Helgarpósturinn - 28.11.1994, Page 5
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
5
Mál Lífeyrissjóðs starfsmanna
Áburðarverksmiðjunnar
Rannsóknin vel
á veg komin
.Rannsóknin er vel á veg komin
og málið mun fara til ríkissak-
sóknara þegar henni hefur verið
lokið. Annað hef ég ekki um þetta
að segja,“ segir Hörður Jóhann-
esson yfirlögregluþjónn hjá RLR
aðspurður um hvernig rannsókn
máls Þorsteins V. Þórðarsonar,
fyrrverandi sölustjóra Áburðar-
verksmiðjunnar og umsjónar-
manns Lífeyrissjóðs starfsmanna
þar, miðar.
Eins Og MORGUNPÓSTURINN
sagði frá í síðasta tölublaði er
hætta á að Lífeyrissjóður starfs-
manna Áburðarverksmiðjunnar
tapi allt að 70 milljónum króna
vegna heimildarlausra og hæp-
inna fjárfestinga Þorsteins, sem
keypti á 18 mánaða tímabili
skuldabréf af ýmsum einstakling-
um og fyrirtækjum fyrir það bil
115 milljónir króna. Þorsteinn er
auk þess grunaður um að hafa
haft verulegan persónulegan
ávinning af þessum viðskiptum,
en í bókhaldi sjóðsins eru afföllin
af skuldabréfakaupunum skráð
mun minni en seljendurnir segjast
hafa mátt þola.
Þorlákur Einarsson, sölu-
rnaður í lausamennsku, var í flest-
um tilvikum milligöngumaður í
skuldabréfakaupunum. Hann
sagði við blaðamann eftir að
greinin birtist að Þorsteinn hefði
fullyrt við sig að stjórn sjóðsins
hefði vitað af öllum kaupunum og
verið þeim samþykk. Samkvæmt
mjög áreiðanlegum heimildum
blaðsins komu stjórnarmenn hins
vegar af fjöllum þegar upp komst
Grétar Haraldsson lögfræðing-
ur var milligöngumaður í hluta
skuldabréfakaupanna, hann
hefur verið sviptur lögmanns-
réttindum sínum og er nú skráð-
ur gjaldþrota.
um tilfæringar Þorsteins. Nýjar
upplýsingar blaðsins herma að
Grétar Haraldsson lögfræðingur
hafi einnig verið milligöngumað-
ur í skuldabréfakaupunum, en
hann var ekki eins stórtækur og
Þorlákur. Samkvæmt heimildum
blaðsins átti Grétar.fyrst og fremst
þátt í kaupum Þorsteins í bygg-
ingum í Berjarima 20-28 sem
Kristján Magnason húsasmiður
er í forsvari fýrir. Heimildir blaðs-
ins segja að forráðamenn Áburð-
arverksmiðjunnar hafi þungar
áhyggjur yfir því að Grétar er með
til innheimtu skuldabréf í eigu líf-
eyrissjóðsins upp á rúmlega 2
milljónir króna. Áhyggjur þeirra
stafa af slæmri fjárhagsstöðu
Grétars en hann hefur komið ná-
lægt ýmsum vafasömum viðskipt-
um á ferli sínum og er nú skráður
gjaldþrota. -jk
Óánægðir hluthafar í Sameinuðum verktökum kanna hug almennra
hluthafa til stjórnar félagsins. Krefjast hluthafafundar og ætla að
bera upp vantrauststillögu á stjórnina.
Mikill meirihluti
óánægður með
stjómina
Mikil óánægja er með fjárfesting-
ar fslenskra aðalverktaka meðal
hóps hluthafa í Sameinuðum verk-
tökum en fyrirtækið á 32 prósent í
íslenskum aðalverktökum. í rúmt
ár hefur stjórn íslenskra aðalverk-
taka staðið í ýmsunt fjárfestingum
erlendis fyrir um það bil 140 millj-
ónir króna í bága við félagasamning
félagsins og samþykktir Samein-
aðra verktaka. Það sem fer helst fyr-
ir brjóstið á hluthöfum Sameigin-
legra verktaka er að hvorki var leit-
að samþykkis þeirra áður en ráðist
var í þessar fjárfestingar né þær yf-
irhöfuð kynntar. Frá þessu var sagt
í MORGUNPÓSTINUM síðastliðinn
mánudag.
