Helgarpósturinn - 28.11.1994, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Qupperneq 24
oor q-,. 24 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER1994 „Kynjasögur beraþess merki að um „alvöru“ hljómsveit er orðið að rœða. “ viðkvæmni. Það eru frásagnir í þessari bók sem hreinlega fanga hugann, svo áhrifamiklar eru þær í látleysi sínu. Þar má nefna frásögnina af því þegar litla stúlkan Jakobína slekkur í ógáti ljós. Af þvi hlýst slys sem veldur dauða gamallar konu. And- stæðurnar milli hins skelfilega at- burðar og hinnar hæglátu frásagn- araðferðar skapa sérlega áhrifaríka frásögn. Af sama látleysi er því lýst hvern- ig foreldrarnir taka þá ákvörðun að láta ungt barn sitt í fóstur í þeirri von að það komist til mennta. Fallegasta frásögn sem ég hef les- ið í langan tíma er í þessari bók. Þar segir frá orðum ellefu barna, fár- sjúkrar móður til dóttur sinnar. Hún segir frá því er eiginmaður hennar meitlaði upphafsstafi þeirra og hjörtu í stein sem tákn um ást þeirra, áður en basl og bágindi urðu þeirra daglega brauð. Hugleiðingar Jakobínu um steininn og skáld- skapinn sem hrapaði niður af himni og kom inn í hversdagslífið eru bæði næmar og angurblíðar. Þær eru dæmi um yfirburðahæfi- leika skálds til að lýsa lífi annarra á þann veg að það komi okkur hin- um við. I jólamánuðinum verða örugg- lega margar bækur betur auglýstar en þessi en ekki er víst að allar ntuni þær eiga góða innistæðu. Víst er að þessi yfirlætislausa bók er þess virði að borið sé á hana lof. ■ Ákaflega falleg og stundum hjartnæm kveðja Jakobinu Sig- urðardóttur til bernskunnar. Siðasta verk höfundar reynist lítil perla. -Kolbrún Bergþórsdóttir Létt en sjaldnast slétt KOLKASSA KRÓKRÍÐANDl: Kynjasögur Þega Kolrössur hinar keflvísku, sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar unt árið fannst manni ekki laust við að það hefði verið fyrst og fremst fyrir það að vera kvennahljómsveit. Fyrsta skífa svetiarinnar, Drápa, bar þess og merki að vera helst vísir að hljómsveit. Sveitin hafði skapað sér hljóm en var kannski ekki full- fær um að gera neitt úr honum. Síðan eru liðin tvö ár og hafa Kolrössur sem betur fer gefið sér tíma til þess að spila sig til, ná sam- an vel spilandi ntannskap, áður en hljóðverið var heimsótt aftur. Kynjasögur bera þess merki að um „alvöru" hljómsveit er orðið að ræða. Kynjasögur er alvöru plata. Kolrassa krókríðandi á margt sam- eiginlegt með þeim óháðu hálf- kvenhljómsveitum sem undanfarið hafa tryllt unglingana beggja vegna Atlantshafs. Tónlist þeirra á líka margt sameiginlegt með sveitum á borð við Smashing pumpkins. Kynjasögur er skemmtileg plata og mörg lögin á henni eru grípandi og létt. Stelpuroldcið er að yfirtaka litla tónlistarheiminn og er Kolrassa krókríðandi allt eins líkleg til vin- sælda og hvaða sveit önnur. Hér er um hressa og öðruvísi poppmúsík að ræða. ■ Tónlist sem ætti að geta heill- að alla nema forföllnustu Maria Careyista. Sveitin er kannski ekki alveg komin í fyrstu deild- ina en hún er farin að banka upp á. Suð um guð eða bara tuð? Björn Jörundur Friðbjörnsson: BJF Hljómsveitin Nýdönsk ku öll. Sveitin er að vísu í eins fúllri vinnu og poppsveitir komast almennt í við sýningar á söngleiknum Gaura- gangi