Helgarpósturinn - 28.11.1994, Page 25
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN MENNING
25
Tríóið Unun
var að gefa frá
sér diskinn
5>Æ“ sem hefur
hlotið lofsamlega
dóma. Frontari
hlj ómsveitarinnar
er hörku rokktútta,
sem heitir Heiða.
Þrátt fyrir ungan
aldur á hún fjöl-
skrúðugan feril að
baki í hljómsveitar-
mennsku og sem
trúbador.
Unun samanstendur af þeim Pór
Eldon, Gunnari L. Hjálmarssyni
og Heiðu Eiríksdóttur. Þór og
Gunnar eru gamalreyndir í rokk-
inu, en Heiða er ekki eins þekkt.
Hún hefur vakið mikla athygli fyrir
frísklega sviðsframkomu, en hún
lemur stoðgítar af miklum móð og
syngur hástöfum. Heiða er greini-
lega enginn nýgræðingur í rokkinu,
enda kemur í ljós að hún á litríkan
feril að baki. MORGUNPÓSTURINN
náði tali af henni upp úr hádegi á
föstudegi en þá var hún að rísa úr
rekkju, enda var hún í hörku út-
gáfupartýi í Keflavík nóttina áður.
Þetta partý var að sjálfsögðu að
undirlagi sjálfs Rúna Júl, guðföður
rokk & rolls á íslandi.
Heiða, sem er tuttugu og þriggja
ára, hóf ferilinn sextán ára. Hún
byrjaði eins og margur góður á því
að bjarga sér ókeypis inn á útihátíð
með því að stofna hljómsveit og
taka þátt í hljómsveitakeppni.
„Mig og nokkra félaga mína
langaði til að komast ókeypis inn á
verslunarmannahelgarhátíð, sem
haldin var í Húsafelli. Þeir sem
tóku þátt í hljómsveitakeppninni
þurftu ekki að borga sig inn á svæð-
ið. Við settum því sarnan hljóm-
sveit, sem við kölluðum „Candy-
man“, tókum tvær æfmgar í skáta-
húsinu í Keflavík og mættum á
svæðið. Candyman var undanfari
hljómsveitarinnar Útúrdúr, en það
var meiri alvara að baki hennar:
Við tókum þátt í Músíktilraunum,
vorum með myndband í Önnum
og appelsínum fyrir hönd Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og eitthvað
svoleiðis en þetta er um 1987-88.“
Heiða er sem sagt Keflvíkingur,
sem hlýtur að teljast sterkt bakland
í poppheiminum, en árið 1989 fór
hún utan til Frakklands sem skipti-
nemi. Hún var varla lent þegar hún
var búin að koma sér í spila-
mennsku.
„Fyrsta skóladaginn minn hitti
ég gítarleikara, sem sat við hliðina á
mér í þýsku. Honum leiddist
greinilega mikið og við komumst
fljótlega að þessu sameiginlega
áhugamáli, sem var tónlistin.
Hljómsveitina, sem hann var í,
vantaði söngkonu og ég fór að ota
mínum tota og spurði hvort að ég
mætti ekki bara prófa. Það fékk ég
og var ráðin. Við fórum að spila út
um allt og gáfúm út spólu, en þetta
var algjört neðanjarðarband þannig
lagað, þó að hljómsveitin héti „So-
mething else“.
Heiða var, eins og lög gera ráð
fyrir (þegar skiptinemar eru annars
vegar), í eitt ár úti í Frakklandi.
Þegar hún kom heim fór hún í
hljómsveit, sem kallaði sig furðu-
legu nafni.
„Emm A A Té mons, Enn eins og
í Nanna.“
„Maatmons“?
„Já. Við spiluðum á nokkrum
tónleikum. Eina manneskjan, sem
er eitthvað þekkt í því bandi, olli
mér miklum vonbrigðum en það er
trommuleikarinn í „Vinum vors og
blóma“. Ég hata Vini vors og
blóma, þú mátt alveg skrifa það. Ég
skammast mín ekkert fyrir að láta
hafa það eftir mér. Hann var æðis-
legur í Maatmons en síðan hefur
leiðin legið niður á við hjá honum.“
Heiða fór aftur út til Frakklands,
til Marseilles þar sem hún þekkir
fullt af fólki. Hún reyndi að fá sér
sumarvinnu, en það gekk ekki að fá
atvinnuleyfi vegna þess að Island er
ekki í ESB.
