Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MANUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Enginn skyldaður í eyðr Franska þingið hafnaði í gær hugmyndum um að stjórnvöldum yrði gert kleift að skylda Frakka kerfisbundið til að undirgangast eyðnipróf. Menn greinir á um gagnsemi slíks fyrirkomulags, en víðast í heiminum fara menn sjálf- viljugir í þessháttar próf.B Spamaður íZaire Forsætisráðherra Zaire hefur lagt fram fjárlagatillögur fyrir næsta ár og er þar gert ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Ætlunin er að vinna bug á óðaverðbólgu. Gagnrýnend- ur segja að þetta sé fullkomlega óraunhæft, ekki síst í ljósi þess að Mobutu forseti er sagður hafa stungið undan mestöllum þjóða- rauði landsins. ■ Baulað á Kinkel Klaus Kinkel, ut- anríkisráðherra Þýskalands, fékk heldur óblíðar við- tökur þegar banda- menn hans úr flokki Frjálsra demókrata héldu fund í gær til að ræða afhroð flokksins í þing- kosningunum í Þýskalandi. Margir kenna Kinkel um og bauluðu fund- armenn á hann og hæddu á alla lund.l Klaus Kinkel Fulltaf njósnurum dleg Gordíjevskí, KGB-maður- inn sem flúði til Bretlands fýrir ára- tug, segist ætla að koma upp um 24 Breta sem voru í þjónustu sovésku leyniþjónustunnar. Þessar upplýs- ingar ætlar hann að birta í bók sem kemur út á næsta ári. Hann segist meðal annars ætla að nefna stjórn- málamenn. Margir eru áhyggjufull- ir út af þessu, meðal annars breska leyniþjónustan sem kærir sig ekki um að slíkar upplýsingar verði gerðar opinberar. ■ Kommar til hægrí Massimo D’Alema foringi Lýð- ræðissinnaða vinstriflokksins sem áður var Kommúnistaflokkur Ítalíu segir að gamaldags vinstri flokkar séu tímaskekkja. Hann vill að flokk- ur sinn fari að líkjast Verkamanna- flokknum breska og Jafnaðar- mannaflokknum þýska og kærir sig ekki lengur um að vera í bandalagi með öflum yst til vinstri. Flokkur D’Alena er stærsti andstöðuflokk- urinn á ítalska þinginu. ■ Delors fer ekki í framboð Vmstrimenn í Frakklandi urðu fyrirsárum vonbrigðum í gær þegar Jacques Delors ákvað að bjóða sig ekki fram til forseta. Hann hefurhaldið þeim í mikilli spennu að undanfömu, en nú erljóst að næsti forseti verður úrröðum hægrimanna. Nema Delors skipti um skoðun. Ákvörðun Delors þýðir að forsetakosningarnar eru vinstri mönnum tapaðar. Jacques Delors, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, lýsti því yfir í sjónvarp- sviðtali í gærkvöld að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum í Frakklandi á næsta ári. Miklar vangaveltur hafa að und- anförnu verið um framboð Delors og hafa skoðanakannanir bent til að hann gæti jafnvel sigrað sigur- stranglegustu frambjóðendur hægrimanna, Jacques Chirac borgarstjóra í París og Edouard Balladur forsætisráðherra. Þessi ákvörðun Delors bakar frönskum vinstrimönnum sár von- brigði. Það er ljóst að hann er eini frambjóðandi þeirra sem gæti velgt frambjóðendum hægrimanna und- ir uggum og jafnvel náð að verða arftaki Franpois Mitterrand for- seta. Enginn vinstrimaður er í sjón- máli sem gæti náð viðlíka árangri og Delors. Líklegast er að margir frambjóðendur vinstri flokka, allt frá Sósíalistaflokknum yfir í klofna flokka græningja og Kommúnista- flokkinn, munu fá fylgi á bilinu 5 og upp í hæsta lagi 15 af hundraði í fyrri umferð kosninganna. Ekki nægir það til að komast í síðari um- ferð kosninganna í apríl. Þá kann að koma upp sú ein- kennilega staða að tveir hægri- menn, þeir Chirac og Balladur, berjist til þrautar í síðari umferð- inni. Þá er talið líklegt að Chirac halli sér til hægri, í átt til Þjóðfylk- ingar Jean-Marie Le Pen, ogjafn- vel er álitið að hann muni gera