Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 ★ ★★★★ FRÁBÆRT ★ ★★★ ÁGÆTT ★ ★★ GOTT ★ ★ LALA ★ SLÆMT 0 VONT © HÆTTULEGT „Töfrar" DiddO SlNFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Robin Stapleton STJÓRNAR GEISLADISKUR SkIfan ★ ★★★★ „Nýi geisladiskurinn með Diddú er einfaldlega frábær. Kristján Jóhannsson fölnar við samanburðinn.“ ÖLL PlANÓVERKIN EFTIR JÓN LEIFS ÖRN MAGNÚSSON FLYTUR Geisladiskur Grammofon AB BIS irk „Á geisladisknum með Erni Magn- ússyni píanóleikara eru öll píanó- verkin sem Jón Leifs samdi. Flutn- ingurinn er nokkuð góður, en tón- listin nokkuð leiðinleg..." 1 BARNDÓMI 105 BLS. MÁL OG MENNING 1994 ★ ★★★ „Ákaflega falleg og stundum hjart- næm kveðja Jakobínu Sigurðar- dóttur til bernskunnar. Síðasta verk höfundar reynist lítil perla.“ Kolrassa krókrIðandi: Kynjasögur ★★★ „Tónlist sem ætti að geta heillað alla nema forföllnustu Maria Car- eyista. Sveitin er kannski ekki alveg komin í fyrstu deildina en hún er farin að banka upp á.“ Björn Jörundur Friðbjörnsson: BJF ★ „Björn Jörundur er einfaldlega enginn Syd Barrett, til allrar ham- ingju. Hann er rámur popphundur sem ætti að halda sig við það sem honum fer best.“ MöguleikhUsið TrItiltoppur eftir Pétur Eggerz ★★★ „Nýtt íslenskt, þjóðlegt og skemmtilegt barnaleikrit á kartún- klæðum.“ ÞjóðleikhUsið Sannar sögur af sálarlifi systra eftir Guðberg Bergsson Leikgerð: Viðar Eggertsson ★ * * * „Guðbergskur texti lyftir lágu þak- inu yfir sviði íslenskrar leikritunar upp í ris.“ „Þetta er ekki eingöngu bók um líf annarra. Sá sem ritað hefur kynningartexta á bókarkápu kemst að kjarna málsinsþegar hann segir: „... þegar nánar er að gáð er þetta líka bók um barnœskuna, og um það að muna, ogskrifa — segjafrá bæ bernsku sinnarþeg- ar hann er orðinn rúst... “. “ Engitin þokulúður „Töfrar“ DiddO SinfónIuhliómsveit Íslands Robin Stapleton stjórnar geisladiskur SkIfan Söluhæsti klassíski geisladiskur- inn í ár verður án efa „Töfrar“ með Diddú. Á þessum diski eru nefni- lega gamlar popplummur sem flestar hafa staðist tímans tönn og eru sívinsælar. Þar á meðal eru „Þitt fyrsta bros“, „ísland“, „Heyr mína bæn“ og „Quando, quando, qu- ando“, svo einhver lög séu nefnd. Geisladiskurinn er í sama flokki og „Af lífi og sál“ sem Kristján Jó- hannsson gaf út í fýrra. Þar eru einnig gamlar dægurlagaklisjur sem allir þekkja, og á þeim báðum spilar heil sinfóníuhljómsveit undir söngnum. Þessir tveir diskar eru þó býsna ólíkir að gæðurn. Kristján Jóhanns- son er enginn poppari, og hefur aldrei verið. Diskur hans er eftir því ósannfærandi, og beinlínis leiðin- legur. Diddú aftur á móti þekkir dægurlagabransann af eigin reynslu, og á því miklu auðveldara með að vera blátt áfram og eðlileg — eins og popptónlistin krefst. Hún er ekki með neinn rembing og tilgerð, heldur flytur þessa músík af raunverulegu lífi og sál. Lögin sem hún syngur eru í sjálfu sér ekki ýkja merkileg, en samt tekst henni að lyfta þeim upp í æðra veldi. Ástæð- an er einfaldlega sú að söngurinn er hrein snilld. Það er unun að hlusta á Diddú, því hún er stórfengleg söngkona og hefur einhverja þá ástríðufyllstu rödd sent ég hef nokkru sinni heyrt. Sum lögin, eins og til dæmis „Þitt fyrsta