Helgarpósturinn - 28.11.1994, Side 18

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Side 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Rúnar Júlíusson erein- hver sá alflottasti sem hefursést í íslensku tón- listarlrfi. Það mun hafa verið ógleymanlegt þeim sem sáu hann i Glaum- bæ í„den“ sveifía sér ber ao ofan í Ijósakrón- um í dúndrandi rokk- slögurum. Rúnarsýnirá sér bakhliðina. Ef þú værir allt i einu staddur úti á miðju Ballarhafi í björgunarbát, hvort vildirðu heldur hafa með þér Ólaf Laufdal eða séra Auði Eir? (Mátt ekki hafa þau bæði.) „Ólaf Laufdal. (Viö myndum ná landi.) Hver er ofmetnastur islenskra tón- listarmanna? „Megas." Hvor finnst þér sætari, Bubbi eða Bó? „Bubbi. Hann notar tíu til tutt- ugu teskeiðar af sykri í kaffið sitt.“ Hver er uppáhaldsíþróttafréttarit- arinn þinn og hvers vegna i ósköp- unum er hann i eftirlæti hjá þér? „- Siggi „komiðisæl" Sigurðsson. Hann er sá fyrsti í minni veröld." Hvert er versta lag sem þú hefur sungið? „Mitt eigið lag sem heitir Allt á tæru. Algjör hryllingur." Hvernig bregstu við ef þú, eftir góða rispu, vaknar nakinn í hrúgu af háifsofandi kappklæddum Kvennaiistakonum og með þér er Engilbert Jensen, einnig nakinn? „Skipta Kvennalistakonum út af og byrja nýja rispu.“ Hver er leiðinlegasti maður is- landssögunnar? „Sá sem er drukknastur hverju sinni." Finnst þér Vinir vors og blóma vera að gera góða hluti á tónlistar- sviðinu? „Þeir eru hressir á dans- leikjum en ég er ekki búinn að ná sambandi við ÆÐIÐ þeirra." Hver er greindastur islendinga? (Bannað að segja Matti Ósvald nuddari.j „Heiðar Jónsson er lit- greindasti íslendingurinn." Hvort vildirðu heldur vera Birgir Hrafnsson (sem var í Celsius) eða Ágúst Atlason? (Þessi sem er með Óla og Helga i Ríó?) „Biggi Hrafns af því að hann er með ODD- NÝJU.“ Mundirðu segja að Hrafn Gunn- laugsson sé þokkalega sáttur við sjálfan sig sem manneskju? „Það búa margir Krummar í Hrafni og fullt starf að ná sáttum." Hvort fyrirbærið er fyndnara, Ad- amson i DV eða Magnús Sche- ving? „Magnús Scheving er með þolgóða fyndni." Finnst þér herra Magnús Ólafs- son leikari og „...bolla“... kyn- þokkafullur maður? (Hreinskilnis- legt svar óskast.) Ef svarið er já, í hverju felst kynþokkinn? Ef svarið er nei, af hverju ekki? „Já, það er kynþokki í öllu fólki og hjá Magnúsi í tonnavis." ■ Þótt pólitískur ferill Ólafs Arnar Haraldssonar, sem náði öðru sætinu í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, sé stuttur, er hann með ævintýralegum blæ. Gekk yfir Grænlandsjökul se sjálfsteedismadur og endaði í ooru sætinu hjá Framsókn Það vakti töluverða athygli þegar Ólafur Örn Haraldsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Gallups á Islandi, náði öðru sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Þessi skyndilegi frami Ólafs, sem áður hafði getið sér það helst til frægðar að ganga við þriðja mann yfir Grænlandsjökul, innan Framsókn- arflokksins, er sérlega athyglisverð- ur þegar sú staðreynd er höfð í huga að hann er nýgenginn í flokk- inn og hann hafði ekkert látið að sér kveða í stjórnmálum fyrir próf- kjörið. Úrslit prófkjörsins vöktu upp nokkurn úlfaþyt í Framsókn- arflokknum og sagði keppinautur Ólafs um annað sætið á listanum, Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, góð og gegn Framsóknarkona til margra ára, meðal annars að hún hefði orðið undir „þýsk-íslenskri mulningsvél" og vísaði þar til kosn- ingabatterís sem jafnan studdi Guðmund G. Þórarinsson en hann bakkaði Ólaf upp í prófkjör- inu. Fljótlega eftir prófkjörið fóru síðan sögur á flot um að Ólafur hefði alls ekki ætlað sér að komast til metorða í Framsóknarflokknum, þangað hefði hann ekki snúið sér fyrr en eftir að sjálfstæðismenn höfðu hafnað honum. Vildi fram á Suðurlandi Ólafur Örn var eigandi og fram- kvæmdastjóri Gallups á íslandi fram á sumar 1992 þegar hann seldi fyrirtækið. