Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Höfn í Hornafirði 40 látnir blása eftir jólaglögg Óvenju mikið var um jólaglögg hjá fyrirtækjum á Höfn í Horna- firði á föstudaginn. Lögreglan var því með nokkurn viðbúnað og ákvað að gera átak í athugun á ölv- unarakstri. I allt voru 40 látnir blása í blöðru lögreglunnar og merkilegt nokk mældist enginn yfir hættumörkum. Lögreglan segir að allur gleðskapur hafí farið mjög vel fram þótt vissulega hafi margir haldið áfram fram eftir morgni. ■ Raufarhöfn Slagsmál ogarykkja Töluverð ólæti, slagsmál og drykkjuskapur var á Raufarhöfn á laugardagskvöldinu. Dansleikur var haldinn í Félagsheimilinu Hnit- björg þar sem ölvun var mjög áber- andi. Mikið var um slagsmál, einn var meðal annars sleginn í andlitið með bjórkrús, annar laminn í gólf- ið og síðan sparkað í andiit hans og fleiri slík dæmi. Enginn hafði þó leitað læknishjálpar á sunnudegin- um og fangageymslur lögreglunnar gisti einn aðili eftir ólæti í heima- húsi morguninn eftir. ■ Árekstur á Miklubraut Fiórirá siysadeild Nolckuð harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla við ljósin á horni Miklubrautar og Snorra- brautar. Atvikið átti sér stað um ell- efuleytið á laugardagskvöldið. Bíl- stjórar beggja bílanna voru fluttir á slysadeild ásamt farþegum. ■ Suðurlandsbraut Ekid á 94 ára mann Ekið var á 94 ára garnlan mann á Suðurlandsbrautinni á þriðja tím- anum á laugardeginum. Maðurinn var að ganga yfir götuna, utan gangbrautar þegar bíllinn ók á hann. Hann mun hafa sloppið ótrúlega vel en var þó talinn hrot- inn. ■ 13stútar Lögreglan í Reykjavík fór með þrettán aðila í blóðprufu um helg- ina vegna gruns um ölvunarakstur. Þetta gerðist á tímanum frá föstu- dagskvöldi til sunnudagsmorguns. Það mun vera algengt að um eða yfir io aðilar séu teknir í blóðprufu hverja helgi svo þetta er alveg í meðallagi. ■ Akureyri Tveirá Töluverð ölvun var um helgina á Akureyri enda jólaglögg víða um bæinn. Á aðfaranótt laugardagsins kom í tvígang til átaka sem leiddu til sjúkrahúsferðar. I öðru tilvikinu tókust tveir menn á og lét annar poka með flösku í vaða á mótherj- ann sem svaraði með því að skella honum á hnakkann í götuna. 1 hinu tilvikinu voru tveir piltar að berja hús að utan þar sem þeir töldu samkvæmi í gangi. Húsráð- andi var lítið hrifinn og mætti út með billjardkjuða og notaði hann sem barefli á annan piltinn. Ekki voru þó mikil ólæti í bænum og að- eins einn ökumaður grunaður um ölvunarakstur eftir helgina. ■ Algjör uppstokkun varð á lista framsóknarmanna á Reykjanesi í prófkjöri á laugardag. Konur skipa tvö af þremur efstu sætum flokksins í komandi alþingiskosningum Hétt að sigur minn yrði ekki svona afgerandi Segir Siv Friðleifsdóttir, sem sigraði örugglega í prófkjörinu. „Ég hélt að úrslitin yrðu tvísýnni og sigur minn ekki svona afger- andi,“ segir Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, en á laugardag sigraði hún örugglega í prófkjöri Framsóknarflokksins á Reykjanesi. 3.560 framsóknarmenn tóku þátt í kjörinu en 257 atkvæðaseðlar voru ógildir. Siv fékk 1306 atkvæði í efsta sæti listans og 1768 í fyrstu tvö sæt- in. Þrír frambjóðendur sóttust eftir 1. sætinu, en auk Sivjar tóku þau Hjálmar Árnason og Drífa Sig- fúsdóttir þátt í slagnum um að leiða listann. Baráttan um annað sætið var hörð en Hjálmar Árnason, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja, bar sigurorð af Drífu Sigfús- dóttur, forseta bæjarstjórnar Suð- urnesja. Samtals hlaut Hjálmar 1487 atkvæði í fyrstu tvö