í þjóðleikhúsinu en þess utan er sveitin komin í þetta langa frí sem er orðið að tísku þessa dagana. Nýdönsk hefur verið í poppfram- verðinum svo engan undrar að meðlimirnir finni sér eitthvað til dundurs. Jón Ólafs orðinn söng- leikjagúrú, Daníel danspródúsent par excellence, Óli Hólm trommar með Tweety og Björn Jörundur búinn að gefa út sína fyrstu sól- óskífu. BJF er ekki jafn stórt skref í neina átt og maður átti von á. Björn hefur tekið þá ákvörðun að láta vinsælu brælupælinguna sína víkja fýrir konseptplötu af gamla skólan- um. Hugleiðingar um guð liggja eins og mara á værðarlegri seventís- músík. Hitturum á borð við súper- ballöðuna Deluxe er sleppt til að skemma ekki heildaryfirbragð plöt- unnar. Á sínum tíma voru konsept- plötur Pink Floyd og fleiri hljóm- sveita taldar til merkustu pælinga í poppinu en yfirleitt hafa þær plötur frekar gleymst. Konseptið var al- mennt afkvæmi djúpsálarköfunar misafvegaleiddra súperstjarna og eins og títt er um afurðir annarlegs hugarástands er auðvelt að ganga framhjá þeim. Plata Björns Jörund- ar er ekki merki um geðveilu af hans hálfu heldur er hún frekar tónlistarleg skírskotun í gömlu rugludallana og sem slík á köflum ansi skemmtileg. Sem fýrr segir er platan frekar rislítil og við fyrstu hlustun auðgleymanleg. En við frekari hlustun koma í ljós skemmtilegir hlutir sem koma jafn- Til hvers er vísað með titli nýju bókarinnar? „Efstu dagar er eiginlega skír- skotun í Nýja testamentið þar sem efstu dagar koma víða fyrir. Þegar Jesús steig upp þá áttu lærisvein- arnir von á mjög skjótri endur- komu og heimsendi, enda var Kristur sjálfur búinn að orða það lítillega. Þannig að þessir fyrstu dagar á eftir uppstigningunni voru lengi álitnir síðustu dagarnir — menn voru alltaf að bíða effir enda- lokunum. Þetta setti töluvert mark sitt á kristnina, Páll postuli og þeir sem mótuðu kenninguna fyrstir tóku mið af því að lífið væri eigin- lega búið og það tæki því ekki að standa í stórræðum eins og hjóna- bandi, heimilisstofnun og sumir hættu meira að segja að vinna og stóðu bara slugsandi og biðu eftir stundinni miklu. Síðan leik ég mér með það að þessi stund hefur dreg- ist, það eru jú liðin tæplega tvö þús- und ár. En skírskotunin á kannski ekki síður við um þessa síðustu daga aldarinnar.“ 1 framhaldi af þessu, er þetta trú- arleg bók? „Nei, nei, hins vegar gerist það að ein sögupersóna í bókinni, sem er eiginlega miðlæg persóna, henni er fyígt eftir frá barnæsku og uppúr, hún fer í guðfræði og gerist prestur. Þannig að í því þá kemur þetta heim og saman.“ Er sögusviðið Reykjavík vorra daga? „Ja, tíminn eru vorir dagar en leikurinn berst víða: Til Reykjavík- ur, út á land, Kaupmannahafnar, Suður-Frakklands og svona hist og her.“ Er um beinar vísanir í þín fyrri verk í Efstu dögum? „Óbeint er vísað til Sögunnar allrar. Ég notast við tileinkun í báð- um bókunum sem er tekin úr Post- ulasögunni um þessa efstu daga og má kannski segja að þar sé eitthvað svipað á ferðinni en það er mjög lauslegt.