Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Rússar heija í Kákasus Sveitir Dúdajevs, forseta Kákasuslandsins Tsjetsjníju, bjóða Moskvuvaldinu byrginn og unnu nýskeð glæstan sigur á hennönnum þess. Rússar halda áfram að þrýsta á, en vita ekki hvort þeir eigi að halda eða sleppa. Dúdajev forseti og liðsmenn hans. Rússneskir fjölmiðlar lýsa honum sem ótíndum og ofsóknarbrjáluðum glæpamanni, eins konar Al Capone Kákasusfjalla. Nýóperu- stjama „La Bartoli“ eru ítalir farnir að kalla nýjustu stórstjörn- una í óperuheimin- um, Cecilia Bart- oli. Hún er ekki nema 28 ára og afar La Bartoli smávaxin, varla 1.60 á hæð. En hún þykir syngja af óvenjulegum krafti en þó um leið af miklum næmleika. Með mezzósópran-rödd sinni hefur hún lagt óperuhús í Evrópu og Banda- ríkjunum að fótum sér. Það var hljómsveitarstjórinn frægi, Daniel Barenboim, sem uppgötvaði þessa stúlku frá Róm og þjálfaði hana þar til hann lést 1989. Síðan þá hefur þessi fallega kona ekki átt í vand- ræðum með að standa eigin fót- urn.l Rubin látinn „Treystu engum yfir þrítugu," var kjörorð Jerry Rubin, banda- rísks stúdentaleiðtoga sem frægast- ur varð eftir miklar mótmælaað- gerðir á flokksþingi demókrata í Chicago 1968. Rubin var forsprakki hreyfmgar sem kölluðu sig yippies, það voru vinstri sinnuð ungmenni sem ögruðu auðvaldssamfélaginu með ýmiss konar stríðni og töldu að þannig myndi það kasta af sér grímunni. Seinna söðlaði Rubin um, lét klippa sig og gerðist verð- bréfasali á Wall Street. Hann lést í síðustu viku í Los Angeles eftir að hafa lent í bílslysi og var þá 56 ára.B Picasso, nei Árið 1964 skrifaði Fran^oise Gi- lots bók sem náði metsölu. Þar sagði hún frá árunum fjölmörgu sem hún eyddi við hlið snillingsins Pablo Picasso. Meistarinn reyndi að stöðva útkomu bókarinnar, en tókst ekki. Nú reynir Frangoise, sem er 72 ára, allt til að koma í veg fyrir að gerð verði kvikmynd eftir bók hennar. Það eru félagarnir frægu Merchant og Ivory sem vilja gera myndina, en Anthony Hopk- ins hefur verið fenginn til að leika Picasso og Emma Thompson Fran^oise. Myndin hefur fengið heitið Surviving Picasso, en verður sennilega aldrei gerð.B Van kætisl Fræg er sagan af því þegar Van Morrison mætti í veislu — sem hann gerir örsjaldan — og dyra- vörðurinn hrópaði yfir salinn hvort einhver hefði pantað leigubíl. Hann lætur ekki mikið yfir sér þessi smá- vaxni Belfastmaður, en hann er sí- leitandi i tónlistinni. Oft hefur hann verið óhamingjusamur í einkalífinu, en nú virðist hann hafa fundið hamingju í örmum Mich- elie Rocca, sem er blaðakona og fýrrum ungfrú Irland. Það er haft á orði að „Maðurinn", eins og hann er kallaður, sé kátari en oftast áð- ur.B Fyrir þremur árum, 1991, lýsti Dzhokar Dúdajev yfir sjálfstæði Tsjetsjníju. Eftir það var hann kjör- inn forseti með 80 af hundraði at- kvæða þjóðar sinnar. Enn hefur engin þjóð viðurkennt sjálfstæðið og formlega séð telst landið því lík- lega enn hérað í Rússlandi. En Tsjetsjenar hafa harma að hefna og hafa veitt Rússum ákaft viðnám. Uppreisnarmenn gegn Dúdajev létu til skarar skríða í lok