„Til að redda því að þurfa ekki að
fara heim þá ákváðum við í „So-
mething else“ að gera gott úr
ástandinu og æfðum upp rokk- ný-
bylgjublandað prógramm með „co-
ver-lögum“ eftir „Cure“, „Smiths“,
„Ú2“ út í „Rolling Stones“ og
„Hendrix“ auk frumsamins efnis.
Við fengum ágætis díl, vorum að
spila í níu vikur á sama barnum og
fengum 1.000 franka fyrir kvöldið.“
Heiða vill þó ekki skrifa undir
það að hún hafi verið orðin ffæg at-
vinnumanneskja í frönsku poppi.
„Nei, við vorum ekkert fræg. Það
voru kannski 300 manns sem vissu
um okkur en þetta var skemmtilegt
og fastur kjarni sem mætti.“
Heiða kom aftur heim og tók til
við að klára framhaldsskólann í
Keflavík. Hún var pirruð vegna
þess að það var ekkert að gerast í
tónlistinni, en eftir árið er hringt í
hana.
„Það voru menn í Reykjavík sem
höfðu séð mig í Maatmons og vildu
fá mig í hljómsveitina „Sovkhoz“,
(annað erfitt hljómsveitarnafn —
Ess, O, Vaff...) en nafnið þýðir rík-
isrekið samyrkjubú. Við spiluðum
nokkru sinnum opinberlega. Auk
þess kom ég fram með hljómsveit-
inni „Texas Jesus", en kærastinn
minn er söngvari í henni. Þar söng
ég eitt lag og kom fram sem upphit-
unarnúmer: trúbadorinn Heiða.“
Heiða leggur á það þunga
áherslu að Texas Jesus sé ekki sama
hljómsveitin og „Quicksand Jesus“.
Texas Jesus er eldri hljómsveit þó
Quicksand Jesus sé orðin stærri
núna. Það var einmitt á þessu tíma-
bili, sem Þór og Gunnar tóku eftir
þessari ungu tónlistarkonu og í júlí
hringdi Gunnar í hana og bauð
henni til samstarfs. Hvernig varð
þér við þegar poppstjarna á borð
við Dr. Gunna hringir í þig?
„Ég féll saman og fékk taugaáfall.
Hann er náttúrulega kyntákn og
hefur verið átrúnaðargoð mitt til
langs tíma. Ég kiknaði í hnjáliðun-
um og mér lá við yfirliði.“
Já. Síðan gerast hlutirnir hratt og
í endaðan júlí byrjuðum var byrjað
á því að taka upp söng á plötuna æ.
Þór og Gunnar eru báðir gamlir
pönkarar og Heiða er verulega
pönkuð útlits. Eru rætur tónlistar
Ununar í pönki?
„Ja, mínar rætur liggja í uppeldi
foreldra minna og þá í hippatónlist.
Síðan hef ég náttúrulega gengið í
gegnum pönktímabil, þar sem ég
hlustaði bara á Purrk Pillnik. Svo
gekk ég í gegnum gítarsólótímabil
þar sem mér fannst rosalega flott að
hafa löng og flókin gítarsóló í lög-
um og Jimi Hendrix var mjög vin-
sæll þá.“
En nú hefúr MORGUNPÓST-
URINN öruggar heimildir fyrir því
að dr. Gunni þolir ekki gítarsóló?
„Einmitt, og ég er alveg sammála
honum. Nú þoli ég ekki gítarsóló,
þetta var bara tímabil. En þó að ég
sé með pönkklippingu núna þá er
ég eiginlega enginn pönkari. Ég er
bara venjulega stelpa sem klæði
mig í venjuleg föt og geri mjög
venjulega hluti.“
Heiða er mjög metnaðarfull í
tónlistinni og vill gera vel á því
sviði. Hún er í ensku við Háskóla
íslands og fyrir liggja 18 einingar.
„Stórir staflar verkefna horfa glott-
andi á mig,“ segir Heiða, sem ekki
gerði sér grein fyrir því hvað það er
tímafrekt að fylgja eftir geisladiski.
Hún ætlar því að láta námið að
bíða um sinn og einbeita sér að
tónlistinni. „Það þýðir ekkert að
gera hlutina með hálfum huga.“
Heiða segir að það sé voða gaman
að vera eina stelpan í hljómsveit og
taldi blaðamanni MORGUN-
PÓSTSINS trú um það að Þór og
Gunnar væru mjög góðir við sig og
tillitssamir. Það er margt í mörgu.