“ Það virðist vera algengt að fólk tengi saman atvik úr œvi höfundar við verk hans. Hvað finnst þér um œvisögulega rýni? „Það sem að mér snýr, þá var það miklu algengara fyrst. En þegar höfundur hefur skrifað margar bækur og persónurnar hafa ólíkan bakgrunn, þá gengur það ekki upp að þetta sé allt byggt á sömu æv- inni. En þetta er kannski svolítið ríkt í okkur hér, af því að fámennið er svo sérkennilegt og návígið svo mikið. Upplýsingarnar sem við höfum hvert um annað eru svo miklar þannig að það er nærtækt fyrir okkur að líta á skáldsögur sem einhvers konar lykla að höfundin- um sjálfum. En þetta er nú skáld- saga.“ Þetta er leiðindaspurning sem rit- höfundarfá nú samt í hausinn: Ertu að gagnrýna eitthvað í samfélags- gerðinni með þessari bók? „Nei, ég setti mér ekkert fyrir í raun og veru.“ Ennú hafa verið að dúkka upp hér vel til með að lifa þegar fram líða stundir. Undirritaður á bágt með að ímynda sér annað en að há- stemmdar pælingar Björns séu síð- ur alvarlegar en ætla mætti. Það læðist að manni sá grunur að ætl- unin hafi frekar verið að skopast dálítið að formi sem, því miður, er kannski ekki alveg nógu skemmti- legt til þess að taki því að skrum- skæla það. Björn Jörundur er prýð- is tónlistarmaður og það heyrist á þessari plötu að hann á auðvelt með að senda frá sér vel kláraða plötu. Þessi plata skýtur bara yfir markið bæði tónlistarlega og kon- septlega. ■ Björn Jörundur er einfaldlega enginn Syd Barrett, til allrar hamingju. Hann er rámur popp- hundur sem ætti að halda sig við það sem honum fer best. -Óttarr Proppé Tröllin toppa teiknimyndir Möguleikhúsið Tiútiltoppur eftir Pétur Eggerz Kiknaði í hnjáliðunum lá við yfirliði Heiða Eiríksdóttir er hinn feminíski faktor í hljómsveitinni Unun. ...... og þar að undanförnu athugsemdir þess efnis að rithöfundar séu allt of smeykir við að taka afstöðu til þjóð- mála? „Já, það hef ég heyrt en þá held ég að mönnum yfirsjáist kannski að það er ansi mikið af þessum fjöl- miðlum sem voru hreinlega horfn- ir. Og ef ég ætla til dæmis að koma á framfæri þjóðfélagsgagnrýni í Moggann, þá tekur það fimm vik- ur. Dagblöð eru ekki eins nærtækur vettvangur og fyrir fimm, tíu árum. Þá voru þau fleiri og miklu greiðari aðgangur. Morgunblaðið er ger- samlega stíflað blað og þar hlaðast upp greinar og erfitt að koma á framfæri einhverjum spontant við- brögðum.“ En í verkunum sjálfum? Nú geta flestir verið sammála um það að þessar svokölluðu boðskapsbók- menntir hafa ekki staðist tímans tönn, en getur verið að sú gagnrýni hafi hreinlega fœlt rithöfunda frá því að taka á málum? „Það getur vel verið að það séu einhverjar tískusveiflur í gangi, ég skal ekki fortaka það. En ef ég lít í eigin barm og það sem er næst mér, þá kannast ég ekki við að maður sé með neinn skrekk gagnvart því. Hins vegar er rétt að þetta hefur verið gert og kannski finnst manni ekki eðlilegt að vera að gera alltaf sama hlutinn. Það er búið að fiska á þessum banka og þá er haldið lengra og yfir í önnur viðfangsefni. En ég held að með Efstu daga þá sé þar bullandi samfélag inni.