sætin en Drífa 1424 atkvæði þannig að einungis 63 atkvæði skildu á milli þeirra þegar endanleg úrslit Iágu fyrir. Drífa varð því í 3. sæti og Unnur Stef- ánsdóttir hlaut það 4. en hún stefndi á 2. sæti listans. Unnur var eini frambjóðandinn sem hlaut bindandi kosningu. Sætur sigur Siv þakkar sigurinn áralöngu starfi sínu í Framsóknarflokknum. „Ég þekki flokkinn vel og mér hefur gengið vel að starfa innan hans,“ segir hún. „Kosningabarátta mín var mjög markviss og ég var með góða stuðningsmenn og við lögðumst öll saman á eitt. Ég lagði sjálfa mig alla fram og ég held að það sé mjög gott mál að framsókn- armenn skuli hafa valið unga konu í 1. sætið. Þetta er sterkur listi að mínu rnati og Hjálmar Árnason er mjög góður maður í öðru sætinu.“ Siv segir úrslitin vera „persónu- lega sætan sigur“ fyrir sig. „Fram- bjóðendur í prófkjörinu settu allir atvinnumálin og jöfnun lífskjara á oddinn og við kynntum stefnu flokksins eins og hún var mörkuð á flokksþinginu. Ég hugsa að próf- kjörið hafi snúist meira um menn heldur en málefni. Mér finnst þetta rnikið traust sem mér var sýnt og persónulega er þetta sætur sigur fýrir mig.“ Formennirnir studdu Hjálmar Drífa Sigfúsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslitin. „Ég stefndi á fyrsta sætið og taldi mig eiga möguleika á því,“ segir hún. „Það munaði Iitlu á öðru sæt- inu á milli mín og Hjálmars, eða 63 atkvæðum. Eftir á sér maður marg- ar ástæður fyrir því sem gerðist en ég átti ekki von á að formenn fram- sóknarfélaga myndu lýsa yfir stuðningi við annan af tveimur frambjóðendum á svæðinu. For- menn sex félaga gerðu það í staðar- blaði hérna og mér finnst fram- bjóðendurnir því ekki hafa setið við aiveg sama borð í prófkjörinu." Þrátt fyrir ósigurinn ætlar Drífa ekki að segja skilið við Framsókn- snúist um menn frekar Siv Friðleifsdóttir sigraði örugglega í prófkjöri framsóknarmanna á Reykjanesi í fyrradag. Hún telur kosningarnar hafa en málefni. ■ Frambjóðendum í prófkjörinu haldið í gíslingu ■ Nemendur hópuðust á kjörstað á síðustu stundu ■ Seltirningar eiga möguleika á mörgum þingmönnum F ramsóknarmenn á Reykjanesi brugðust skyn- samlega við þeirri hættu, sem fylgir prófkjörum og felst í því, að þeir sem tapa hafa, um leið og úrslit Iiggja fyrir, ríka tilhneig- ingu til að vera með stórar yfirlýsingar um óheiðarleg vinnu- brögð, óheilindi andstæðinga sinna og flokksforystu, og eru jafnvel vísir til að hlaupa yfir til Jóhönnu ef allt um þrýtur. Til að koma i veg fyrir slíkar liremmingar munu fram- sóknarmenn hafa stefnt öllum fjór- um frambjóðendunum í efstu sætin á veitingastaðinn Hraunholt í Hafn- arfirði og héldu þeim þar í gíslingu þangað til úrslit lágu fyrir, og þeim sem töpuðu gefist tóm til að jafna sig eftir áfallið. Þetta gafst svo vel, að loksins þegar fallistunum var sleppt út voru þeir all- ir í viðun- andi jafn- vægi - gáfu karlmann- legar yfirlýs- ingar og eng- inn hljóp til Jó- HÖNNU. Búast má við, að fleiri flokkar taki nú þetta snilldarbragð fram- sóknarmanna á Reykjanesi sér til fyrirmyndar, þótt dálítið seint sé fyrir suma... Þ að mun hafa horft til vandræða á kjörstað í Keflavík fyrir prófkjör framsóknarmanna í Reykjanesi rétt fyrir lokun kjörfundar klukkan átta á Iaugardagskvöldið. Þá munu nemendur úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja hafa þyrpst á kjörstað með þeim afleiðingum að ekki var unnt að loka staðnum fyrr en klukk- an var orðin langt geng- in í níu. Hvort að nem- endur hafi sameinast um að reyna að korna skólastjóra