JBG
Birthmark heldur útgáfutónleika í íslensku óperunni á miðvikudagskvöldið með tíu manna hljómsveit
Gætum stórtapað á þessu
Birthmark ertiltölulega lítt þekktur poppdúett en tvímenningarn-
ir Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson ætla samt
aö fylgja fyrstu hljómplötu sinni eftir með stórtónleikum í (slensku
óperunni á miðvikudagskvöldið. Á plötunni, sem ber heitið Unf-
inished Novels, koma fram yfir tuttugu hljóðfæraleikarar, allt frá
djassgeggjurum til blásturssveitar úr Caput-hópnum. Það segir
sig því sjálft að þeir leggja mikið f tónlistina. Á tónleikunum
munu þeir verða með tiu manna hljómsveit sér til fulltingis
þannnig að þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Raunar eru aðstoðarmennirnir margir hverjir mun þekktari en þeir
sjálfir. Af þeim má nefna
Birgi Bragason bassaleikara Milljónamæringanna, Matthias
Hemstock trommuleikara, Kjartan Valdímarsson píanóleikara,
sem spilaði með Todmobile, og Óskar Guðjónsson saxafónleik-
ara.
Svanur og Valgeir hafa starfað saman í fimm ár og þar til nýlega kölluðu þeir sig The
Orange Empire. Þeir eru þó aðeins að koma fram í sjötta sinn á miðvikudaginn. „Það
er erfitt fyrir okkur að koma fram þar sem við erum bara tveir,“ segja þeir. „Þeir sem
aðstoða okkur eru líka mjög uppteknir á öðrum sviðum og þess
vegna er erfitt fyrir okkur að setja saman hljómsveit til að spila á
tónleikum. En þar sem þetta er útgáfukonsertinn Víldum við
vanda sem mest til hans.“
En voru þeir, nánast óþekktir mennirnir, að leigja jafn stórt
hús og Óperuna?
„Þetta er þannig tónlist að það hentar betur að fólk sitji á tón-
leikum. Við erum alveg óhræddir við að spila í þessu húsi og
það verður bara að koma í Ijós hvort við fyllum húsið. Við
gætum að vísu stórtapað á þessu en við treystum á að fólk
láti sjá sig.“ Þeir félagar lýsa tónlist sinni sem lágstemmdu
og angurværu poppi, ambient-poppi svokölluðu. Textarnir
eru á ensku sem vekur alltaf grunsemdir um að hljómsveitir
stefni á heimsfrægð. „Við höfum valið ensku sem okkar
tungumál í tónlistinni, vitandi það að ef við höfum hug á því að
lifa af tónlistinni þá þurfum við að ná inn á stærri markaði en (sland eitt. Við höfum ver-
ið í sambandi við erlenda aðila síðastliðin þrjú ár en við viljum ekki hafa uppi stór orð
um það. En við hyggjumst koma þessari plötu á markað erlendis."
Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna
Rikissjónvarpið Stöð 2
Mánudagur 28. nóvember
15:00 Alþingi
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Þytur í laufi (9:65)
18.25 Hafgúan (2:13)
19.00 Flauel
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 Danska Þorpið (2:12)
21.10 Tölvun kennt að hugsa
Equinox: Teaching Computers
to Think Bresk heimildarmynd
22.00 Hold og andi (5:6)
23:00 Ellefufréttir
23.20 Viðskiptahomið
23.30 Dagskrárlok
09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
Nú er ég hræddur um að ég
verði að hringja mig veikan upp
í vinnu.
12.00 Hlé
17.05 Nágrannar
17.30 Vesalingarnir
17.50 Ævintýraheimur
Nintendo
18.15 Táningarnir i
Hæðagarði
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.20 Eiríkur
20.50 Matreiðslumeistarinn
21.35 Vegir ástarinnar (4:10)
22.30 Þjóðaratkvæðagreiðsla
í Noregi
22.55 Ellen (7:13)
23.20 Windsorættin
00:10 Hundaheppni
01.45 Dagskrárlok
Þriðjudagur 29. nóvember
13.30 Alþingi
16.45 Viðskiptahornið (e)
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Glókollar
18.30 SPK(e)
19.00 Eldhúsið
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 Staupasteinn (23:26)
21.05 Uppljóstrarinn (4:5)
21.55 Umheimurinn með
Ólafi Sig.