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Ólafur hafa viðrað það við ýmsa aðila fyrri hluta árs 1992 að hann hefði hug á að ná ein- hverjum pólitískum frama, jafnvel komast á þing. Horfði hann helst til Suðurlandskjördæmis enda ólst hann upp við Laugarvatn og er sunnlendingur í húð og hár. Heim- ildarmenn blaðsins, sem þekkja vel til Ólafs, segja að hann sé ákveðinn maður og gangi skipulega til verks þegar hann hefur á annað borð tek- ið ákvörðun. Sömu menn segja að fyrsta skref Ólafs í átt að framboði hafi verið að láta fyrirtæki sitt Gall- up gera all umfangsmikla skoðana- könnun í kjördæminu um viðhorf kjósenda til frammistöðu þing- manna þess. Guðmundur Rúnar Árnason, sem nú starfar hjá Hafn- arfjarðarbæ, var á þessum tíma starfsmaður Gallups og man vel eftir þessari könnun. „Jú, jú, ég kannast við þessa könnun. Hún var gerð einhvern tímann að vori til 1992. Það var ein- hverjum sunnlenskum fyrirtækjum seldar spurningar inn í hana en í henni voru líka spurningar um hvernig fólki fyndist þingmenn kjördæmisins hafa staðið sig. Nið- urstöður þess liðar voru aldrei gerðar opinberar." Heimildarmenn blaðsins full- yrða að Ólafur hafi á þessum tíma ætlað sér að komast á framboðslista hjá sjálfstæðismönnum og litið sæti Eggerts Haukdal hýru auga, enda hafi niðurstöður könnunarinnar verið á þá leið að vænlegast hafi verið að ráðast þar til atlögu. Vopn- aður þeim upplýsingum mun Ólaf- ur hafa farið á fund Þorsteins Pálssonar, forystumanns sjálf- stæðismanna á Suðurlandi, og lýst yfir áhuga sínum á störfum fýrir flokkinn. „Við Ólafur höfum nokkrum sinnum rætt saman um stjórnmál,“ segir Þorsteinn, en vill ekki segja um hvað hafi verið rætt. „Ólafur hefur meðal annars komið til mín í sjávarútvegsráðu- neytið en það er engin ástæða til að Ijóstra upp hvað okkur fór á milli í einkasamtölum," segir Þorsteinn og hlær við. Heimildir blaðsins segja hins vegar að Þorsteinn hafi ekki tekið málaleitan Ólafs Arnar vel. Fór næst til Davíðs Ólafur á þó ekki að hafa sætt sig við að tilraunir hans til frama innan Sjálfstæðisflokksins lyki með þess- Davíð Odsson. Vor- ið 1992 sótti Ólafur Örn um að verða að- stoðarmaður hans. Hreinn Loftsson, fyrrverandi aðstoð- armaður Davíðs Oddssonar. Ólafur sóttist eftir starfi hans. Þorsteinn Pálsson „Við Óiafur höfum nokkrum sinnum rætt saman um stjórnmál." um hætti, heldur hafi hann ákveðið að bjóða formanninum sjálfum, Davíð Oddssyni forsætisráðherra krafta sína í starf aðstoðarmanns hans, þar sem Hreinn Loftsson lögmaður hafx verið að láta af því starfi. Hreinn staðfestir þetta. „Það lá ljóst fyrir að ég myndi að- eins taka mér frí í eitt ár frá lög- mannsstofu minni til að gegna stöðu aðstoðarmanns Davíðs. Vor- ið 1992 var greint frá því einhvers staðar opinberlega að ég myndi hætta starfinu þann 31. ágúst. Ólaf- ur hafði greinilega haft af því spurnir að ég væri að hætta og bað um fund með mér og kom til mín á skrifstofu mína í forsætisráðuneyt- inu sama vor og sóttist eftir starf- inu. Ég greindi honum frá því að það væri náttúrlega ekki mitt hlut- verk að ráða í starf aðstoðarmanns Davíðs en ég myndi koma skila- boðunum á framfæri við hann, sem og ég gerði. Síðan gerðist ekkert í málinu. En það er auðvitað mjög persónubundið mál hvaða aðstoð- armenn ráðherrar velja sér.