Helgarpósturinn - 28.11.1994, Page 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Grafgotur
Landsframleiðsla
Eignarhaldsfélag Suðurnesja er af mörgum heimamönnum álitið vera lítil lyftistöng
fyrir atvinnulíf suður með sjó eins og vonir stóðu til. Helmingur þess fjár sem farið
hefur í hlutafjárkaup er talinn glataður. Líkur á því að félagið verði lagt niður
Hafa ekki skilning
á fýrirtækjarekstri
Veitti styrk til
framleiðslu
hleðslutækja
fyrír orku-
steina
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um síðastliðinn þriðjudag að veita
Karli Gíslasyni blikksmiði 200.000
króna styrk til að þróa og smíða
sterka bögglabera og hleðslutaeki
sem endurhleður orkusteina.
Bögglaberarnir eru hugsaðir til
notkunar á fjallahjólum en flest
þeirra koma án slíks útbúnaðar til
landsins. Steinahleðslutækið er hins
vegar lítill kassi sem samanstendur
af glerhúsi með pýramídalaga þaki
en undirstaða tækisins er gerð úr
viði. Karl segir að hugmyndin að
steinahleðslutækinu hafi kviknað
þegar hann sá teikningu af sambæri-
legu tæki í bók. „Bróður minn lang-
aði mikið í svona tæki og mér fannst
ég vera kominn í mínus gagnvart
honum í jólagjöfum svo ég smíðaði
eitt tæki sem ég gaf honum og það
hefúr reynst mjög vel,“ segir hann.
Karl hyggst byrja á að kanna við-
brögð við steinahleðslutækinu á
innlendum markaði en stefnir síðan
á útflutning. „Ég hef ekki haft fjár-
magn til að sinna þessu sem skyldi
og styrkurinn fer beint í að koma
framleiðslunni í gang,“ segir hann.
Móðir Karls hefur góða reynslu af
notkun steinahleðslutækisins að
hans sögn. „Hún setti stein í tækið
en var síðan ekkert að hugleiða það
sérstaklega en meðhöndlaði það
bara samkvæmt leiðbeiningum
mínum og viku síðar sagði hún mér
að henni liði miklu betur. Það hefur
greinilega jafnað orkuflæðið í kring-
um hana.“ Karl segir tækið virka vel
fyrir alla orkusteina en þeir hafi mis-
munandi eiginleika. Steinahleðslu-
tækið verður markaðssett í þremur
stærðum og söluverð þess ódýrasta
verður væntanlega urn 3.700 krónur
út úr búð. Að sögn Karls eru tækin
öll jafn kraftmikil og í kynningar-
bæklingi sem þeim fylgir kemur
fram að þau geti haft jákvæð áhrif á
fólk í fjarlægum heimsálfúm. Þar
segir meðal annars að vísindamenn
hafi komist að því að hleðslutæki
með jaspis-steini í Kaliforníu hafi
læknað konu með banvænan sjúk-
dóm á írlandi. Ennfremur kemur
þar ffarn að steinahleðslutækið er
langlífara en hefðbundin heimilis-
tæki því ef það „brennur út“ vegna
ofnotkunar þarf bara að skella því í
ffysti í viku og þá verður það sem
nýtt aftur. -lae
framgang. 1 9. grein nú-
gildandi áfengislaga
stendur: Óheimilt er að
gefa veitingamönnum
afslátt frá hinu ákveðna
útsöluverði til almenn-
ings. Á meðan það er í
gildi gefum við náttúr-
lega engan afslátt.“
Höskuldur Jóns-
son, forstjóri
ÁTVR. í núgildandi
áfengislögum er
bannað að veita
afslátt á áfengis-
verði til veitinga-
húsa. í frumvarpi,
sem lagt var fram í
fyrra var því banni
aflétt en frumvarp-
ið náði ekki fram.
segir Sigurbjöm Sigurðarson, eigandi Ventusar, um stjóm Eignarhaldsfélags Suðumesja.
Fyrir ríflega ári var Eignarhalds-
félag Suðurnesja stofnað í þeim til-
gangi að efla atvinnulíf á Suðurnesj-
um með lánveitingum og hlutafjár-
kaupum í fyrirtækjum með arðsem-
ismarkmið í huga. Stofnendur og
stærstu hluthafar þess eru flest bæj-
ar- og sveitarfélögin á Suðurnesj-
um, Lífeyrissjóður Suðurnesja og
Hitaveita Suðurnesja. Islenskir að-
alverktakar hafa einnig lagt hlutafé í
félagið. Innborgað hlutafé var í árs-
lok 1993 um 118 milljónir króna.