23.00 Ellefufréttir
23.15 Hefur FIDE runnið sitt
09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.00 Hlé
17.05 Nágrannar
17.30 Pétur Pan
17.50 Ævintýri Villa og Tedda
18.15 Ráðagóðir krakkar
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.20 Sjónarmið Stefáns
Jóns
20.50 Visasport
21.30 Handlaginn
heimilisfaðir
22.00 Þorpslöggan
22.50 New York löggur (4:22)
23.40 Á hálum ís
skeið? Cutting Edge Rusl.
Gaman væri að fá að vita 01.15 Dagskrárlok
hvernig harðfullorðnir karlmenn
nenna að hanga yfir taflborðinu.
23.35 Dagskrárlok
Miðvikudagur 30. nóvember
13.30 Alþingi
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Myndasafnið
18.30 Völundur
19.00 Einn-X-tveir
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 í sannleika sagt
22.00 Finlay læknir (4:6)
23.00 Ellefufréttir
23.15 Þingsjá
23.35 Einn-X-tveir (e)
23.30 Dagskrárlok
09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.00 Hlé
17.05 Nágrannar
17.30 Litla hafmeyjan
17.55 Skrifað í skýin
18.15 Visasport
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.20 Eiríkur
20.50 Melrose Place (18:32)
21.45 Stjóri
22.35 Tíska
23.05 Kennarinn
To Sir With Love Töffsixtis-
mynd með Lulu og Sidney Po-
itier.
00.45 Dagskrárlok
lega að gerði sig ekki. Tangafólkið
er mælandi mætt á svið, reist upp
úr fjórum bókum á leikfætur, af-
klætt umvefjandi texta og stendur
eftir á nærklæðunum, nágengt og
ágengt.
„Sá skáldskapur er bestur sem
segir ekkert sjálfur, heldur vekur
ímyndunaraflið af svefni" segir
Katrín á bláum nærkjól sem segir
ekkert sjálfur; áhorfandinn klæðir
hana hugsunum sem leikgerðar-
maður hefur afklætt persónuna frá
hendi höfundar. Leikgerð er skáld-
saga á nærklæðum. Textinn stend-
ur eftir nær nakinn og fær ekki
skjól í hugleiðingum höfundar þó
hann tregur (í sinni Laxness-fó-
bísku sviðsfælni) fái að prjóna utan
á verkið nokkrar pjötlur með eigin
rödd úr hátalara og formála í leik-
skrá.
Leikrit er skáldsagan nakin. Af
hverju semur Guðbergur ekki leik-
rit? Frægar línur Önnu öðlast nær
Shakespeare-legan hljóm þegar þær
eru fluttar af leikkonu: „Ef ég skrif-
aði bók um lífið hérna...“
Uppsetning Viðars er heppnuð
með snjöllum innskotum á kvik-
myndatjaldi, í réttu ljósi Ásmund-
ar Karlssonar og sparlegum en
hnitmiðuðum ramma leikmyndar
Snorra Freys Hilmarssonar,
reyndar ögn Gíó-leg á kafla; uppr-
aðandi hópsenur í erfidrykkju og:
Nú er mikið í tísku að láta leikarana
dansa um sviðið með stóla. Er það
til að túlka efa og óvissu leikstjóra á
okkar tímum? Hann viti ekki
hvernig á að setja verkið upp, hvar
hann eigi að setja leikarana, hvar
þeir eigi að setjast? Best bara að láta
þá ramba um með stólana?
Þóra Friðriksdóttir er óborgan-
leg í ókunnu kellingunni, sem og
Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki
Sveinu sveinamóður. Sveinn sjálfur
góð týpa frá hendi Björns Karls-
sonar og Kristbjörg Kjeld jafn
týpísk Tobba. Guðrún S. Gísla-
dóttir er ffábær Katrín og algjör-
lega hillaríus í eftirhermu sinni á
Guðbergi í upplyftandi uppbroti
verksins: Sögunni af Gunnu og
Tótu.
Sigurverk sýningarinnar er þó
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í
hlutverki þroskaheftrar Dídíar.
Slíkan leik hef ég ekki séð á íslensku
sviði.
Veikasti hlekkur sýningarinnar
er Ingrid Jónsdóttir í aðalhlut-
verkinu: Önnu. Leikstíll hennar var
á skjön við önnur hlutverk. Hún
lifði sig ekki inn í persónuna heldur
var meðvituð og glottandi að línum
hinna, en þó ekki nógu skýrlega til
þess að sú væri pælingin. Óvissa
hennar var óþægileg áhorfanda.
