Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 13 Maggie Cheung Nýtt súpermódel Amber Valetta er nýjasta súperíyrirsætan í tískuheim- inum. Fyrir þremur árum var hún bara venjuleg stelpa í Tulsa í Oklahoma, sem sagt lengst úti í dreifbýlinu, en ný- skeð skrifaði hún undir samning við tískuhönnuðinn Calvin Klein. Á þessi 23 ára fegurðardís sérstaklega að kynna nýja snyrtivörulínu hans. Henni er spáð frekari frama á næsta ári og jafnvel að hún skjótist upp í röð stórfyrirsæta á borð við Na- omi Campbell, Cindy Crawford og Kate Moss. Með í kaupunum fylgir eigin- maður hennar, Herve LeBi- han. Hann er líka módel og þykir ansi sætur. Amber Valetta KENWOOD kraftur, gœði, ending i > Kona sem segir sex Það er í tísku í Hollywood þessa dagana að leikkonur bregði undir sig betri fætinum og gerist töff. Söndru Bullock var ekki fisjað saman þar sem hún sté bensínið í botn í Speed, Meryl Streep siglir niður ólgandi stórfljót á fleka í The River Wild og Geena Davis ætlar að sýna á sér hörðu hliðina í Cut- throat Island. Hætt er þó við að þessar konur virki ósköp smáar við hliðina á Maggie Cheung frá Hong Kong. Þar er nú kona sem segir sex. Maggie Cheung hefur leikið í 65 kvikmyndum á síðasta áratug og þó er hún ekki enn þrítug. Hún ólst að hluta til upp í London og talar ágæta ensku, en þó með nokkrum kíverskum hreim. Yfirleitt leikur Maggie Cheung mikil hörkutól í myndum sín- urn, en nýlega bar svo við að hún fékk „alvarlegra hlutverk“ og lék einmana þjónustustúlku í leit að ást og hlýju. ■ Tom Jones er ódrepandi Tom Jones er gjörsamlega ódrepandi. Einu sinni var hann kolanámumaður í Wales, svo sló hann í gegn með sinni ógnarkröft- ugu rödd, Síðan eru liðin þrjátíu ár, hann er orðinn 54 ára og röddin er ekkert farin að bila. Nýverið gaf hann út nýja plötu sem ber nafnið The Lead And How To Swing It. Hún hefur fengið þrýðisdóma og mikið spiluð þótt Jones fari ekki al- veg hefðbundnar leiðir. Þarna syngur hann meðal annars dúett með Tori Amos sem er um það bil eins langt frá Tom Jones og bægt er að hugsa sér. I viðtali við breska tímaritið Face var Jones meðal ann- ars spurður að því hvernig hann hefði komist í gegnum sjöunda ára- tuginn. Með því að drekka, svarar hann, með rommi, kóki og sígarett- um. Hann segir hins vegar að allir hinir hafi verið á kafi í eiturlyfjum og rifjar upp partí með Led Zeppel- in þar sem hann bjóst við að eitt- Tom Jones hvað skemmtilegt gerðist — til dæmis að stelpur færu úr fötunum. I stað- inn þyrptust allir inn í eld- hús og köstuðu sér á hrúgu af kókaíni. ■ Vændi er vaxandi atvinnugrein í Rostock. Lögreglustjórí í horunúsi Sigfried Kordus, lögreglustjóri í þýska fýlkinu Meckleburg-Vor- pommern, er í frekar vondum mál- um. Höfuðborg fylkisins er Rostock, sem áður var í Austur- Þýskalandi, en þar í bæ hefur vændi verið með miklum blóma síðan Berlínarmúrinn féll. Flykkj- ast þangað vændiskonur frá Áust- ur-Evrópulöndum. Kordus lenti í því að tekin var upp á myndband heimsólcn hans í hóruhús, og reyndar var hann fastagestur í byggingu sem kallaðist „Húsið við græna veginn“ þar sem slík starfsemi var iðkuð. Kannski væri þetta ekki tiltökumál, Þjóðverj- ar eru fremur frjálslyndir í þessum efnum, nema vegna þess að Kordus virðist tengjast starfsem- inni enn frekar og haldið verndarhendi yfir mellu- dólgum sem færðu hon- um konur í þakkar- skyni. ■ í Bankabókinni fer leaandinn á bak við tjöldin í peningastofnunum landsins í fylgd með Nóna, sögu- manninum ún „Kolknabbanum", og fær m.a. að gægjast inn þar sem útvalin stórmenni é þreföldum ráðherralaunum sitja í góðu yfirlæti við að ákveða vexti, verðbætur og þjónustugjöld handa þér að borga. Vissir þú að útlánatöp síðustu þriggja ára jafngilda verðmaeti allrar byggðar í Breiðholti? Vissir þú að Seðlabankakóngurinn var sömuleiðis stjórnarformaður þess fyrirtaekis sem sló metið i taprekstri á íslandi 1 993 og skuldar meira en allur íslenski sjávarútvegurinn samanlagt? IMóri fer á kostum og frændfólk hans er ekkl aö skafa utan af því fpekar en fyrri daginn. Bókaútgáfan Eldev Ármúla 5 • Sími: B8 30 BO %J Fax: 2 75 1-4 HVlTA HÚSIO / SÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.