nóvember og nutu við þess stuðnings rúss- neskra skriðdreka og hersveita, þar á meðal hermanna úr Kantemir-lið- inu, sem eru ákaflega vel þjálfaðar sérsveitir sem hægt er að senda hvert á land sem er með ákaflega stuttum fyrirvara. Þetta varð hin mesta hrakför. Sveitir Dúdajevs forseta — þessa „ofsóknaróða Kákasusbófa“ eins og hann hefur verið kallaður í rúss- neskum blöðum — unnu sigur á uppreisnaröflum og rússnesku her- mönnunum, sem hermt er að hafi verið um 1200 talsins. Það dugði ekki einu sinni tii þótt Kremlstjórn- in hefði sent nútíma herflugvélar liðinu til að gera loftárásir á höfuð- borgina Grozní, og heldur ekki að hermönnunum mun hafa verið lof- að góðri borgun í reiðufé og ffíðind- um fyrir vikið. Eftir bardagana sagði sjónarvott- ur að göturnar í Grozní hefðu helst líkst kirkjugarði, það lá reykmökkur yfir borginni og hvorki rafmagn né gas að hafa. Úti um allt lágu lík rúss- neskra hermanna eins og hráviði. Þau voru brunnin til kola, enda hafði verið hellt yfir þau bensíni og kveikt í til að koma í veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á her- mennina föllnu. Rússar hugðust brúka sömu aðferðina og Sovét- stjórnin notaði þegar hún sendi her- lið til Georgíu og Azerbaijan 1989; að beita undanbrögðum og blekk- ingum og þræta einfaldlega fyrir alla þátttöku. Eða það reyndi að minnsta kosti Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sem talinn er bera hvað mesta ábyrgð á klúðrinu. Hann var kokhraustur og sagði: „Efvið hefðum sent rússneska fallhlífahermenn til Grozní hefðu þeir leyst þetta vandamál á tveimur klukkutímum.“ Dúdajev hafði hins vegar tromp uppi í erminni. Liðsmenn hans höfðu náð á vald sitt 70 rússneskum hermönnum sem tóku þátt í árás- inni. Hann sleppti þeim úr haldi nú í vikunni og gerði grín að öllu sam- an. Hann sagði þeim að gæta sín betur næst og bætti við að það væri „hörmulegt að liðsforingjar rúss- neska hersins skuli búa við svo bág kjör að þeir neyðist til að starfa sem málaliðar, bjóða líf sitt til sölu“. Heilagt stríð Enginn efast um að Rússum veitt- ist létt að valta með her sínum yfir þetta litla ríki. En jafnvíst er að þá myndu íbúarnir svara innrásarlið- inu með langvinnum, blóðugum og árangursríkum skæruhernaði. Hann færi fram í fjalllendi sem inn- fæddir nauðaþekkja, það eru til vopn í hverju húsi; fyrir utan Kalas- hnikov-hríðskotabyssur eru kannski skæðustu vopnin baráttuþrek þessa fjallafólks og trúin á íslam sem nú gengur í endurnýjun lífdaga. Árásirnar hafa orðið til að þjappa saman stuðningsmönnum Dúdajevs forseta. Hann heyr ásamt stuðningsmönnum sínum heilagt stríð gegn innrásaröflum. Hermenn hans binda um höfuð sér klúta þar sem eru letruð á orð úr Kóraninum. Þeir eru reiðubúnir að kalla yfir sig dýrlegan píslarvættisdauða og segja að Rússa bíði nýtt Afganistan ef þeir haldi áfram árásum á Tsjetsjníu. Þetta er ekki í fýrsta skipti sem Moskvustjórnin hefur reynt að knýja Tsjetjsena til uppgjafar. Eftir að Dúdajev lýsti yfir sjálfstæði landsins fýrir þremur árum sendu Kremlherrar þangað sérsveitir her- manna sem áttu að kveða