Hún var fyndin, og tókst betur upp,
í hlutverki Gunnu.
Valdimar Örn Flygenring var
og ekki sannfærandi Magnús; of-
leikinn leikur hans var utanáliggj-
andi. Hin ámátlega einræða hans
um piprun sína varð ósannfærandi
vegna þess að hann lék ekki á móti
textanum heldur gerði hann enn
aumlegri með vælutóni. (Ef til vill
leikstjórnarlegt atriði.) Jón St.
Kristjánsson oflék einnig illilega
hinn heimska Bjössa, sem varð enn
meira áberandi við hlið Steinunnar.
Höskuldur Eiríksson og Sverr-
ir Örn Arnarson voru góðir sem
sami Hermann. Jóhann G. Jó-
hannsson fann rétta tónlist og
búningar Ásu Hauksdóttur voru
hárréttir fyrir leikgerð á þessum
skáldsögum eins og áður kom
fram.
■ Gerðu það Guðbergur, skrif-
aðu leikrit.
- Hallgrímur Helgason
Bikiní og brjóstkassar
Strandverðir
RÚV
★
Af hreinræktuðum höfðings-
skap hefurz RÚV nú fest kaup á 22
þátta pakka með Baðvörðunum,
einum frábærasta þætti sem sést
hefúr. Hér reika glæsilegir fúlltrúar
hvíta kynstofnsins um sandana og
lenda í stórkostlegum ævintýrum.
Þetta fólk er því sem næst allsbert
og ekki fúrða að kynsoltnir fái fró-
un yfir þessu skemmtilega efni,
eins og margoft hefur komið fram
í skoðanakönnunum. Að sjá þetta
lambakjöt, sem sumt er næstum
vandskapað af fegurð, veltast um
sandana og skutla sér á appelsínu-
gulum kútum í funheitar öldurn-
ar, er það næsta sem RÚV kemst í
útsendingu á forboðnu kynlífsefni,
og áhorfendur fá stundum sögu-
þráð til að berja kjötið yfir.
Á ströndinni hefúr lítið breyst
síðan siðast. Á laugardaginn var
hætta á ferð þegar djöfulóður
glæpamaður kom út úr hinu vin-
sæla holræsi og olii usla á strönd-
inni. Strandlögga sagði David Has-
selhoff að við hliðina á þessum
væri kjötætan Flector algert pela-
barn. Kom það snarlega í ljós þeg-
ar vondi kallinn rændi tveimur
barbídúkkum og hafði í haldi í
strandkofa. Vondi var þó ekkert
svakalega vondur enda greinilega
slappur skapgerðarleikari hér á
ferð. Hann var aðallega leiðinlegur
og kaldrifjað hláturskast hans í lok
myndarinnar — þegar hann var
dreginn burtu aflöggunni, hafandi
lútið í lægra haldi fyrir góðu köli-
unum — var álíka gæsahúðarvekj-
andi og litlu börnin og Hemmi.
David Hasselhoff hefur full-
komið TV-fés enda vinsæll popp-
ari í Þýskalandi. Kubbslaga kjálk-
arnir minna á meistara Michael
Landon, en að öðru leyti væri guð-
last að líkja þeim saman. Þó slapp-
ur sé, ber Hoffi höfuð og herðar
yftr aðra leikara í þessum þáttum.
Sérstaklega eru ungu baðverðirnir
óþolandi vitlausir og það tekur á
að heyra þá tala.
En hvað, í klámmyndum skiptir
leikurinn litlu máli, það er aksjón-
ið sem blífur. Á meðan Barbí- og
Kenkjötið hlunkast um sandana,
þurfandi Islendingum til fróunar,
er Innkaupadeildinni fyrirgefið.
Auglýsing
KRAFr-ÞVOTTAEFNI
★ ★★★★
Ég veit ekki hvort mig var að
dreyma, en um daginn sá ég aug-
lýsingu þar sem fjallkona kynnti
Kraft-þvottaefni og brosti svo
skein í hvítar tennurnar. Auglýs-
ingin var stórkostlegri en orð fá
lýst og án efa besta auglýsing sem
hér hefur sést síðan á árdögum
Sjónvarpsins. Þrátt fyrir stífa
áhorfun á auglýsingatímana hefur
Kraft-fjallkonan ekki birst aftur og
því er Gvend farið að gruna ýmis-
legt. Þessa sýn verður líklega að af-
skrifa sem stundarbrjálæði. ■