Samkvæmt heimildum MORGUN-
PÓSTSINS eru margir hlutaðeigandi
þess fýsandi að félagið verði lagt
niður. Einnig hefur komið til tals að
Keflavíkurbær og Njarðvíkurbær
dragi sig úr Eignarhaldsfélaginu.
Ákvarðanir
teknar seint og illa
Að sögn Sigurbjörns Sigurðar-
sonar, eiganda byggingarfýrirtæk-
isins Ventusar í Keflavík, ríkir al-
menn óánægja með starfsemi Eign-
arhaldsfélags Suðurnesja.
„Það komu strax fram efasemdir
þegar félagið var stofnað því í stjórn
sitja fulltrúar hluthafanna, sem
flestir eru pólitíkusar, hræddir urn
frama sinn, og þeir hafa ekki næga
þekkingu á atvinnulífinu. Ákvarð-
anir um lánveitingar eða hluta-
bréfakaup eru oft teknar bæði seint
og illa. Eg veit dæmi þess að það
hefur tekið þá marga mánuði að
taka ákvörðun um hvort veita eigi
fyrirtækjum aðstoð. Þeir hafa ekki
skilning á því að í fyrirtækjarekstri
ertu með mannskap á launum og
verður að vinna hlutina hratt og
vel,“ segir Sigurbjörn.
1 frétt í Beztablaðinu, sem gefið er
út í Keflavík, eru leiddar líkur að
því að Eignarhaldsfélag Suðurnesja
hafi tapað um helmingi keypts
hlutafjár, um 15 milljónum króna.
Því tií staðfestingar er vísað í árs-
reikninga félagsins en þar kemur
fram að keypt voru hlutabréf fyrir
28 milljónir. í saltverksmiðju
danska fyrirtækisins Saga Ingredi-
ents voru lagðar 7 milljónir en fyrir-
tækið er nú gjaldþrota. Byggingar-
fyrirtækið Ventus hf. hefur hætt
framleiðslu á skútum en í það verk-
efni voru lagðar um 8 milljónir
króna. Eignarhaldsfélagið keypti
einnig hlutabréf fyrir lægri upp-
hæðir í fimm öðrum fýrirtækjum á
Suðurnesjum í fýrra.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
stjórnarformaður Eignarhaldsfé-
lagsins og bæjarstjóri í Sandgerði,
segir að lengi megi hártoga urn
hvort þetta hlutafé sé glatað.
„Það sem mestu máli skiptir er að
saltverksmiðjan er nú komin í eigu
Hitaveitu Suðurnesja og er enn að
framleiða salt. Ventus hf. er, að því
ég best veit, með hálfsmíðaða skútu
á gólfrnu hjá sér. Fyrirtækið er því
enn í rekstri og þar af leiðandi er
hlutaféð ekki tapað.“
Hafa ekki
skilning á rekstrinum
Sigurbjörn Sigurðarson hjá
Ventusi hf. segir að rekstur fyrir-
tækisins hafi verið kominn í hnút
strax eftir að fyrsta og eina skútan
var seld til Sviss.
„Við fórum ffarn á að Eignar-
haldsfélagið lánaði okkur um 15
milljónir en fengum 8 milljónir.
Keflavíkurbær útvegaði okkur hús
sem við innréttuðum og í það fór
stór hluti af fjármagninu. Islenskir
aðalverktakar keyptu af okkur tæk-
in og leigðu okkur þau síðan. Nú
vill helst enginn vita af okkur. Við
fengum pöntun í smíði annarrar
skútu en síðan hætti kaupandinn
við vegna slæmrar fjárhagsstöðu
okkar. Þess vegna erum við með
hálfldáraða skúta á gólfinu hjá okk-
ur. Nú höldum við oldcur á floti
með trésmíðavinnu. Menn átta sig
ekki á því að skútuframleiðsla er
annað og meira en að reka pulsu-
vagn. Á Islandi vantar nauðsynlega
fjármagn í áhættu og þróun. Ventus
fékk þó einna mest frá Eignarhalds-
félaginu þannig að ég ætti kannski
ekki að kvarta. Félagið virðist því
miður ekki hafa skilning á rekstrin-
um og við hittumst aldrei og rædd-
um málin. Eini fulltrúi þeirra sem
við erum í sambandi við er lögfræð-
ingur félagsins, Ásbjörn Jóns-
son.“
Hluthafafundur
á næstunni
Sigurður Valur segir hlutabréfa-
kaup Eignarhaldsfélagsins hafa
gengið vel og í apríl höfðu verið
keypt hlutabréf í fyrirtækjum fyrir
um 36 milljónir króna og skulda-
bréf fyrir 68 milljónir. „Við viljurn
ekki gefa upp á þessari stundu
hvaða aðilar hafa fengið skulda-
bréfalán. En eftir hluthafafund sem
haldinn verður á næstunni verður
upplýst hverjir hafa fengið þessi lán.