niður sjálfstæðishreyfinguna. Það fór litl- um frægðarsögum af þeirri ferð. Herliðið var umkringt á flugvellin- um í Grozní og sent aftur heim í rútum. Til að breiða yfir mistökin ákvað Moskvustjórnin að kalla affur fýrirskipunina um hernaðaraðgerð- irnar. Síðan þá hefur stjórnin í Moskvu lengst af látið sér nægja að halda uppi mikilli áróðursherferð gegn Dúdajev forseta og mönnum hans. 1 rússneskum fjölmiðlum er þessum fýrrverandi flugliðsforingja lýst sem ótíndum glæpamanni. Ástandið í Grozní er útmálað eins og þar ráði ríkjum múslimskur Al Capone sem stjórni að eigin geðþótta. Mikið er líka rætt um það, og margt reyndar satt, hvernig mafía Tsjetjsena drottni á svörtum markaði í Moskvu og fari þar um með ránum og morðum. Tsjetjsenar þykja leyndardómsfull þjóð sem heldur mjög saman og því hefur þeim verið vel lagið að ná langt í þeirri glæpa- bylgju sem hefur skollið á eftir hrun kommúnismans. Það er víst að Dúdajev er enginn dýrlingur, andstæðingar hans heimafyrir hafa raunverulegra harma að hefna og kannski ekki hægt að áfellast þá fýrir að lenda milli steins og sleggju. Gömlum samherjum Dúdajevs ofbuðu ein- ræðistilhneigingar hans og smátt og smátt höfðu ýmsir þeirra fengið sig fullsadda. Nokkrir þeirra söðluðu um og efhdu til virkrar andstöðu gegn stjórn hans, þar á meðal Gant- emirov, fýrrum borgarstjóri í Grozní, Mamodasjev, fýrrum for- sætisráðherra, og Labasanov, sem áður var lífvörður forsetans. Þeir vildu fella Dúdajev og það var átyll- an sem Moskvustjórnina vantaði til að halda aftur innreið sína í landið. Á leynd hófu Rússar að fjármagna uppreisnarmenn og senda þeim vopn. Boris Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur verið harðlega gagnrýnd- ur fýrir þetta og vændur um að þarna hafi hann stigið fýrsta skrefið í nýju stríði í Kákasus. Hann hafi ekki tekið neitt tillit til frelsisvilja Tsjetj- sena, heldur aðeins hugsað um hagsmuni Rússlands. Eilífur yfirgangur Rússa Það er ekkert nýtt að Rússar séu að yggla sig í þessum heimshluta. í Kákasus hefur farið fram stríð sem staðið hefur með hléum í mörg hundruð ár; það þurfti járnhnefa Jósefs Stalín til að koma á ’ein- hvers konar málamyndafriði þarna í fjalllendinu. Rússland var að þenjast út og átök höfðu þegar staðið í hundrað ár 1829 þegar Nikulás I keisari fól ffægum hershöfðingja sínum, Ivan Paske- vitsj, að friða svæðið endanlega. Paskevitsj gekk að þessu verki með sama ákafanum og hann hafði áður notað til að ganga milli bols og höf- uðs á Tyrkjum. Markmiðið var að útrýma öllum ófriðarseggjum. Hersveitir keisarans gengu hart ffam, en þær áttu í mestu brösum með að halda sínu gegn skæruliða- sveitum sem spruttu upp úr fjöllun- um þegar minnst varði. Tugþús- undir rússneskra hermanna féllu. Frægastur foringja fjallamanna var Tsjamil. Hann barðist gegn Rúss- um í 27 ár, lýsti yfir íslamskri klerka- stjórn sem hafði Tsjetjníju að hjarta sínu, og það var ekki fyrr en Rússar náðu að fanga hann að baráttuþrek Kákasusbúa var að mestu á þrotum. Þá hófu Rússar að nota þá aðferð sem þeim hefur löngum reynst vel þegar þeir vilja