sínum, Hiálmari árnasyni, á þing eða þá hið gagnstæða, það er að segja að freista þess að halda honum sem skólastjóra er hins vegar ekki ljóst... vJeltirningar hafa löngum talið sig nokkuð afskipta á Alþingi f slendinga og nú er Ólafur Ragnar GrImsson eini þingmaður byggðarlagsins. Allt bendir til róttækra breytinga í ljósi þess að Siv Friðleifsdóttir leiðir væntanlega lista Framsóknarflokks- ins og Ágúst Einarsson lista Þjóð- vakans. Ekki er líklegt að kratar fái þingmann þaðan, sem hefur ekki komið af nesinu frá þvx JóN Sig- urðsson sat á þingi og sömu sögu má segja af Kvennalistanum sem síðast hafði Kristínu Halldórs- dóttur sem þingkonu af Seltjarnar- nesi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft einokunarstöðu á Seltjarnarnesi en það hefur ekki skilað sér í þingmennsku. Þó má nefna að JúLíus Sólnes er Seltirningur en hann sat fyrir Borgarafiokkinn sáluga og Halldór Blöndal býr á nesinu en er þingmaður fyrir allt annað kjördæmi... arflokkinn. „Ég fór náttúrlega út í þetta próf- kjör eins og aðrir, vitandi hvernig það gengur fyrir sig. Ég er ekki í bindandi sæti þannig að það er kjörstjórnarinnar að taka ákvörðun um það en ég hef alla tíð sagt það að ég myndi taka því sæti sem ég lenti í. Ég er ekkert á leiðinni út úr flokknum." I síðustu alþingiskosningum fengu framsóknarmenn einn þing- mann á Reykjanesi en það var Steingrímur Hermannsson en eftir að hann lét af þingmennsku tók Jóhann Einvarðsson sæti hans. Jóhann var í öðru sæti á lista framsóknarmanna í kosningunum 1991 á eftir Steingrími, en Níels Árni Lund í því þriðja. Það er því, ljóst að róttæk breyting hefur orðið í framboðsmálum Framsóknar- manna á Reykjanesi og tvær konur verða í tveimur af þremur efstu sætum listans. -lae Hjálmar Árnason: Ekki nógu þekktur „Ég er sáttur við þessi úrslit og þau leggjast mjög vel í mig,“ seg- ir Hjálmar Árnason, en hann hreppti annað sætið í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi á laugardag. „Ég hefði auðvitað viljað ná fyrsta sætinu eins og ég stefndi að en af ýmsum ástæðum er ekk- ert óeðlilegt að Siv náði 1. sæt- inu. í fyrsta lagi erum við tvö hér af Suðurnesjum' sem buðum okkur fram þannig að atkvæðin hér hljóta að dreifast. I öðru iagi hafa bæði Siv og Drífa flokkslega forystu á mig því þær hafa starf- að miklu lengur innan Fram- sóknarflokksins. Siv hlaut mjög góða kosningu í miðstjórn flokksins og Drífa er varagjald- keri Framsóknarflokksins. í þriðja lagi er ég ekki eins vel þekktur innan flokksins og þær. Svo má segja að kvennavakning- in, þessi umræða um konur, og undangengin atburðarrás fyrh austan og í Reykjavík, og mikil barátta Landsambands fram- sóknarkvenna fyrir konur, hafi auðvitað haft áhrif í þessa veru. I fjórða lagi fór ég vísvitandi ekki í eins mikla auglýsingaherferð og þær gerðu. Mér fannst ekki við- eigandi að nota slíkar aðferðir.“ Enfannst þér viðeigandi aðfor- menn sex félaga framsóknar- manna lýstu yfir stuðningi sínuin viðþig í auglýsingu? „Það má mikið um það deila. Ég sé hins vegar ekki að það sé athugavert frekar en að Lands- samband framsóknarkvenna vinni ötullega fyrir konur að for- menn einstakra félaga, sem éru að hugsa um að atkvæðin dreif- ist ckki of mikið, taki afstöðu með einstökum frambjóðend- um. Annars hlýtur það að vera þeirra að svara því. Aðalatriðið er að þótt allir séu móðir í dag að enginn sé vígmóður. Baráttan I var hörð en ég held að í það heila tekið hafi hún verið drengileg."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.