Það kann einnnig að vera viðkvæmt
fýrir fyrirtækin sjálf að upplýsa um
lánveitingar til þeirra. Það er eins
og að hringja í bankastjóra og fá
upplýsingar um hverjir séu við-
skiptavinir bankans.
Bráðlega verður tekin ákvörðun
um framtíð félagsins því að aðstæð-
ur hafa breyst vegna samruna bæj-
arfélaganna. Ekki stendur til að
leggja það niður en stjórnin hefur
ýmsar hugmyndir um hvernig auka
megi hlutaféð.“
-HM
Borgarráð til liðs við nýöldina
Verðbólga
Úlfar Eysteinsson, veitingamaður spyr.
„Ég vil spyrja hvenær við á veitingahús-
unum fáum að kaupa vin á heildsölu-
verði. Eins og staðan er nú þurfum við að
greiða sama verð og sá sem kemur af göt-
unni, sem er náttúrlega óeðlilegt í svona
viðskiptum. Vínverð er alltof hátt og það
myndi breyta vinvenjum þjóðarinnar ef
við gætum boðið lægra verð. Sjálfum
þætti mér ekki óeðlilegt að við fengjum
vínið á um 25 prósent lægra verði og það
myndi skila sér til neytenda. Þjóðverjar
og aðrir útlendingar falla í yfirlið þegar
þeir sjá t.d. verð á bjórnum hér á landi og
með breytingu gætum við boðið léttvíns-
flöskur á mun skaplegra verði.“
„Þessu get ég ekki svarað. Það er
bundið í áfengislögum að Áfengis
og tóbaksversluninni sé óheimilt
að gefa afslátt frá skráðu verði.
Mér er kunnugt um það að í fyrra
var á ferðinni frumvarp, sem
dómsmálaráðherra lagði sennilega
fram, enda heyra áfengislögin
undir hann. Þar var þessu banni
aflétt, en frumvarpið fékk ekki
1994
1995
Þjóðhagsáætlun og spá Gjaldeyrismála
eru nokkuð samstíga í verðbólguspám
sínum. Á báðum stöðum er gert ráð fyrir
1,5 prósenta verðbólgu á þessu ári.
Gjaldeyrismál gerir hins vegar ráð fyrir
2,2 prósenta verðbólgu 1995 en í þjóð-
hagsáætlun er spáð 2 prósenta verð-
bólgu.
Mer er spurn
Karl Gíslason, glaður í bragði, eftir að Borgarráð samþykkti að veita honum 200.000 króna styrk til að fram-
leiða bögglabera og hleðslutæki fyrir orkusteina.
Blaðið Gjaldeyrismál gerir ráð fyrir 4 pró-
senta aukningu á landsframleiðslu á
þessu ári en í þjóðhagsáætlun er gert ráð
fyrir 1,9 prósent aukningu. Á næsta ári
reiknar þjóðhagsáætlun með 1,4 prósent
aukningu en í Gjaldeyrismálum er gert
ráð fyrir aukningu upp á 2 prósentustig.
Vidskjptajöfnudur
rMilljarðar krona
4
1994
1995
Blaðið Gjaldeyrismál gerir ráð fyrir mun
meiri afgangi á viðskiptajöfnuði en fram
kemur í þjóðhagsáætlun. Gjaldeyrismál
reiknar með 11 milljarða króna afgangi á
þessu ári og 8,3 milljörðum á þvl næsta. i
þjóðhagsspá er hins vegar gert ráð fyrir 3
milljarða króna afgangi á þessu ári og 2
milljörðum árið 1995.