hos- Fréttaskýrendur segja að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hafi staðið á hátindi ferils síns á leið- togafundi Evrópusambandsins sem haldinn var um helgina. Blaðið Bild am Sonntag hafði orð á því hversu Kohl nyti þess að vera eins konar „- Herra Evrópa“. Hann hafi stjórnað fundinum eins og leikstjóri og haft allt frumkvæði í hendi sér. Kohl mun tengja saman tvenna tíma í Evrópu, því elstu bandamenn hans innan Evrópusambandsins kveðja brátt. Franpois Mitterrand Frakklandsforseti lætur af embætti í vor og Jacques Delors er í þann mund að láta af starfi framkvæmda- stjóra EBS. Sökum reynslu sinnar — og stærðar Þýskalands — bendir allt til þess að Kohl verði óskoraður leiðtogi Evrópusambandsins. Margir telja líka að þungamiðja Evrópusambandsins kunni að vera að færast. Evrópusambandið hefur að miklu leyti byggt á góðu sam- bandi Frakka og Þjóðverja, og þá ur sínar grænar fyrir andstæðing- urn Evrópubandalagsins. Balladur myndi þá leita fyrir sér á miðjunni og jafnvel reyna að höfða eitthvað til vinstri. Ljóst er að Mitterrand Frakk- landsforseti vill miklú frekar sjá Balladur sem eftirmann sinn á for- setastóli en sinn gamla erkióvin Chirac. I sjónvarpsviðtalinu sagði Delors að hann yrði sjálfsagt gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun. Hann sagði að í kosningabaráttu yrði hann að gefa loforð sem hann myndi ekki geta staðið við, enda þyrfti hann þá að starfa með þingi sem hægri flokkarnir stjórnuðu. Miklar getgátur hafa verið um fyrirætlanir Delors að undanförnu og hefur reyndar ekki verið fjallað um annað meira í fjölmiðlum. Lengi höfðu menn trú á því að hann myndi bjóða sig fram, en upp á síðkastið hafa menn ekki verið svo ýkja trúaðir á það. Var meðal annars talið að Delors hafi óttast að samrunaferlið í Evrópu yrði eld- fimt kosningamál ef hann byði sig fram og þá yrði hann eins konar holdgervingur Evrópusambands- ins. Delors sem er 69 ára er talinn í hópi sósíalista, en þó er honum lít- ið um stjórnmálaflokka gefið. Hann er ekki atvinnustjórnmála- maður og hefur aðeins einu sinni boðið sig fram, þegar hann var kjörinn borgarstjóri í Clichy 1983. Hann var fjármálaráðherra Frakk- ekki síst persónulegri vináttu Mitt- errand og Kohl. Nú þykjast menn greina að þungamiðjan muni 'færast í átt til Bonn og síðan Berlínar, ekki síst með inngöngu nýrra ríkja í Evr- ópusambandið. Svíþjóð, Austurríki og Finnland, ríkin þrjú sem ganga í Evrópusam- bandið um áramótin sátu ásamt fulltrúum Evrópusambandsríkj- anna tólf við ráðstefnuborðið. Á laugardaginn var svo hádegis- verðarfundur með fulltrúum frá Tékklandi, Póllandi, Ungverjalandi, Slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu, Austur-Evrópuríkjanna sex sem lýst hafa áhuga á að ganga í Evrópusam- bandið. Kohl hefur verið mjög áfram um að vinsamlega verði tekið í um- sóknir þessarra ríkja, enda telja Þjóðverjar að aukin velmegun þar sé trygging fyrir stöðugleika í Aust- ur-Evrópu. Það lá við að Kohl væri farinn að grobba sig á fundinum, svo ánægð- lands í hátt í fjögur ár, og þá fékk hann Sósíalistastjórn Mitterrands ofan af þjóðnýtingaráformum sem ollu miklum efnahagserfiðleikum. Þvínæst tók hann við embætti sínu hjá Evrópusambandinu og þykir hafa tekið skörulega á málum, þótt reyndar sé hann ekki ýkja vinsæll á Bretlandi. Víst er að hann hefur sett ur var hann með sjálfan sig. Hann sagði að hann hefði „sérstöku hlut- verki að gegna“ og þá fyrst og fremst sem kanslari Þýskalands sem mark sitt á Evrópusambandið og hefur haft yfirumsjón með sam- runaferlinu með hvort tveggja lagni og hörku. Delors nýtur mikillar virðingar í Frakklandi sem telja sig