“ Aðalsöguhetjur í Efstu dögum eru tvær og nafnar, heita báðir Símon. Annar, Símon Flóki Niku- lás'son, fer í guðfræði en hinn, Sím- on Antonsson, í sagnfræði. Þeirra leiðir liggja samhliða og sagnfræð- ingurinn segir sögu guðfræðings- ins. Það er tæplega tilviljun að Pét- ur kýs að hafa þá nafna en þegar komið er að efni og innviðum bók- arinnar er erfitt að veiða hann. „Þeir heita báðir í höfuðið á afa sín- um eins og svo algengt er,“ segir Pétur og hafnar því alfarið þegar blaðamaður reynir að troða bók- inni inn í einhverjar kenningar svo sem tvífaraminni eða eitthvað það- an af torkennilegra. Það er ekki svo að annar sé svart og hinn hvítt eða eitthvað slíkt. Þetta eru bara frændur og vinir sem verða svolítið samferða í gegnum lífið.“ -JBG Islenskur sagnaheimur er enda- laus, ríkur af fáránlega skemmtileg- um persónum og einkennilegum þjóðflokkum. Tröll, álfar og dverg- ar eru okkar teiknimyndapersónur og heimur þeirra mun að eilífu standast allar tæknivæddar samevr- ópskar og rafamerískar innrásir á sjónvarpsrásum. Myndböndin geta aldrei bundið endahnút á okkar hefð. Grýla er sterkari en allir Stein- aldarmennirnir til samans og verð- ur seint að steini þrátt fyrir allt nú- tíma sviðsljós. Og í þennan mikla sjóð má sífellt ganga og pússa gull hans upp á nýtt. Hann þolir endalausar út- færslur. Pétur Eggerz, höfundur Trítiltopps, gengur í þennan helli og kemur út úr honum með skemmtilega versjón af sambúð fjallafólks; trölla, álfa, dverga og jólasveina. Þetta er prýðilegt ævin- týri, hæfilega nýtt og þjóðlegt í senn, spennandi og gamansamt. Leit Trítiltopps að jólunum leiðir hann í ýmsa skemmtilega hella og kynni af skrautlegum persónum, en dettur aðeins niður í lokin. Aðalat- riði leiksins „dagar uppi“ á sviðinu; við sjáum tröllungann aldrei finna jólin, heldur eru sögulok aðeins sögð af leikurunum í lokin. Hér birtist algengt íslenskt vandamál; menn skortir úthald til að klára verkið. Engu að síður er Trítiltoppur góð skemmtun og börnin á bekkj- unum fylgdust spennt með allan tímann og tóku virkan þátt í verk- inu, með frammíköllum og hvatn- ingum, eins og vera á í góðum barnaleikritum. Uppfærslan er vel unnin af leik- stjórnandi höfundi. Leikmynd Helgu Rúnar Pálsdóttur er vel heppnuð. Búningar hennar eru frá- bærir, í Flintstón-klassa og leiddu hugann að áðurnefndum saman- burði á fjölþjóðlegum teiknimynd- um og íslenskum þjóðsögum. Alda Arnardóttir fer með hlut tröllabarnsins og gerir það ágætlega en klikkar á því að taka börnin með í reikninginn. Hún hlustar ekki á þegar þau kalla til hennar leiðbein- ingar, heldur sig of við textann og leyfir þeim ekki að vera með. Stefán Sturla Sigurjónsson fer með fjögur hlutverk og gerir þeim ágæt skií. Sá sem ljær sýningunni lit og skemmtun er Bjarni Ingvarsson. Hann fer á kostum í þremur hlut- verkum, tröllamóður, fyludvergs og Leppalúða, og hafði greinilega jafn gaman af þeim öllum. Möguleikhúsið heldur áfram að bjóða uppá skemmtilegar barna- sýningar. Trítiltoppur er viðamesta verkefni þess hingað til og vonandi liggja áhorfendur ekki á barnaliði sínu. ■ Sendið börnin til fjalla frá Hlemmi á meðan þið arkið niður og upp Laugaveginn i jólainn- kaupum. - Hallgrímur Helgason Skúldsögur á nœrklœðum ÞjóðleikhUsið Sannar sögur af sálarlífi systra EFTIR GUÐBERG BERGSSON Leikgerð: Viðar Eggertsson Guðbergur á sviði. Loksins góð- ur texti í íslensku verki, laus við til- gerð. Sannur og vitandi vitlaus, vakinn af svefni, rísandi úr djúp- inu. Viðari Eggertssyni hefur tekist að gera það sem maður hélt eigin- Hi I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.