.“ Þórður leggur áherslu á að gjald- þrotabeiðni reynist oft árangursrík innheimtuaðferð þegar skuldir eru lágar en hins vegar sé því svo farið að sjaldan fáist nokkuð upp í kröfur þegar til gjaldþrotaúrskurðar komi. Þórður tók undir að það gæti verið hagstæðara fýrir ríkið að afskrifa kröfur þegar það má vera ljóst að ekkert fáist upp í þær en hann benti jafnframt á að ákveðnar vinnureglur væru hjá embættinu varðandi af- skriftir skulda. „Þessar vinnureglur eru mótaðar í samráði við fjármálaráðuneytið. f þeim er kveðið á um að það skuli metið hverju sinni hvað eigi að fara í gjaldþrot og hvað ekki.“ Þórður bætir því við að það sé ein- ungis í mjög sérstökum tiifeflum sem skuldir séu afskrifaðar án þess að gjaldþrotaleiðin sé farin. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er verið að skoða þann möguleika í stjórnkerfinu að láta menn sæta frekari ábyrgð en hefúr tíðkast vegna skilasvika á ’vörsluskatti. Skilasvik á til dæmis virðisaukaskatti eru í raun og veru ekkert annað en fjárdráttur og hugmyndin er að menn verði sóttir til saka fýrir dómstólum á sama grundvelli fýrir þessi brot. Baríst um búin Eftir að nýju gjaldþrotalögin tóku gildi var settur saman listi hjá hér- aðsdómum yfir þá lögmenn sem höfðu áhuga á að taka að sér starf skiptastjóra og síðan hefur verið bætt við hann nöfnum þegar menn óska eftir. Eina skilyrðið sem lögmenn þurfa að uppfyíla til að fá starfið er að skila inn afriti af starfsábyrgðar- tryggingu sinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur eru langflestir starfandi lögmenn í Reykjavík á þessum lista sem sýnir glögglega áhuga lögmanna á að fá bú til skipta. Engar ákveðnar úthlutunarreglur eru fýrir hendi í gjaldþrotaskipta- málum. Héraðsdómarar úthluta málum til skiptastjóra eftir að gjald- þrotaúrskurður hefúr verið kveðinn upp og að sögn fulltrúa héraðsdóms- ins er reynt að „jafna málum á milli manna“. Þrátt fýrir að skiptastjórar beri mjög mismikið úr býtum eru gjald- þrotaskiptamál mjög eftirsótt meðal lögmanna, eða eins og einn viðmæl- anda blaðsins sem starfar að inn- heimtumálum sagði: „þeir berjast um búin“. Eins og áður hefur komið fram lýkur yfirgnæfandi meirihluta gjaldþrotaskipta án þess að eignir finnist. f þeim tilfeflum útheimtir gjaldþrotameðferðin yfirleitt ekki mjög mikla vinnu en heimildir blaðsins segja að það sé mjög mis- munandi hversu háa reikninga lög- menn senda fýrir vinnu samsvarandi búa, sumir rukka alltaf 150.000 króna tryggingagjaldið á meðan aðr- ir senda mun hógværari reikninga. -jk m síðustu heigi var rúða brotin í glugga hljómplötuverslunarinnar Hljómalindar og pappalíkneski í fullri stærð af Madonnu stolið. Eig- andi verslunarinnar, Kristinn Sæ- mundsson, hefur um nokkra hríð safnað líkneskjum af söngkonunni kynþokkafullu en eintakið sem var numið á brott var það nýjasta í safni hans. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Madonnu eru beðnir um að hafa samband við Kristin en hún var aðeins klædd pallíettubikiníi af minnstu gerð þegar hún hvarf... Líbanski veitingastaðurinn Mar- haba við Rauðarárstíg mun gefa konum tækifæri til að snæða frítt á næstunni. Skilyrðið er að þær hringi sjálfar og panti borð og gang- ist undir að dansa magadans í þar til gerðum búningi áður en þær setj- ast að snæðingi. Hugmyndin að þessari nýbreytni mun vera komin frá Aladin Yassin, eiganda veitinga- hússins, en hann leggur áherslu á að konurnar láti vita af uppákomunni fyrirfram því ekki mun vera skortur á tilboðum um slíkan dans cftir að þær eru búnar að teyga veigar húss- ins. Þegar þjónustustúlka á Mar- haba var spurð hvort hún óttaðist ekki að íslenskir karlmenn færu með málið fyrir Jafnréttisráð stóð ekki á svörunum. Hún sagði að magadans hefði orðið til í upphafí sem æfing fyrir ófrískar konur til að styrkja vöðva þeirra og hún vissi ekki af neinum karlmönnum sem hefðu orðið vanfærir. Þar með væru þeir átómatískt útilokaðir... XJttekt Loga Bergmanns Eiðsson- ar á klámi í Internetinu í Kastljósi hefur vakið mikla athygli. Freyr Þórarinsson, kennari við Tölvuhá- skólann, hefur sakað Loga um fréttafölsun á þeim forsendum að ekki sé hægt að nálgast klámið nema með því að panta það sérstak- lega. Aðrir halda þvi fram og þykj- ast hafa sannreynt að það séu marg- ar leiðir til að nálgast þetta for- boðna efni sem getur verið mjög subbulegt svo vægt sé til orða tekið. Farið sé inn á gagnabankann og megi fínna svokallaða „sex diepers" inn á alt-skrám. Tölvufræðingar eru sérstaklega argir út í Loga og telja hann hafa unnið talsvcrt ógagn með umfjöllun sinni. Þeir vita að Logi er sjálfur enginn tölvuspekingur og leita nú logandi ljósi að hjálpar- manni hans án þess að það komi fram hvað gert verði í framhaldi af því. Talsverðar bréfaskriftir hafa farið fram inni á menntanetinu og hefur Logi tekið þátt í þeim þar sem hann meðal annars líkir netinu við garð þar sem finna megi ang- an óteljandi blóma en það þýði ekkert að loka augunum fyrir því að það sé arfi í tölvugarð- inum og hann beri að reita...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.