sjá í honum góða blöndu af heiðarlegum stjórn- málamanni og skrifflnni sem kann að koma hlutunum í verk. Ekki sak- er veigamesta nágrannaland Aust- ur-Evrópuríkja, en einnig vegna góðra persónulegra tengsla sinna í Moskvu og Washington.B ar heldur að nýverið lét hann frá sér bók sem þótti vit í. Þar skrifaði hann meðal annars að „nú þyfti að koma Frakklandi á hreyfmgu á ný“. Það gaf mörgum vinstrimannin- um vonir um að hann Delors hugs- aði sér til hreyfmgs í átt að forseta- stjólnum. Þær vonir hafa reynst tál- sýn. -eh Ríkisstjóm ífæðingu Ný ríkisstjórn viroíst loks í sjón- máli á írlandi eftir að stjórn Al- bert Reynolds féll með skömm fyrir nokkrum vikurn. Allt bendir nú til þess að flokkur hans, Fianna Fail, og nýr formaður hans Bertie Ahern, þurfi að sæta því að vera út undan. Fianna Fail, sem kannski er best lýst sem eins konar írskum Fram- sóknarflokki, hefur setið lengst allra flokka í stjórn á frlandi. Flokkurinn hefur á sér mikið spill- ingarorð. Dick Spring formaður Verka- mannaflokksins, John Buton for- maður Fine Gail og Prionisias de Rossa, leiðtogi lítils flokks sem þykir afar langt til vinstri, hafa átt í alvarlegum stjórnarmyndunarvið- ræðum síðustu daga. Fine Gail er hægri flokkur af nokkuð klassísk- um evrópskum skóla, hann er næst stærsti flokkur landsins en fjandskapurinn milli hans og Fi- anna Fail er slíkur að hann kýs frekar að vinna með vinstri flokk- um en með erkióvininum. Líklega yrði Buton forsætisráðherra í nýrri stjórn en Spring yrði utanríkisráð- herra.B Leiðtogafundur Evrópusambandsins Kohl er ánægður með sjálfan sig og hefur líklega ástæðu til. Tsjetsjnía Rússar gera Það fór eins og flestir töldu að Rússar biðu ekki lengi áður en þeir létu til skarar skríða og réðust inn í Tsjetsjníu í Norður-Kákasus. Þeir hyggjast ekki umbera stjórn Dzhokars Dúdajevs forseta sem lýsti yfir sjálfstæði landsins fýrir þremur árum. Fréttir af atburðum eru mót- sagnakenndar, ekki virðist hafa komið til mikilla bardaga, en miklir herflútningar eru eftir öll- um leiðum inn í Tsjetsjníu. Rússar nota hernaðarmátt sinn og með í för eru hundruð skriðdreka og brynvarðra farartækja. Rússar sækja fram úr þremur áttum til höfuðborgarinnar innrás liðsmenn Dúdajevs eru ákaflega harðsnúnir og nota íslamska trú til að efla sér dug. Dúdajev segir að Tsjetsenar muni berjast til síðasta manns. Mikilvægi Tsjetsjníu liggur ekki síst í því að í landinu eru miklar olíuhreinsunarstöðvar og olíu- leiðslur liggja þar í gegn frá Ka- spíahafi og norður til Rússlands. Mannfjöldi mótmælti hernaði Rússa í Tsjetsjníu á götum Moskvu í dag. Boris Jeltsín ligg- ur undir miklu ámæli fýrir það hvernig hann hefur haldið á mál- um, ekki síst frá frjálslyndari stjórnmálamönnum. sjá fréttaskýríngu á bls. 14 Grozní og er talið að þeir muni setjast um hana og knýja Dúdajev þannig til uppgjafar fremur en að ráðast beinlínis á borgina. Slík árás gæti orðið hið mesta blóðbað, því ..-íM- Attman rítskoðaður í Bandaríkjunum ríkir mikill tvískinn- ungur í ritskoðunarefnum. Par er blómlegur klámiðnaður, en í sjónvarpi má varla svo mikið sem blóta. í Holly- wood verða menn líka að passa sig. Að því komst leikstjórinn frægi Ro- bert Altman á dögunum þegar sam- band bandarískra kvikmyndafram- leiðenda ákvað að stöðva útgáfu plak- ats þar sem auglýst er nýjasta mynd leikstjórans Prét-A-portcr. Á plakatinu er danska fegurðardísin Helena Christ- ensen heldur klæðlítil. Myndin gefur fyrirheit um innihald myndarinnar, en hún fjallar um tískuheiminn. Þess má svo geta að í myndinni syngur Björk okkar lag af plötunni Gling gló.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.