Forsvarsmenn óánægðu hluthaf-
anna í Sameinuðum verktökum
skrifuðu öllum hluthöfum félagsins
bréf og báðu þá um að taka afstöðu
til málsins. Hluthafarnir eru 251
talsins en svör bárust frá 100 þeirra
og eiga þeir samtala um 40,1 pró-
sent hlutafjár Sameinaðra verktaka.
í fýrstu spurningunni var spurt
um við hvað hluthafarnir teldu að
starfsvið félagsins ætti að miðast og
var hún þrískipt. A-liður hljómaði
þannig: „Finnst þér að starfssvið
Sameinaðra verktaka eigi að tak-
markast við þátttöku í íslenskum
aðalalverktökum eingöngu?“ Já
sögðu 71 hluthafa en samtals eiga
þeir 30,61 prósent hlutafjár. Nei
sögðu 13 en þeir hafa 4,33 prósent
hlutafjárs undir sínum yfirráðum.
Eigendur 4,02 prósenta hlutafjár
eða 14 aðilar voru óákveðnir og
tveir eigendur 0,14 prósenta svör-
uðu ekki.
1 b-lið var spurt: „Finnst þér að
Sameinaðir verktakar eigi að leyfa
íslenskum aðalverktökum að fara
inn á starfssvið sitt með almennri
verktöku innanlands?“ Já sögðu 30
sem eiga samtals 7,52 prósent í S.V.
52 svöruðu spurningunni hins veg-
ar neitandi en þeir eiga 27,92 pró-
senta hlutafjár og óánægðir voru 18
eigendur 4,66 prósenta hlutafjár.
C-liður spurningarinnar hljóm-
aði með effirfarandi hætti: „Finnst
þér að Sameinaðir verktakar eigi að
leyfa Islenskum aðalverktökum að
færa út starfssvið sitt með verkefn-
um erlendis og með því að taka þátt
í stofnun nýrra hlutafélaga til slíkr-
ar starfsemi?“ Já svöruðu 12 og áttu
2,05 prósent, Nei sögðu 70 og voru
með 32,35 prósent, óákveðnir voru
17 hluthafar og samtals eigendur
5,58 prósenta hlutafjár. Einn eig-
andi 0,13 prósenta svaraði ekki.
Önnur spurningin var: „Ertu
ánægður með störf stjórnar Sam-
einaðra verktaka?“ Þessu svöruðu
79 af þeim 100 sem tóku þátt í
könnuninni. Þeir sem svöruðu ekki
eiga samtals 8,89 prósenta hlutafjár.
Af þeim sem svöruðu voru tveir
mjög ánægðir en þeir eiga 0,02 pró-
sent í félaginu, 11 voru frekar
ánægðir og eiga þeir samtals 3 pró-
sent, frekar óánægðir voru 25 sem
samtals eiga 5,6 prósenta hlutafjár.
Mikill meirihluti var hins vegar
mjög óánægður með stjórnina eða
41 eigendur 22,6 prósenta hlutafjár.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Þórði M. Þórðarsyni en hann er
einn af forsvarsmönnum óánægðra
hiuthafa í Sameinuðum verktök-
um. Þeir hyggjast rita hluthöfum
Sameinaðra verktaka bréf þar sem
fram kemur að samkvæmt niður-
Þórður M. Þórðarson, einn for-
svarsmanna óánægðra hluthafa
Sameinaðra verktaka, segir mik-
inn meirihluta almennra hluthafa
félagsins andsnúna stjórn þess,
samkvæmt skoðanakönnun sem
óánægðir hluthafar stóðu fyrir.
stöðum skoðannakönnunarinnar
telji þeir ljóst að flestir hluthafa
Sameinaðra verktaka séu óánægðir
með störf stjórnar félagsins. Einnig
kemur fram í bréfinu að þeir hygg-
ist fara fram á að haldinn verði
hluthafafundur sem fyrst og þar
verði lögð fram vantrauststillaga á
stjórn Sameinaðra verktaka. Verði
hún samþykkt skuli gengið til
kosninga um nýja stjórn fyrir félag-
ið, nýja fulltrúa í stjórn Islenskra
aðalverktaka og aðra trúnaðar-
menn félagsins.
-lae
28.11 - 2.12
ll
__ __I
s
s
með hverjum TOMMA
TOMMA
HAMBORGARAR
LÆKJARTORGI