brjóta undir sig lönd og þjóðir. Þeir sendu suður í Kákas- us mikinn fjölda nýbyggja sem þar skyldu setjast að og verða herraþjóð sem smátt og smátt næði undirtök- um. Líf þessara nýbyggja var enginn dans á rósum. Þeir gengu til akra sinna undir hervernd og með byssur um öxl, en á nóttinni var þeim hætta búinn. Sjálfur Púsjkín, þjóð- skáld Rússa, orti eitthvað á þessa leið: „Forðið ykkur, stúlkur, forðið ykkur fljótt, því fjallabúar koma, þeir koma um miðja nótt.“ Rússnesku nýlenduherrarnir voru fúllir hroka og litu niður á Kákasusmenn, hverrar þjóðar sem þeir voru. Allir voru þeir lagðir að jöfnu og álitnir svartir þjófar og launmorðingjar. Hinum hámennt- aða Tsjamil var lýst sem argasta flækingi. Tsjetsjenum er í fersku minni hvernig Rússar hafa umgengist þá síðustu 200 árin. Strax 1792, eftir uppreisn sem kennd er við Mansur fursta (mynd hans hangir á vegg yfir skrifborði Dúdajevs forseta, lét keis-; arastjórnin flytja fjölda innfæddra burt nauðungarflutningum. Stalín yar þó öllu stórtækari 150 árurn síð- ar. 1944 freistaði hann þess að flytja alla þjóðina burt í gripavögnum. Áfangastaðurinn voru sléttur Kaz- hakstans. Þriðjungur þjóðarinnar beið bana í þessum hörmungum. Illt að æra múslima Andspænis þessum hörðurn við- brögðum Tsjetsjena hefur orðið Ijóst hversu Moskvustjórnin er tví- stígandi. Heima er Jeltsín harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í þessu máli og í vikunni samþykkti efri deild rússneska þingsins álykt- un þar sem árásarstefna þeirra sem hefðu reynt að leysa deilurnar í Tsjetsjníju var harðlega fordæmd. Neðri deild þingsins varaði við því að deilan gæti hæglega leitt til stríðs. Fréttir herma að Mikhaíl Gor- batsjov, fýrrum Sovétleiðtogi, hafi boðist til að miðla málum í deilunni og hafi Dúdajev fallist á það. Þessu hefur rússneska stjórnin tekið held- ur fálega. Þrátt fyrir að Dúdajev og Gratsjov varnarmálaráðherra hafi átt með sér fund þar sem þeir lýstu sig sammála því að deilan verði ekki leyst með hervaldi virðast Rússar ekki ætla að láta af þrýstingnum á Tsjetsjena sem eru við öllu búnir. En það getur verið illt að æra óstöðugan. Tsjetsjníja er útvörður hins múslimska heims í norðri, þjóðinni væri eðlilegt að leita bandamanna í öflugum múslima- ríkjum fýrir sunnan. Rússum stend- ur stuggur af uppgangi íslams og þvl sendi Andrei Kozírev, utanrík- isráðherra Rússlands, fulltrúa sína til múslimaríkja á borð við íran og Tyrkland. Erindið var að biðja þess- ar þjóðir að halda sig fjarri og láta örlög Tsjetsjena sig engu varða. -eh. byggt á Der Spiegel og Reuters. Frami og frægð Þau munu erfa heiminn Bandaríska tímaritið Titne birti nýverið grein um hundrað unga einstaklinga úr öllum heimshlutum sem það telur líklegast til afreka í náinni framtíð. Flest er þetta fólk á aldrinum milli þrítugs og fertugs og kannski kemur ekki á óvart að við þekkjum fæst þessi nöfn, þetta er jú fólkið sem á að erfa heiminn en er ekki búið að erfa hann. Þarna kennir ýmissa grasa og fátt á þetta fólk sameiginlegt nema ungan ald- ur og framavonir. Ef við hlaupum á hundavaði yfir