Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2L NBA-pistillinn Shaq og félagará leiðinni til Disneylands Fnábærbyrjun hjá Hardaway, O’Neal og félögum. Liðið sem byrjað hefur best í NBA-deildinni í vetur er Orlando Magic með Shaquille O’Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway í far- arbroddi. Um þessar mundir er Or- lando með besta vinningshlutfallið í deildinni og fátt virðist geta stöðv- að það. En hvað er það sem hefur gert gæfumuninn frá í fyrra? í fyrsta lagi ber að nefna kraftframherjann Horace Grant sem varð þrívegis meistari með Chicago Bulls áður en honum var skipt til Orlando fyrir þetta tímabil. Grant fyllir upp í hol- rúm sem alltaf hefur verið liðinu mikill baggi; það er, loksins hefur liðið náð sér í almennilegan kraft- framherja sem tekur álag af O’Neal og getur hindrað að menn eins og Karl Malone, Charles Oakley og Charles Barkley nái sóknarfrá- köstum. Einnig skorar hann um 14 stig í leik sem munar svo sannar- lega um. I öðru lagi ber að nefna stórleik Anfernee Hardaway (23,9 stig, 7,6 stoðsendingar og 2,64 stolnir) í vetur en hann er óðum að skipa sér á bekk með bestu leik- mönnum NBA-deildarinnar og Shaquille O’Neal er hér að verj- ast gegn Patrick Ewing. Lið þeirra, New York og Orlando, munu há harða baráttu um sigur í Atlantshafsriðlinum í vetur. hefur þegar verið nefndur í sam- bandi við val á leikmanni ársins í vor. Heldur má ekki gleyma þætti Nick Anderson sem hefur verið að skora urn 20 stig í leik en hann er frábær alhliða sóknarmaður og veitir mikla ógnun í stöðu skotbak- varðar. Aðalástæðan fyrir vel- gengninni er þó ennþá ónefnd en það er Shaquille O’Neal (31,4 stig, 11,4 fráköst og 2,29 varðir). O’Neal virðist bæta sig með hverjum leik og eins og með samherja hans, Hardaway, verður erfitt að horfa framhjá honum í vali á besta leik- manni deildarinnar í vor. O’Neal skorar um 31 stig í leik og er drjúgur í fráköstunum auk þess sem hann riðlar sóknarleik andstæðinganna með að loka miðjunni í vörn. Það lítur út fyrir að Orlando nái örugglega að vinna sinn riðil, Atl- antshafsriðilinn. Helsti keppinaut- urinn, New York, hefur ekki virkað sannfærandi og má þar að nokkru kenna heilsufari Patrick Ewing. Það hefur vakið athygli hversu frá- bæra skotnýtingu liðið hefur og virðist þá litlu skipta hvort and- stæðingurinn er gott varnarlið eður ei. Til að mynda var Orlando með yfir 60 prósenta skotnýtingu gegn erkióvininum, New York, á dögun- um en slíkt er algjört einsdæmi þar sent New York á í hlut (að meðal- tali eru andstæðingar New York með um 43 prósenta skotnýtingu í leik). Það er alveg ljóst að ef liðið held- ur heilsu sinni þá munu Shaquille O’Neal, Anfernee Hardaway, Hor- ace Grant, Nick Anderson og félag- ar verða óárennilegir í úrslita- keppninni. Byrjunarliðið er vafa- laust það sterkasta í deildinni enda er líklegt að fjórir leikmenn þess muni komast í Stjörnuleikinn í ár. Los Angeles Clippers á vonarvöl Loks kom að því að Los Angeles Clippers næði að sigra. Reyndar kom það mjög á óvart að það skyldi ná að vinna Los Angeles Lakers á útivelli en leikur Clippers hefur verið vægast sagt hroðalegur í vet- ur. Til að mynda hefur liðið tapað leikjum sínum með 13,1 stiga mun að meðaltali og skotnýting þeirra er aðeins 42,7 prósent á rneðan and- stæðingarnir hitta úr 50,3 prósent- urn sinna skota. Því er ekki að furða að gráu hárin á Bill Fitch, þjálfara, eru farin að víkja fyrir skallanum. eþa-PK Anfernee Hardaway treður hér með tilþrifum en hann er að slá í gegn með stórkostlegri frammi- stöðu í vetur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.