bros“ eru nánast sexí í meðhöndlun hennar, og ef músíkin er spiluð hátt í al- mennilegum græjum þá hreinlega tjúllast maður... Diddú er þó ekki bara tilfinn- ingarík söngkona. Hún hefur þrautþjálfaða rödd og hefur skólað sig eftir öllum listarinnar reglum. Hún þarf því ekki lengur að hugsa um neina tækni; hún bara syngur. Öll „háu C-in“ eru gífurlega áhrifa- rík, því þau eru svo eðlileg. Kraftur- inn á bak við þau er líka þannig að hárin rísa á höfði manns þegar þau hljóma. Samt fær maður ekki á til- finninguna að Diddú sé upptekin af sjálfri sér og alltaf að hugsa um hversu stórkostleg söngkona hún sé. Hún virðist bara vera hugfangin af tónlistinni sem hún er að flytja, og gleymir sér fullkomlega í henni. Einmitt það gerir hana að alvöru li- stakonu. MAf ofanskráðu er Ijóst að ég er ansi hrifinn af þessum diski. Hann ber nafnið „Töfrar", og hefur svo sannarlega töfrað mig upp úr skónum. Fólk ætti því ekki að verða fyrir vonbrigðum ef það kaupir hann. Pvert á móti. Hann er kjörin jólagjöf, og kærkominn glaðningur i skammdeginu. Jónas Sen Draugagangur og sviðakjammar Öll píanóverkin eftir Jón Leifs örn magnússon flytur Geisladiskur Grammofon ab bis Einhver draugalegasta músík sem ég veit um er eftir Jón Leifs (1899-1968). Hljómarnir og hljóm- ferlið í tónlist hans er stundum þannig að mörgum sem á hlýða rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Meira að segja íslensku þjóðlögin sem hann útsetti eru óhugnanleg. Börnum erþarafleiðandi mein- illa við Jón. Það hef ég sem píanó- kennari fengið að reyna. Einhvern tímann lét ég einn ungan nemanda minn æfa þjóðlag sem Jón hafði átt við. Daginn eftir hringdi mamma hans í mig bálreið, og skammaði mig fyrir að reyna að hræða lítil börn. Sonur hennar hafði sofið illa um nóttina og dreymt afturgöngur sem voru að dansa vikivaka og kyrja þjóðlög. Síðan þá hef ég alfar- ið sleppt Jóni Leifs þegar ég þarf að velja músík fýrir nemendur mína. Ég er nefnilega barngóður. Efstu dagar er sjötta skáldsaga Péturs Gunnarssonar en fyrsta skáldsaga hans, Punktur, punktur, komma, strik, kom út 1976. Hún vakti mikla athygli og Þorsteinn Jónsson gerði vinsæla kvikmynd sem byggði á bókinni. í kjölfarið komu bækurnar Ég um mig frá mér til mín, Persónur og leikendur, Sag- an öll og Hversdagshöllin. Hún var svo sem ekki frumleg, fýrsta spurningin sem MORGUN- PÓSTURINN bar upp við Pétur, hvað honum lægi á hjarta með bók- inni? Hann segist gera grein fyrir því í bókinni sjálfri. Hann gefur einnig lítið fyrir þá staðhæfingu að hann sé ekki afkastamikið skáld. „Flaubert sá franski, mestur rit- höfunda Frakka, ég held að hann hafi skrifað fjórar skáldsögur. Hemmingway var á því bilinu líka, þannig að ég er í ágætum félags- skap. Eg segi ekki að þetta sé síðasta skáldsagan mín en mér finnst ekki ástæða til þess að gefa út fýrr en í fulla hnefana. Það tekur mjög lang- an tíma að vinna skáldsögu þó að það sé einstaklingsbundið. Hjá mér eru fjögur ár hæfilegur sköpunar- tími.