listann bregður meðal annars fýrir þessum nöfn- um: Harlem Désir (35 ára), franskur baráttumaður gegn kynþáttamis- rétti; Boris Fyodorov (36 ára), sem tvívegis hefur verið fjármálaráð- herra Rússlands; Gio- vanni Agnelli (30 ára), væntanlegur stjórnandi Fiat-verksmiðjanna á ítal- íu; Sam Mendes (29 ára), breskur leikstjóri sem á fjölda sýninga á sviði í London; Atom Egoyan (34 ára), kanadískur kvik- myndaleikstjóri af arm- enskum ættum sem vann verðlaun í Cannes fyrir kvikmyndina Exotica; Monica Medina (30 ára), borgarstjóri í La Paz í Ból- ivíu; Omar Abdel Kafi (43 ára), sheik og leiðtoga hreintrúarmús- lima í Egyptalandi; Wilhelm Verwoerd (30 ára), sem berst fyrir Afríska þjóðarráðið þótt afi hans hafi verið einn helstur frumkvöðull aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku; Wei Jingsheng (44 ára), andófsmaður í Kína. Þarna er líka nefnt til sögunnar fólk sem er öllu heimsfrægara. Þar má nefna John F. Kennedy jr. (34 ára), sem er talinn líklegur til frama í pólitík; Bill Gates (39 ára), millj- arðamæring og forstjóra Microsoft; Wynton Mars- alis (33 ára), trompetleik- ara og jasssnilling; Johann Olav Koss (26 ára), skautahlaupara og hetju frá Noregi og loks Midori Goto (23 ára), fiðlusnilling frá Jap- an.M er 30 ára og borgarstjóri í La Paz. Hryðj uverkakona Sleppt eftár 22 ár Irmgard Möller sat lengst í fangelsi allra kvenna í Þýskalandi, í heil 22 ár var henni haldið fang- inni í strangri gæslu. Möller er ein fárra úr svokallaðri fyrstu bylgju Rauðu herdeildanna (RAF) þýsku sem náðu að lifa af. Félagar hennar í þessurn illræmdu hryðjuverka- samtökum sem spruttu upp úr ‘68- hreyfingunni, Andreas Baa- der, Gudrun Esslin, Ulrike Meinhof og Jan-Carl Raspe, dóu fyrir margt löngu í fangelsi. Aðrir týndu tölunni í skotbardög- um við lögreglu. Kannski vildi það Möller til lífs að hún var handtekin svo snemma. Hún var dæmd í lífstíð- arfangelsi íýrir morð og margar morðtilraunir og var ung kona, ekki nema 25 ára, þegar hún var lokuð inni. Margoft hefur verið rætt um að láta hana lausa, bæna- skrár hafa verið sendar yfirvöldum og mikil áhersla lögð á slæma geð- heilsu hennar, en ríkið hefur ekki verið á þeim buxunum að fyrir- gefa, enda var barátta þeirra við Rauðu herdeildirnar blóðug, grimm og löng. 1 fyrri viku var Irmgard Möller svo loks látin laus. Út úr fangels- inu kom 47 ára gömul kona, grá og guggin, en ber þó aldur sinn allvel. Þegar hún steig út fyrir fangels- ismúrana í kvennafangelsinu í Lubeck tóku á móti henni um 150 stuðningsmenn. Sumir skáluðu í Möller horfir til himins utan við fangelsismúrana. kampavíni, aðrir veifuðu rauðum fánum — sem flestum Þjóðverjum þótti reyndar ekki ýkja smekklegt. Sjálf féll hún í faðma gamalla vin- kvenna sinna og haíði ekki annað að segja en að þetta væri „allt mjög óraunverulegt“. Margir meðlimir hryðjuverka- samtakanna sitja enn í fangelsi og, hafa margir setið lengi. Yfirvöld'- virðast nú vera að linast í afstöðu sinni og er talið að fleiri verði látn- ir iausir áður en langt um líður. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.