“ Þegar Hreinn er spurður hvort það sé ekki örugglega rétt munað að hann hafi verið pólitískur að- stoðarmaður Davíðs, játar hann því. „Það er að sjálfsögðu gengið út frá því sem gefnu að menn séu samherjar viðkomandi ráðherra í pólitík þegar þeir taka að sér störf aðstoðarmanna," segir hann. Eins og Hreinn segir gerðist ekk- ert í málinu. Við svo búið á að hafa orðið ákveðinn vendipunktur í stjórnmálaáhuga Ólafs, hann hafi séð að fullreynt væri að komast að hjá Sjálfstæðisflokknum og hann því ákveðið að athuga hvort ekki væri pláss fyrir hann í Framsóknar- flokknum. Grænlandsqangan úthugsað sjónarspil Það var þó ekki fyrr en síðasta vor sem Ólafur lét fyrst til sín taka í Framsóknarflokknum. Sjálfur á hann að hafa orðað það sem svo að þá hafi hann „kornið út úr skápn- um“. Margir Framsóknarmenn vissu hins vegar ekki af tilvist hans fyrr en hann boðaði þátttöku sína í prófkjörinu sem fór í fulltrúaráði flokksins í byrjun nóvember. Ólaf- ur vann ötullega í kosningabarátt- unni og naut þar dyggrar aðstoðar fyrrverandi þingmanns Fram- sóknaflokksins, Guðmundar G. Þórarinssonar. Einnig átti Ólafur vísan stuðnings Finns Ingólfsson- ar, efsta manns listans, þrátt fyrir að Finnur hafi ekki lýst því yfir op- Óar við því að jafnaldrar sínirfói ekki aðstoð í sjúkraliðaverkfallinu Guðmunda Elíasdóttir, söng- kona og kennari, sem er orðin 75 ára gömul, lætur sér enn margt fýr- ir brjósti brenna. Nú brennur á henni verkfall sjúkraliða, enda er henni málið skylt því dóttir herinar tilheyrir þeirri stétt. Ennfremur finnst henni skammarlegt að ung- lingar nú til dags séu notaðir í hálf- gerða þrælkunarvinnu. „Af fréttum að dæma finnst mér að sjúkraliðar hafi orðið útundan eftir hvað viðvíkur launahækkun- um. Miðað við það verk sem þessi stétt innir af hendi finnst mér laun þeirra skammarleg. Þótt hjúkrun- Eja§r æið þess vegna er ég til arfræðingar eigi allt gott skilið virðast þær ekki geta annað verk- um sjúkrahúsanna án sjúkralið- anna, sem bitnar einkum á deild- um aldraðra. Það sýnir bara hvað sjúkraliðastéttin er nauðsynleg. Ég er sjálf orðin 75 ára gömul og mig óar við þeirri tilhugsun að einstak- lingar á sama aldri og ég og þurfa á aðstoð að halda fái enga umönnun og sitji kannski eitt heima. Þeir sem hafa töglin og hagldirn- ar á peningamálum í þessu þjóðfé- lagi verða að finna málamiðlun, ekki bara á morgun heldur strax. Svo finnst mér skammarlegt að verið sé að nota unglinga í hálf- gerða þrælkunarvinnu hjá húsa- smiðum á sumrin; að þeir séu látn- ir vinna um dag, kvöld og helgar fyrir innan við tvöhundruð krónur á tímann. Svo koma þeir heim rifn- ir og blóðugir. Ég hef horft upp á þetta. Mér finnst allt að því verið að níðast á unglingunum. Þetta er næsti bær við þrælkunarvinnu eins og hún tíðkaðist í gamla daga.B inberlega. Og Ólafur kom, sá og sigraði. Hann bar naumlega sigur- orð af Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur og náði öðru sæti á listanum sem hún hafði skipað áður. í fyrra fór Ólafur ásamt syni sín- um og þriðja manni í milda svaðil- för á gönguskíðum yfir Grænlands- jökul. Þessi ævintýraferð vakti mikla athygli og birtust myndir og viðtöl við garpana í mörgum fjöl- miðlum. Menn sem þekkja til Ólafs segja að hann sé mjög mikill „PR- maður" og að jökulgangan hafi ver- ið úthugsað sjónarspil hjá honum til þess að markaðssetja sig í huga almennings með pólitískan frama í huga. Jökulgangan vakti vissulega athygli