“ Pétur bendir einnig á það að hann hafi skrifað fleiri bækur en þessar sex skáldsögur; ljóðabækur, greinasöfn og vasabækur... hann er kominn vel á annan tuginn. ao teist tn viODuroa a menninqarsvioinu peqar Fetur uunnarsso rithöfundur sendir frá sér skáTdsögu og þao er einmitt málið því í bókabúðum er nú glóðvolg bók sem heitir Efstu dagar. Pétur Gunnarsson var að senda frá sét nýja skáldsögu en ar menn diöi stundarinnai miklu „Sumir hættu að vinna og stóðu bara slugsandrjft' Á nýútkomnum geisladiski með Erni Magnússyni píanóleikara eru einmitt þessi lög sem Jón hefur út- sett svo draugalega. Þar eru einnig rímnadanslög og öll önnur verka hans fyrir píanó. Sem betur fer eru þau fá, því Jón virðist ekki hafa haft mikið vit á hvernig ætti að semja píanótónlist. Þegar hann reyndi það var hann óttalegur klaufi og hafði lítið ímyndunarafl. í þokka- bót vildi hann endilega vera þjóð- legur, og sótti iðulega innblástur í íslenska þjóðlagahefð. Útkoman varð fremur klunnaleg tónlist sem er dimm og full af drunga. Ástfang- ið fólk ætti því ekki að setja hana á fóninn ef það er í rómantískum hugleiðingum, og vill eyða kvöld- inu með því að horfast í augu fýrir framan arininn. örn Magnússon hefur náð nokkuð vel að setja sig inn í and- rúmsloft þessara fátæklegu tóna. Hann kemur tónlistinni heiðarlega til skila og spilar prýðilega á píanó- ið. Leikur hans er þungur og má segja að það sé viðeigandi hér. Þó ekki alltaf; einstöku sinnum rofar nefnilega til í músíkinni og þarf þá túlkunin að hafa yfir sér léttara yfir- bragð sem mér finnst stundum skorta. Þetta á sérstaklega við í þjóðlögunum, en þar er flutningur- inn dálítið litlaus og einhæfur. Kannski hefúr Örn hreinlega vand- að sig of mikið. ■ Þessi geisladiskur er ekki fyrir þunglynda. Því siður fyrir þá sem eru myrkfælnir. Og foreldr- ar: Ekki gefa börnum ykkar hann íjólagjöf. Það myndi kosta ykkur ferð til barnasálfræðings síðar meir. Jónas Sen Kveðja Jakobínu 1 BARNDÓMI 105 BLS. Mál og menning 1994 Jakobína Sigurðardóttir var án efa ein merkasta skáldkona okkar á þessari öld, ekki afkastamikil en með afbrigðum vandvirk og höf- undur afburðaverka eins og Snör- unnar og Lifandi vatnsins. Jakobína lést snemma á þessu ári en hafði fyrir andlát sitt skrifað þessa litlu bók um uppvöxt sinn á Hælavík á Hornströndum. í eftir- mála kemur fram að Jakobína hafði hugsað sér þessa bók sem eins kon- ar heimildarit með ljósmyndum. Ekkert hefur orðið úr birtingu ljós- myndanna því eins og segir í eftir- mála: „Það er ...samdóma álit þeirra sem hafa lesið handritið að hér sé á ferðinni texti sem ekki megi rjúfa með myndum." Þarna held ég að útgáfan hafi tekið hárrétta afstöðu. Bókin, þessi litla perla, kann að hafa verið hugs- uð sem heimildarit um bæinn í Hælavík og líf og störf fólksins þar og vissulega gegnir hún því hlut- verki vel. En hún býr að listrænu gildi sem hefur hana yfir stund og stað. Því er það textans fremur en ljósmyndavélarinnar að skapa mynd af persónum. Þetta er ekki eingöngu bók um líf annarra. Sá sem ritað hefur kynn- ingartexta á bókarkápu kemst að kjarna málsins þegar hann segir: „... þegar nánar er að gáð er þetta líka bók um barnæskuna, og um það að muna, og skrifa — segja frá bæ bernsku sinnar þegar hann er orðinn rúst...“ Bókin er skrifúð á ákaflega fal- legu og tilgerðarlausu máli. Yfir og allt í kring sveima angurværð og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.