og fékk dágóða umfjöllun í fjölmiðlum en erfitt er að slá nokkru föstu um hvort að baki henni hafi legið eitthvað annað en hrein ævintýramennska. Heimild- armenn úr Framsóknarflokknum fullyrða hins vegar að eldra fólk í fulltrúaráðinu (prófkjör Fram- sóknarmanna í Reykjavík var bundið við fulltrúaráð flokksins) hafi fyrst og fremst rnunað eftir Ól- afi vegna Grænlandsgöngunnar og hann geti þakkað göngunni að miklu leyti sigur sinn. Langt er um liðið síðan Fram- sóknarmenn í Reykjavík hafa kom- ið tveimur mönnum á þing og í því ljósi er frernur grátbroslegt, ef rétt er, að uppskera margra daga svaðil- farar yfir Grænlandsjökul sé annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík. -jk Ólafur Örn Haraldsson: Vil ekki ræða nein trú naðarsamtöl MORGUNPÓSTURINN náði tali af Ólafi Erni Haraldssyni á lands- þingi Framsóknarflokksins í gær, sunnudag, og bar undir hann þær fullyrðingar, sem fram koma í greininni hér á síðunni. „Mitt starf í hartnær tuttugu ár hefur verið ráðgjafastarf. Á þeim tíma, sérstaklega á meðan ég var eigandi og forstjóri Gallup, hef ég unnið fyrir velflesta stjórnmála- flokka. Líka mjög oft fyrir einstaka stjórnmálamenn, sem hafa beðið um kannanir. Surnar af þessum könnunum hafa verið birtar, aðrar ekki. Þegar ég ákvað að selja Gall- up-fyrirtækið, þá gekk ég mjög fljótlega til liðs við Framsóknar- flokkinn og ég hef aldrei komið á stjórnmálafund hjá nokkrum öðr- um flokki. Ég hef aldrei tekið þátt í pólitísku starfi fyrir nokkurn stjórnmálaflokk annan, heldur gekk strax til liðs við þennan flokk og er mjög sáttur við að vera hér. Ég vil undirstrika það að mér er það hreint og beint óheimilt að ræða einstakar kannanir og einstök trún- aðarsamtöl við einstaklinga í stjórnmálum og atvinnulífi. Ég hef átt það náin samskipti við slíka menn og þeir hafa opnað fyrir mér bækur sínar. Ég hef kannað fyrir þá mál, viðskiptalegs og stjórnmála- legs eðlis, og þessir menn verða auðvitað að geta treyst því að ég greini ekki frá trúnaðarsamtölum.“ En hvað um þá fullyrðingu Hreins Loftssonar, að þú hafirsóst eftir stöðu aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, skömmu áður en þú gekkst til liðs við Framsóknarflokk- inn? „Ég get ekkert upplýst um það meira. Eg vil ekki upplýsa um nein einkaviðtöl í mínu starfi. Þetta er grundvallaratriði í starfi eins og mínu. Þetta er lítið samfélag og al- veg ljóst að þegar einhver, til dæm- is Fireinn Loftsson, kemur til Hann vill hvorki játa né neita full- yrðingum um árangurslausar til- raunir hans til að komast til áhrifa innan Sjáifstæðisflokksins áður en hann veðjaði á Framsókn. manns sem vinnur hjá fyrirtæki eins og Gallup, með einhver mál, svo sem kynningarmál flokka eða einstakra manna jafnvel, þá get ég ekkert verið að greina frá því í fjöl- miðlum.“ Hér er ekki wn að rœða starf þitt sem forstjóra Gallup, heldur þig sem einstakling, að sœkjast eftir starfl sem pólitiskur aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Er þetta ekki allt annað mál? „Alls ekki. Ég vil ekki greina frá neinum trúnaðarsamtölum, hvorki við Hrein Loftsson, né nokkurn annan stjórnmálamann eða mann í viðskiptum. Ég get ekki greint frá neinum persónulegum eða við- skiptalegum samtölum, sem ég hef átt við menn sem framkvæmda- stjóri Gallup. Ég verð bara að láta aðra um að túlka það. Það getur líka alveg eins verið, að Hreinn Loftsson hafi spurt mig, hvort ég vildi taka þetta starf að mér,“ sagði Ólafur að lokum. -æöj Ólafur örn Haraldsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.